Morgunblaðið - 22.12.1957, Page 14
14
MORCVWnr 4 mÐ
Sunnudagur 22. des. 1957
Þúsund og ein nótt
Reykjavíkur
Nýstárlegar, fróðlegar og skemmtilegar lýsingar
úr Reykjavíkurlífinu fyrir og eftir síðustu alda-
mót, skráðar af Gunnari M. Magnúss rithöfundi.
Þúsund og ein nótt Reykjavíkur er jólabók allra
reykvískra heimila. — Kostar í fallegu bandi
kr. 150.00.
Völuskjóóa
Frásagnaþættir um ýmis efni eftir Guðfinnu Þor-
steinsdóttur skáldkonu. Hér segir frá hrakningum
og mannraunum í svartnættisbyljum á heiðum og
öræfum, harðri lífsbaráttu heiðabyggja, förumönn-
um og öðrum kynlegum kvistum á meiði þjóðar-
innar, dulrænum fyrirbærum og mörgu fleira. —
Völuskjóða er kjörbók allra þeirra, er unna þjóð-
legum fróðleik. — Verð ib. kr. 118.00.
A tæpasta vaði
Hetjusaga „Greifans af Auschwitz“ — mannsins,
sem í fimm ár háði styrjöld við Þjóðverja upp á
eigið eindæmi og sífellt lagði á tæpasta vaðið.
Þetta er frásögn af einum merkilegasta og djarf-
asta skemmdarverkamanni og sjálfskipaða njósn- I
ara, sem þátt tók í síðustu heimsstyrjöld, og bókin
um hann er „sú sem flestar furður geymir“, eins
og hið gagnmerka blað Observer komst að orði í
ritdómi um bókina. — Á tæpasta vaði er afar
spennandi og sannkölluð óskabók allra karlmanna.
— Verð ib. kr. 128.00.
NÝJUNC
Eru þetta tvœr
ÚLPUR?
Nei, þetta er
ein og sama
ÚLPAN!
Hún er tvöfold
(Reversible)
L k\|
cL 1£7 d
Laugaveg 22
Sími: 1-26-00
Laugaveg 38
Sími: 17:68-7
Snorrabraut 38
Sími: 1-49-97
Stofnsett 1911
Lítill smaii
og hundurinn hans
Skemmtileg og falleg saga eftir Árna Óla um lítinn
smala og fyrsta sumarið hans í hjásetunni. Vel
valin gjöf handa börnum og unglingum, en mun
ekki síður verða Iesin með ánægju af þeim, sem
eldri eru. — Verð ib. kr. 58.00.
Reykjavíkurhörn
Sannar frásagnir af Reykjavíkurbörnum eftir
Gunnar M. Magnúss. Bók um börn og unglinga og
rituð handa þeim, en á einnig margvíslegt og tíma-
bært erindi við fullvaxið fólk. — Verð ib. kr. 35.00.
Ævintýrafljótið
Áttunda og síðasta Ævintýrabókin, prýdd um 30
myndum og jafn bráðskemmtileg og spennandi og
allar hinar. — Verð ib. kr. 65.00.
Pétur Pan og Vanda
Hin víðkunna barnasaga, sem Walt Disney gerði
eftir kvikmyndina um Pétur Pan, prýdd myndum.
— Verð ib. kr. 35.00.
Fimm á Fagurey
Fyrsta bók í nýjum flokki bóka handa börnum og
unglingum eftir sama höfund og Ævintýrckæk-
urnar. Bókin er prýdd 30 myndum og er afor
skemmtileg og spennandi. — Verð ib. kr. 59.00.
• •
Oskubuska
Með myndum eftir Disney. Öll bókin prentuð í
litum. — Verð ib. kr. 35.00.
IÐUNN -Skeggjagötu l-S'imi 12923
EFTIRAR
OG DAG
„Hún varð fræg i einu vetfangi skáldmærin
unga, Francoise Sagan, þegar hún sendi
frá sér fyrstu skáldsöguna ... Sennilega
er helzta ástæðan til frægðar Francoise
Sagan sú, að hún skrifar um efni, sem nú-
tíminn virðist vera sólginn í, frjálsar ástir
og hömlulaust kynlíf ... Fyrsta bók hennar
sannaði, að hún kunni að skrifa. Hún hafði
næman skilning á sálarlífi manna, knappan
og lifandi stíl og lipra frásagnargáfu .. . 1
þriðju skáldsögu sinni „Eftir ár og dag",
færist Francoise Sagan meira í fang. Þar
tekur hún fyrir hóp af fólki, níu manns, og
reynir að draga upp mynd af samskiptum
pess, ástarævintýrum, svikum og framhjá-
tökum, árekstrum, framtíðardraumum og
baráttu. Hér sýnir hún sem fyrr ótvíræða
hæfileika til að lýsa hinum smáu atvikum
lífsins og viðbrögðum manna við þeim ...
-— Morgunblaðið 15. des.
Bókaforlag
Odds Björnssonar
Nýjasta skáldsagan eftir
FRANCOISE SAGAN
sem skrifaði bækurnar
SUMARÁST (BONJOUR TRISTESSE)
OG
EINS KONAR BROS
Verð kr. 78.00 í bandi
i
i