Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. des. ÍSBT
BOKAÞATTUR:
Þrjár
þjóðlífslýsingar
Gunnar M. Magnúss.
1001 nótt Reykjavíkur I.
200 bls.
Iðunn (Valdimar Jó-
hannsson), Rvík 1957.
GUNNAR M. MAGNÚSS rithöf-
undur hefur sett saman nýstár-
lega bók um Reykjavík fyrri
daga. Dregur hann þar fram
Gunnar M. Magnúss
ýmsa þætti úr lifi höfuðborgar-
innar fyrir og fram yfir alda-
mót; þætti sem flestir háfa legið
fyrir utan alfaraleið sagnaskrif-
aranna, en eru eigi að síður
mikilvægt ívaf í það litrika
klæði, sem saga Reykjavíkur er
nú orðin, allt frá því er bæriffn
var þorp fátækra fiskimanna og
nokkurra erlendra kaupmanna
til þess er hann varð „samfelld
borg með steinlögðum strætum
og háreistum húsaröðum".
Höfundi farast svo orð í upp-
hafi bókarinnar: „En þegar að er
gáð, liggur borgin þó aðeins sem
þunn skurn ofan á hinu forna
landsvæði, — eða líkt og ábreiða,
sem Ieikföngum hefur verið rað-
að á. Og vér lyftum ábreiðunni,
án þess að skadda það, sem er,
og reynum að skyggnast um í
því umhverfi, sem var, — um
holt og móa með dreifðum býl-
um og kúrulegum kotum út frá
miðsvæði bæjarins, — þar sem
sauðkindin rásar um Skólavörðu-
holtið og sólskríkjur sitja tíst-
andi á steinum“.
Og síðan hefur sögumaður mál
sitt og segir sínum unga vini
á 67 nóttum frá ýmsu þvi, sem
sérkennilegast var og skemmti-
legast á þeirri gömlu góðu tíð,
þegar Reykjavík byrjaði í Bráð-
ræði og endaði í Ráðleysu, eins
og Jónas Máni sagði sveitamann-
inum.
Sögurnar eru sundurleitar og
eiga ekki annað sammerkt en
það, að allar snerta þær Reykja-
vík á einhvern hátt og allar
munu þær vera sannar. Þær eiga
ekkert skylt við ævintýrin í
þeirri austurlenzku „Þúsund og
einni nótt“, en svipar dálítið til
„Kantaraborgarsagna“ þess enska
meistara Chaucers, sem segja má
að sé Snorri Breta.
Hér segir frá merkishjónum,
sem tóku sig upp frá blómlegu
búi og settust að á miðlungsjörð
utanvert við Reykjavík, hófu þar
búskap og gerðu jörðina að ein-
hverju mesta óðali í sýslunni.
Rauðará er nú horfin undir
„ábreiðuna", en svo Iangt man
ég, að fyrir 20 árum þóttu
Rauðarártúnin meðal ræktar-
legustu bletta í umhverfi Reykja-
víkur.
Þá segir frá piltinum úr Rang-
árvallasýslu, sem kom suður til
„að læra sjóinn“ og reri víða,
og frá hinu „dásamlega lifi“
aldamótafjörunnar í Reykjavík,
áður en rammgerir hafnargarð-
ar og steinsteyptar bryggjur
sviptu hana ævintýraljómanum.
Á 9. nótt erum við komin að
vatnsberunum sögufrægu, sem
settu svo sérkennilegan svip á
borgarbraginn í þann tíð. Þar
koma við sögu margir kynlegir
kvistir, svo sem Jón kópi góð-
vinur Bakkusar, Manga með
augað og hennar maki, Gvendur
bonni, Álfrún í Sundi og maki
hennar Gvendur visir, Sigga
blaðra, Kristján krummi, Gunna
grallari, Jón smali, Ólöf á kloss-
unum, Jón boli og síðast en ekki
sízt Sæfinnur með sextán skó,
hinn ókrýndi konungur vatns-
beranna. Segir margt af honum
og sumt harla eftirminnilegt.
Þá má ekki gleyma Rósinni
af Saron, „hinni syndlausu”, sem
„fór eftir eigin siðalögmáli og
bar sín klæði sem drottning".
Hún átti vingott við marga mæta
menn, bæði innlenda og erlenda.
en ekki verður þeirra getið nán-
ar að svo komnu máli né heldur
hins rétta nafns hennar, sem
fékk blóðið til að ólga í æðum
hárra sem lágra. Hún er sógð
eiga marga afkomendur, en hér
segir aðeins frá hinum fyrsta,
þeim er Bretinn neitaði að gang-
ast við. Þessi brezki þegn er
helzti fátæklega dulbúinn, því
þar þykist maður kenna John
Coghill, þann blótgjarna og
elskulega kaupahéðin.
Næstu nætur spjallar sögu-
maður um franzós og hreinleika
og erfiðleika Thomsens í vindla-
verksmiðjunni í sambandi við
það mál allt saman. Þá segir frá
Kínalífselixir, Bramalífselixír og
öðrum bitterum sem og frá hin-
um stóra keisaralega konung-
lega Voltakrossi og baráttu land-
lækna við allan þann ófögnuð.
Þórður malakoff kemur að
sjálfsögðu við sögu og er sagt
frá óþreyjufullri bið lækna-
stúdenta eftir líki hans, meðan
hann var enn í tölu lifenda. Hann
fékkst eitthvað við vatnsburð,
enda jötunn að burðum, en bezt
leið honum í Svínastíunni á
Hótel ísland. Fyrir glettni örlaga
og stúdenta hefur Þórður orðið
ástsæj þjóðsagnahetja.
Loks er þrem nóttum varið til
frásagnar af helgri konu, sem
er- enn á lífi, Jensínu Jónsdóttur
í Hjálpræðishernum. Er saga
hennar merkileg og fögur og
stingur í stúf við flest annað i
bókinni. Jensína er ein hinna
hljóðlátu kristnu kvenna, sem
eiga svo heila og einlæga trú,
að líf þeirra allt verður óslitin
lofgerð urn skaparann. Hún hef-
ur átt þann trúarloga, sem lýsti
upp umhverfi hennar í hart nær
hálfa öld og yljaði margri að-
þrengdri sál.
Síðustu 32 sögunæturnar eru
helgaðar „framtíðarmanninum“,
Hannesi Hafstein, fyrsta innlenda
ráðherranum, þeim er mótaði
íslenzka stjórnarhætti og setti
svipmót sitt á höfuðborgina.
Segir hér frá uppvexti Hannesar
og skólaárum bæði í Reykjavík
og Höfn. Frásögnin af átökunum
í Lærða skólanum er hörkuspenn
andi og sýnir ljóslega, hvernig
hinir upprennandi leiðtogar mót-
uðust þegar í skóla af félagsanda
og framfaravilja, sem er nú að
mestu horfinn úr íslenzkum skól-
um. Maður er hálfundrandi yfir
eldlegum áhuga og íramtaki
skólasveinanna, en auðvitað var
þá færra í þessari borg, sem
glapti unga menn.
„1001 nótt Reykjavíkur" er
skemmtileg bók og náma af
fróðleik um bernsku Reykjavík-
ur. Mál höfundar er lipurt og
fellur víðast hvar vel að efninu.
Ég nefni sem dæmi jafnólíkar
frásagnir og kaflana um Rósina
af Saron og Jensínu Jónsdóttur.
í báðurri tilfellum hefur efnið
fengið form, sem hæfir því vel
Bókin er prýdd nokkrum góð-
um myndum og frágangur henn-
ar í alla staði til fyrirmyndar.
Guðfinna Þorsteinsdóttir:
Völuskjóða. Frásagna-
þættir um ýmis efni.
176 bls.
Iðunn (Valdimar Jó-
hannsson). Rvík 1957.
„VÖLUSKJÓÐA“ Guðfinnu Þor-
steinsdóttur (Erlu skáldkonu) er
í svipuðum dúr og bók Gunnars
M. Magnúss, en hefur annan
blæ. Guðfinna hefur ekki reynt
að fella þættina í samfellda frá-
sögn, og þeir eiga allir rætur
sínar á öðrum vettvangi en frá-
sagnir Gunnars: upp til sveita
og óbyggða.
Hér segir frá hrakningum og
mannraunum í svartnættisbylj-
um á heiðum og öræfum, harðri
lifsbaráttu heiðabúanna, föru-
mönnum og „göngukonum",
„þessum rótlausu kalkvistum í
mannfélagsskóginum“. Meðal
þeirra sérkennilegu manna, sem
við kynnumst í þessari bók, er
farandleikarinn verklati, Hall-
dór Hómer, og andstæða hans,
jarðvöðullinn Gilsárvalla-Gvend
ur, síþæfandi og berandi út skólp
og ösku á bæjunum, þar sem
hann gistir. Ennfremur kynnumst
við Jóhanni ,,bera“, hreppstjór-
anum sem gerðist umrenningur
vegna ásókna ástkonu sinnar, er
hafði hengt sig og heitið að gera
hann friðlausan alla ævi. Enn
hittum við Jón Eyjólfsson, þann
mann sem síðastur flakkaði vist-
laus um Vopnafjörð. Hann hafði
þá venju að betla hjá efnabænd-
um um mjólk og annað matar-
kyns og færa það fátæklingun-
um.
Guðfinna Þorsteinsdóttir segir
margt af sérkennilegum mönn-
um, bæði bændum og búaliði, í
bók sinni. Nokkrar hrakninga-
sögur segir hún eftir mönnum,
sem lent höfðu í svaðilförum. í
bókarlok eru nokkrir þættir um
„dularfull fyrirbæri".
Bókin er fyrir margra hluta
Sakir fróðleg. Hún geymir ýmsar
merkilegar svipmyndir úr þjóð-
lífi, sem er nú með öllu horfið,
og auðgar þannig hinar þjóðlegu
bókmenntir okkar, en þær gerast
nú ærið umfangsmiklar.
Guðfinna skrifar ljóst og lát-
laust mál, en stundum kysi mað-
ur að sjá meiri tilþrif. Jafnvel
sannar frásagnir þurfa skáld-
legt hugarflug til að lifa. Bókin
er smekklega úr garði búin frá
hendi útgefanda.
Árni Óla: Lítill smali
og húndurinn hans.
115 bls.
Iðunn (Valdimar Jó-
hannsson). Rvík 1957.
SÍÐASTA bók Árna Óla, „Lítill
smali og hundurinn hans“, verð-
ur að teljast til þjóðlífslýsinga,
enda þótt hún hafi á sér snið
skáldskapar.
Hér er lýst á nærfærinn og
geðþekkan hátt bernsku sveita-
drengs og viðbrögðum hans við
umhverfinu sumarið sem hann
„verður stór“. Rauði þráðurinn
í bókinni er samband drengsins
við hundinn sinn, Skruggu. Yfir
frásögninni er heiðríkja bjartra
sumarnátta. Steini litli er orðinn
stór og tekur þátt í vorönnun-
um, heillast af umstanginu í sam-
bandi við sauðburð og fráfærur,
og fær loks að sitja yfir ánum.
Það er sönnun þess að hann er
orðinn „maður með mönnum".
Auðvitað er þetta sumar ekki
eintómur leikur. Það koma fyrir
slys og óhöpp. Stína dettur í
pytt og Steini heldur, að hún sé
dáin. Meðan hann er að stumra
yfir henni, hlaupa lömbin undir,
Árni Óla
og það er óbætanlegt tjón, seglr
gamla fólkið. Steini villist í þoku
og er hætt kominn, en Skrugga
bjargar lífi hans.
Þannig skiptast á skin og skúr-
ir þetta sumar, og börnin eru
hamingjusöm með skepnunum.
Þau lifa í þessum heimi sveita-
sælunnar, eins og enginn betri
heimur hafi nokkurn tíma verið
til, og þannig eiga auðvitað góð
sveitabörn að vera. Á afliðnu
sumri deyr svo veslings Skrugga
og er jarðsett með viðhöfn á
kvíabólinu, og pabbi setur kross
á leiðið, svo það gleymist ekki.
Lífið verður að hafa sinn gang.
og litli smalinn að vaxa frá sorg-
um og gleði þessa liðna sumars,
þegar hann „varð stór“.
Sagan um Steina og Skruggu
er eins látlaus og hugsast má, en
hún er án efa sönn lýsing á
reynslu margra drengja um síð-
ustu aldamót, reynslu sem dreng
ir eiga ekki lengur kost á.
★
Þannig gefa þessar þrjár bsek-
ur allýtarlega mynd af lífinu í
þessu landi fyrir hálfri öld eða
svo, lífi borgarinnar, lífi sveit-
anna og öræfanna og lífi smala-
drengsins. Söguritararnir liggja
sannarlega ekki á liði sínu, og
þykir sumum nóg um dugnað-
inn.
En hvað eru ungu skáldin að
gera? Eru þau að týna list feðra
sinna? Ég man ekki í svipinn
eftir nema tveimur skáldverk-
um ungra manna, sem komið
hafa út nú fyrir jólin, annað
Ijóðakver, hitt skáldsaga. Hvað
veldur? Er þetta sök útgefenda
eða skáldanna sjálfra? Hvort
heldur er, þá er hér í óefni kom-
ið.
Sigurður A. Magnússon.
Wait Oisney
Lesið um
DUMBO
litla, fallega fílinn, sem
gat flogið. —
L I T B R A
FlogiB um álfur allar
Skemmtileg ferðabók
með 40 myndum og 2 litmyndum.
Kostar kr. 98.00 í fallegu bandi.
Bókaforlag Odds Björnssonar
■ Lísa verður
uu versur mm skáti
Kvenskátasaga
Þetta er falleg saga, sem
lýsir hetjulegri baráttu fátækrar stórborgar-
t ^ f 1 * * stúlku, sem langar til að verða skáti.Er sagan full
af ævintýrum, sem Lísa
Wl\: \ .'irJwáBI'®' lendir í ásamt Díönu,
flokksforingjanum, og
J | J fleiri skátasystrum.
Þetta er kærkomin jóla-
gjöf fyrir allar stúlkur.
ÚLFLJÓTUR
bókaútgáfa skátanna