Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 22

Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Gatnagerðarvélin leggur að hafa yfirumsjón með uppsetn- ingu gjallbikunarstöðvarinnar og fyrstu gatnagerðinni. Voru það þeir Leifur Hannesson, sem hafði yfirumsjón með verkinu og Þór- hallur Jónsson en auk þeirra tveir vélamenn frá Malbikunar- stöð Reykjavíkur. Létu þeir í ljós sérstaka ánægju yfir því hve tækin virtust vera í góðu ásig- komulagi og töldu að starfsmenn Ahaldahúss bæjarins hefðu unn- ið mjög gott starf við við- gerðir á blöndunarstöðinni. Blöndunarstöðin var nú sett upp við Lifrarsamlag Vestmanna eyja og getur hún afkastað frá 10- til 30 tonnum af gjallbiki á klukkustund eftir aðstæðum. Upp setning blöndunarstöðvarinnar tók 4 daga og var að mestu lokið mánudaginn 2. des. Daginn eft.ir voru svo aliar vélar reyndar og bikað var til reynslu yfir hluta af plani milli Ahaldahúss bæjar- ins og vörubílastöðvarinnar. Sýn- ishorn af gjallbikinu var sent At- vinnudeildinni og reyndist alit verg í lagi, bæði framleiðsla og gjallbikið á Bárugötuna. eftir því sem fjárhagsleg geta bæjarins leyfir, unz gatnakerfið allt verður gjallbikáð. Og hver veit nema með notkun gjall- biks í þennan götukafla hafi ver- ið bent á nýtt efni, sem 'valda muni straumhvörfum í gatna- gerð hér á landi. Hinir ungu verkfræðingar Trausts hf. hafa í samvinnu við Atvinnudeild Háskólans unnið gott verk hér í Vestmannaeyjum. Fyrirtæki þeirra er stofnsett árið 1956 af 9 verkfræðingum, sem allir eru brautskráðir úr mis- munandi greinum verkfræðinnar frá Kaupmannahöfn, ásamt fleir- um, og geta þeir því veitt alhliða verkfræðiþjónustu t.d. bæjar- og sveitarfélögum úti á landi, sem ekki hafa möguleika á að hafa einn eða fleiri verkfræðinga fast- ráðna í þjónustu sinni. Þeir munu aftur koma hingað næsta vor til þess að halda áfram við gatnagerðina og munu í vetur vinna að verkfræðilegum undir- búningi verksins. Bj.-Guðm. 1 tOX 314J8. . J404 Fást allstabar UIU Gjallbik nofað til gafnagerðar í Eyjum — áður óþekkt gatnagerðarefni hér Verkfræðifyrirtækib Traust annaðist framkvæmdir með vélakosti bæjarsjóðs Bæjarstjórinn, Gu'ðlaugur, (með hatt á höfðinu) ræðir við Þórliall Jónsson, verkfræðing (úlpuklæddur). Vestmannaeyjum, 17. des. HÉR í Vestmannaeyjum er hafin gatnagerð, með aóferðum, sem samræmast kröfum nútímans. Fyrir nokkru síðan var fyrsta gatan malbikuð með stórvirkum vélum. Það eru áform bæjaryfir- valdanna, að á komandi árum verði götur bæjarins smám sam- an malbikaðar. Bærinn hefir vax ið mikið á siðustu árum og er enn í hröðum vexti. Mun gatnakerfið nú vera alls um 10 km. Götu- kafli sá, sem lagður var á dögun- um er 150 m langur. Við gatnagerðina eru eðlilega bundnar miklar vonir meðal bæj- arbúa. Verður þar ólíku saman að jafna, þegar allar helztu götur bæjarins eru orðnar eggsléttar, gangstéttir hellulagðar og gatna- rykið, sem í þurrkum safnast á þökin og spillir drykkjarvatninu, er úr sögunni. Það var í fyrravor, sem Vestmannaeyjakaupstaður festi kaup á tveimur hinna nauð- synlegustu tækja til gatnagerðar. Voru þetta vél, sem þurrkar efn- ið, og vél sem blandar malbikið. Voru þessar vélar keyptar af sölu nefnd varnarliðseigna, að vísu ekki í góðu ástandi. Starfsmenr. í Áhaldahúsi bæjarins hafa unnið að því, að lagfæra vélarnar og koma þeim í gott lag. Var því verki lokið nú í haust. Vél til að leggja malbik var keypt frá Englandi og kom til Eyja í sumar. Þá vantaði aðeins valtara, en það dróst allt fram á haust, að sá sem keyptur hafði verið, kæmist til landsins. Það var svo í fyrravor að bæj- aryfirvöldin hér sneru sér til verkfræðifyrirtækisins Traust hf. í Reykjavík varðandi verkfræði- léga aðstoð við gatnagerðina. Verkfræðingar frá fyrirtækinu komu hingað í aprílbyrjun til að kynna sér allar aðstæður og hvaða efni til gatnagerðarinnar væri hér að hafa. Tóku þeir mörg sýnishorn með sér. Atvinnudeild Háskólans sá síðan um rannsókn sýnishornanna í samráði við verk fræðinga Trausts hf. Að rannsókn unum lonum samdi Haraldur Ás- geirsson, forstöðumaður bygging arefnarannsókna Atvinnudeildar innar ýtarlega skýrslu um niður- stöður rannsóknanna. Það merki- legasta í niðurstöðu hans var, að í malbikið skyldi nota hraun- gjall sem aðaluppistöðu, en það er algjör nýjung hér á landi. í Bandaríkjunum er þetta mjög að ryðja sér til rúms, en gjall fá þeir þar frá hinum miklu stálbræðsluofnum. Gjallið, sem Haraldur taldi að nota bæri, er í mikilli gjallnámu inn við Herjólfs dal. Það er álit Atvinnudeildar- innar og von, að í gjallbikinu, en svo hefir Haraldur Ásgerisson nefnt það, bindist asfaltið gjall- inu betur en asfalt binzt basalti í venjulegu malbiki. Slitlag úr gjallbiki verði ekki eins hált og venjulegt malbik t. d. í bleytu og minni hætta á frostskemmd- um. Gjallbikið er um 20% léttara en venjulegt malbik, en það þarf nokkru meira asfalt til blöndun- ar í venjulegt blágrýtismalbik þarf um 180 kg af asfalti pr. kub- ikmeter, en í gjallbikið aftur á móti um 220 kg. Enda þótt í gjallið þurfi þetta mikið meira asfalt mun það samt verða veru- lega ódýrara en venjulegt malbik, þegar tekið er tillit til hvað gjallið er ódýrara í vinnslu en blá grýti. Gjallið til gatnagerðarinn- ar er annars mulið og sigtað í mulningsstöð bæjarins, svipað og ofaníburður í göturnar. Auk gjallsins og asfaltsins er notað í gjallið nokkuð af mjög fingerð- um bruna-sandi sunnan úr Garðs enda. Verkfræðingar á vegum Trausts hf. komu hingað aftur í lok nóvembermánaðar, til þess vélakostur. Áður en hægt var að taka til starfa við bikun götunn- ar er fyrir valinu varð, en það var Bárugatan upp frá höfninni, inn í bæinn, þurfti að vinna ýmis leg undirbúningsstöf. Götuna þurfti að hefla alla upp með veg- hefli og rétta af eftir „skabeloni". Breyta þurfti í götunni háspennu streng og sjóveitu, en hér í Vest- mannaeyjum byggist bruna- varnakerfið á sjóleiðslum frá höfninni um bæinn. Búið var að styepa kantsteina í götuna og helluleggja gang- stéttir fyrir mörgum árum. Að lokum var gatan þjöppuð með valtara og sópuð og var hún þá tilbúin til gjallbikunnar, slétt sem stofugólf. í Verkfræðingarnir létu annars í ljós sérstaka ánægju yfir hvað aðstaða til gatnagerðar er hag- stæð hér í Eyjum, undirstaða góð og fyrri framkvæmdir við gatna- gerðina falla að mestu leyti inn í endanlegan frágang gatnanna. Bentu þeir sérstaklega á gerð kantsteina, sem prófessor Finn- bogi R. Þorvaldsson mun hafa ráðlagt á sínum tíma, og talsverð áherzla hefir verið lögð á. eri hér eru nú kantsteinar í mörgum göt- um. Föstudaginn 6. des. var mikið tilstand í bænum því þann dag skyldu framkvæmdir við gja.ll- bikun hefjast á Bárugötunni. Þann dag var kalsaveður hér. Þrátt fyrir það, brugðu flestir bæjarbúar sér niður á Bárugöt- una, til þess að sjá er fyrsta gat- an í bænum var fullgerð. Verkið hófst um hádegið og kl. 8 um kvöldið var lokið að gjallbika helming götunnar. Hinn helming urinn var svo bikaður daginn eft- ir, og öll bikun götunnar hafði þá tekið um 15 klst., en blöndun- arstöðin var þó ekki látin vinna með fullum afköstum. Hin 7 metra breiða Báugata, sem er nokkurs konar Austurstræti Vest mannaeyja, var þá fullgerð og hafði öll vinna í götunni tekið 4 daga. Þessir dagar voru vissu- lega mjög merkilegir í sögu Vest- mannaey j akaupstaðar. Þannig mun verða haldið áfram

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.