Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 10

Morgunblaðið - 12.01.1958, Síða 10
10 MORCVN BL 4ÐIÐ Sunnudagur 12. jan. 1958 Otg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargialcí kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. VARIÐ YKKUR SJALFSTÆÐISMENN Vesfur-lslendingurinn sem datt í lukkupottinn eftir áratuga málmleit í auðnum Kanada OSNINGADAGURINN nálgast óðum. í dág er 12. janúar, en hinn 26., eða eftir aðeins eina 14 daga fara kosníngarnar fram. Tíminn er þess vegna orðinn stuttur. Það þýðir ekki lengur að fresta því til morguns, sem hægt er að gera í dag. Ef einhver telur sig hafa verk að vinna, áður en kjördag- ur rennUr upp, þá er tíminn kom- inn. Það sem Sjálfstæðismenn og þeir sem þeim fylgja, þurfa mest að vara sig á, er sofandaháttur og kæruleysi, sem getur stafað af óskynsamlegri bjartsýni. Það, hve dagarnir eru fáir til kosninga, ætti að minna menn á, að hefjast nú handa, ef þeir telja sig eiga eitthýað ógert eða ef menn vilja veita liðsinni á einn eða annan hátt. ★ Sjálfstæðismenn eru málefna- lega sterkir í þessum kosning- um í Reykjavíkurbæ. Það finna bæði Sjálfstæðismenn og aðrir, ef þeir líta á fjöldamargt sem bæjarfélagið varðar og vel hefur verið unnið af Sjálfstæðismönn- um undir forustu Gunnars Thoroddsen, borgarstjóra. Þetta kemur líka mjög ljóst íram, þegar litið er á andstöðuna gegn þeim, eins og hún kemur fram í blöðum og ámannafundum Sú andstaða er daufleg og mál- efnasnauð og oft svo undrun sæt- ir; En ekki skyldu Sjálfstæðis- menn láta þetta villa sig. Þeir hafa oft áður verið málefnalega sterkir við kosningar í Reykja- vík en þó mátt mjóu muna, að þeir héldu meirihlutanum í bæj- arstjórn. Það má líka aldrei gleymast í þessu sambandi, að þessi meirihluti byggist aðeins á einu atkvæði í bæjarstjórn. Ekki þarf mikið að hallast á kjördegi svo úti sé um þann meirihluta og þá er glundroðinn í minnihlutanum búinn að ná völdum. Eins og fráfarandi bæj- arstjórn er skipuð samanstóð þessi minnihluti af 6 flokkym og flokksbrotum. í vegi þess að slík- ur óskapnaður nái völdum í bæn- um stendur aðeins eitt atkvæði, sem Sjálfstæðismenn hafa fram yfir. Aðeins eitt atkvæði. Menn skyldu muna það. ★ Þó andstaðan gegn Sjálfstæð- ismönnum sé málefnasnauð og daufleg, eins og hún kemur fram á opinberum vettvangi, hefur þó áróðurinn gegn Sjálfstæðismönn- um út um allan bæinn ef til vill aldrei verið magnaðri en nú. Vinstri flokkarnir hafa fyrir löngu heitstrengt að vinna bæinn nú við þessar kosningar. Til þess beita þeir öllu afli sinu, á vinnu- stöðum, og hvar sem þeir annars ná til manna. En jafnframt þess- um magnaða áróðri breiða þessir sómamenn svo alls staðar út, að það sé engin hætta á, að Sjálf- stæðismenn tapi meirihlutanum í bæjarstjórn. Nei —, það sé alveg öruggt að slíkt komi ekki tii. Þessi lævíslega aðferð þjónar tvennum tilgangi. í fyrsta lagi er hún til þess fallin að gera Sjálfstæðismenn andvaralausa. I öðru lagi á með slíku að ná at- kvæðum ýmissa, sem flygt hafa flokknum við bæjarstjórnaikosn ingar, þótt þeir séu honum anri- ars ekki flygjandi. Þeir kjósendur óttast hvað verða mundi um Reykjavík, ef hún yrði að bit- beini margra og sundurleitra flokka. En nú er þeim sagt að hættan sé engin á, að Sjálfstæð- ismenn tapi, þess vegna sé óhætt að greiða nú atkvæði gegn þeirn. Þessi áróður gengur nú um all- an bæ. Hann er lævís og hætiu- legur. ★ Sjálfstæðismenn þurfa að hafa andvara á sér. Þeir verða að sam einast um það átak, sem til þess þarf, í fyrsta lagi að halda þeim meirihluta, sem verið hefur, sem ekki er nema eitt einasta at- kvæði í bæjarstjórninni. En það þyrfti að tryggja stefnu Sjálf- stæðismanna og forystu í bæjar- málunum enn betur en nú er með hinum nauma meirihluta. Meir hluti Sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn Reykjavíkur þarf að verða stærri og öflugri en hann er nú. Sjálfstæðisflokkurinn ættj það fyllilega skilið, að svo gæti orðið. Stjórn hans og forusta í málefn- um bæjarins hefur verið siik á undanförnum árum og áratugum, að Reykvikingar ættu að sameln- ast um það átak sem til pess ' þarf að auka meirihluta hans verulega. í aðra hönd er einbeitt og styrk stjórn eins flokks, en það sem við blasir á hinn bóginn eru margir sundurleitir flokkar, sem' á .seinasta kjörtímabili hafa klofnað hver eftir annan í bæjarstjórninni, þannig að minni hluti hennar hefur verið sam- settur af næstum eins mörgum brotum, eins og fulltrúarnir eru margir. Ekki hefði þurft nema einn klofning í viðbót í minni- hluta þeirrar bæjarstjórnar, sem nú er að láta af störfum, til þess að svo yrði. Reykvíkingar eiga á milli þess tvenns að velja, að fylkja sér um Sjálfstæðisflokk- inn, eða kalla yfir sig þá vand- ræðastjórn í bæjarmálunum, sem koma mundi ef hinir sundurleitu flokkar næðu völdum. Það væri hin mesta nauðsyn fyrir Reykja- víkurbæ og Reykvíkinga í heild, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi tryggan meirihluta í bæjarstjórn Reykjavíkur, miklu tryggari en hann er nú með hinu eina at- kvæði, sem hann hefur fram yfir minnihlutann. ★ Þegar gengið er nú til kosn- inga í Reykjvík, kalla Sjálf- stæðismenn á alla hugsandi Reykjavíkurbúa, karla og konur til liðsinnis. Sjálfstæðismenn vita, að þeir njóta trausts og fylgis við bæjarstjórnarkosning- arnar langt út fyrir raðir síns eigins flokks. Þeir treysta því enn, að þeir hljóti nú það sama traust og verið 'hefur hjá þeim kjósendum, sem þannig haía fylgt þeim, þó reynt sé með læ- víslegum áróðri að spilla þvi. Ef Sjálfstæðismenn og þeir, sem þeim fylgja, sameinast vel fyrir kjördag og á kjördegi liinn 26. janúar, þarf ekkert að óttast. Það er þetta, sem allt veltur á. Að sameinast nú og treysta sam- starfið allt fram á kjördag. STÆRSTA dagblað borgarinnar Winnipeg í Kanda ,er nefnist Winnipeg Tribune hefur það fyrir sið eins og ýmis fleiri blöð, að -velja um hver áramót borgara ársins. Þykir það mikil virðing að verða fyrir því vali, enda komast þar ekki að neinir au- kvisar. Um síðustu áramót bar það til tíðinda, að fyrir valinu varð 69 ára Vestur-íslendingur að nafni Walter (Valdimar) Johnson. Veð urbitið andiilit hans ber þess vitni, að hann hefur lifað við slark og útivist. Walter Johnson er sannarlega karl í krapinu. Hann hefur löng- æviár ráfað, oft einn á ferð um freðnar auðnir heimskaussvæðis Kanada. Hann hefur þolað ofsa- byl, blotnað og kólnað. Stundum hefur hann vaðið svo dögum skipt ír um mýrar og fen, þrgett ein- stiga skóga og róið á eintrjáningi um fljótin í Norður Manitoba. Walter hefur frá því á uuga aldri verið í sífelldri leit eftir málmum í Manitoba. Hann var oftast bláfátækur. Það var ekki fyrr en 1948, sem heppnin loks hitti hann. Það var hann sem fann nikkel-námurnar við Myst- ery Lake, sem taldar eru mestu nikkel-námur í heimi. Eru þær svo auðugar, af þessum sjaldgæfa og dýrmæta málmi, að talið er að þær endist í meira en 100 ár. Fyrir námuréttindi sín á nokkr- um svæðum við Mistery Lake fékk Walter greidda út i hönd nærri 600 þúsund dollara og er hann síðan í hópi hinna ríkustu Kandamanna. Hvorki hefur þó auður né virðing stigið honum til höfuðs, heldur kýs hann að lifa sem fábrotnustu lífi og jafnvel enn að ferðast um auðnirnar í Manitoba. Ætt Walters Walter Johnson fæddist á ís- landi 20. apríl 1887.. Foreldrar hans voru Ásgeir Johnson og kona hans Kristín. Þau fluttust til Kanada er drengurinn var 6 mánaða og settust að á Lögbergi. Aisystkini hans eru Ásmundur sem býr í Alberta og Anna nú frú Cornell í Pelly ,í Saskatc- hevan. Móðir þeirra dó 1904 en nokkru síðar giftist faðir þeirra aftur. Hét síðari konan Sigríður og eru hálfsystkini Walters mörg, svo sem Vilhjálmur bílskúra- eigandi í Barrhead, Jósep sem rekur skemmtigarðinn Trocadero í Alberta o. fl. Búskapur og refaveiðar Er Walter var ungur tók hann að reka búskap í Togo, en bú- skapurinn gekk illa. Fyrra árið eyðilagði haglél alla uppskeruna. Síðara árið fór hann á hausinn, þegar mikið næturfrost gerði hon um sama tjón. Hann gerðist sjálf boðaliði í fyrri heimsstyrjöldinm, en var ekki kominn fram til víg- stöðvanna, þegar styrjöldinni lauk. Hann sá, að hann væri ekki lagaður fyrir búskap, svo að nú venti hann sínu kvæði í kross og fór norður fyrir Pas. Það er að segja hann tók að leita sér viður væris á hinum víðáttumiklu auðnum og óbyggðum Manitoba. Fyrst reyndi hann fyrir sér sem loðdýraveiðimaður. En refirnir voru svo skjótir á hlaupunum, að hann ætlaði aldrei að ná þeim. Auðnirnar eru ríkar Þá gerðist það, að hann fann svolítið gull sumarið 1924 við svo nefnt Herbs-vatn. Þetta gull var að vísu svo óhreint, að það borg- aði sig ekki að vinna það. En síðan hefur hann haft málmleitar æðið í blóðinu. Hann hefur lifað í áratugi í þessum norð- lægu byggðum. Og þegar maður talar við hann, þá sannfærir hann mann um það, að einmitt þessar auðnir eru framtíð Kanada. —■ Við vitum ekki enn hvíllíkum auðævum þetta svæði býr yfir, segir hann. Svo tekur hann litið frímerki og límir það á eitt horn- ið á stórri hurð. — Sjáið þið, segir hann. Þetta litla frímerki er mælikvarði þess lands sem búið er að rannsaka í Manitoba. Það sem eftir er af hurðinni, er það sem enn er eftir að rann- saka. Þeir sem finna málma í Mani- toba fá allan rétt yfir þenn. Allt- af voru Walter og Angus Wood og Dic Ellis félagar hans að finna svolítið af málmum og lifðu þeir á því að selja námuréttindi sín. Þetta gat stundum gefið þeim sæmilegan pening. Eitt sumarið seldu þeir t.d. námuréttindi fyrir 8000 dollara. Eftir að kopar fannst við Flin Flon fluttist Walt er þangað og fann hann ýmis ný koparlög. Svo kom kreppan og Walter missti hvern eyri sem hann átti — Ég átti þá aðeins gott silkitjald, bát, utanborðs- mótor og benzínbrúsa í tjaldbúð minni við Grassy-River, segir Walter. En þegar ég kom í tjald- búðirnar hafði skógarbjörn kom- izt í þær, rifið tjaldið, brotið bátinn og kastað mótornum og benzínbrúsanum í ána. Nikkel við Mystery-vatn En eftir 1930 flutti Walter til þess svæðis, sem þótti vænlegast til málmleitar, en það var við Mystery-vatn. Þar byggði hann sér svolítinn bjálkakofa, sem varð bústaður hans og bækistöð í 16 ár. Það var langur tími, en hann þekkti orðið næstum hvern stein á víðáttumiklu auðnarsvæði. Hann komst fljótt að því að á þessum slóðum var víða nikkel. Þá var þó ljóst, að vinnsla þess myndi ekki borga sig. En þegar nikkel verðið hækkaði skyndi- lega 1946 brá Walter við og tók sér námuréttindi á nikkel á fjöl- mörgum tilteknum stöðum. Við nánari athugun kom það í ljós, að hann hafði fundið einhverjar auðugstu nikkel-námur í heimi. Félagið sem keypti námuréttind- in er margfalt milljónafyrirtæki. Walter gifti sig fyrir fjórum árum 65 ára. Hann kvaðst fram til þessa ekki hafa mátt vera að því að hugsa um kvenfólk, en langaði þó til að mega í eliinni njóta heimilisfriðar. Þó segist hann ekki alltaf nenna að sitja heima. Auðnirnar kalla hann stöðugt til sín. Hann fer um þær á sumrin með segulmælum og demantsborum í leit að meiri málmum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.