Morgunblaðið - 12.01.1958, Page 12

Morgunblaðið - 12.01.1958, Page 12
12 MORCVN BLAÐIÐ Sunnudagur 12. jan. 1958 — Reykjav'ikurbréf Framh. af bls. 11 íhugunarvert fyrir íslending >að, sem mest er um vert, er þó hlýhugurinn og vináttan til hinnar íslenzku frændþjóðar, þótt hins verði vart, að mjög skortir á hin gagnkvæmu kynni, sem báðum mundu verða til góðs. Helgar höf uðtóttir Sögu Reykjavíkur lýsir Einar Benediktsson svo: f>ar fornar súlur flutu á iand við fjarðarsund og eyjaband þeir reistu Reykjavík. Hún óx um tíu alda bil naut alls, sem þjóðin hafði til, varð landsins högum lík. Fyrir okkur Reykvíkinga er það óemtanlegur styrkur, að lagði hér hinn fyrsti landnámsmaður helgar höfuðtóttir, eins og Eggert Ólafsson kvað. Það er t. d. ekki aðeins skemtilegur fróðleikur að vita, hvar bær Ingólfs Arnarsonar stóð og að sjávargata hans varð síðan þar, sem við nú nefnum Aðal- stræti. Þau tengsl, er með þess- um hætti skapast milli gamals og nýs í íslandssögu, eru megin styrkur menningu okkar. Þekk- ing íslendinga á byggð landsins frá upphafi og ævi fjölmargra forfeðra okkar er einkenni, sem aldrei má glata. Því að — þó við Flóann byggist borg, með breiða vegi og fögur torg og gnægð af öllum auð — ef þjóðin gleymdi sjálfri sér og svip þeim týndi, er hún ber, er betra að vanta brauð. — Þeir segja að hér sé hættan mest og hérna þróist frónskan verst útlend tízka temjist flest og tungan sé í nauð. — Nei, þegar öldin aldna flýr og andi af hafi kemur nýr að vekja land og lýð, er víkka tún og breikka ból og betri daga morgunsól skín hátt um strönd og hlíð skal sjást, að bylgjan brotnar hér. — Við byggjum nýja sveit og ver, en munum vel, hvað íslenzkt er, um alla vora tið. Svo kvað Einar Benediktsson fyrir þjóðminningardaginn 2. ágúst 5Æ97. Einmitt hinn sama dag og þessi sígilda hvöt til Reykvíkinga var flutt var dreg- inn í fyrsta sinni að hún íslenzki fáninn bláhvíti, er Ólafía Jó- hannsdóttir, frændkona Einars, hafði saumað eftir fyrirsögn hans. „Sjúga sjóstaðirnir allt af landimi í sig “ ? Á sama veg og Reykvíkingar mega aldrei gleyma uppruna borgar sinnar né reyna að slíta þau bönd, er binda hana við önn- ur héruð og íslenzkt þjóðlíf í heild, þá ber að gera sér grem fyrir, að Reykjavík hefur ekxi vaxið án fyrirhafnar né baráttu við þröngsýni og afturhald. Um það bil, sem hinir fyrstu íslenzku endurreisnarmenn fóru að átta sig á, að íslendingum væri nauðsyn, ekki síður en öðr- um þjóðum, að mynda kaupstaoi og þorp, skrifaði Jón Grunnvik- ingur, maður þjóðhollur en þröngsýnn, harðlega á móti slík- um skaðsemmdarnýjungum. — Hann varaði við því, „að sjóstað- irnir sjúgi allt af landinu í sig“. eins og annars staðar hafi orðið raunin, og að bæjarlífið verði til þess, „að sumir verði örsnauðir, sumir flugríkir, eins og í öðrum löndum, en ei nær svo jafnríkir sem nú“. Þeir, sem svo hugsuðu, gættu þess ekki, að íslendingar voru öðrum þjóðum snauðari vegna þess, að þann styrkleika' skorti, sem þéttbýlið eitt getur veitt. En þessi hugsunarháttur er enn áhrifamikill. Heilum flokkum er haldið uppi af óvildinni til Reykjavíkur. Til eru menn, sem hatast svo við Reykjavík og allt, sem henni er nálægt, að þeir sjá jafnvel ekki í Esjunni annað en „fjóshaug. Útrunninn gámlan fjóshaug, sem þurrir hnúskar standa hér og þar út úi', en þynnri mykja hefur runnið út á milli“. Á þann veg lýsa þessir sálar- blindu menn þeirri „stirnandi höll með stormskýja blæjur og skuggaföll", sem Einar Benediktsson sá í hinu sama fjalli. Hyldýpi á milli Hér er hyldýpi á milli tvenns konar hugsunarháttar. Annars vegar eru þeir, sem skilja, að framtakið og frelsið, er verið hafa öflugustu lyftistengui Reykjavíkur, hafa einmitt með því gert allri íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn. í Reykjavík hafa safnazt fjármunir, sem áð- ur voru öldum saman dregnir úr landi og gengu til að byggja upp útlendar borgir. Eftir því, sem Reykjavík hefur vaxið fiskur um hrygg, hefur hún og nágrenni hennar getað tekið við fólksfjölguninni, sem orðið hefur í landinu eftir að fólkið hætti að falla úr hor eða af völdum hversdagslegra far- sótta. Um skeið flúðu menn þús- undum eða jafnvel tugþúsundum saman til Ameríku af því, að þeir sáu enga bjargræðisvegi hérlend- is. Undanfarna áratugi hafa menn leitað hingað og með atorku sinni hér skapað möguleika til að veita fjármagni víðs vegar um landið til að gera þar lífvænlegra en áður. Því að Reykvíkingar skilja það sjálfir manna bezt, að borg þeirra má aldrei verða sem stórt höfuð á visnum búk, heldur verð- ur höfuðstaður og landsbyggð að fylgjast að. Glöggt dæmi þessa eru hinar miklu rafmagnsvirkj- anir, sem óhugsandi hefðu veriö án þéttbýlisins í Reykjavík, en nú veita miklum hluta suður- landsláglendisins ljós og yl, létta störfin og gjörbreyta heimilis- háttum hjá þeim, er vinna það þjóðnytjastarf að yrkja jörðina. Minni réttur Reykvíkinga Gegn þessum hugsunarhætti rísa hinir, er telja sér trú um, „að sjóstaðirnir sjúgi allt af land- inu í sig“. Jafnvel sumir þeirra eru þó nú farnir að skilja, að landbúnaðurinn fær ekki staðizt nema með því, að hann hafi ör- uggan innlendan markað. Þessir menn keppast um þessar mundir sjálfir við að vara við því sem þjóðarhættu, að svo mikið sé framleitt, að á erlenda markaði þurfi að leita. Þvílík rökfærsla þröngsýnismannanna sjálfra sker til hlítar úr um, hversu málstað- ur þeirra er fráleitur. Engu að síður er fjandskapnum haldið áfram. Því er t. d. blygð- unarlaust haldið fram af æðstu valdamönnum í þjóðfélaginu, að ekki sé mark takandi á mikilli fylgisaukningu stærsta stjórn- málaflokks landsins við síðustu Alþingiskosningar, af því að það hafi fyrst og fremst verið Reyk- víkingar, sem veittu honum auk- ið fylgi! í þessu er ekki látið sitja við orðin ein. Margháttuð löggjöf er sett á Alþingi íslendinga, sem í orði kveðnu á að ganga jafnt yfir alla, en í eðli sínu miðar að því, að gera rétt Reykvíkinga minni en annarra. Nýjasta dæmi þess er kosningalagabreytingin, sem knúin var fram á síðustu dögunum fyrir jól nú fyrir skemmstu. Vísir f jendur og vélendur Manna á milli úti um land er og víðs vegar ekki farið dult með fjandskapinn til Reykjavíkur. Hann brýzt þar einnig fram á mannfundum. Sums staðar þykir það hól um frambjóðendur til Alþingis og annarra trúnaðar- starfa, ef þeir hafa gert sig bera að fjandskap til Reykjavíkur eða fara um hana hæðiorðum. Auðvitað eiga menn rétt á að fara í þessu svo að sem þá sjálfa lystir. Hitt er vítavert, þegar þeir tala tungum tveim og þykjast hér í Reykjavík vera sannir vin- ir þess fólks, sem þeir svívirða, þegar það er fjarstatt. En hug- urinn sést af því, er þeir leggja ELÍNUS JÓHANNESSON, fyrr- um bóndi i Heydal í' Mjóafirði, núverandi bóndi að Galtahrygg í sömu sveit á í dag sjötugsaf- mæli. Hann er fæddur í Heydal 12. janúar árið 1888. Foreldrar hans voru Evlalía Bjarnadóttir og Jóhannes Jóhannesson, sem síðar bjuggu í Þernuvík í ögur- hreppi. Elínus ólst upp I Heydal. Árið 1918 kvæntist hann Þóru Run- ólfsdóttur, sem einnig var upp- alinn í Heydal hjá foreldrum sínum, þeim Runólfi Jónssym og Guðrúnu Guðmundsdóttur. Elínus hóf ungur búskap í Heydal. Farnaðist honurn búskap urinn vel og varð sjálfstæður bóndi, enda hagsýnn og dugmik- ill maður. Bætti hann jörðina mikið, bæði að húsum og rækt- un. Bjó hann á fæðingarjörð sinni fram til ársins 1952. . En þá leigði hann Heydalinn ung- um og dugandi bændum úr sveil sinni en flutti sjálfur á smájörð í nágrenninu. Heitir sú jörð Galtahryggur og hafði hún ver ið í eyði nokkur undanfarin ar til, að þjóðstofnanir séu settar upp fyrir norðan, vestan og aust- an, jafnvel sunnan, bara ef það er ekki í Reykjavík, svo sem ny- lega var gerð tillaga um á Al- þingi. Þrátt fyrir þetta una þvílíkir tillögumenn sér sjálfir hvergi nema hér. Þeim er og vist- in velkomin, enginn amast viö þeim. — Hitt er úr hófi, þegar þeir ætlast til, að Reykvíkingar kjósi þá fyrir trúnaðarmenn sína. Reykvíkingar þurfa ekki að velja á milli eins og Egill Skalla- grímsson, sem kaus sér „þat geð es ek gerða mér vísa fjandr af vélöndum.“ Hann vildi heldur augljósan fjandskap en fláráða og svikula blíðmælgi. Reykvíkingar munu sízt af öllu sýna þeim trúnað, er gert hafa sig bera að hvoru tveggja, fjandskapnum og svik- seminni. og var húsalaus með öllu. Elinus hefur nú húsað hana að nýju og hafið þar miklar jarðabætur. — Hefur hann unnið að þessu verki af miklum áhuga og þrótti. Elínus og Þóra í Heydal, sem var mesta myndarkona, áttu þrjá syni, Runólf og Guðmund, sem báðir eru búsettir hér syðra og Einar, sem lézt í æsku. Þóra lézt árið 1944. Vart mun geta vinsælli mann í sveit sinni en Elínus í Heydal. Valda þar um mannkostir hans, greiðvikni, gestrisni og félags- lyndi. Mikill fjöldi fólks sækir þennan bjartsýna og glaðlynda bónda árlega heim, ekki aðeins sveitungar hans heldur fólk úr nálægum sveitum. Meðan hesta- ferðalög tíðkuðust sóttu oft stórir flokkar manna bóndann í Hey- dal heim. Veitti hann jafnan af rausn og höfðingsskap og hafði yndi af sjálfur. Allt starf Elínusar hefur mót- ast af eldlegum áhuga og óþreyt- andi kjarki. Nú þegar hann er sjötugur er hann enn bjarsýnn og til í allt. Þegar menn héldu að hann væri hættur búskap og seztur í helgan stein tók hann til við að brjóta nýtt land og byggja ný hús. Og fyrr en varir verður hann búinn að gera sma- kot að myndarbýli með góðu og arðgæfu túni. Þannig hjálpa stórvirkar vélar og tæki ræktun- armanninum til þess að gera hugsjón sína um betra og feg- urra land að veruleika. Og a næsta sumri geta vinir Elínusar vonandi ekið bifreiðum í hlað frammi í dalnum hans. En lík- lega saknar hann hestanna, sem fyrr á árum geýstust frísandi i hlað hjá honum með reistan makka. Nú er vetur og hinn hlýi og fagri Iíeydalur er snævi þak- inn. Sennilega komast því til- tölulega fáir til þess að heim- sækja hið sjötuga afmælisbai-n. En Elínusi munu berast margar kveðjur og árnaðaróskir frá venzlamönnum og vinum fjær og nær. S. Bj. NAUÐUNGARUPPBOÐ sem auglýst var í 85., 86. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957, á hluta í Melavöllum við Hlíðarveg, hér í bænum, eign Juno, kemisk verksmiðja hf., fer fram eftir kröfu Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl., á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 16. janúar 1958 kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. íþróffafélag kvenna Þriggja mánaða fimleikanámskeið hefst mánudaginn 13. janúar klukkan 8 í Miðbæj arskólanum. — innritun á staðnum. Stjórnin. Elínus Jóhannesson bóndi í Heydal sjötugur Útsalon heldur óirom Barnaínnishdr verðkr. 60.00, áðurkr. 148.00 Gæruskinnsfóðraðio: Kvenskdr með háum hæl og kvarthæl. Verð kr. 100.00, áðutr kr. 262.00. Kvenbomsur með skinnkanti verð kr. 30.00 áður kr. 138.00 Karimannaskdr aðallega lítii numer. Garðastræti 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.