Morgunblaðið - 21.01.1958, Qupperneq 12
12
MORCVNfíT. 4Ð1Ð
Þriðjudagur 21. janúar 195S
Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðarntstjorar: Valtýr Stetansson (ábm.)
Bjarni Benediktssors.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstoórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
GOÐ BYRJUN
LÝÐRÆÐISSINNAR hafa
verulega unnið á í Dags-
brún. Eftir að kommún-
istar sölsuðu völdin í félaginu
uisfiir sig, fengu lýðræðissinnar
saman mest áður 692 atkv. gegn
1331 atkv. kommúnista Nú fengu
lýðræðissinnar 834 atkvæði gegn
1291, og 80 atkvæðaseðlar voru
auðir og lýstu þannig vantrausti
á stjórnina.
Sóknin gegn kommúnistum er
því hafin og hefur þegar borið
mikinn árangur. Ef fara á eftir
atkvæðatölunum, virðist meiri
hluti kommúnista þó enn örugg-
ur. En þar er margs að gæta.
Kommúnistar semja sjálfir kjör
skrána og fengu lýðræðissinnar
hana ekki í hendur fyrr en kosn-
ing var hafin. Þeir lýðræðissinnar
eru ótaldir, sem sviptir hafa ver-
ið kosningarétti með því að meina
þeim alveg um félagsréttindi eða
halda þeim á aukafélagaskrá. Á
sama veg er fjöldi kommúnista
látinn hafa kosningarétt, þótt
þeir annað hvort ættu alls ekki
að vera í félaginu eða þá ein-
ungis á aukafélagaskránni.
Brögð slík sem þessi telja
kommúnistar sjálfsögð. Þeir
mundu skammast sín, ef þeir
beittu þeim ekki. í fyrra uggðu
þeir ekki að sér í Iðju, og þess
vegna fékk hinn raunverulegi
meirihluti félagsmanna að njóta
sín. Nú heitstrengdu kommúnist-
ar að láta hið sama ekki endur-
taka sig og notuðuð alla klæki
sem þeir kunnu. Þeir dugðu
til sigurs að þessu sinni, en
lýðræðissinnar munu ekki geíast
upp, heldur halda áfram þeiru
sókn sem hafin er, þangað til
fullur sigur fæst.
★
Úrslit kosninga í öðrum verka-
lýðsfélögum sýna. að fleiri og
fleiri eru ætíð að átta sig á
skemmdarstarfsemi kommúnista.
Það kom þegar fram í veitin ,a-
þjónafélaginu fyrir jólin. Enn
Ijósara varð það í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur, þar sem komm
únistar í fyrsti skipti um margra
ára bil þorðu nú ekki að bjóða
fram, svo að lýðræðissinnar urðu
sjálfkjörnir.
Enn ein staðfesting á þessu
fékkst í Þróttarkosningunum,
þar sem lýðræðissinnar hafa mjög
unnið á frá því í fyrra. Sérstak-
lega er þó eftirtektarverð hin
mikla fylgisaukning formannsins,
Friðleifs Friðrikssonar, þvi að
fáa eða enga innan verkalýðs-
hreyfingarinnar hafa kommn-
istar svívirt meira en Friðleif.
Það leynir sér því ekki, að
straumurinn liggur frá kommun-
istum og til þeirra, sem mestan
dug og drengskap hafa svnt í
baráttunni gegn þeim. .un
skyldi þó ætla að þes^i ta
verði auðunnin eða að lu . n-
istar muni skirrast við : I 'ta
svikum og vélabrögðurn, . .n
þeim verður við komió
★
Örðugleikana í efnahagsiífi
íslenzku þjóðarinnar, verðbóigu
og annan ófarnað, er fyrst og
fremst að rekja til kommúmsta
og misbeitingar þeirra á vérka
lýðsfélögunum. Um skeið I Si
þó verulega tekizt að drr uf
skemmdarmætti þeirra. Þí... ð
til þess. að meira jafnvæf; st
í efnahagsmálunum frá
um 1952 fram á árið 1955 en
lengi á undan og eflir. Þá gerðu
Hermann Jónasson og Hannibal
Valdimarsson bandalag við
kommúnista um að hrinda verk-
fallinu mikla af stað í því skyni
að eyðileggja þáverandi stjórnar-
samstarf. Þar með var einangrun
kommúnista rofin og sú ókyrrð
sköpuð í fjármálunum, sem þeir
telja sér helzt til framdráttar,
þegar þeir eru utan ríkisstjórn-
ar.
Jafnframt því sem Hermann
Jónasson tryggði samvinnuslit
Framsóknar og Sjálfstæðismanna
og stofnaði þar með til kosninga
1956, hélt hann áfram makki sínu
við kommúnista, og um þær
mundir, sem uppljóstranir Krú-
sjeffs á ógnarstjórn 'Stalins virt-
ust mundu verða kommúnistum
skeinuhættar hljóp Hannibal
Valdimarsson þeim til bjargar
með lækni í fylgd.
Afleiðing alls þessa varð svo
sú, að þvert ofan í yfirlýsingar
fyrir kosningar, gengu Framsókn
og Alþýðuflokkurinn til opinbers
samstarfs við kommúnista um
stjórn landsins í júlí 1956. Það
bandalag hafði verið undirbúið
með lævísi og svikum þannig, að
þingmenn þessara flokka töldu
.ig ekki eiga annars úrkosti, er,
samþykkja það, þótt þeir í raun
og veru væru samstarfinu alger-
lega andvígir.
Skömmu síðar urðu atburðirnir
í Ungveijalandi. Með þeim urðu
kommúnistar fyrir hinu mesta
siðferðilega áfalli, sem þá hefur
hent. Ef þeir þá hefðu verið látn-
r hverfa úr ríkisstjórn, mundi
flokkur þeirra hafa riðlazt og
möguleikar skapazt fyrir svip
aðri flokkaskiptingu á íslandi og
víða annars staðar í vestanverðri
Evrópu. Þetta gerðu leiðtogar
kommúnista bæði á íslandi og
annars staðar sér Ijóst. Þess vegna
hefur hinni íslenzku flokksdeild
verið sagt að halda sig innan
ríkisstjórnar, hvað sem það
kostaði. Með þeim hætti væri
hægt að standa af sér óveðrið í
sjálfu Stjórnarráði Islands og
búa þannig um, að skemmdar-
starfið bæri margfaldan árangur
í framtíðinni.
í beinu framhaldi stjórnarsam-
starfsins fyrirskipaði Framsokn-
arflokkurinn svo verkamönnum,
sem honum fylgja að styðja
kommúnista við Dagbrúnarkosn-
inguna. Þótt þau atkvæði séu
ekki mörg, skipta þau þó senni-
lega nókkrurn tugum.
Sau.íunis bindast Alþýðu-
flo..--—r.ann sums staðar sam-
tökuui við kominunista um stjórn
sveitarsijórnarmála. Frétt um
slík samtök á Akureyri barst ein-
mitt meðan baráttan í Dagsbrún
stóð sem hæst. Með þvílíkum
aðförum skapast vantrú á bar-
áttuhuginn og sundrungaröfl
kommúnista fá aukinn kraft.
í baráttunni gegn kommúnist-
um er það Sjálfstæðisílokkurinn
einn, sem hefur sýnt heilindi og
stefnufestu. Þess vegna munu
lýðræðissinnar úr öllum flokkum
veita honum meira fylgi við bæj-
arstjórnarkosningarnar n. k.
sunnudag en nokkru sinni fyrr.
IITAN UR HEIMI
Sendiherra Mars krefst scetis á ails-
herjarþinginu — Skattamál, sem deilt
er um í Danmörku
Sendiherra að aukastarfi
GEORGE KING býr í London —
sjálfsagt búa margir með því
nafni í London, en hér er átt við
einn ákveðinn George King,
dyravörð og sendiherra. Já, hann
er hvorttveggja í senn. Dyra-
varzlan við hótel eitt í borginni
er aðalstarf hans sem stendur, en
hann væntir þess, að sendiherra-
starfið verði brátt aðalstarf hans
— enda þótt hann sé enn ekki
kominn á „sendiherraaldurinn",
aðeins 38 ára að aldri.
Til skamms tíma hefur George
King einungis verið dyravörð-
ur, en hugur hans hefur jafnan
staðið til metorða — og í síðustu
viku kvaddi hann blaðamenn í
borginni til fundar við sig og
tjáði þeim, að hann hefði verið
útnefndur sendiherra Mars á
jörðinni.
Vill fá sæti á allsherjar-
þinginu
Skýrði hann einnig frá því, að
hann hefði að tilhlutan stjórn-
arinnar á Mars sent harðorða orð
sendingu til aðalstöðva Samein-
uðu þjóðanna og krafizt þess, að
sendiherra Mars á jörðinni
yrði veitt sæti á allsherjarþing-
inu. Og þar sem Marsbúar hefðu
enn ekki sent sendiherra af eig-
in ættflokki til jarðarinnar, býðst
hann til að taka sjálfur sæti á
þinginu fyrst um sinn — eða þar
til stjórnin á Mars taki einhverja
aðra ákvörðun.
„Marsbúar eru mjög áhyggju-
fullir vegna öngþveitis þess, sem
ríkir á jörðinni“ segir King 1
orðsendingunni til S. Þ. „Ef S. Þ
taka ekki tilboði mínu um að
ég taki sæti á allsherjarþinginu,
verður það ef til vill’ til þess, að
jarðarbúar leiði yfir sig enn
meiri hörmungar".
Hefur líka umboð frá Venus
Þá skýrði King sendiherra
blaðamönnum frá því, að hann
hefði um margra ára skeið verið
í stöðugu sambandi við lifandi
verur — bæði á Mars og Ven-
us. Auk þess að vera sendiherra
Mars kveðst hann einnig vera
umboðsmaður þekktrar og valda-
mikillar persónu í utanrikisþjón-
ustu Venusar, Etherus, segir
King Venusarveru þessa heita.
Og King vildi sanna blaða-
mönnum sögu sina með því að
, leika af segulband, sem Etherus
talaði inn á. Sögðu blaðamenn,
að Etherus væri mjög áheyrileg-
ur, enska hans væri góð, en áber-
andi væri Shropshire-hreimur-
inn í röddinni. Svo einkennilega
vill til, segja blöðin, að George
King, dyravörður og sendiherra,
er einmitt fæddur í Shropshire
—■ en hvort eitthvert samband er
hér í milli verða lesendur að
reyna að ráða fram úr sjálfir.
Informationen birti þessa teikningu um helgina í sambandi við frétt af hinu umrædda skatta-
máli. Kampmann fjármálaráðherra stendur við staurinn og gefur lögregiunni bendingu: „Bíðið
þið hægir piltar, þctta er hagsmunamál ríkissjóðs“.
Litlar tckjur — lítil efni
1 Danmörku er nú á döfinni
skattamál, sem mikla athygli
vekur. Kona ein, 39 ára að aldri,
hefur höfðað mál gegn skattayf-
irvöldunum — og þykir henni
skattálagningin óheyrileg. 1952
—53 gaf hún upp 2447 kr. í árs-
tekjur, en skattayfirvöldin áætl-
uðu tekjur hennar 8500 kr. —
Þessa hækkun byggðu >firvöldin
á því, að konan væri stórefnuð
og hefði mikla aukavinnu, sem
dregin hefði verið undan skatti.
Það ár hefði hún fest kaup á
fasteignum fyrir 54 þús. kr. —
og árið áður hafði hún keypt
fyrir litlu minni upphæð.
Mikil, en ósiðsamleg aukavinna
Það hefur nú sannazt, að kon-
an hefur það að aukavinnu að
seljíf blíðu sina — og vill hún
ekki samþykkja, að þær tekjur
séu skattskyldar. Segir hún, að
ef niðurjöfnunarnefnd telji þess-
ar aukatekjur skattskyldar, muni
hún neyðast til þess að leggja á
sig enn meiri aukavinnu næsta
ár til þess að geta greitt skatt-
ana — og stjórnarvöldin hafi
ekki rétt til þess að neyða borg-*
arana til þess konar aukavinnu.
Kveðst hún hafa byrjað í algerri
fátækt, nú hafi hún komizt yfir
allmiklar eignir — og hún ætli
ekki að hætta að safna fyrr en
hún hafi eignazt lítið fyrirtæki.
Á þeim forsendum krafðist hún
algers skattfrelsis.
Niðurjöfnunarnefnd telur tekj-
ur konunnar ósiðsamlegar — og
á sama hátt segir konan, aö álagn
ingin sé ósiðsamleg.
Flugher Y-Evrópu búinn
nýjum sprengjuflugum
LONDON 18. jan. (Reuter) — 1
dag lentu á flugvelli í Suður-
England 8 bandarískar sprengju
flugvélar af nýrri gerð, sem talin
er mjög fullkomin. Flugvélar
þessar, sem smíðaðar eru af
Douglas flugvélaverksmiðjunum
hafa einkennisbókstafina B-66.
Þær eru fremúr litlar af sprengju
flugvél að vera, en mjög hrað-
fleygar. Er talið að flughraði
þeirra sé um 1200 km á klst. —
Flugvélarnar eru nægilega stórar
til þess að þær geti borið kjarn-
orkusprengjur.
Þessum átta sprengjuflugvél-
um var ílogið í einum áfanga frá
Floridaskaga til Suður-Englands.
En er þær voru í nánd við Azor-
eyjar voru þær látnar taka ben-
sín á flugi. Aðrar 8 flugvélar af
sömu tegund munu koma á morg
un og ekki líður á löngu áður
en heilt bandarískt flugliðsfylki
verður útbúið slíkum flugvélum.
Ætlunin er að tilkoma þessara
nýju og fullkomnu flugvéla
styrki verulega varnir Vestur-
Evróf i’. Hinar nýju flugvélar
verða oftsinnis búnar atóm-
sprengjum, þannig, að ef Rússar
réðust á Vestur-Evrópu, yrði hið
vestræna varnarbandalag skjótt
til að svara í sömu mynt.
Mannslik i
hákarlsmaga
MITO, Japan — Fisksalar hér í
borg "urðu skelfingu lostnir á
dögunum, er þeir ætluðu að taka
innan úr nýveiddum hákarli.
Fundu þeir í maga hans hálfmelt-
an mannslíkama. Læknar hafa
úrskurðað að maðurinn hafi ver-
ið um fertugt, og hann hafi látizt
fyrir a.m.k. hálfum mánuði. —
Líklegt þykir, að hér sé um að
ræða háseta, er féll fyrir borð
skammt undan ströndinni 18. des.
sl. — og fannst ekki aftur. Há-
karlinn var einnig veiddur
skammt undan ströndinni — og
ætlaður til sölu á fiskmarkaðin-
um.