Morgunblaðið - 21.01.1958, Side 14

Morgunblaðið - 21.01.1958, Side 14
14 MORGT’NfíLAÐlÐ Þriðjudag 21. janúar 1958 Ánægjustundir á Higbnry ALLIR sem eitthvað fylgjast með enskri knattspyrnu kannast við Arsenal, enda er það eitt af betri I. deildarliðunum og líkast til ríkast þeirra allra. Leikvang- ur þeirra er í daglegu máli nefnd ur Higbury, enda þótt hann heiti réttu nafni The Arsenal Stadium. Fyrir 10 árum var ég tvo mánuði i London og sá þá marga leiki á Higbury og minn- ist hér ofurlítið á nokkra þeirra. Arlega fer fram keppni skóla- drengja milli London og Glas- gow. Drengir þessir eru á aldr- inum 14—15 ára. Fyrir þennan leik og reyndar flesta úrvalsleiki lék lúðrasveit, sem sýndi um leið mikla tækni í göngu (mars- eringu). Þetta kom öllum áhorf- endum í mjög góða stemningu sem mér finnst vera yfir öllum leikum, sem ég hefi séð á Hig- bury. Knattspyrnuleikur drengj- anna var mjög vel leikinn þegar tillit var tekið til aldurs, enda er knattspyrna kennd í skólum í Englandi og Skotlandi. Londo.i vann þennan leik með 3:2. Það sem aðallega gerði þennan leik mér minnisstæðan var að þegar að vinstri útherji London fékk knöttinn i fyrsta skipti í leiknum og ætlaði að spyrna honum strax þá hitti hann ekki. Næsta skipti þegar knötturinn ki>pi til hans, þá mistókst spyrn- an einnig en nú ,bauluðu‘ 50 þús áhorfendur á hann og þar með var hann búinn að vera það sem eftir var leiksins. Þannig geta áhorfendur eyðilagt leikmenn með því að gera þá taugaóstyrka og þar höfum við gott dæmj frá landsleikunum hér heima í sum- ar. Enska landsliðið lék við Svía í nóvember 1947. Þá léku með Svíum flestir af þeim mönnum, sem frægastir hafa orðið sem atvinnumenn. Nordalsbræður þrír voru í lið- inu með Gunnar í fararbroddi. Nafni hans Gren var einnig með og Carvis Carison, ef ég man rétt. Hjá Englendingum var Swift í marki, B. Wright, Stanley Mortensen, Finey og Lawton, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Stan- ley Mathews átti að leika með en meiddist fyrir leikinn. Leikurinn var fjörugur og vel leikinn, enda liðin nokkuð jöfn Stanley Mortensen var mjög vel upplagður í þessum leik og gerði 3 mörk með því að brjótast einn í gegnum vörn Svianna. Lawton gerði svo eitt mark úr vita- spyrnu. Leikurinn endaði 4—2 fyrir England. Gunnar Nordal skoraði eitt mark eftir aukaspyrnu á vítateig, sem virtist vera mjög vel æfð og heppnaðist. Ég man ekki hver gerði annað mark Svía en um tíma stóð leikurinn 3—2 og áttu Svíar þá öllu meira í honum. Eg man sérstaklega eftir að þá slapp Gunnar Nordal í gegnum vörn Englendinga en Swift kom út og lokaði markinu. Gunnar skaut af stuttu færi en Swift beindi knettinum hárfínt fram hjá stönginni. Swift er um 2 metrar á hæð en mjög snöggur, sem er óvenjulegt um svo háa menn. Hann hefir einnig svo stórar hendur að hann lék sér að því að taka knöttinn af jörð- inni með annarri hendi og sveifla honum yfir höfði andstæðinga sinna. Eg sá einnig Arsenal leika við Blackpool en þau lið voru þá efst í I. deild. Leikurinn átti að byrja kl. 2 V2 en ég var kominn í biðröð kl. 11 f. h. Þetta þætti mörgum hér heima löng bið en ég var þá nokkrum dögum áður búinn að bíða í sex tíma eftir að sjá Elísa- betu Englandsdrottningu og mann hennar þegar þau giftu sig, svo að það má segja að ég hafi verið farinn að venjast þessu Þegar ég komst inn á leikvang- inn (sem var um kl. hálf tvö) þá voru öll sæti og stæði að fyll- ast. Nokkru síðar var tilkynnt að inn væru komin 65 þús. en 20 þús. biðu fyrir utan og komust ekki inn. Leikurinn var skemmtilegur og átti Blackpool meira í honum en Arsenal vann 2—0. Fram- herjar Arsenal voru mjög fljótir að hlaupa og þessi mörk skoruðu þeir þegar knötturinn hafði verið við mark Arsenal en kom svo skyndilega fram völlinn og þeir skildu þá varnarliðsmenn Blackpool hreinlega eftir. Það skemmtilegasta í þessum leik var að sjá snillinginn Stan- ley Mathews leika sér að and- stæðingum sínum. Oft réðust tveir andstæðingar að honum samtímis en það var eins og knötturinn væri jímdur við fæt- urna á honum. Ef andstæð- ingum hans tókst að setja knött- inn út fyrir hliðarlínu þá fengu þeir klapp fyrir því að það þótti vel gert. Stanley leikur að mín- um dómi of mikið fyrir áhorf- endur, því að hann bíður oft eft- ir andstæðingi aðeins til að sýna hvernig hann geti leikið sér að honum, en maðurinn er ótrúlega leikinn. Nú í haust sá ég leik á milli Arsenal og W. B. A. Leikur þessi er mér minnisstæður fyrir það að hann er fyrsti leikur sem ég hefi séð fara fram við rafmagns- ljós. í fyrri nálfleik þurfti ekki Ijós vegna dagsbirtu, en þegar kveikt var, var eins og sólin hefði brotizt fram úr skýjunum og skini aðeins á leikvanginn. Birtan var sem sé mjög góð og HIN ÁRLEGA hverfakeppni H. K. R. R. í handknattleik hófst sl. laugardag. Leikið er í meistara flokkum karla og kvenna. Keppnin hófst með leik í kvennaflokki milli Austur- og Vesturbæjar. Héldu stúlkurnar vestan lækjar uppi heiðri „aðals- ins" í vorri góðu borg og „burst- uðu“ austankvinnur í ójöfnum og lítt spennandi leik, sem lauk með 11 mörkum gegn 3. Fyrri leikur kvöldsins í karla- flokki var milli Vesturbæjar og Kleppsholts. Er skemmst frá að segja, að leikur beggja liða var tilkomulítill og illa leikinn; sí- felldir pústrar og stympingar, en þó í bróðerni og án áberandi skaphita. Er leitt til þess að vita, að handknattleikurinn hér skuli í vaxandi mæli sveigjast til lík- amlegra átaka, en um leið hverf- ur fegurð og hinn sanni andi leiksins. Kemur nú til kasta dóm- aranna, en þeir verða að herða háði engum, en leikið var með hvítan knött. Liðin voru jöfn og leikurinn endaði 2—2. Þarna sa ég mistök sem ég hefi aldrei séó hjá atvinnumönnum áður. Knötturinn var gefinn innfyr- ir vörn Arsenal, vinstri bakvörð- ur nær honam og markvörður kallar til hans að gefa sér knött- inn. í stað þess spyrnir hann yfir til hægri bakvarðar, sem einnig snýr að sinu marki og enn kallar markvörður eftir knettinum. — Hægri bakv. snýr sér við með knöttinn og ætlar að leika á einn sóknarmann W.B.A. en mistekst og hinn lék beint inn í markið Báðir bakverðirnir stóðu nú nið- urlútir og gáfu þar með til kynna að þeir viðurkenndu mistök sín. Enginn af leikmönnunum skamm aði þá en sumir áhorfendur urðu svartir af vonzku. Þegar leik- irnir í Higbury eru búnir, kaupa menn við útganginn blöð með lýsingu og myndum úr fyrri hálf- leik þess leiks, sem verið var að horfa á. Nokkur slík blöð geymi ég til minningar um ánægju- stundir á Higbury. Óli B. Jónsson. enn á tökunum. Þeir hafa hingað til sýnt, að þeir eru hinu vanda- sama starfa vaxnir, en hér á landi er reglum handknattleiksins bet- ur og strangar fylgt en með flestum öðrum þjóðum. Kleppsholt hafði yfir allan leikinn, að undanskildu jafntefli 15 : 15, en sigraði á góðum enda- spretti með 19 mörkum gegn 17. Síðari leikurinn var milli Aust urbæjar og Hlíðahverfis. Enda þótt lið Austurbæjar væri mun sigurstranglegra, leit lengi vel út fyrir sigur Hlíða, en á síðustu fimm mínútum síðari hálfleiks tókst Austurbæ að rétta hlut sinn og sigra með þriggja marka mun, 19 : 16. Keppnin heldur áfram í kvöld og keppa þá: í kvennaflokki: Úthverfin — Vesturbær í karlaflokki: Hlíðar — Vesturbær Austurbær — Kleppsholt — Reykvíkingar kjósa Framh. af bls. 6 skurði, og ófullgerðar götur. Það má að vísu finna á þessu þá skýringu, að óttinn við dóm fólksins sé svo mikill að mönn- unum sé ekki sjálfrátt, en það er samt sem áður engin afsökun, því alltaf verða einhverjir til þess að veita þessum mönnum atkvæði sitt, og lágmarkskrafa þeirra manna hlýtur þó að vera sú að dómgreind þeirra sé ekki misþyrmt svo herfilega sem mál- flutningur glundroðablaðanna ber vott um. Um hugarfarið sem að baki slíku er þarf ekki að fara mörgum orðum, það lýsir sér bezt í því að Framsóknar- menn hafa líkt „Esjunni" við fjóshaug, einungis vegna þess að hún er í nágrenni Reykjavíkur, og borgarbúum til yndis og ánægju. Að sjálfsögðu lita þeir á fjóshauga sem hinar mestu menningarhæðir, en þó almenn- ingur í Reykjavík skilji að vísu nytsemi hauganna þá munu þeir líta öðrum augum þar á en Fram- sóknarmenn. Ýmislegt er það fleira sem ástæða væri að rekja hér sem sýnir fjandskap glundroðaafl- hér staðar numið að þessu sinni. Á sunnudaginn kemur munu Reykjvíkingar gera reiknings- skil við þessa menn, þeir munu kjósa með hinu tvígilda atkvæði sínu um það hvort hér eigi að ríkja áframhaldandi þróun og framfarir, frelsi til athafna, blómlegt atvinnulíf, eða með öðr- um orðum allt það er menning- arþjóð sæmir, eða hvort stjórn- arherrunum eigi að veitast það vald, að drottna hér yfir lotnum lýð með svipu valdsins yfir höfði manna er greiða myndi hverjum manni það högg sem dygði, sem gerðist svo djarfur að reyna að rétta úr kútnum. Reykvíkingar munu velja fyrri kostinn, blómlegt menningar- og framfaratímabil næstu fjögur ár- in og svara stjórnarherrunum um leið fyrir svikin með því að gera sigur D-listans í þessum kosningum glæsilegri en nokkru sinni fyrr. x-D Hverfakeppnin í handknattleik: Kleppsholt sigraði Vest- urbæ og Austurbær Hlíðar VÖRÐUR — HVÖT - HEIMDABLLUR - ÓÐINN Almennur kjósendafundur Sjálfslæðisfélögin í Reykjavík efna fil almenns kjósendafundar í Sjálfsfæilshús- inu fimmfudaginn 23. jan. kl. 8,30 e.h. Ávórp flyfja: ólafur Thors, form. Sjálfstæðisf]okksins Auður Auðuns, forseti. bæjarstjómar Úlfar Þórðarson, læknir Birgir Kjaran, hagfræðingur Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir Gísli Halldórsson, arkitekt Bjctrgvin Fredrikssen, verksmiðjustj. . Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður Þorv. Garðar Kristjánsson, lögfræðingi Gunnar Thctroddsen, borgarstjóri Allt sluéningsfslk lista Sjálfstæðisfle^ksins velkomið á fundiAr meðan húsrúm leyfir. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.