Morgunblaðið - 21.01.1958, Page 22

Morgunblaðið - 21.01.1958, Page 22
22 MORGVNBV.AÐ1Ð Þriðjudagur 21. janúar 195S v. v- ■ • Látið ekki samhandið við viðskipfavin yðar rofna Mikilvægasti þátturinn I aíkomu verz'. I ' unarinnar er að vera í góðum tengslum við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður auglýsir því að staðaldri í útbreiddasi blaði landsins. JftwgiisstMftfrUt -Sími 2-24-80- Séð yfir hluta salsins á kvöldskemmtun Sjálfstæðisinanna. Fjölmennasta innanhússskemmtun sem haldin hetur verið á Akranesi (Jm 500 manns á skemmtun Sjálfstæðisfélaganna SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akranesi héldu glæsilega kvöldskemmtun fyrir stuðn- ingsmenn D-listans laugar- daginn 18. þ. m. í Hótel \kranesi. Skemmtunina sóttu um 500 manns og hefur aldrei verið fleira fólk samankomið á al- mennri skemmtun á Akranesi — innanhúss — en þetta kvöld. Sýnir þetta glögglega fylgi D-listans, samhug fólks- ins og baráttuhug fyrir sigri D-Iistans í kosningunum. Jón Ben. Ásmundsson, form ungra Sjálfstæðsmanna, setti Iskemmtunina og stjórnaði henm Þessir fulltrúar D-listans fluttu stutt ávörp: Ólafur B. Björnsson, Jón Árnason og frú Sigríður Auðuns, sém er 5. maður á list- anum. Þá talaði Pétur Ottesen, alþm. Var öllum ræðumönnum forkunnarvel tekið. Söngvararnir Kristinn Hallsson og Guðmundur Guðjónsson frá Reykjavík sungu einsöng og tvísöng við mikla hrifningu áheyrenda. Undirleik annaðist frú Sigríður Auðuns Þá fluttu eftirtaldir skemmtiþátt: Frú Björg Ivarsdóttir, Þórður Hjálmsson, en Karl Ragnarsson söng gamanvísur með undirleik Edvarðs Friðjónssonar. Eftir það var dansað af miklu fjöri til kl. 3 um nóttina. Skemmtun þessi tókst ákaflega vel, og fór í alla staði mjög vel fram. Gefur þetta góðar vonir um sigur D-listans á Akranesi. Frú Sigríður Auðuns, 5. mað- ur á D-listanum, talar. Framboðsfundurinn i Kópavogi: Baráttan stendur miili Sjálfstæðis manna og kommúnista if Á SUNNUDAGINN var haldinn almennur framboðs- fundur í Kópavogi og fór hann fram í barnaskólahúsinu á Digraneshálsi. Var mjög fjöl- mennt á honum, enda er Kópa vogur nú orðinn eitt fjölmenn asta bæjarfélag á landinu. Fundarsalurinn var þéttskip- aður og hópur manns sat á göngum bæði á efri og neðri hæð hússins, en þar hafði há- tölurum verið komið íyrir. it Þarna töluðu fulltrúar frá öllum framboðslistum í þrem- ur umferðum, en til dæmis um áhuga manna á kosning- unum má nefna, að í frjálsum umræðum, sem fram fóru milli annarrar og þriðju um- ferðar tóku 25 manns til máls, þótt hver þeirra hefði aðeins 3 mínútur til umráða. ir Slíkir almennir kjósenda- fundir eru á margan hátt skemmtilegir. Þar gerast snörp átök í ræðum og gaman sögur eru sagðar. Undir niðri streymir þó hin þunga elfa stjórnmálanna og sú tilfinn- ing, að hér 'er verið að ræða um velferð hvers einstaklings. bæjarfélags þeirra og þjóðfé- lags. Á slíkum fundum má af undirtektum áheyrenda einnig gera sér nokkra hugmynd um fylgi flokkanna. Á Kópavogs- fundinum mátti glöggt heyra, að baráttan stóð milli tveggja flokka, kommúnista og Sjálf- stæðismanna. Það álit virðist ríkjandi í Kópavogi, að með því að greiða litlu flokkunum atkvæði sé verið að kasta at- kvæðum á glæ og óbeint að styðja kommúnista til áfram- haldandi valda í bæjarfélag- inu. En meðal áheyrenda var einnig óvenjumikill hluti. sem aðeins „hlýddi“ á málflutning beggja aðila. Þetta var sá stóri hópur, sem ekki hefur tekið ákvörðun, en mun ráða úrslit- um. í fyrstu umferð töluðu fyrir hönd Sjálfstæðismanna, efsti maður á lista þeirra Sveinn Ein- arsson verkfræðingur og Jón Þór arinsson tónskáld. Ábyrgðarleysi í meðferð fjármála Sveinn kom víða við í ræðu sinni. Hann benti á að við síð- ustu kosningar hótuðu kommún- istar að eiga ekkert samstarf við aðra flokka í Kópavogi um bæjar málefni, ef þeir töpuðu meiri- hluta sínum. Nú hefðu þeir hald- ið meirihlutanum og þá heldur ekki haft samráð við minnihluta flokkana. Þvert á móti hefðu þeir á ólýðræðislegan hátt reynt að torvelda allt samstarf þeirra með óreglulegum fundum, slæ- legri fundarboðun á síðutu stundu o. s. frv. Greinilegast hefði þetta komið fram við afgr. á sjálfu aðalmáli bæjarstjórnar- innar, fjárhagsáætluninni. Var minnihlutanum gert mjög erfitt um vik að koma fram gagnrýni sinni og eigin tillögum. Er fjár-. hagsáætlunin er skoðuð niður í kjölinn kemur einnig í ljós, hvers vegna kommúnistar vilja ekki gagnrýni. Það er vegna þess að fjárhagsáætlunin er samin af ótrú legu handahófi. Sem dæmi má nefna, að félagsheimili það sem nú er verið að byggja kostar 2 millj. kr. svo að Kópavogur þarf að borga til þess 1,2 millj kr. Ríkið borgar 800 þús. kr. En á Fjárhagsáætlunum Kópavogs er nú samtals búið að veita til Fé- lagsheimilisins 2,6 millj. kr. eða hvorki meira né minna en 1,4 millj. kr. umfram þörf. Þ«ð getur vel verið að þetta -fé sé notað til annarra ija. En þetta er alltof mik ið ábyrgðarleysi í meðferð þess fjár, sem hinir almennu borgarar í Kópavogi hafa greitt í útsvör. Kópavogur er fátækt byggðarlag og því er honum lífsnauðsyn að fé hans sé varið skynsamlega. Það eru því miður alltof mikil brögð að því að fé hans sé illa varið, svo að fjöldi mikilvægra verkefna verður að bíða. Atvinnuöryggi bæjarbúa Sveinn ræddi einnig ýtarlega um atvinnumál Kópavogs, en kommúnistarnir, sem þar hafa ráðið hafa því miður alltof lítið gert til að tryggja atvinnuör- yggi íbúanna. Önnur bæjarfélög telja sér skylt að leita allra ráða til að veita mönnum atvinnu og tryggja þeim að atvinnuleysi .verði ekki á næstu grösum. En kommúnistarnir í Kópavogi liafa ekkert gert. Bæjarstórninni var boðið til kaups stærsta atvinnu- fyrirtæki í bænum, þ. e. frysti- húsið. Þegar rekstur þess varð síðar erfiður og átti í fjárhags- legum örðugleikum eins og öll útflutningsfyrirtæki, gerði bæjar stjórnin ekkert til að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Aðr- ar bæjarstjórnir eins og t. d. á Sauðárkróki hafa þó skilið mikilvægi hraðfrystihúsanna fyr ir atvinnulífið. Bæjarstjórn Kópa vogs skildi það ekki og það er skilningsleysi hennar að kenna, ð rekstur frystihússins féll nið- ur og tugir Kópavogsbúa misstu atvinnu sína. Sveinn Einarsson hét Kópavogs búum því, að ef þeir veittu Sjálf- stæðismönnum styrka aðstöðu í komandi bæjarstjórn, þá skildi það verða meginverkefni þeirra, sem róið yrði að öllum árum, að tryggja bæjarbúum góða og ör- ugga atvinnu. Skólamálin Næstur talaði Jón Þórarinsson og gagnrýndi m. a. skólamál Kópavogs. Ástandið væri nú slíkt í þeim, að ekki væri aðstaða til leikfimikennslu né heilsugæzlu skólabarna. Þrengsl væru mikil í skólanum og börn í Vatnsenda- hverfi ættu við örðug kjör að búa með skólasókn. Skólamálin kvað hann verða að grípa örugg- ari tökum. Það yrði að Ijúka byggingum barnaskólanna og hefja smíði gagnfræðaskóla. Einn ig yrði að koma upp skóla í sjálfu Vatnsendahverfi. Allt ríkinu að kenna í fyrstu umferð talaði fyrir kommúnista, Finnbogi R. Valdi- marsson bankastjóri. Hann reyndi nokkuð að afsaka, hve at- vinnumál Kópavogs standa nú illa. Virtist hann reyna að skella allri skuldinni á fjárfestingar- yfirvöídin, sem ekki leyfðu að reist væru atvinnufyrirtæki og svo á Gísla Jónsson, sem ætti frystihúsið í Kópavogi. Þótti mönnum þetta þó lítil afsökun, þar sem vitað er að á síðustu árum hefur fjöldi nýrra atvinnu- fyrirtækja risið í Reykjavík og svo hitt að bæjarfélaginu í Kópa- vogi var á sínum tíma boðið að kaupa frystihúsið, svo að það gæti þannig tryggt mönnum at- vinnu, en það hafnaði því. Að öðru leyti lagði Finnbogi kapp á það að telja mönnum trú um að kommúnistalistinn væri óháður og óflokksbundinn. í bæj- arstjórnarkosningum væru menn ekki bundnir af þjóðmálastefn- unum, þar væru menn að greiða atkvæði um bæjarmál en ekki þjóðmál. Óháð flokkshyggja I annarri umferð töluðu af hálfu Sjálfstæðismanna frú Guðr ún Kristjánsdóttir, en hún er í þriðja sæti, þ. e. baráttusæti Sjálfstæðismanna. Hún gaf bá athyglisverðu yfirlýsingu í byrj- un ræðu sinnar, að ef hún næði kosningu skyldi hún meta óháð flokkshyggju hvert mál og frá hverjum sem það kemur eftir verðleikum og greiða atkvæði sitt á þeim grundvelli. Vakti þessi yfirlýsing athygli og sýnir það, að Sjálfstæðismenn vilja sitt fram leggja til að lægja hinar pólitísku öldur í bæ sínum. Þyk ir þetta nokkuð annað hugarfar en hjá kommúnistum, sem hafa þann sið, að fella ætíð þær til- lögur sem andstæðingarnir koma njeð, enda þótt tillögurnar .miði að miklum hagsbótum. Vék Guðrún því næst að einu slíku máli, sem Sjálfstæðismenn báru fram tillögu um, en það var aö Kópavogur tæki ásamt Reykja vík og Hafnarfirði þátt í rann- sókn á jarðhitanum í Krísuvík. Þessa tillögu svæfðu kommúnist ar þegar og mun hún þó vera eitthvert mesta framtíðar- og nauðsynjamál byggðarlagsins. — Hún hefði getað orðið upphaf þess, að Kópavogur fengi hita- Kaupsýslumenn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.