Morgunblaðið - 23.02.1958, Síða 8
8
MORCVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 23. febrúar 1958
Ungling
vantar til blaðburðar við
Lindargötu
jnwgitttMofrffr
Sími 2-24-8«
Gísli Hjaltason sexfugur
Á MORGUN 24. febrúar, verður
Gísli Jón Hjaltason hafnarvörður
í Bolungavík sextugur.
Það er ekki meining min að
skrifa um hann langa grein eða
rekja æviatriði hans, heldur verð
ur þetta aðeins stutt afmælis-
kveðja til vinar míns Gísla á þess
um tímamótum í ævi hans.
Gísli Hjaltason er einn þeirra
lánsömu manna, sem með lífi
sínu og framkomu allri, aflaði sér
vinsælda, eignast hvarvetna vini,
enda er óhætt að segia hrænis-
laust, að vinátta Gísla er fölskva-
laus og einlæg.
Gísli hefur komið mikið við
sögu Bolungarvíkur á síðustu ár
Mjólkurísvélar
til sölu
Hlutafélagið ÍSBORG í Reykjavík mun nú í vor hafa til sölu mjólkurísvélar
af nýrri gerð, sem rutt hefur sér til rúms í Bandaríkjunum á skömmum tíma.
Til sölu munu verða 40 vélar og er fyrirhugað að af þeim verði 25—30 seldar í
kaupstaði og kauptún utan Reykjavíkur og 10—15 í Reykjavík. Mun aðeins einni
vél ráðstafað á hvern’stað, nema í stærstu kaupstaðina, þar sem e. t. v. verða
fleiri en ein vél.
15 vélar hafa þegar verið seldar á eftirfarandi staði utan Reykjavíkur:
Ólafsvík
Flateyri
Suðureyri
Bolungarvík
ísafjörður
Blönduós
Sauðárkrókur
Siglufjörður
Ólafsfjörður
Akureyri
Raufarhöfn
Vestmannaeyjar
Keflavík (2 vélar)
Hafnarfj örður
og er því þýðingarlaust að senda umsóknir um kaup á vélum frá þessum stöðum.
En óráðstafað er 10—15 vélum á aðra staði utan Reykjavíkur, og er hér með
auglýst eftir kaupendum að þeim. Jafnframt er auglýst eftir kaupendum að
nokkrum vélum í Reykjavík, sem óráðstafað er.
ÍSBORG HF.
Austurstræti 12 — Reykjavík.
Sími 1.72.77.
um og ævinlega á þann veg, að
bæði hann og byggðariaginu var
sómi að.
Hann er hinn tryggi vörður
Brimbrjótsins, fegurstu bryggju
á íslandi, sér um að þar sé alltaf
allt til reiðu, nægilegt vatn, nægi
legt ljós og alúð til handa þeím,
sem að landi ber.
Hann vegur fiskinn, sem í land
fer, enda löggiltur vigtarmaður,
og í vigtarhúsið á margur æið,
og þar er oft glatt á hjalla, enda
er Gísli alls staðar hrókur alls
fagnaðar, og þátttaka hans í fé-
lagslífi Bolvíkinga hefur verið
með ágætum.
Hann hefur tekið þátt í leik-
starfsemi, starfað í ýmsum félög-
um, og ber þar hæst starf hans,
fyrir slysavarnadeildina hér, en
formaður hennar hefur hann ver
ið frá 1945, og hefur deildin tekið
miklum framförum í stjórnartíð
hans.
Þá hefur hann sem umboðs-
maður, aflað happdrætti Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna
margra viðskiptavina, og er hinn
trausti vörður þess, að menn end
urnýi á réttum tíma.
Hann er sérlega áreiðanlegur
í öllum viðskiptum. Það sem Gísli
segir, stendur eins og staíur í
bók.
Saumavél
Til sölu er góð stigin sauma
vél. Uppl. í síma 16590.
Hálf húseign
á ágætum verzlunarstað í
miðbænum í Hafnarfirði til
sölu milliliðalaust. Skipti á
íbúð i Reykjavík möguleg.
Tilboð ásamt símanúmeri
merkt: „Hagkvæmt —
8723“, sendist Mbl., fyrir
miðvikudagskvöld.
PILTAR,
EFÞI0 EIGI0 UNNUSTUNA .
ÞA Á ÉC HRINOANA /.
/forfá/f /Js/nt/né/sSon^
/fj<rterrátr/ 3 \ ' —
w
Ungur varð hann formaður í
Hnífsdal, og jafnvel núverandi
aflakóngur, eins og Bj»rni Ingi-
marsson, voru á skipi hans.
Hann er dansmaður með ágæt-
um, og stjórnar iðulega flóknum
gömlum dönsum hér í Félags-
heimilinu af röggsemi og prýði
og sannri dansgleði enda finnst
honum ekkert „ball“ vera, ef
gömlu dansana vantar.
Bridgemaður er hann sterkur
og á við þá íþrótt margar góðar
stundir. Traustur sjálfstæðismað
ur hefur hann verið alla sína
tíð .
Þótt Gísli vinur minn sé sex-
tugur orðinn, eru engin ellimörk
sjáanleg, og barnslegri gleði í öllu
dagfari á enginn til í ríkari mæli
en hann.
Ókvæntur er Gísli, en þar fyrir
þykir honum eins og fleirum
„stúlkur drottins bezta smíði“.
—
Ég veit, að margir Bolvíkingar
vildu segja með mér um leið og
ég sendi Gísla beztu afmælisóskir
mínar og fjölskyldu minnar:
„Heill þér sextugum, sóma-
maður og kæri vinur! Gæfan
fylgi þér ófarna leið!“
Friðrik Sigurbjörnsson.
4 _
SKIPAUTGCR0 RIKISINS
HEKLA
austur um land í liringferð hinn
28. þ.m. Tekið á móti flutningi til
Fáskrúðsf j arðar, Reyðarf j arðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis-
fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafn
ar, Kópaskers, Húsavíkur og Ak-
ureyrar á morgun, mánudag. Far
seðlar seldir á miðvikudag.
HLIITAVELTA
Stórkostleg hlutavelta hefst kl. 2
í dag ■ LISTAMANNASKÁLANUM
Hundruð eigulegra muna
Nú hefir enginn efni á að láta happ úr hendi sleppa
Þetta er betra en nokkur útsala
Komið og freistið gæfunnar
K.R.