Morgunblaðið - 23.02.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.02.1958, Qupperneq 9
Sunnuclagur 23. íebrúar 195t- MO RGUNBLAÐLO 9 SKAK i I i SKÁKÞING SOVÉTRÍKJANNA er nú lokið, og varð M. Tal hlut- skarpastur í annað sinn, sem er frábær árangur af svo ungum manni. Þessi frammistaða Tals skipar honum í röð fimm sterk- ustu skákmanna heims, og mun enginn hafa náð slíkum árangri jafn ungur nema ef vera skyidi J. Capablanca, enda þykjast margir sjá arftaka Cúbamannsins í þessum unga sniilingi. Nánari Úrslit hafa mér ekki borist ennþá. Lokið er 8 umferðum á skák- þingi Rvík og er Ingi R. efstur með 8 v., annar er Jón Þorsteins- son með 7 v. og er óhætt að telja að annarhvor hljóti titilinn „Skák meistari Reykjavíkur 1958.“ Því næstu menn hafa 5% vinning, en það eru þeir Eggert Gilfer, Stefán Eriem og Gunnar Ólaísson. Hér koma svo tvær skákir eftir tvo af yngstu keppendum í meist- araflokki á skákþingi Rvik. Það sem einkennir skákstíl þessara ungu manna er kunnátta í skák- byrjunum, en hana skortir til- íinnanlega hjá mörgum meistara- flokksmanninum, ásamt tiifinn- ingu fyrir leikfléttum. IRJóh. Hvítt: Jónas Þorvaldsson. Svart: Haukur Sveinsson. Sykileyjarvörn. 1. «4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, g6; Dragon afbrigðið, sem er ákaflega traust varnarkerfi. 6. Be3, Bg7; 7. Be2, o-o; 8. o-o, Rc6; 9.Dd2, Bd7; 10. Í4, a6; 11. Rb3, Hc8; Betra hefði verið að leika 11. — He8 og svara 12. Bf3 með Ra5. 12. Bf3, b5 13. Rd5! Hvítur nær nú yfirhöndinni. 13. _ Rxd5 14. exd5, Rb8 15. c3, a5; 16. Bd4, Bh6; 17. Df2, Sterkara var Hael og þrýsta á e-peð. sVarts 17. — Bxf4; 18. Bb6, De8; 19. Rxa5, e5; 20. dxe6 fh., fxe6; 21. De2, Það er nauðsynlegt að flytja D af f-línunni eftir að hún hefur opnast. 21--d5; Betra var að leika 21. _ De7 og reyna að undirbúa sókn á kóngsvæng, sem fyrst. 22. Bg4, b4?; Svartur hót- aði þessum leik áður en hvítur lék Bg4, en með þeim leik sínum gerði hvítur við lekanum og verð ur þetta því að teljast vindhögg. Sjálfsagt var 22. — e5 og staðan hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða fyrir báða aðila. 23. g3!, Hvítur vinnur nú lið og stöðu. 23. — Bd6; 24. Hxf8f, Bxf8; 25. Bd4. Þessi leikur virðist eðlileg- astur, en til allrar hamingju fyrir hvítan finnur svartur ekki réttu vörnina. Eina leiðin fyrir hvitan til að ná stöðuyfirburðum var 25. cxb4, t. d. Bxb4; þá 26. De5!, Bc5f 27. Bxe5, Hxc5; 28. b4!, Hc2; 29. Hfl og hvítur hefur vinnings- líkur. 25. — bxc3?; Svartur uggir ekki að sér. Sterkur varnarleikur var hér 25. — e5!; t. d. 26. Bxe5, Bxg4; 27. Dxg4, Dxe5! 28. Dxc8, De3f; og heldur jafntefli. 26. De5 og svartur gafst upp þar sem mát eða stórfellt liðstap verður ekki umflúið. Hvítt: Ólafur Magnússon. Svart: Baldur Davíðsson. Teflt i 2. umferð. Sykileyjarleikur. 1. e4, c5; 2. Rf3, Rc6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4 ,Rf6; 5. Rc3, d6; 6. Bg5, e6; 7. Dd2, a6; Hér er um tvær megin Sinfóníuhljómsveit íslonds leiðir að velja. 7. — a6, sem svart- ur velur og 7. — Be7. Leikurinn, sem svartur kýs sér er notaður meira í seinni tíð af þeim sem vilja flækja stöðuna, og krækja hjá stórfelldum uppskiptum, en ég vil ráðleggja mönnum að kynna sér vel þetta afbrigði áður en þeir fara að beita því á alvar- legri mótum. 8. o-o-o, Be7; Önn- ur leið er hér 8. — Bd7; 9. Be2, Smávegis ónákvæmni, sem hefði átt að gefa svörtum ráðrúm til að hreiðra vel um sig. Öflugra er talið 9. Í4. 9. — h6? Slæmur leikur, sem leiðir til óyfirstígan- legra erfiðleika. Sjálfsagt var hér 9. — o-o; t. d. 10. Rxc6, bxc6; 11. Bxf6, Bxf6; 12. Dxd6, Da5!; og svartur stendur betur. 10. Bxf6!, Bxf6; Slæmt var hér einnig 10. — gxf6; vegna 11. Bh5 og svartur er grafinn lifandi. 11. Rxc6, bxc6; 12. Dxd6, Db6; 13. e5, Bg5þ; Ef 13. — Be7. Þá Ra4! og hvítur stendur betur eftir Db7; 15. Dd4, eigi að síður er þessi leið betri en sú er svartur velur. 14. Kbl, Hb8? Eina björgunin lá í Be7. 15. Ra4, Db7; 16. Bxa6! Hvítur vinnur nú skiptamun. 16. — Dxa6; 17. Dxb8, o-o; 18. Db4, De2; 19. f4, Bd8; 20. Hd2, Da6; 21. Rc5, Da7; 22. Dc4, Be7; 23. Re4, Ba6; 24. Bxc6, Bb7; 25.Hd7, Bxc6; Skárra var 25. — Dxa2f og Bxc6 en svartur er engu að síður glataður. Það sem eftir er af skákinni þarfnast ekki frek ari skýringar. 26. Hxa7, Bxe4; 27. Hxe7, Hc8; 28. Hcl, Bxg2; 29. b4, Hc4; 30. c3, Hxf4; 31. b5, He4; 32. b6, He5; 33. c4. óg svartur gaf. SINFÓNIUHLJOMSVEIT Islands hélt tónleika í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 18. febrúar. Stjórn- andi var Ragnar Björnsson en einleikari á píanó Ásgeir Bein- teinsson. Það skeður ekki á hverjum degi að íslenzkri tónlist bætist nýr maður, sem haldið geti á tónsprota svo að athygli veki. Ragnar Björnsson er nemandi Tónlistarskólans og hélt að námi loknu til Kaupmannahafnar og Vínarborgar í því skyni að læra hljómsveitarstjórn. Hann hefur nú um skeið stjórnað karlakórn- um Fóstbræðrum og farizt það prýðilega úr hendi; einnig æfði hann hér ásamt brezka stjórn- andanum Warwick Braithwaite óperuna II Trovatore, sem hér var flutt fyrir tveimur árum, og þótti takast mjög vel. Fleira mætti nefna. Það er vissulega mikið færzt í fang að gerast hljómsveitar- stjóri. Það er ekki heiglum hent að standa frammi fyrir heilli sinfóníuhljómsveit, hópi mennt- aðra hljóðfæraleikara, og gerast þeirra foringi og leiðsögumað- ur. Til þess að fá lyft því Grettis- taki þarf í senn mikla foringja- hæfileika og framúrskarandi lipurð í skiptum við menn. A'5 sjálfsögðu er enn of fljótt að spá um framtíð þessa unga manns sem hljómsveitaxstjóra, en þessir tónleikar tókust eftir atvikum vel, sérstaklega ef til- lit er tekið til þess, hvaða verk- efni voru valin, — en verkefna- valið útaf fyrir sig lýsir ekki til- takanlega miklu litillæti. Heppi- legra hefði áreiðanlega verið að flytja einhverja af sinfóníum Haydns eða einhverja af léttari sinfóníum Mozarts í stað Pastoral sinfóníu Beethovens, enda var hér í of mikið ráðizt. Capriccio Italien eftir Tschai- kowski var flutt af lifandi krafti og skaphita á köflum, en flutn,ingurinn var þó allmjög í molum, skorti hér nokkuð öryggi í slag-tækni, en úr slíku getur þó rætzt með meiri reynslu. Líkt er um píanókonsert Tschai- kowskis í b-moll að segja. Það brá fyrir frábærilega vel leikn- um köflum, sem sýndu glöggt að Ragnar er ástríðumikill listamað- ur og ákafamaður í hrifningu sinni, en þó fór verkið nokkuð úr reipunum í höndum hans. Sjötta sinfónía Beethovens er alveg út af fyrir sig í tónsköpun meistarans, og eitt þeirra verka hans sem krefst einna dýpstrar og innilegastrar innlifunar. í heild var verkið áferðarfallega flutt en skorti þó að sjálfsögðu mjög á að því væru gerð full skil. Annar kaflinn var þó einna litlausastur — en um leið full hraður. En eins og í fyrri verk- unum voru fallegir sprettir köflum. Ásgeir Beinteinsson lék píanó- hlutverkið í konsert Tschai kowskis. Var túlkun hans stór brotin og áhrifamikil á köflum. Einnig hann er nemandi Tón- listarskólans en stundaði pianó- nám í Rómaborg að afloknu Alþingi rœðir tillögu Péturs Ottesen um verndun fiskimiinnnn ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Pét- urs Ottesen um verndun fiskimiða umliverfis Island kom til uniræðu á fundi í sameinuðu Alþingi í gær. Tillagan er á þessa leið: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeini vilja sínum, að sjávarútvegs málaráðherra selji nú þegar nýja reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis Island og verði þar á- kveðið, að botnvörpu- og drag- nótaveiðar skuli bannaðar um- hverfis allt landið innan linu, er dregin er 12 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum og skerjum“. 1 framsöguræðu sinni sagði Pét ur Ottesen m.a.: Á síðas.a þingi flutti ég tillögu sama efnis. Henni var þá vísað til allsherjarnefndar, sem hafði hana alllengi til meðferða.. Þeg- ar leið að þingslitum og ég þótt- ist sjá, að málið ætti ekki að fá afgreiðslu, spurð- ég, hverju það sætti. Sjávarútvegsmálaráðherra varð fyrir svörum og sagði, að nefndin hefði haft samband við hann eða ríkistjórnina. ’ hefði verið unnið að undiio.,.gi á þessu sviði, en hins vegar þætti ekki rétt að gjöra samþykkt í því formi, sem tilagan gerir ráð fyr- ir, enda væri unnt að gera ráð- stafanirnar, sem hún fjallar um, ár. lagabreytinga. Málið væri hjá stjórninni til áframhaldandi at- hugunar. Þegar þing kom saman í haust flutti ég tillöguna aftur til að ýta Undir óhjákvæmilegar framkvæmd ir. Tilagan hefur legið alllengi fyrir og ekki verið vísað til nefnd ar. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram hér á þinginu í gær, er ákveðið að bíða með fram- kvæmdir í málinu, þar til lokið er ráðstefnu, sem nú er að hefj ast í Sviss. Ég vænti þess, að eft- ir ráðstefnuna náizt það takmark sem tillaga mín fjallar um. Ég mun eins og komið er ekki fjöl- yrða um málið, þó að ég verði að láta í ljós þá skoðun, að æskilegt og nauðsynlegt hefði verið að efni tillögunnar hefði verið fram- kvæmt fyrr en raun ber vitni um að verða muni. Enn ég vona, að hér tist úr innan skamms. Umræðunni var frestað. námi hér. Ásgeir hefur haldiS sjálfstæða tónleika hér áður vi< mikinn orðstír. Hann er eíalaust efni í mikinn listamann. Húsið var þéttskipað að þessa sinni, og ánægjulegt var að sjá mikinn fjölda ungs fólks. Hinum ungu listamönnum var fagnað ákaft, og voru þeir niargsinnj* kallaðir fram. » P. í Drengurinn slapp — móðirin brenndisl GJÖGRI, 21. febr.—Fyrir nokkm gerðist það á yzta bænum hér i Árneshreppi, Dröngum, að hús- móðirin frú Anna Guðjónsdótt- ir brenndist allmikið á fæti er sjóðheitur grautur helltist yíir fótlegg og fót hennar. Anna var að taka graut ofan af eldavél, en um leið og hún var að taka hann af, greip lítill drengur hennar í grautarpottinn með þeim afleiðingum að sjóð- andi grauturinn helltist yfir drenginn og móður, hans. Ung- lingsstúlka er nærstödd var setti kalt vatn þegar yfir höfuð drengs ins, sem slapp svo til óbrenndur. Er talið að mikið hár á höíði hans hafi bjargað honum. Frú Anna brenndist hins vegar illa á fæti. Þar á heimilinu voru ekki tiltæk nein brunameðul, og það tók vikutima að ná þeim heim að Dröngum. Þorvaldur Ari Arason, hdi. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustíf 38 «/© PdU Jvh. Jiorietfsson h.J. - Pósth 621 SimaT 15416 og 15417 - Simnefnt. 4*t PIANO þýzkt Wagner, lftið notað og mjög vel útiítanúi, er til sölu. Uppl. í síma 14-5-60. SKOSALAN j2.augau(ici / - Jzími 16584- Eltirlitsmaðar vélbátanna í bátahöfninni er fluttur í Verbúð Nr. 39, á Grandagarði. Framvegis verður hann þar eða við höfnína frá kl. 11—13 og kl. 17—19, nema laugardaga frá klukkan 11—13. Símanúmer hans í Verbúöinni er 13.9.45. Heimasími 2.35.98. Samábyrgð íslands á fiskiskipum. Kvenbomsur. Þessai vinsælu bomsur komnar aftur fyrir hæl og flatbotnaöar, Einnig úr gúmmí fyrir háan hæl og flatbotnaðar, fyrir háan hæl. Þessir fallegu og vönduöu kuldaskór komnir í stærðum 24—37. Skóverzlun Péturs Karlmannaskór og töfflur úr leðri. Fallegir — vandaðir. Flókainniskór, karlmanna, drengja, kven-, barna-. onar Framnesveg 2. Laugaveg 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.