Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 1
20 síður Landhelgisráðstefnan i Genf hafin með bátttöku 80 Jb/oða Wan Siams-prins kjörinn forseti hennar GENF, 24. febrúar. — Alþjóðaráðstefnan um réttarreglur á hafinu hófst í dag. Forseti ráðstefnunnar var kjörinn Wan Waithayakon, prins frá Siam, en hann er kunnur fyrir störf sín á vettvangi S. !>., hefur m. a. verið forseti Allsherjar- þings S. Þ. Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem beita sér fyrir þessari ráðstefnu, eftir átta ára rannsóknir og undir- húning. Er búizt við að ráðstefnan standi í tvo mánuði og er ætlunin að henni ljúki með alþjóðasáttmála sem kveði m. a. á um frjálsar siglingar og stærð landhelgi hinna ein- stöku ríkja. Frjálsar siglingar Um 80 þjóðir eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Utanríkisráðherra Svisslands, Max Pedtpierre, bauð fulltrúana velkomna með ræðu. Hann lagði áherzlu á það, að siglingar þyrftu að vera sem frjálsastar á höfunum. Sigling- arnar væru undirstaða velmeg- unar og til slíkra nota ættu höfin að vera öllum frjáls. stórum nefndum, sem hver um sig tekur eitt meginverkefni fyr- ir. Viðfangsefnin eru: 1) Land- helgistakmörkin, 2) Fiskveiðar og verndun fiskistofnsins, 3) Réttarreglur á hafinu, 4) Nýting og rannsókn á náttúruauðæfum í landgrunninu og 5) Hagsmunir þeirra ríkja sem ekki liggja að sjó. — Eldflaugastöðvar í Englandi LONDON 24. febr. — Duncan Sandys, landvarnaráðherra skýrði brezka þinginu frá því í dag, að endanlegt samkomulag hefði verið gert við Bandaríkja- menn um uppsetningu eldflauga- stöðva á austurströnd Englands. Bretar munu byggja stöðvarnar og þær verða mannaðar brezk- um sérfræðingum. f stöðvunum verður komið fyrir langdrægum eldflaugum, sem hægt verður að skjóta inn yfir mitt Rússland. — Mikil varúð verður viðhöfð, til þess að engin mistök eigi sér stað og skeytin verði ekki notuð nema ef Rússar hafa byrjað árás á Vestur-Evrópu. Deilt um þátttöku Þegar Egyptar sendu herlið inn í norðurhéruð Súdan flaug utanríkisráðherra Súdana í skyndi til Kairó til að mótmæla Strax að setningarræðum lokn- um hófst deila um þátttöku Þjóð verja, Kínverja, Kóreumanna og Vietnam í ráðstefnunni. Var það fulltrúi Rússa sem hóf þær deilur og kvartaði m. a. yfir því, að Pekingstjórninni hefði ekki verið boðin þátttaka. En aðeins hefur verið boðið til ráðstefnunnar þeim ríkjum sem eru aðiljar að Sameinuðu þjóðunum. Fimm nefndir Ráðstefnan mun starfa i fimm Ökukappa rænt, en örlögin stöövuðu keppnina HAVANA 24. febr. — f dag átti að halda á Kúbu mikinn bifreiðakappakstur. Þetta varð mjög sögulegur kappakstur fyrir þá sök- í fyrsta lagi, að vopnaðir menn rændu fræg- asta ökumanni heimsins Juan Fangio svo að hann gat ekki tekið þátt í keppninni og í öðru lagi vegna þess hryllilega at- burðar, að einum kappaksturs bíinum var ekið á fullri ferð inn í hóp áhorfenda með þeim afleiðingum að 5 manns létu lífið og 20 særðust alvarlega. El'tir slysið var keppnin stöðv- uð. Það voru fylgismenn upp- reisnarleiðtogans Fidel Castro sem rændu ökukappanum Fangio. Vakti sá atburður mikla athygli um víða veröld. Tilgangurinn með mannrán- inu mun hafa verið að upp- reisnarmenn hrepptu þannig gott tækifæri til að auglýsa sig í heimsfréttunum og einnig hafa þeir lýst sig mótfallna því að ríkisstjórn Batista eyði fé í slíkar skemmtanir fyrir yfirstéttir landsins í stað þess að bæta hag almúgans. Fangio var rænt af hóteli lians á sunnudaginn. Komu vopnaðir menn inn í herbergi hans og hótuffu honum hörðu ef hann ekki fylgdi þeim. Þaff var vitaff í kvöld, aff mann- ræningjarnir höfffu ekkert illt gert honum og ætla að láta hann lausan. Uppreisnarmenn i Indó- nesíu verða fyrir mótbyr ÚtvarpsstÖð þeirra eyðilögð og Suður- Súmatra gengur þeim úr greipum þeim aðgerðum og tókst honum eftir nokkurt þref aff fá Egypta til aff fresta landakröfum sínum fram yfir kosningarnar í Súdan. Mynd þessi var tekin í stjórriarskrifstofum í Kairó þegar samningar höfðu náðst. Nasser forseti er vinstra megln en Mohammed Ahmed Mahgoub utanríkisráöherra Súdana tll hægri. Fór þá vel á með þeim, en nú hefur aftur sletzt upp á vinskapinn. SINGAPORE, 24. febr. — Síðustu fregnir frá Indónesíu eru óljós- ar, en svo virðist sem stjórn uppreisnarmanna á Súmötru hafi orffiff fyrir alvarlegum hnekki, þegar setuliðsstjórinn á Suffur- Súmötru að nafni Barlian snerist gegn stjórn uppreisnarmanna. Kvaðst hann, að sögn útvarpsins í Djakarta, ekki geta stutt vopn- aða uppreisn gegn hinni löglegu stjórn landsins. Hins vegar hefði hann aff undanförnu fylgt upp- reisnarforingjunum er þeir ósk- uffu eftir breytingum á ríkis- stjórninni. Sjafruddin vongóður Útvarpsstöð uppreisnarmanna í Padang hefur verið eyðilögð í loftárásunum að undanförnu og hefur því ekki fengizt staðfesting þeirra á því að Suður-Súmatra sé gengin þeim úr greipum. En í síðustu útsendingu stöðvarinn- ar áður en hún þagnaði ræddi Sjafruddin forsætisráðherra um útlítið fyrir uppreisnarmenn. — Þar tók hann það iram að öil Súmatra yrði brátt á bandi upp- reisnarmanna, og þá væri úti um stjórnina í Djakarta. Ríkissjóður yrði gjaldþrota, er hann missti tolla og skatta frá Súmötru. Brezka stjórnin tilkynnti í dag, að hún hefði ekki í hyggju að viðurkenna stjórn uppreisnar- manna. Og bandaríska utanríkis- ráðuneytið bar í dag til baka um- mæli sem birzt hafa í blöðum á Jövu um að Bandaríkin styðji uppreisnina. Það er tilkynnt að flugher Djakartastjórnarinnar hafi misst tvær sprengjuflugvélar í loftárás- unum undanfarna daga. Má flugherinn vart við þessu, því að hann er lítt búinn vopnum. Hungursneyð á Borneo Þær fregnir berast frá Austur Borneo, aff þrjátíu manns hafi Egypfar sakaðir um afskipfl af innanríkismálum Súdans látizt þar úr hungri, en 1000 manns séu sjúkir af sulti og biði dauðinn þeirra á næsta leiti. — Hungursneyffin stafar af því aff Djakartastjórninni hefur ekki tekizt aff útvega nógu fljótt flutningaskip í stað hinna hollenzku skipa, sem skyndilega hafa hætt siglíngum um eyríkið. Ástandið er svo bágborið, að menn selja allt sem þeir eiga fyrir ofurlítinn hrísgrjóna- skammt. KHARTOUM, 24. febr. (Reuter) — Abdullah Bey Khalil forsætis- ráðherra Súdans ákærffi Egypta í dag harðlega fyrir afskipti af innanlandsmálum Súdans. Hann sagði að Nasser forseti Egypta- lands hefði samstarf viff komm- únista um vífftækan pólitískan áróffur fyrir þingkosningarnar, sem fram fara í Súdan n. k. fimmtudag. Khalil forsætisráðherra er leið- togi Ummaflokksins, sem er frelsisflokkur svertingja í land- inu. Sjálfur er hann biksvartur Framh. á bls. 19. Þeffa var eíns og að fara i hressands bað segir Halldór Kiljan Laxness um ferða- lag sitt til Austurlanda HALLDÓR Kiljan Laxness kom í gærmorgun heim til Reykja- víkur úr för sinni til Bandaríkj- anna og Austurlanda. Mbl. átti iíalldór Kiijan Laxness samtal við skáldið í gær og spurði hann um ferðalagið. Fer samtalið hér á eftir. — Laxness kvaðst vera ákaflega ánægður með för- ina og sagði m.a., að Austur- landabúar litu yfirleitt á Evrópu sem heild. Þeir væru þeirrar skoðunar, að þar byggju duglegir fjáraflamenn — „og gáfaðir sjó- ræningjar og hefðu mikið af peningum. Halda jafnvel, að þeir hafi fundið þá upp? — Annars kynnist maður svo mörgum heimspeki- og trúnar- stefnum á slíku ferðalagi, að ekkert kemur lengur flatt upp á mann, bætti skáldið við. I förinni með Halldóri Kiljan Laxness voru kona hans, frú Auður Sveinsdóttir, og einkarit- ari, frú Halla Bergs. Þau lögðu af stað til Bandaríkjahna ur* mán aðamótin sept.—okt. og voru í Bandaríkjunum fram í miðjan nóvember. — Við fórum til marga staða Bandaríkjunum, sagði Laxness, komum fyrst til New York og síðan annarra stórborga, heimsótt um heiðursmanninn T. Briting- ham í Delavere, og vorum gest- ir hans þar. Þetta er ágætis mað- ur, hefur stundum komið hingað til íslands og sótt unglinga, sem hann hefur boðið til stúderinga í Bandaríkjunum. Síðan fórum við til Chicago og þaðan til Madi- son, Wisconsin, sem þykir einn ágætasti háskóli þar í landi. — Þér komuð til Utah. — Já. Ég fór þangað í boði Mormóna og var þar nokkra daga, sá marga slíka trúmenn, allt ágætisfólk, sem mér geðjað- ist sérstaklega vel að. í Utah sá ég marga helga dóma, bóka- safn þeirra og ættfræðisöfn. Þarna er allt með mjög sérkenni legum blæ og kirkjulega hugsað. Menn geta haft ýmsar skoðanir ó trúmálum þeirra, en árangur- inn af starfi þeirra er geðugur og skemmtilegur. — Hvernig kom fólkið yður fyrir sjónir? — Þarna býr ókaflega grand- vart fólk og hreinlíft í sínu lífi. Fjölkvæni tíðkast elcki lengur, það var afnumið fyrir síðustu 1 aldamót. Ég sá aftur á móti mynd í Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.