Morgunblaðið - 25.02.1958, Page 13

Morgunblaðið - 25.02.1958, Page 13
Þriðjudagur 25. febr. 1958 MORCUISBLAÐIÐ 13 B_ÓKAÞÁTJ_UR_i * Andlit í spegli * dropans Thor Vilhjálmsson. Andlit í spegli dropans. 201 bls. — Helgafell, Reykjavík 1957. THOR Vilhjálmsson er sérkenni- legasti stílistinn meðal ungra íslenzkra prósahöfunda, en því verður ekki neitað, að stíll hans er æði oft tilgerðarlegur og há- stemmdur, og að hann minnir ósjaldan helzti mikið á stílbrögð annars sérkennilegs höfundar. Um það geta varla v^rið mjög skiptar skoðanir, að stílbrellur eiga rétt á sér innan ákveðinna takmarka og gegna oft því mikil- væga hlutverki að sýna lesand- anum hversdagslega og jafnvel „ómerkilega“ hluti í alveg nýju og óvæntu ljósi, þannig að þeir fá ferska merkingu. Þetta hefur Halldór Laxness sýnt svo ekki verður um deilt, en hann hefur jafnframt gefið ungum höfund- um viðsjárvert fordæmi með stílnostri sínu, því stíltöfrar hans geta gengið svo í augun á ung- um höfundi, að stíllinn verði honum eitt og allt, en efnið skipti minna máli. Mér er fullljóst að hér er ég að gera hættulegan greinarmun á stíl og efni, því hjá góðum höfundum verður þetta tvennt ekki sundur skilið. Hjá Laxness auka stílbrellurnar fremur en rýra gildi efnisins. Efnið vex ekki upp af stílnum, heldur stíllinn af efninu. Það verður hins vegar ekki sagt um alla unga höfunda, sem lært hafa af honum. Hjá sum- um þeirra virðist stíllinn vera á góðri leið með að gleypa efnið. Ekki svo að skilja, að Thor Vilhjálmsson stæli beinlínis Lax- ness eða aðra sérkennilega stíl- ista, en hann hefur greinilega orðið fyrir sterkum áhrifum af þeim og lært margt athyglis- vert. Notkun hans á máli og myndr um er mjög frumleg, en hann er ekki að sama skapi frumlegt skáld, þ. e. a. s. hann virðist skorta sköpunargáfu skáldsins og á erfitt með að draga upp lif- andi persónur, enda ekki víst að það vaki fyrir honum. Þættirnir í þessari bók eru fremur lauslega dregnar „skissur" eða svipmynd- ir, oft magnaðar mikilli orð- kynngi og einstaklega myndauð- ugu máli, en það er eins og sjálf kvika lifsins hafi drukknað í textanum eða orðið eftir í sál höfundar. Margir þættirnir minna einna helzt á ljóð í lausu máli, líkingarnar eru snjallar og lif- andi, stemningarnar oft sterkar, en það vantar alla hreyfingu, framvindu, dramatís_k tilþrif. Þetta stafar greinilega að nokkru leyti af því, hvernig höfundurinn skrifar. Vinnubrögð hans minna á málara, hann tek- ur fyrir einstaka drætti í mynd- inni og nostrar við þá svo lengi, að ságan stöðvast. Það verður ójafnvægi milli smáatriðanna og myndarinnar í heild. Ég tek af handahófi dæmi -úr þættinum „Þrjár konur“, en svipuð dæmi má finna í flestum þáttum bók- arinnar. Höfundur er að lýsa brosi: „Þegar þetta bros atvikaðist strengdist efri vörin og þá upp- lýstist hve mikið hún málaði út fyrir vör: farðinn utan á virtist skilja við efnið undir, búningur og litur skildust sundur, liturinn óx og varð sjálfstæður, hitt skrapp saman, þvarr, varð svo rýrt og óverulegt: næstum ekki til. Neðri vörin breikkaði, flett- ist niður undir höku svo sá allt niður undir tannrætur, vörin var meir en að hálfu leyti gul að sjá“. Þetta er óneitanlega nákvæm og vel gerð lýsing, en þegar dvalið er við hvert smáatriði á þennan hátt, gefur auga leið að þunginn og spennan fara for- görðum. Hins vegar má auðvitað til sanns vegar færa, að ekki sé til nein formúla um það, hvernig skrifa skuli sögur, og að þessi háttur sé jafngóður og hver ann- ar. A. m. k. er það lítið vafa- mál að þættir Thors Vilhjálms- Thor Vilhjálmsson sonar eru alltént meiri skáldskap ur en mikið af því rómantíska sveitalífs- og ástagutli, sem marg ir vinsælir höfundar sjóða sam- an í sínum stóru grautarpottum. Að tveimur lengstu þáttunum og nokkrum styttri þáttum und- anteknum finnst mér þessi bók samt frekar sýnishorn um snjalla blaðamennsku en listræna sköp- un skálds. Mér finnst það galli að hinir ágætu ferðaþættir höf- undar í Þjóðviljanum skuli ekki vera hér með, því þeir voru marg- ir betri en sumt af því sem hér er boðið upp á. Thor Vilhjálmsson er óánægð- ur höfundur í þeim skilningi að hann virðist oftast sækja inn- blástur í það sem honum finnst miður fara. Gagnrýnin er eitt helzta hreyfiafl hans, og um það er allt gott að segja. Það er merki um æskuþrótt og vakandi skynjun að vera ekki í sátt við tilveruna. Höfundur sem er sátt- ur við allt og alla er kominn á grafarbakkann. Hins vegar er hverjum höfundi hættulegt að láta óánægjuna fá algert vaid yfir sér, þannig að megnið af því sem hann skrifar verði ein- litt. Og það er enn hættulegra að gera óánægjuna að eins kon- ar grundvallarviðhorfi, sem á rætur í tilgerð eða sýndar- mennsku fremur en sannfær- ingu. Mér finnst þessa gæta dálítið í skrifum Thors Vilhjálmssonar, þótt það sé engan veginn algild regla. Hann hefur ríka tilhneig- ingu til að dvelja við þærpersón- ur og þau fyrirbrigði sem fara mest í taugarnar á honum, og það er einkennilegt að honum tekst oft betur að gæða lífi persónurnar, sem hann er fjand- samlegur, en hinar sem er-u hon- um meira að skapi. Ég held það sé engin goðgá að bera saman þá Thor Vilhjálms- son og Geir Kristjánsson. Þeir eiga það sameiginlegt að við- fangsefni þeirra eru heldur dap- urleg og viðhorf þeirra mjög krítísk. Það sem ber á milli er stíllinn, og þar koma hvað greini- legast í ljós torfærurnar sem „innblásinn" stíll getur leitt menn út í. Geir er einhver vand- virkasti ungur höfundur sem við eigum, hnitmiðaður, sparsamur á orð og einfaldur í beztu merk- ingu orðsins. Fyrir vikið lifir fólkið í sögum hans áfram i huga lesandans að lestri loknúm. Persónurnar eru skýrar vegna þess að þær eru dregnar fáum, einföldum og sterkum dráttum. Thor fer hina leiðina. Stíll hans er glæsilegur, hóflaus, marg- slunginn, og persónurnar hverfa einhvern veginn i móðu stíltöfr- anna, verða allt að því auka- atriði í verkinu. Að sjálfsögðu eru dálitlar ýkj- ur í þessum samanburði; ekki verður því neitað að lifandi persónum bregður fyrir í þáttum Thors, en það er bara alltof fá- títt, finnst mér. Bezta dæmið er sennilega lengsti þátturinn „Þeir“. Þar er sögð margræð saga á nýstárlegan og fagmann- legan hátt. Ekki vantar að málið sé myndríkt og heillandi, en það sem Jyftir þessum þætti yfir flest annað í bókinni er sú stað- reynd, að hér tekur höfundur- inn raunverulega á mannlegu lifi og sístæðum vandamálum þess og fjallar um þau með þeim hætti, að persónurnar fá líf og sagan öll þennan sérkennilega tvíleik, sem er mark skáldskap- ar. Næstlengsti þátturinn „Þau“ á það sammerkt við „Þeir“, að þar er söguþráður og hann mjög ljós, og þó er þetta eiginlega ekki saga. Persónurnar verða hér greinilega aukaatriði. Ég hefði líklega nefnt þáttinn „Sorgaróð til holdlegra ásta“ eða eitthvað í þá áttina. Hann er magnaður logandi ástríðum og sérkenni- legri ljóðrænu. Ég held hann lifi með manni einna lengst af efni þessarar bókar, þótt persónurnar séu andlitslausar. Það er stemn- ingin, „ljóðið", myndauðgin sem gefur honum líf. Af styttri þáttum varð „Saga þar sem ekkert gerist“ mér minnisstæðust. Þar er á einum átta síðum dregin upp snjöll mynd af þremur einstaklingum sem kafna ekki í stílskrúði. Aftur á móti skil ég ekki hvaða erindi þættir eins og „Háttvísi“, „Annarra manna jússur“ eða „Eitt skáld“ eiga í þessa bók. Þeir eru lítið annað en flatneskja þar sem tilgerðin bjargar ekki einu sinni gríninu. Margir þættirnir virðast einna helzt vera stilæfingar, og er margt vel um þær. Höfundurinn er alla jafna sætkenndur af töfrum stílsins og lætur gamm- inn geysa, stundum í súrrealísk- um vangaveltum eins og í „Mán- inn líður“ og „Hugleiðing um geómetríska abstraktsýn“ eða þá í alla vega hugleiðingum um hlutskipti mannsins á jörðinni. Fyrir kemur að maður dragi það í efa, að höfundur skilji sjálfur hvað hann vildi sagt hafa með einstökum setningum eins og t. d. þessari: „Og skelfdist í fjarska sínum, snortinn djúpt handan við höfin sem skilja sundur í tví- bendingu vitundarinnar" (bls. 60). En slík sparðatínsla er vita- skuld hégómleg. Hvi skyldi mönnum ekki vera frjálst að láta ölvast að hljómi fallegra orða? Slík fylliriisköst geta a. m. k. ekki breitt yfir það, að Thor Vilhjálmsson hefur gott vald á íslenzkunni, er ótrúlega fundví* á klárar og sláandi líkingar og býr stundum til ágæt nýyrði. Satt bezt að segja, þá heldur maður áfram að lesa þessa bók, þrátt fyrir efni hennar, vegna stílsins, vegna þess að maður er öruggur um að finna eitthvað nýstárlegt eða hnyttið á hverri síðu. Það hefur jafnan þótt nothæf- ur mælikvai'ði á bók, hvað hún ,skilur eftir að lestri loknum. Mér var svipað innan brjósts og ég hefði fengið eitt af þessum leik- föngum, sem fullorðnir jafnt og börn hafa gaman af. Þetta er eins konar kíkir sem maður hristir til og horfir í, og þá myndast í honum alls kyns furðulegar og skemmtilegar myndir. Það er gaman að hrista hann og sjá all- ar þessar myndir sem eru hver annarri kynlegri og skemmti- legri, en maður man þær ekki lengi. Öllum listgreinum er hollt að eiga menn sem gera tilraunir og leita sér fanga út fyrir alfara- leiðir. Tilraunir ungra höfunda hafa fært út landamæri bók- menntanna og gefið öðrum höf- undum meira svigrúm. Af bók Thors Vilhjálmssonar mega ung- ir höfundar samt fyrst og fremst draga einn lærdóm, nefnilega þann að stílsnilld getur b'einlínis verið bráðhættuleg skáldskap sé gáfan ekki hamin og stíllinn lát- inn vaxa úr efninu. Frágangur bókarinnar er góð- ur, villulaus texti og góð prent- un. Ég fékk hana hefta, svo mér er ekki kunnugt um bandið. Sigurður A. Magnússan. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis fimmtu- daginn 27. þ.m. kl. 1—3 e.h. að Skúlatúni 4. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sam* dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í til- boði. Sölunefnd varnarliðselgna. Dansk-íslenzka félagið T alnahappdrœtti (Andespil verður haldið í Tjarnarcafé, fimmtudaginn 27. febr. kl. 8.00 e.h.— Dansað til kl. 1.00. Stærsti vinningurinn er: FARSEÐILL á fyrsta far- rými með Dr. Alexandrine til Kaupinannahafnar og heiin aftur. Aðgöngumiðar fyrir félagsmenn og gesti þeirra eru seldir í Ingólfs-Apóteki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.