Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmfudagur 27. marz 1958 Helmingur þjóðveganna er ssðan fyrir sfríð Gera þarf mikið átak í vegamálum Vestfjarða Á FXJNDI sameinaðs Alþingis í gær var rætt um vegakerfi lands- ins og áætlun um vegafram- kvæmdir. t haust lögðu þeir Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson og Kjartan J. Jóhannsson fram til- lögu til þingsályktunar um sam- ræmda framkvæmdaáætlun um vegagerð til að koma þeim lands- hlutum og héruðum sem fyrst í akvegasamband, sem ennþá eru ýmist veglaus eða án sambands við aðalvegakerfi landsins. Páll Zóphóníasson lagði til, að ályktunin yrði með nokkuð öðr- um hætti og ríkisstjórninni jafn- framt falið að láta afla upplýs- inga um ýmis atriði, er vegamál varða. Fjárveitinganefnd fékk málið til athugunar og leitaði álits vega málastjóra. 6 héruð og Iandshlutar eru án akvegasambands Frá honum barst bréf, þar sem hann gerir m. a. grein fyrir því, hvaða héruð og byggðarlög það eru, sem enn hafa ekki vegasam- band við akvegakerfi landsins. Niðurstöðurnar eru þessar, og er þá jafnframt getið heildarkostn- aðar við ógerða vegi í héruðin og þess tíma, sem þær fram- kvæmdir munu taka miðað við núverandi fjárveitingar: t. Vestur- og Norður-ísafjarðar- sýsla: a. Vestfjarðavegur af Barða- strandarvegi í Vatnsfirði og í Dynjandisvog við Arnar- fjörð: 4.4 millj. kr., verki lokið eftir 4 ár. b. Djúpvegur frá Arngerðar- eyri í Álftafjörð: 14.5 millj. kr., verki lokið eftir 23 ár. c. Snæfjallastrandarvegur 6.6 millj. kr., verki lokið eftir 36 ár. 2. Reykjarfjarðarvegur í Árnes- hrepp í Strandasýslu. 7 millj. kr., verki lokið eftir 16 ár. 3. Loömundarfjarðarvegur. — 3.7 millj. kr., verki lokið eftir 36 ár. 4. Mjóafjarðarvegur í Suður- Múlasýslu. 3,1 millj. kr., verki lokið eftir 26 ár. 5. Vegur í öræfi frá Hornafirði. 15.7 millj. kr., verki lokið eft- ir 11 ár. Vegirnir gamlir og veikbyggðir Eftir þetta víkur vegamála- stjóri að því, að um helming- ur akfærra þjóðvega er síðan fyrir stríð, er vegagerðartækni var frumstæð og vegir ekki byggtSir til að bera meiri þunga en 3—4 smálestir. Tel- ur hann eðlilegt, að þessir vegir láti á sjá undan stöðugri umferð bifreiða, sem vega 6 —14 smálestir eða meira. Vegamál Vestfjarða Halldór E. Sigurðsson skýrði tillögu nefndarinnar, en síðan tók Kjartan J. Jóliannsson til máls. Hann sagði, að skýrsla vegamálastjóra væri fróðleg og gæfi glögglega til kynna, hve langt það ætti í land, að Vest- firðir kæmust í samband við aðalakvegakerfið. Kjartan benti á, að ekki væri öll sagan sögð, þótt því væri haldið fram, að samband yrði á milli Vatnsfjarð- ar á Barðaströnd og Arnarfjarð- ar um Hellisskarð og Dynjandis- heiði eftir 4 ár. Samband Vatns- fjarðar við aðalakvegakerfið væri lélegt, þar sem Þingmanna- heiði verður ófær, ef vatnsveður gerir. Og þar við bætist, sagði Kjart- an, að sá hluti Vestfjarða, sem þéttbýlastur er, er í sambandi við Arnarfjörð um 600 m háan fjallveg, sem teppzt getur vegna snjóa um hásumarið. Hann kvaðst vona, að greinargerð vega málastjóra yrði til að opna augu manna fyrir því, hve skammt væri komið með vegaframkvæmd ir á Vestfjörðum og hver þörf væri á auknu átaki á því sviði. ★ Tillaga fjárveitinganefndar var síðan samþykkt samhljóða sem ályktun sameinaðs Alþingis. Skákmót Kefla- víkur SKÁKMÓT Keflavíkur stendur nú yfir og hafa verið tefldar þrjár umferðir. Teflt er í fjórum flokkum. í meistaraflokki eru 6 kepp- endur, þeir Óli Karlsson, Ragnar Karlsson, Borgþór H. Jónsson, Hörður Jónsson, Gunnar Sigur- jónsson og Jón Víglundsson meist araflokksmaður úr Reykjavík, sem keppir sem gestur á mótinu. Efstur er eftir þrjár umferðir Ragnar Karlsson með 2Va vinn- ing. Vann hann Gunnar og Jón en gerði jafntefli við Óla. I 1. flokki eru keppendur einnig sex, en þar er efstur Helgi Ólafs- son með 2% vinning. í 2. flokki eru keppendur 7 og er Gísli Ellerup efstur með þrjá vinninga. í 3. flokki eru keppendur 13 og hefir Baldur Skúlason hlotið þrjá vinninga. Mótið heldur áfram í dag og verða þá tefldar biðskákir Ársæll kafari heiðraður Ársæll Jónasson, kafari í Reykja vík, hefir nýlega verið útnefnd- ur Riddari frönsku „Ordre du Mérite Maritime". Heiðursskjal- ið og merki gráðunnar voru af- hent honum í gær af H. Voillery, sendiherra Frakklands, við mót- töku, er haldin var í sendiráðinu í tilefni þessa. Ársæll Jónasson vann að starfi sínu í nokkur ár í Frakklandi og í Frönsku Afríku, með búsetu í Marseille. Auk þess sem honum á sinni löngu starfsævi hefir auðnazt að veita frönskum skip- um hjálp með sérgrein sinni, hefir hann unnið dýrmætt starf í þágu Alliance francaise í Reykjavik, sem hann hefir verið félagi í undanfarin 20 ár. . DrottnSngar- heímsókn í Iflollaaidi HAAG, 26. marz — Brezku og hollenzku konungshjónin ferðuð- ust í morgun um sveitir Hollands. Þá gerðist sá óvænti atburður, þegar þau voru stödd í bænum Scheveningen, að gömul kona réðist óvænt að Elísabetu drottn- ingu og kastaði kniplingasjali yfir axlir hennar. Var það lista- saumur. Auðséð var að Elísabetu brá við og hélt hún að konan hefði illt í huga. Júlíana Hollands drottning reyndi samt að gera gott úr því öllu og sagði Elísa- betu að slíkt væri algengt í Hol- landi. í síðdegisveizlu sem haldin var í konungshöllinni í Haag virtist Elíasbet vera fremur þreytt, en Filippus eiginmaður hennar lék á als oddi. Gekk hann víða um salinn og rabbaði við fólk Syngjandi páskar Æiþý&ublaSið og kaupstetnan í HINNAR árlegu kvöldskemmtun- ar íslenzkra einsöngvara er ætíð beðið með eftirvæntingu, því all- ir vita, að þá er þeir halda inn- reið sína í Austurbæjarbíó, fell- ur Vetur konungur, en Vorgyðj- an bjarta sezt á veldisstól. Slik- ur er söngsins kynngikraftur. Hver er sá, sem ekki hefur þörf fyrir einhvers konar lífs- elixír, að liðnum löngum vetri? Formúluna er að finna á efnis- skrá Syngjandi páska, og geta borgarbúar leyst þann lyfseðli út fyrir nokkrar krónur. Þrátt fyrir kaldar kveðjur, sem einsöngvurunum voru sendar, að morgni þess dags er þeir héldu sina fyrstu söngskemmtun, voru þeir glaðir að vanda. Með prúð- mannlegri framkomu, sem á stundum var þó full-hlédræg, fluttu þeir okkur verkefni sín, svo við gátum glaðzt með glöð- um. Leiktjöld Lothar Grund, ekki sízt hinar risavöxnu páskaliljur, sem „smiðirnir" komu skemmti- lega fyrir á sviðinu, klæddir einkennisbúningi kvöldvökunn- ar, bjuggu söngvurunum tilhlýði- legt, listrænt umhverfi. „Þegar „smiðirnir", en það voru þeir Einar Sturluson, Gunn- ar Kristinsson og Ólafur Magnús- son, höfðu lokið störfum, hófu þeir upp rödd sína, og sungu hressilegan Smíðasöng. Þannig hófst skemmtunin. Næst á efnisskránni var, Söng- kennsla: Maeestro Gólanó. Gestur Þorgrímsson reyndi að kenna hetjutenór okkar, Katli Jenssyni, að reka upp réttar rofur, með ítölskum tilburðum og undarleg- ustu tilfæringum. Gestur leysti hlutverkið mjög vel af hendi, en hefði þó mátt nota meiri eld, suðrænan geðofsa. Ketill var skoplegur og sýndi góðar leik- gáfur. Fjórða atriði var, Drykkju- söngur: Karlar. Er þár skemmst frá að segja, að hann hljómaði samkvæmt raddfegurð söngvar- anna, og er sá fágaðasti drykkju- söngur sem ég hef heyrt. Þá kom fram Guðmunda Elías- dóttir, með lag úr „Kiss me Kate“, eftir Cole Porter: Ég hata menn. Frú Guðmunda var í víga- hug, og söng sig heita af hatri. 1 „Piquant“ og vel gert. Mattinata, Leoncavallos, glitr- aði sem geislandi foss, í hálsi I Árna Jónssonar. Hann hefur bætzt í hópinn frá því seinast, og býð ég hann-velkominn heim. Atriði úr „Annie get your gun“ eftir I. Berlin, fluttu þau Þuríður Pálsdóttir og Jón Sigurbjörnsson, á leikandi listrænan hátt. Frú Þuriður lék jafnvel og hún söng, og er þá mikið sagt. Jón er jú lærður leikari, eins og allir vita. Kristinn Hallsson, var þarna, sem endranær, fulltrúi fágunar, í framkomu sem í söngmeðferð. „Some enchanted evening", heill- aði vitanlega alla. Ég saknaði Guðrúnar Á. Símon- ásamt Kristni Hallsyni, „Falling leaves“, eftir Kosma, með mýkt og hlýjum raddblæ. Fóru raddir óperusöngvaranha vel saman, svo unun var á að hlýða. Guðmundur Guðjónsson, söng atriði úr „Alt Heidelberg" ásamt kór. Guðmundur söng það bjart og létt, stúdentablæinn báru þeir ekki. Sigurveig Hjaltested og Einar Sturluson, hrifu mig á engan hátt. Tilgerð í framkomu á þar sinn þátt, svo og þvinguð radd- beiting. Var það leitt því söngv- ararnir virðast elskulegt fólk. Sigurður Ólafsson, söng skemmtilega um polcatískuna, — þann ófögnuð. Og ekki dró það úr gamninu, þegar þær sigldu inn á sviðið, söngkonurnar, klædd ar strigapokum. Engu er þó alls varnað, og sannaðist það á frú Guðmundu, sem tók sig hreint og beint prýðilega út, í posanum. Jón Sigurbjörnsson, söng, „Going home“, eftir A. Dvorak, af alkunnri einlægni, og með hlýrri, dramatískri stemningu. Ketill Jensson naut sín ekki, í „O sole mio“ eftir di Capua, ekki á nokkurn hátt. Því miður. Skemmtiþáttur Karls _ Guð- mundssonar, var .afbragð. Ég grét af hlátri. Lokaatriðið var svo, „ítalskur götusöngur", úr „Naughty. Mari- etta“, eftir V. Herbert. Þar söng Þuríður Pálsdóttir, ásamt kór, og tókst öllum jafnvel. Hljómsveit Björns R. Einars- sonar, aðstoðaði söngvarana vel, en þó of sterkt á köflum. —o— Um þessar mundir er það mál málanna, meðal óperu-unnenda, að frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi, um stofnun óperu í sam- bandi við Þjóðleikhúsið, verði samþykkt. Einsöngvarar eru, eins og leik- arar, háðir samstarfi hvor ann- ars. Um listmálara, myndhöggv- ara og skáld, er öðru máli að gegna. Þeim er það nauðsyn að vinna sjálfstætt — þeir geta leyft sér að sitja einir yfir sínum við- fangsefnum — og svelta í róleg- heitum. Einsöngvurunum okkar, sem þjóðin ann, sökum gleði og birtu, er þeir veita inn í líf hennar, með örvandi list sinni, verður að skapa viðunandi vinnuskilyrði, og það hið bráðasta. Ella fljúga þeir burtu, og við sitjum eftir með sorg og vonda samvizku. Það er of hættulegt söngmenn- ingu okkar, ef Þjóðleikhússtjóri ber ekki gæfu til að skynja og skilja, hvers virði það yrði þeirri litlausu stofnun sem hann stjórn ar, að fá starfskrafta ísl. einsöngv ara, með sínum ferska, heilbrigða anda, til listflutnings. Sú úrelta afstaða, sem Þjóð- leikhússtjóri virðist hafa tekið að erfðum frá Leikfélagi Reykjavík- ur, hér áður fyrr, að hann af sinni náð, veiti listamönnunum tækifæri til að koma fram, svona Þá bendir vegamálastjóri á, að vegirnir í hinum ýmsu héruðum eru mjög misjafnir að gæðum. Breyttir framleiðsluhættir, eink- um aukin mjólkurframleiðsla, og breytt flutningaþörf í því sam- bandi og öðrum, veldur því, að á næstu árum verður að verja miklu fé, segir vegamálastjóri, til að styrkja elztu vegina á að- alleiðum og endurbyggja margar gamlar brýr. Tillaga fjárveitinganefndar Að fenginni umsögn vegamála- stjóra lagði fjárveitinganefnd til, að Alþingi gerði svohljóðandi ályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að framkvæma í sam- ráði við vegamálastjóra heildar- athugun á ástandi vegakerfis landsins »g gera á grundvelli þeirrar athugunar áætlun um nauðsynlegar umbætur á vega- kerfinu með hliðsjón af þeirri þýðingu, sem viðunandi vega- kerfi hefur fyrir byggð landsins í heild.“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti fyrir stuttu síðan grein um hverjir hefðu sótt kaupstefnuna í Leip- zig og var þar margt úr lagi fært og þá sérstaklega í þeim tilgangi að láta líta svo út, sem íslenzkir heildsalar væru að gamni sínu að eyða gjaldeyri til ferðalaga þangað út. Samkvæmt upplýsingum, sem fengizt hafa FRÁ ALÞINGI DEILDAFUNDIR verða í dag kl. 1,30. Þessi frv. eru á dag- skrá: í efri deild: Skólakostnað- ur. Stóreignaskattur. í neðri deild: Réttindi verkafólks. Hús- næði Vinnuveitendasambandsins. Húsnæðismálalöggjöfin. Umferð- arlög. Innflutningsskrifstofur ut- an Reykjavíkur. Búnaðarmála- sjóður. Réttarstaða óskilgetinna barna. frá Kaupstefnunni h.f,, um það hverjir sóttu sýninguna nú fyrir stuttu, kemur í Ijós, að 40 heild salar hafa farið þangað, eða helmingi færri en Alþýðublaðið telur, 40 iðnrekendur og iðnaðar menn og 18 smásalar, auk sér- stakra fulltrúa frá SÍS og kaup- félögunum. Það þarf ekki að taka fram, að þeir, sem sótt hafa þessa kaup stefnu, hafa vafalaust fengið gjaldeyrisleyfi frá yfirvöldunum til ferðarinnar, en það er í raun- inni ekki að undra, þótt ýmsir viðskiptaaðilar leiti eftir því, að skoða vörur austan járntjalds, því í tíð núverandi stjórnar, sem Alþýðublaðið styður, hefur ís- lenzkri verzlun alltaf meira og meira verið beint þangað austur. Alþýðublaðið ætti því sizt af öllu að gera ferðir á slíka kaupstefnu þar eystra, að rógsefni gegn inn- flytjendum. ar, í fyrra. Nú er hún komin heim, og vonandi sleppur hún ekki á ný. „Granada", eftir A. Lara, söng hún með glæsibrag, „a la grande dame“, óperunnar. Síðar á efnisskránni, söng hún Tvö lög ÚT eru komin tvö lög á nótum eftir Ástu Sveinsdóttur. Eru það lögin Bláu augun og Siggu-vals- inn, en hið síðarnefnda hefir hlotið verðlaun í danslaga- keppni FÍD. Frágangur á nótna- heftinu er smekklegur. Fæst það í hljóðfæraverzlunum. ALFREÐ GÍSLASON kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi Sameinaðs Alþingis í gær og kvartaði yfir því, að þingsálykt- unartill. um afnám áfengisveit- inga hjá ríki og ríkisstofnunum væri ekki komin úr nefnd. For- seti lét engin orð falla út af athugasemd þessari. við og við, er einnig of hættu- leg framþróun listanna, í þessu fámenna landi. Það eru listamennirnir, sem veita Þjóðleikhússtjóra, og öðr- um þeim, sem listsýningum stjórna, tækifæri, til að láta flytja þjóðinni skapandi mátt andans, í hinum ýmsu listgrein- um. Einsöngvarar, sem árum sam- an hafa lagt á sig þungt og kostn- aðarsamt nám, og sýnt það og sannað, að þeir eru þeim kröfum vaxnir, sem gerðar eru til slíkra listamanna, eiga rétt á því að þeim séu boðin eðlileg lífskjör. Og það er ósk þjóðarinnar í heild. Hvernig þessu máli reiðir af, er óvíst með öllu. En ætli það gengi okkur ekki til hjarta, að horfa á hóp fjalla- svana hefja sig til flugs, með öruggu vængjataki — og halda yfir hafið — burt frá heiðar- vötnunum bláu? Stemgerður G'uömundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.