Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 10
10
MORC, l!l\BLAÐ1Ð
Fimmtudagur 27. marz 1958
trtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæindastjóri: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arm Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Asknftargjaio kr 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
„TÍMAMÓT" BOÐUÐ, - EN VERÐUR
„SENNILEGA" FRESTAÐ FRAM
YFIR PÁSKA!
„JEG kommer sent, men jeg
kommer godt“, svo lætur norska
skáldið Kjelland skipstjóra segja
við útgerðarmann, þegar skipinu
hafði seinkað en kom þó að lok-
um heilt í höfn. Alþýðublaðið
hefði í gær getað gert þessi um-
mæli að sínum, svo mjög sem
það miklast yfir „tillögum ríkis-
stjórnarinnar um lausn efnahags-
málanna".
Alþýðublaðið viðurkennir hik-
laust skyldu ríkisstjórnarinnar í
þessu og segir:
„Núverandi ríkisstjórn var
fyrst og fremst stofnuð í því
skyni að leysa þennan vanda við-
unanlega fyrir land og þjóð og
til frambúðar".
Leitin að lausninni hefur raun-
ar tekið sinn tíma, því að stjórn-
in hefur nú setið fulla 20 mánuði.
En Alþýðublaðið afsakar:
„Auðvitað er ekki hlaupið að
því að ráða þessum málum til
lykta.---------Slíkt gerist ekki
með einræðishraða“.
En eins og blaðið tekur fram,
þá er það „kjarni málsins“ að
„leysa þennan vanda viðunan-
lega fyrir land og þjóð og til
frambúðar“. „Lausnin krefst
ábyrgðartilfinningar, samstarfs-
vilja og pólitískrar dirfsku. En
árangurinn gæti þá orðið sá, að
tímamót verði í íslenzkri stjórn-
málasögu og fundinn muni sá
grundvöllur, sem íslendingar geti
byggt á lengur og betur en til
liðandi stundar".
★
Vissulega má segja, að ef allt
þetta næðist, þá væri heilt í höfn
komið og skaðinn ekki svo mikill,
þótt ferðinni hefði nokkuð seink-
að.
En gallinn er sá, að stjórn-
arfleyið hefur enn ekki náð landi.
Sjálft játar Alþýðublaðið:
„Tillögur ríkisstjórnarinnar um
lausn efnahagsmálanna verða
sennilega ekki gerðar heyrin-
kunnar fyrr en eftir páska“,
blaðið bætir að vísu við: „en
undirbúningi þeirra mun langt
komið“!
Um efni tillagnanna fá menn
ekki annað að vita en þetta:
„Litlar líkur taldar á óbreyttu
kerfi eða gengislækkun — Verð-
ur reynt að fara „þriðju leiðina“
til lausnar vandanum? — 90
milljóna tala Lúðvíks óraunhæf,
en þörfin er um eða yfir 200
milljónir".
Á þessa leið er tekið til orða
í fyrirsögn Alþýðublaðsins og í
meginmálinu er bætt við:
„Alþýðublaðið getur ekki á
þessu stigi skýrt frá því, hvað
ofan á verður. En það hyggur
sennilegt að reynd verði þriðja
leiðin. Er ekkert launungarmál,
að Alþýðuflokkurinn telur þann
kostinn næst lagi —-------“.
En áður segir:
„Óbreytt efnahagsmálakerfi
fær ekki staðizt, enda markaði
flokksstjórnarfundur Alþýðu-
flokksins í síðasta mánuði þá
stefnu, að það hefði gengið sér
til húðar — — —“.
Enn þurfa menn því „senni-
lega“ að bíða fram yfir páska
til að sjá þau „tímamót 1 ís-
lenzkri stjórnmálasögu", þegar
„ábyrgðartilfinning, samstarfs-
vilji og pólitísk dirfska" Gylfa
Þ. Gíslasonar og sálufélaga hans
fá að njóta sín til fulls.
Á meðan halda samstarfsflokk-
ar Alþýðuflokksins áfram sínum
uppbyggilegu umræðum um
efnahagsmálin. í gær segir Ás-
mundur Sigurðsson, sem settur
var í Stjórnarráðið af flokksins
hálfu, Lúðvík Jósefssyni til eft-
irlits, í Þjóðviljanum:
„Uppbótakerfið hefur sína
galla. En þeir sem hafa mest
gert af því að lasta það, hafa
ennþá ekki bent á neina leið
aðra, sem ekki fæii allt í sama
horfið aftur.--------En nánari
tillögur útfærðar og skýrðar hafa
ekki komið fram enn, a. m. k.
ekki opinberlega".
E. t. v. heldur Lúðvík snjall-
ræðum Alþýðuflokksins enn
leyndum fyrir eftirlitsmanni sín-
um? Það er þá vegna þess, að
Ásmundur hefur ekki fengið að
fylgjast með því, sem gerzt hef-
ur á bak við tjöldin, að hann
lýsir kenningum Framsóknar-
manna í efnahagsmálunum sem
„furðulegri firru“, þar sem er
„ruglað saman óskyldum atrið-
um“.
Sjálfur kennir Ásmundur erfið-
leikana nú emkum „stökum
óhöppum í sambandi við afla-
brest“. Vita þó allir, að á síð-
asta ári varð ekki meiri sveifla
í fiskafla íslendinga, en ætíð má
búast við frá ári til árs. Ásmund-
ur skilur og í öðru orðinu, að
þetta er ekki næg skýring og
vitnar til þess, að ekki sé von,
að vel fari í þjóðfélaginu, meðan
því fari fram, sem nú segir:
„Alls staðar er aukning. Nefna
má auk aðalframleiðslugreinanna
3ja, raforkuframkvæmdir, flutn-
ingatæki, bæði skip og flugvélar,
verzlun, opinberar framkvæmd-
ir og síðast en ekki síst stórkost-
lega aukningu á íbúðarhúsa-
byggingum einkum í Reykjavík“.
Ásmundi lízt ekki á þann ófarn
að, sem af þessu stafar, sérstak-
lega hættuna af íbúðarhúsa'oygg-
ingum í Reykjavík, því að þann
skramba undirstrikar hann svo
að engum fái dulizt!
En Ásmundur kann ráð við
þessum vanda. Hann segir: „Setj-
um svo að innflutningur hátolla-
varanna hefði ekki verið lækk-
aður á s. 1. ári heldur hefði fjár-
festingunni verið haldið í skefj-
um, sem þessum 70 millj.
nam í gjaldeyri, þá hefði ríkis-
sjóður verið með yfir 100 millj.
kr. meiri tekjur og míklu minni
vandi við að glíma í sambandi
við afkomu hans“.
Tíminn segir aftur á móti um
málflutning Þjóðviljans: „í þess-
um skrifum er sem sé engin heil
brú“. Og hann kann ekki að lýsa
samstarfsmönnum sínum í
stærsta stjórnarflokknum bet-
ur en svo að hann segir:
„Það eru þeir sem horfa á ver-
öldina með höfuðið aftur á milli
fóta“.
UTAN UR HEÍMI
Björling lét sér ekki nægja 1500
dali fyrir kvöldið í Meiropolitan
Rudolf Bing vildi ekki láta undan launa-
kröfum Björlings, en harmar að verða að
sjá af „litla" Svíanum með fallegu röddina
SÆNSKI tenorsöngvarinn Jussi
Björling hefir nú lent í deilu við
forráðamenn frægasta söngleika-
húss í heiminum, Metropolitan-
söngleikahússins í New York.
Nokkrir aðrir frægir söngvarar,
þ.á.m. Enrico Caruso og Kirsten
Flagstad, hafa áður staðið í sömu
sporum. Hefir Jussi Björling ekki
viljað ráða sig við Metropolitan
í ár, þar sem hann er óánægður
með þau laun, sem honum standa
til boða. Honum voru boðnir 1500
dollarar á kvöldi, og eru það
hæstu launin, sem Metropolitan
vill greiða sinum beztu söngvur-
um.
,,. .eitt hueykslið enn ..“
Einn af áhrifamestu tónlistar-
gagnrýnendum í Bandaríkjun-
um hefir komizt svo að orði, að
hér sé um að ræða „eitt hneyksl-
ið enn, sem forráðamenn Metro-
sóprankonuna Helene Traubel,
en þau ui'ðu að láta í minni pok-
ann fyrir hinum skapmikla for-
stjóra. Bing viðurkennir að það
sé hörmulegt, að Metropolitan
verði að vera án slíks söngvara
sem Jussi Bjöi-ling er. En hann
telur, að Metropolitan sem söng
leikahús sé svo voldug stofnun,
að það skerði ekki orðstír hennar
að söngvari jafnvel á borð við
Jussi Björling yfirgefi hana.
Og Metropolitan beið engan
hnekki, þó að Caruso og Flagstad
sneru við henni baki.
50% launahækkun
Fyrir skömmu hækkaði Metro-
politan laun beztu söngvara
sinna um 50%, sem sé úr 1000
dollurum í 1500 dollara f yrir
kvöldið. Önnur söngleikahús
greiða enn hærri laun, en þau
jafnast samt engan veginn á við
Séff yfir nljómleikasalinn í frægasta söngleikahúsi í heimi,
Metropolitan í New York
politan hafi ekki getað gefið
fullnægjandi skýringar á“. Hinn
frægi forstjóri Metropolitan-
söngleikahússins, Rudolf Bing,
reiddist mjög þessum ummæl-
um og sagði, að hann teldi það
ósvííni að nefna oxðið hneyksli
í þessu sambandi.
Deilan við Jussi Björling er
þó engan veginn fyrstu erjurnar,
sem Bing hefir lent í þau 8 ár,
. sem hann hefir verið stórnandi
Metropolitan. Hann hefir deilt
I við danska tenorsöngvarann
l Lauritz Melchior og bandarísku
Kudolf Bing: — Viff getum
ekki hækkaff laun allra beztu
söngvara okkar!
Metropolitan, og allir söngvarar
og söngkonur sækjast eftir því að
syngja þar.
Forstjóri Metropolitan er þeirr
ar skoðunar, að aðeins mjög fáir
listamenn séu verðir beztu laun-
anna, og þeir verðskulda að vera
vissir um, að engir aðrir fái
hærri laun en þeir. Á þessum
forsendum gagnkvæms skilnings
hafa sópransöngkonur eins og
Zinka Milanov, Renata Tebaldi
og María Callas og tenorsöngvar
arnir Richard Tucker og Mario
Del Monaco, svo að dæmi séu
nefnd, skrifað undir samning við
Metropolitan. En Jussi Björling
vill fá meira.
Bing lét í ljós vonbrigði
sín
Þó að Rudolf Bing vilji ekki
láta sig, dregur hann engan dul á
óánægju sína yfir að sjá af litla
Svíanum, sem hefir til að bera
svo mikla og fallega rödd. Þegar
allar samningaumleitanir voru
farnar út um þúfur, skrifaði Bing
bréf til Björling og lét í ljós von-
brigði sín yfir að verða að vera
án listar Björlings. En hann
lagði áherzlu á, að Metropolitan
hafi ekki veitt Björling meira
heldur en Björling hefir veitt
Metropolitan, svo að hann telur
Björling ekki standa í þakklæt-
isskuld við söngleikahúsið, en
Jussi Björling — vildi fá
betri laun
hann bendir á, að Metropolitan
hafi í ríkum mæli aukið hróður
Björlings einkum í Bandaríkjun-
um. Hann slær botninn í bréfið
með því að harma, að hann hafi
ekki getað gengið lengra til
móts við Björling, þar sem
Metropolitan geti ekki hækkað
laun allra beztu söngvara sinna
og geti ekki veitt Björling einum
launahækkun. Nú í ár eru 20 ár
liðin, síðan Björling söng i fyrsta
sinn í Metropolitan.
Jussi syngwr alltaf fyrir
fullu húsi
Ekki verður betur séð, en Björl
ing sé hinn rólegasti yfir því að
snúa baki við Metropolitan.
Hann getur fengið eins mikið og
hann vill fyrir hljómleikaferðir
sínar, og heima í Stokkhólmi fær
hann einnig þau laun, sem hann
krefst. Fjárhaldsmaður sænsku
óperunnar, Arthur Hilton, segir,
að það sé rétt, að Björling krefj-
ist nú hærri launa en áður, en
hann vill gjarna borga þau. Jussi
syngur alltaf fyrir fullu húsi, þó
að aðgöngumiðarnir séu seldir
háu verði. í mörg ár tók Jussi
Björling heima í Svíþjóð 6 þús.
sænskar krónur fyrir að syngja
einsöng eitt kvöld, en í fyrra
hækkaði hann launakröfuna upp
í 7 þús. kr. Mönnum finnst það
eðlilegt, að listamaður, sem er
eins eftirsóttur og hann, geri há-
ar launakröfur og taki þeim boð-
um, sem gefa mest í aðra hönd.
Yfirleitt bera góðir söngvarar
meira úr býtum fyrir að halda
tónleika en sem fastráðnir söngv
arar við söngleikahús.
•
í sambandi við þetta má gjarna
geta þess, að fyrir nokkrum ár-
um var Lauritz Melchior borið á
brýn, að hann sviki list sína til
þess að græða sem mest fé. —
Melchior hafði þá auk stax-fa
sinna við Metropolitan tekið að
sér hlutverk í nokkrum kvik-
myndum, og kvikmyndirnar gáfu
mikið í aðra hönd.
Melchior neyddist til að
afla sér tekna með kvik-
myndaleik
Melchior svaraði þvi til, að
hann væri neyddur til að afla sér
tekna með kvikmyndaleik. Sagði
hann, að í raun og veru gerði
kvikmyndaleikurinn og tónleik-
arnir honum mögulegt að leyfa
þeim, sem hafa ánægju af söng-
Frh. á bls. 12.