Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. marz 1958 MOrtcrr\nr Afílb 3 Stóreignaskattur á útveginn 30 mi IIj. kr. Miklar umræður á Alþingi í FYRRADAG lauk í efri deild Alþingis 2. umræðu um frum- varp um skatt á stóreignir. Hafði hún staðið yfir á 4 funduin deild- arinnar. Kins og áður hefir verið skýrt fró í Mbl. lagði ríkisstjórnin fram frumvarp um staðfestingu á bráðabirgðalögum um álagning- artíma skattsins. Síðan lögðu Sjálfstæðismennirnir í fjárhags- nefnd efri deildar, Jóhann Jósefs son og Gunnar Thoroddsen, til, að lögunum um skattinn, væri breytt í ýmsum atriðum. Aðalatriði tillagnanna voru þessi: Við útreikning skattsins skyldi draga meira en í iögunum segir frá verði framleiðslustöðva sjáv- arútvegsins, landbúnaðar og iðn- aðar, svo og skipa og flugvéla. Greiðslutími skattsins skyldi lengdur upp í 20 ár (úr 10) og skattupphæðin verða • vaxtalaus. Stóreignaskatturinn skyldi veröa frádráttarbær. Lamar atvinnuiífið * Jóhann Þ. Jósefsson ^agði meg- ináherzlu á það í ræðum sínum, að stóreignaskatturinn kæmi mjög illa við lielzlu framleiðslu- atvinnuvegi landsmanna og skað aði því ekki einungis þá aðila, sem eiga að greiða hann, heldur og það fólk, sem byggir afkomu sína á rekstri framleiðslufyrir- tækjanna. Jóhann beindi þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra við 1. umr. um málið, hve mikill hluti skatts ins ætti að greiðast af útgerðar- mönnum eða fyrirtækjum þeirra (sjá Mbl. 8. marz). Ráðherrann kvaðst ekki reiðubúinn til að svara því undirbúningslaust. Að frumkvæði Sjálfstæðismanna rit aði fjárhagsnefnd efri deildar síð an bréf til skattstjórans í Reykja vík og óskaði eftir því, að hann segði álit sitt á því, hvernig skatt gjald þetta skiptist á atvinnu vegina. Skattstjórinn skrifaði aftur og færðist undan að svara, Bar hann m. a. fyrir sig, að óvíst væri, hverjir greiddu skattinn að lokum, margir ættu ýmiss konar eignir, sem erfitt væri að flokka og að hann telji upplýsing ar um álagningu skattsins of mik ið einkamál, til að um þær eigi að fjalla opinberlega. — Sjálfstæðismenn, Jóhann, Gunn- ar og Jón. Kjartansson, gagn- rýndu harðlega þessa afstöðu skattstjórans og töldu honum óheimilt að færast undan að svara fyrirspurn frá þingnefnd. Itrekaði formaður íjárhagsnefnd ar Bernharð Stefánsson, síðan fyrirspurn nefndarinnar, en skattstjórinn fór undan í flæm- ingi. Bentu þeir Jóhann og Gunn ar Thoroddsen á, að í fyrra, er lögin um stóreignaskatt voru sett, sagði Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra, að þau myndu ekki hafa áhrif á hag útvegsins. Töldu þeir þetta eitt af mörgum dæmum um það, hve litla grein stjórnin gerði sér fyrir máli þessu, er það var lagt fyrir Al- þingi. Jóhann Þ. Jósefsson sagði, að ekki væri annað sjáanlegt én til- gangurinn með stóreignaskattin- um væri að ná sér niðri á ákveðn um hópi manna í þjóðfélaginu, sjálfstæðum atvinnurekendum, en það myndi hafa lamandi áhrif á atvinnulífið í heild sinni. Ýmis framleiðslufyrirtæki hefðu lítið rekstrarfé, þótt þau ættu eignir, og yrðu þau að draga saman seglin vegna skattsins. Hann sagði, að sérfræðingar útvegsins hefðu áætlað, að á hann og fyrir- tæki hans legðust um 30 millj. kr. af stóreignaskattinum. Upphæð skattsins Bent var á það við umræðuna, að í fyrra gaf fjármálaráðherra í skyn, að heildarupphæð skatts- ins yrði 80 millj. kr. Alls var jafnað niður 135 millj. kr. og þótt enn sé eftir að úrskurða kæru, er ljóst, að upphæðin verð- ur miklu hærri en fjármálaráð- herra hafði gefið í skyn. Er þetta enn eitt dæmið um það, hve illa málið var undirbúið í upphafi. Stóreignaskatturinn og stjórnarskráin Þá var um það rætt í þinginu, hvort stóreignaskatturinn fcngi samrýmzt stjórnarskránni. — Kvaðst Jóhann Þ. Jósefsson líta svo á, að hér væri um freklegt J eignarnám að ræða, sem ekki fengi staðizt. Bernharð Stefánsson sagði, að óþarfi ætti að vera að fara tram á breytingar á stóreignaskattlög- unum, ef menn álitu, að þeim yrði vikið til hliðar af dómstól- unum. Gunnar Thoroddsen svar- aði því til, að enn væru dómar ekki gengnir og að sjálfsögðu yrði ekkert 'um niðurstöður þeirra sagt nú, þótt fjöldamargir menn, bæði lærðir lögfræðingar og aðrir,teldu að lögin stæðust ekki. Skatturinn 1950 Því var haldið fram í um- ræðunni, að Sjálfstæðismenn hefðu sjálfir staðið að setningu lagaákvæða um svipaðan skatt 1950. Því var svarað á þá leið, að skatturinn, sem ákveðinn var 1950, hefði verið lagður á í sam- bandi við víðtækar ráðstafanir í fjármálum, gengisfellingu o. fl., en um slíkt væri ekki að ræða nú. Ekki miðað við raunverulegar eignir Loks lögðu Sjálfstæðismenn áherzlu á, að stóreignaskattur- inn væri ekki miðaður við raun- veruleg verðmæti. Eru beinlínis fyrirmæli í lögunum um, að mið að skuli við verð, sem ekki á sér stoð í veruleikanum. Þar er ekki einungis ákveðið, að breyta megi út frá fasteignamati á lóðum held ur á að miða skattinn við áætlað gangverð að viðbættum 200%. Hið sama kemur fram í sambandi við hlutabréf, sem eru oft skatt lögð á margfalt nafnverð, þótt þau séu ekki seljanleg fyrir nafn verðið fullt. Þegar gengið var til atkvæða, voru allar breytingartillögur Sjálfstæðismanna felldar með 10 atkv. gegn 5 og frumvarpið af- greitt til 3. umr. ‘ffi Hér sjást að tafli tveir mestu skákmenn heims. Þeir eru að berjast um heimsmeistaratitilinn. Til vinstri situr Smyslov núverandi heimsmeistari, en til hægri Botvinnik, sem missti heimsmcistaratitilinn til Smyslovs fyrir 2 árum. Þeir tefla á S-óru lciksviði og yfir stendur, að þarna fari fram keppni um heimsmeistaratitilinn. ára áætlun verði gerð tim hafnarframkvæmdir Ásgeir Sigurðsson telur að leggja beri áh&rziu á að Ijuka nokkrum háltgerðum stórum höfnum 60 ára í dag: Ófafíð Gu&riður Sveinsdóttí SEXTÍU ÁRA verður í dag frú Ólafía Guðríður Sveinsdóttir, Kárastöðum á Vatnsnesi í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún er fædd að Barði í Miðfirði 27. marz 1898, en fluttist 8 ára gömul með foreldr- um sínum að Kárastöðum á Vatnsnesi og hefur átt þar heima síðan. Ólafía er greind og skemmti- leg kona afar gestrisin og góð heim að sækja og glöð í góðum vinahópi. Einnig á hún á þessu ári 40 ára hjúskaparafmæli. Hún er gift Jóni R. Jóhannessyni, oddvita. Ég óska þeim hjónum allra heilla og blessunar á kom- andi tímum. Og megi guð gefa, að geislaflóð vorsólarinnar gleðji hana og vermi, þegar hún legg- ur upp í hinn sjöunda tug ævinn- ar. Húnvetnsk kona. Á FUNDI sameinaðs Alþingis í gær var rætt um haínargerðir og cndurskoðun hafnarlaga. Á þessu þingi hafa komið frarn tvær þingsályktunartillögur er varða mál þetta. Önnur var frá Magnúsi Jónssyni, Sigurði Bjarnasyni og Sigurði Ágústs- syni um framkvæmdaáætlun um hafnargerðir, fjáröflun til þeirra, endurslcoðun ákvæða um skipt- ingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga og um landshafn- ir. Hin tillagan var frá Pétri Péturssyni um endurskoðun lag- anna urn hafnarbótasjóð. Magnús Jónsson hafði í gær framsögu fyrir fjárveitinganefnd, sem lagði til, að efni þessara til- lagna beggja yrði tekið upp í eina nýja ályktun. Er þar lagt til, í.j gerð verði 10 ára áætlun um málið og einkum við það miðað, að framkvæmdirnar geti stuðlað að öruggri og aukinni útflutningsframleiðslu. í ræðu sinni sagði Magnús, að leitað hefði verið eftir áliti vita- málastjóra og hann mælt með tillögunum og lagt áherzlu á nauðsyn þess, að gerðar væru verkfræðilegar rannsóknir :;em víðast. Pétur Pétursson kvaðst álíta þessa afgreiðslu fullnægjandi og lagði áherzlu á mikilvægi hafn- armálanna. Ásgeir Sigurðsson tók síðan til máls og sagði m. a.: — Til að siglingar séu örugg- ar þarf bæði góð skip og góðar hafnir. Eins og alþingismönnum er kunnugt, flutti ég 2 þings- ályktunartillögur um hafnarmál seint á árinu 1956. Önnur var um rannsókn á nokkrum hafnarstæð- um, þar sem e. t. v. ætti frekar að byggja hafnir en að leggja út í endurbætur á lélegum höfn- um, sem aldrei geta orðið góðar. Hin tillagan var um breytt skipu- lag í þessum málum, sem í því er fólgið að stefna skv. fyrir- frarn gerðri áætlun að því að ljúka höfnum, sem nú eru hálf- gerðar. | Það gleður mig, að nú er ætl- Iunin að taka þetta mál nýjum tökum. Það er vafalaust, að mik- ið er undir því kornið, að vel sé unnið í hafnarmálum þjóðar- innar, og það er álit okkar sjó- manna, að heppilegra sé að leggja það fé, sem fyrir hendi er, í að fullgera mikilvægar hafnir en að dreifa fénu svo mjög, að það litla, sem unnt er að gera á hverj um stað, sé svo ófullkomið, að það liggi undir skemmdum á veturna. Það hefur komið fyrir, að ekki hefur einu sinni verið unnt að ljúka að sumrinu við að gera við þær skemmdir, er orðið höfðu á hálfgjörðum mannvirkj- um veturinn áður. Ég vil minna á nokkrar hafn- ir, sem sjómenn telja að mikil þörf sé á að ljúka við hið bráð- asta. Þar má fyrst telja höfn- ina í Rifi. Hún er nálægt góðum fiskimiðum, en ennþá svo ófull- komin, að verzlunarskip treysta sér yfirleitt ekki þangað inn. Þó að allmikið fé sé veitt til hafn- arinnar, munu enn líða a. m. k. 10 ár, unz hún verður komin í viðunandi ástand, þó að ekki sé gert ráð fyrir r.einum skemmd- um á mannvirkjum af sjógangi. í Patrekshöfn hafa oft orðið skemmdir á skipum, en þó mun að óbreyttum fjárveitingum taka urn 40 ár að fullgera hana. Óhöpp hafa einnig orðið ný- lega á Skagaströnd, og má telja, að þangað sé vart veitt nokk- urt fé. Svipaðar aðstæður eru í Ólafs- firði og Húsavík. Það, sem veldur því, hvernig ástatt er í þessu efni, er að sjálf- sögðu fjárskorturinn. Telja verður, að mjög æskilegt sé að koma hafnarmálunum á nýjan grundvöll og vafalaust er, að það myndi margborga sig að taka 100 —200 millj. kr. lán til að ljúka hinum dýru höfnum, sem nú eru hálfgerðar. Eins og nú er, liggja þær sjálfar undir skemmdum og skipin, sem þangað leita, einn- ig, Það kernur síðan fram í jækkuðum vátryggingargjöldum, og er það til marks um ástand- ið, að dæmi eru til, að allt að % af fé því, er þingið veitir í einstökum tilfellum, fer til að bæta tjón. Tillagan var að lokum afgreidd frá þinginu í því formi, er fjár- veitinganefnd lagði til. STAKSTEIIVIAR Þjófur með grímu Þjóðviljinn lýsti þvi yfir s. 1. þriðjudag, að gengislækkun væri „innbrotsþjófnaður í stærsta stíl“. Var gengislækkun líkt við „vel heppnað innbrot fyrir ame- ríska bankaræningja“. í þessu sambandi má raunar benda á, að vinstri flokkarnir liafa viður- kennt það, að þeir hafi fram- kvæmt dulbúna gengislækkun með jólagjöfinni frægu. Nú er það alkunnugt, að innbrotsþjóf- ar hafa stundum grímu fyrir andlitinu, er þeir fremja verknað sinn, svo þeir þekkist elcki, ef til þeirra skyldi sjást. Sam- kvæmt samlíkingu Þjóðviljans ætti þá að mega líkja hinni dul- búnu gengislækkun við innbrots- þjófnað, sem maður fremur með grímu fyrir andlitinu. Af hverju benzínið lækkar ekki Margoft hefúr verið varpað fram þeirri spurningu, af hverju ríkisstjórnin hafi ekki samkvæmt beiðni olíufélaganna, lælckað verðið á benzíni, vegna þess hversu ’fragt‘ og innkaupsverð hefur lækkað síðan á s. 1. hausti. Miðað. við 1. des. munar þar hvorki meira né minna en 17 aurum á hvern lítra á benzíni. Það vakti raunar nokkra athygli í þessu sambandi, þegar Guð- mundur Vigfússon, bæjarfulitrúi, Iýsti því yfir á síðasta bæjar- stjórnarfundi, að ríkisstjórninni miundi ekki veita af þessu fé til þess að ná endunum saman á fjárlögum, eins og bæjarfulltrú- inn orðaði það, en að öðru leyti hefur engin skýring fengizt á drættinum á að lækka verðið. . Oskyld efniu Á síðasta bæjarstjórnarfundi bar Alfreð Gíslason, einn af full- trúum kommúnista í bæjarstjórn inni fram tillögu um, að bæjar- stjórnin skyldi skora á ríkis- stjórnina að fara að tillögu verð- lagsstjóra og lækka olíuverðið til húsakyndinga. Björgvin Frede riksen, einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðismanna, taldi að þessi tillaga næði of skammt, þar sem eingöngu væri átt við olíu til húsakyndinga og kvað rétt að hún næði einnig til annarra skyldra vara, þannig að fram- kvæmd yrði lækkun á þeim eins og efni stæðu til. Tillaga Björg- vins var samþykkt. En um þá af- greiðslu málsins segir Þjóðvilj- inn: „Ætla hefði mátt, að öll bæj- arstjórnin teldi skyldu sína að ljá málinu (þ. e. tillögu Alfreðs) liðsinni. Svo reyndist þó ekki, heldur vildu fulltrúar íhaldsins drepa málinu á dreif, með því að draga óskyld efni inn í umræð- urnar, eins og Iækkun á olíu til iðnreksturs og nýtt verð á benzíni“. Þegar Sjálfstæðismenn gera tillögu um að skora á ríkis- stjórnina að lækka verðlag á jafn þýðingarmiklum vörum og bcnzíni og olíu, til iðnrekstrar, sem vitaskuld snertir allan al- menning, þá segir Þjóðviljinn að þetta séu „óskyld efni“. Þjóðvilj- inn er í liinum mestu vandræð- um með þetta mál, þvi óbein- línis kom það fram í tillögu Alfreðs, sem eingöngu miðaðist við húsakyndingaroliuna, að ætl- unin muni vera að snuða al- menning um lækkun á skyldum vörum eins og Guðmundur Vig- fússon raunar viðurkenndi, eins og áður er sagt. Eftir öll stóryrðin um olíuverðið á liðnum tíma, fer nú að leggj- ast lítið fyrir kommúnistakapp- ana, þegar þeir beinlínis standa á móti tillögu, sem felur það i sér að lækka verðið á benzíni og olíu almennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.