Morgunblaðið - 27.03.1958, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.03.1958, Qupperneq 19
Fimmtudagfir 27. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 19 Alyktanir ársþings FII EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum stenélur nú yfir ársþing Félags ísl. iðnrekenda. Hefur það afgreitt ýmis mál er snerta iðn- reksturinn í landinu. Má þar til nefna starfsemi Iðnaðarbankans, um þátttöku íslands í hinu fyr- irhugaða fríverzlunarsvæði, gert samþykkt varðandi Iðnlánasjóð og fleiri mál. Verður nú gerð nánari grein fyrir samþykktum ársþingsins þessi mál varðandi. Iðnaðarbankinn Varðandi starfsemi Iðnaðar- bankans krafðist ársþingið þess að stjórnarvöldin noti heimild þá, sem Alþingi veitti til lán- töku fyrir bankann að upphæð kr. 15. milljónir. Mómælt var harðlega kröfunni um að bank- inn leggi háar fjárupphæðir í húslánasjóð og til rafvæðingar. Ársþingið benti á að bankinn er stofnaður til að ávaxta fé sem honum er trúað íyrir fyrst og fremst með útlánum til iðnfyrir- tækja. Fríverzlun Evrópu Varðandi þátttöku íslendinga í svonefndu fríverzlunarsvæði sem ársþingið telur athyglisverða tel- ur það hins vegar, að það sé ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir þátt- töku í slíku efnahagssamstarfi, að um algert jafnrétti allra aðila og framleiðslugreina-sé að ræða. Tryggja beri íslendingum sömu markaðsaðstöðu fyrir framleiðslu vörur í þátttökulöndunum og þau kunna að njóta hér. Bendir þing- ið á mikilvægi þess að iðnaðin- um sé gefið tækifæri til að mæta — Elskendur Frh. af bls. 1 grúi fyrir framan höllina, að umferð stöðvaðist, og lögreglan réð ekki við neitt. Sáu menn Townsend ganga um anddyri hallarinnar og fögnuðu honum ákaft. í opinberri tilkynningu, sem síðar var gefin út frá Clarence House, var tilkynnt að Towns- end hefði drukkið te kl. 4 síð- degis með þeim mæðgunum. Eftir þennan atburð er ekki um annað meira talað í Lund- únum, en giftingu þeirra Margrétar og Townsends. AI- menningur spyr aðeins: Hve- nær fer brúðkaupið fram? í síðdegisblöðunum ensku er nú rakinn aðskilnaður þeirra Townsends og Margrétar. Er minnt á það, að erkibiskupinn af Kantaraborg hafi lýst algerri vanþóknun sinni á því, að Mar- grét gengi að eiga fráskilinn mann. Kirkjan mun neita að vígja þau, svo að Margrét yrði að ganga í borgaralegt hjóna- band. Þá er á það minnt, að Filippus drottningarmaður hafi verið harðastur andstæðingur Towns- ends, og muni hann hafa átt mik- inn þátt í að Elísabet drottning, systir Margrétar, mcinaði þeim að eigast. Er bent á það í brezk- um blöðum, að stefnumót þeirra elskendanna verði nú í Lundún- um, á sama tíma og Elisabet og Filippus maður hennar eru fjar- stödd, í heimsókn í Hollandi. Spyrja enskm blöðin nú, hvort stefnumótið sé haldið þvert ofan í vilja drottningarinnar. Blöðin upplýsa það einnig, að einlæg ást ríki með Margréti og Townsend. Hafi það m. a. komið í Ijós, að meðan hann var í heims- ferðalaginu skrifuðust þau stöð- ugt á. Og oft kom það fyrir, að Margrét talaði við elskhuga sinn langlínusamtöl yfir höf og heil- ar álfur. ★ Hirðmenn reyna að skýra fund þeirra Margrétar og Townsends, sem fund gamalla vina, sem ekki hafa sézt lengi. Segja þeir ekkert óeðlilegt við að þau hittist sem kunningjar. Hitt hefði verið óeðli legra, ef þau hefðu ekki mætzt. vaxandi samkeppni. Eðlilegar og nauðsynlegar framfarir í iðnaði landsmanna megi ekki stöðva af fjárfestingar- og gjaldeyrisyfir- völdum og óraunhæfum skatta- lögum eins og nú er. Iðnlánasjóður Þrátt fyrir nokkuð aukið fram- lag til Iðnlánasjóðs er samþykkt var á síðasta þingi vekur árs- þingið athygli á því að enn sem komið er er hvergi náð því marki að sjóðurinn sé iðnaðinum sú stoð sem stofnlánasjóðir sjávarútvegs og landbúnaðar eru þeim atvinnuvegum. Því er ein- dregið hvatt til þess að alþingis- menn styðji frv. það sem nú ligg- ur fyrir Alþingi um að helming- ur gjalds af innlendum tollvöru- tegundum renni til sjóðsins. Verði frumvarpið ekki samþykkt er skorað á Alþingi að leysa fjárþörf sjóðsins á annan hátt. Skákkeppni í Skógaskóla FLOKKUR skákmanna á Hvols- velli heimsótti Skógaskóla sunnu daginn 16. marz til að tefla við nemendur. Var alls keppt á tólf borðum. Leikar fóru svo að Skógamenn unnu Hvolsvellinga með átta og hálfum gegn þrem og hálfum vinningi. Mótsstjóri var Jón Einarsson kennari í Skógum. — Skákíþróttin nýtur mikillar hylli í Skógaskóla og eru margir nemendur hinir efni- legustu skákmenn. Heimsókn þeirra Hvolsvellinga er því ánægjulegur viðburður fyrir Skógamenn. * KVIKMYNDIR * „Brotna spjótið" i Nýja Biói ÞETTA er amerísk kvikmynd tekin í litum. Gerist hún í suð- vesturhluta Bandaríkjanna á ár- unum 1880—90. Matt Devereaux, sem á að seinni konu fagra Indí- ánastúlku, sem hann ann mjög heitt, situr að nautabúi sínu og stjórnar því með harðri hendi. Hann er þó réttsýnn skapgerðar- maður en óbilgjarn ef því er að skipta. — Hann á þrjá syni með fyrri konunni en einn með þeirri síðari. Hinir þrír eldri bræður bera mikinn óvildarhug til föður síns, og gera honum allt til skapraunar. Eru átökin milli feðganna mikil og hörð, enda þótt kona Devereaux reyni að bera klæði á vopnin. Lýkur því svo að gamli maðurinn fær slag og deyr nokkru síðar. Joe, yngsti sonurinn, er augasteinn föður síns, enda ann hann föður sínum mjög og tekur á sig sekt gamla mannsins, vegna árekstrar hans og námumanna þar í grendinni, og er Joe nýkominn úr þriggja ára fangelsi út af því máli þegar myndin hefst. Hefjast nú þegar hatrammar deilur milli Joe og bræðra hans, er lýkur með full- um sigri hans og að auki fær hann dóttur landstjórans fyrir eiginkonu, en þau hafa lengi bor- ið ást hvort til annars. Mynd þessi er viðburðarík, spennan mikil, leikurinn prýði- legur og myndataka og leikstjórn einkar góð. Spencer Tracy, fer með hlutverk Dever- eaux gamla, veigamesta hlut- verk myndarinnar, af frá- bærri snilld, eins og vænta mátti af þessum mikilhæfa og aðlað- andi leikara. Syni hans Ben, Mike og Denny leika þeir Richard Wid mark, Hugh O’Brian og Edward Holliman, en Joe leikur Robert Wagner. __ Fara þeir allir vel með hlutverk sín. Ego. Samfök sem vilja uppsögn varnar- samningsins NOKKRIR íslenzkir rithöfundar hafa myndað með sér samtök til að knýja fram efndir á samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956 um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin. Hyggjast samtökin berjast fyrir ,,endurnýjun á yfir lýsingu þjóðarinnar um ævarandi hlutleysi í hernaðarátökum stór- veldanna", eins og segir í yfirlýs ingu þeirra. í framkvæmdaráði samtakanna eru rithöfundarnir Stefán Jóns- son, Karólína Einarsdóttir, Þor- steinn Valdimarsson, Gils Guð- mundsson, Drífa Viðar, Jökull Jakobsson, Einar Bragi, Jón úr Vör. Gunnar M. Magnúss, Jónas Árnason og Björn Þorsteinsson. Samtökin gangast fyrir almenn um fundi í Gamla bíói á sunnu- daginn í tilefni af tveggja ára af- mæli samþykktar Alþingis. Þar tala Þorbjörn Sigurgeirsson pró fessor, Sveinn Skorri Höskulds- son magister, frú Drífa Viðar og Jónas Árnason rithöfundur. — Skáldin Jón Óskar, Hannes Sig- fússon, Jón úr Vör og Jóhann Hjálmarsson lesa úr ljóðum sín- um. —■ Gervifungl Frh. af bls. 1 til þeir eiga ekkert gervitungl á lofti. Hin bandarísku gervitungl eru i miklu meiri hæð og hefur því verið spáð, að þau geti hald- izt á lofti svo árum eða áratug- um skipti. Maelitækjaútbúnaður þessa síðasta tungls er fullkomnari en Kannaðar. Það hefur m. a. inn anborðs segulbandstæki, sem tek ur upp mælingar á geimgeislum og verður svo að hægt að senda þá upptöku með radíó til jarð- arinnar, þegar hlustunarskilyrði eru heppilegust. Hraði tunglsins er 29 þús. km. á klst. Minnsta hæð tunglsins frá jörðu er 320 km. ★ WASHINGTON 26. marz. — Síð- ar í kvöld var tilkynnt, að Júpit- er-eldflaugin með gervitunglinu hefði tekið nokkuð aðra stefnu en fyrirhugað var. Hún beygði miklu seinna til láréttrar stefnu en gert var ráð fyrir, og getur þetta valdið því, að tunglið verði aðeins fáa daga á lofti, unz það fellur inn í lofthjúp jarðar og eyðist. N Ý J U N G * CAHOMA franskt olíupermanent, sérstak lega endingargott, bæði fyrir þurrt og feitt hár. Hið góð- kunna geislapermanent fæst einnig. Hárgreiðslustofan PERLA Vitastíg 18A. Sími 14146. Hús á Akranesi er til sölu. — Tvær íbúðir. 4 stofur og eldliús á hvorri hæð, mjög vandað og nýlegt, á góð- um stað. Lítil útborgun. Laust til íbúðar 14. maí n.k. Upplýs ingar gefnar í síma 428, Akra nesi. — Stúlka óskast til verzlunarstarfa. Verzlunar- j skólamenntun æskileg. Yngri ' en 18 ára kemur ekki til greina Tilb. merkt: „Verzlunarstarf — 8472“, sendist Mbl., fyrir j 30. þ. m. — Bókaþáttur Framh. af bls. 6 sem hafði að geyma jafnmörg góð ljóð og jafnfá léleg Ijóð og „Borg- in hló“. Tæpur helmingur ljóð- anna er rímaður og stuðlaður, en flest hinna meira eða minna stuðluð. Það er skemmtileg vís- bending um það, að ungu skáldin eru ekki haldin neinum fordóm- um gagnvart íslenzkri ljóðhefð, þótt eldri kynslóðin þreytist aldrei á að klifa á því. En þau eru ekki rígbundin neinum for- múlum. Hér er eitt dæmi þess hvernig skáldið yrkir þegar honum tekst hvað bezt upp. Ljóðið heitir „Ást“: Tvö titrandi brjóst sem bíða V hendur sem mætast í myrkri munnur sem leitar þín tvö titrandi brjóst hendur sem halda þeim föstum unz himinninn kemur til mín. Meginstyrkur Matthíasar Jo- hannessen liggur í hrynj- andi Ijóða hans, byggingu þeirra og eðlilegu tungutaki. Þau búa flest yfir margræði skáldskapar- ins og eru hvergi glær, ef undan eru skilin „Gamalt ljóð“ og „Svört mold“. Aftur á móti er honum ósýnt um frumlega mynd- sköpun, en tekst einna bezt upp í „Hörpusláttur", ,,Bonaparti“ og „Þið komuð aftur“. Mér er ekki kunnugt hvort Matthías Johannessen hefur lesið Walt Whitman, en sum borgar- Ijóðin minntu mig ósjálfrátt á hinn bandaríska snilling. Þeir eru báðir næmir á hjartslátt borg arinnar og yrkja um hana með sérkennilegri hrynjandi sem er eins og bergmál af órólegu lífi hennar. Hörður Ágústsson hefur séð um útlit bókarinnar sem er einkar smekklegt. Sigurður A. Magnússon. Sigurgeir Sigurjónsson hæslaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Kærar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér vináttu á 60 ára afmæli mínu 20. marz með heimsóknum, gjöfum og kveðjum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Magnús Magnússon, Nóatúni 30. Ég þakka innilega kunningjum og vinum mínum, nær og fjær er sýndu mér vinsemd á 85 ára afmælisdegi mín- um, 16. marz sl. • Kær kveðja til ykkar allra. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Skólavörðustíg 27. GfSLI ÞORVARÐARSON málari, andaðist að kvöldi 25. þ.m. Sigurborg Hansdóttir. Jarðarför hjartkærs eiginmanns míns ÞORSTEINS ÞÓRÖARSONAR Suðurgötu 30, Keflavík, sem lézt 22. þ.m. fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 29. þ.m. kl. 2.30 e.h. Fyrir hönd barna minna og annarra aðstandenda. Anna Bjarnadóttir. Unnusti minn, sonur, stjúpsonur, bróðir og faðir MATTHÍAS ÓLAFSSON verður jarðsunginn föstud. 28. marz kl. 3 e.h. frá Foss- vogskirkju. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- lega bent á S.Í.B.S. Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Ólafur Matthiasson, Ásta Jósefsdóttir, Torfi, Knútur, Gunnhildur, Axel, Elísabet, Guðrún, Ólafur og Lilja. Faðir minn SIGURJÓN HÖGNASON Vestmannaeyjum verður jarðsettur föstud. 28. marz. Athöfnin hefst með bæn á heimili hins látna kl. 2 e.h. Garðar Sigurjónsson. Jarðarför GUNNARS PÉTURS GUÐMUNDSSONAR frá Vífilsmýrum, Önundarfirði, er lézt í Landakotsspítala 22. marz fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. marz kl. 10.30 árd. Athöfninni í kirkjunni verður út- varpað. Fyrir mína hönd, foreldra hins látna, systkina hans og annarra vandamanna Svafa Guðjónsdóttir. Móðursystir okkar SIGRÍÐUR RÓSA PÁLSDÓTTIR Nýlendugötu 7, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni laug- ardaginn 29. þ.m. kl. 10.30 f.h. Torfi Ólafsson, Steinunn Ólafsdóttir, Ingiberg Ólafsson, Ólafur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.