Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 16
16 MORCUNTJT. AÐIÐ Fimmtud. 2\. marz 1958 Hann er aðeins fertugur, en á glæsilegan feril að baki. Hann hefur ást á starfi sínu. í margar vikur hefur hann verið á slóð smyglaraflokksins. — Nú eru þeir í snörunni, seg ir hann. — Ekki alveg, segir loftskeyta maðurinn, sem situr við tæki sín aftar í bílnum og teiknar línurit- ið inn á uppdrátt af þorpinu. — En næstum því. Ef hann sendir út í nokkrar mínútur enn, þá klófestum við hann.... 1 sama mund er Domenico að ganga frá tækjum sinum. Smygl- ararnir hafa fengið fyrirmælin og frekari viðræðna er ekki þörf. — Hvað er þetta? hrópar Ippolito æstur í skapi. — Hvað varð af þrjótinum? — Hann er hættur að senda, hr. lögreglufulltrúi. * 22,3o aiöevróputlmi - £ belgisku kongo - vlö tituie koparnáailiriiar. st- ‘ — TRZ kallar .. TRZ kallar. .. Hver vill hjálpa okkur til þess að ná sambandi við París? Hér er um líf og dauða að tefla.... Lalande verkfræðingur er að missa kjarkinn. Honum finnst þessi þögn vera ógnun við sig. Honum finnst allur heimurinn hafa gert sartisæri gegn sér. — Halló .... Halló .... TRZ kallar. Heyrir enginn til mín? Hann kreistir hljóðnemann veiklu lega. 1 munnvikum hans er sígar- ettustubbur. Það logar ekki leng ur í honum. Enn er hitasóttin ekki farin að réna og Lalande er orðinn ör- magna. Hann er alveg að gefast upp og hann veit, að innan stund ar verður hann að kasta sér aft- ur upp í rúmið — og þá verður svertinginn enn einu sinni vitni að hinu lítilmótlega ástandi hans. Hann verkjar í allan líkamann. Skyndilega hnígur hann fram á loftskeytatækið og hljóðneminn fellur úr hendi hans. Etienne hrekkur upp úr hugieið ingum sínum. Hann hafði verið hjá eiginkonu sinni. Hann veit, að þessa stundina þjáist hún hans vegna. Hann vildi gefa mikið fyr- ir að fá að vera hjá henni, sitja við hlið hennar og halda í hönd hennar. Nú, eins og svo oft áður, fellur húsbóndi hans saman, mátt vana. Etienne grípur hljóðnem- ann áður en hann skellur í gólfið. Hann ber hljóðnemann upp að munni sér og hefur upp raust sína: — TRZ kallar .. TRZ kallar.. Ef einhver heyrir til mín, bið ég hann að svara mér. .. Sjómaður er alvarlega veikur og þarfnast læknishjálpar þegar í stað. Við reynum að ná sambandi við Pasteur-stofnunina í París. Ef einhver, sem til mín heyrir, get- ur komið okkur í samband við París, bið ég hann að svara mér. . . TRZ kallar .... TRZ kallar. ”---- -3» kl, 22,41 miðevróputírai - við napoli-flóann, Domenico hefur enn ekki lokað fyrir hátalarann. Hann situr og hlustar á biðjandi röddu: — Hjálpið okkur að ná sam- bandi við Pasteur-stofnunina í París. Mannslíf er í veði. Á skipi úti á reginhafi er skipsmaður hættulega sjúkur......TRZ kall- ar .... TRZ kallar.... Carmela, dóttir Domenico, hefur læðzt inn í herbergið. Hún var háttuð — og þunni gagnsæi nátt- kióllinn afhjúpar mjúkar Iínur og fíngérðan likama. Enginn, sem sér hana, getur getið sér þess til, að þessi granni og vaxbleiki Domenico sé faðir hennar. — Verður þessum hávaða bráð um lokið? segir hún. — Ég get ekki sofið fyrir honum. Rödd Car- melu er djúp og hljómrík. Hún strýkur hrafnsvart hárið frá enn- inu. — Ég bíð aðeins eftir því að „Lola LoIa“ láti vita að allt sé í lagi, síðan skal ég hætta þessu, stúlku-kindin mín. Hávaðinn er ekki okkur að kenna. Það er ein- hver angurgapi að gala út í geim inn. Carmela stendur kyrr og hlust- ar, en segir síðan æst: — En, pabbi! Við verðum að hjálpa... Hvers vegna læturðu ekki heyra til þín? Þú nærð vel til Parísar með nýja senditækinu þinu. — Þú ert snjöll! Hvað viltu að ég segi? Á ég að segja: — Smygl- arasendistöð Domenico d’Angelan- tonio kallar? Allir tollverðir ættu að hlusta! Er það þannig, sem þú hugsar þér það? — En pabbi, þeir segja að mað urinn sé mjög veikur! Að það sé hætta á ferðum! -— Ef ég læt heyra til mín verður líka hætta á ferðum hjá okkur. Domenico er ekki vondur mað- ur. Aðstæðurnar hafa neytt hann til þess að brjóta v>gin. A. m. k. er það hans sjónarmið. Hann hef ur misst alla fjáivnuni sína í tveim heimsstyrjöldum. Fallega og léttúðuga konan hans hefur hlaupiðzt á brott — með öðrum manni. Það eina, sem hann á eft- ir, er Carmela. Hann ber meiri ást til hennar en nokkurs annars á jarðríki. Þegar hún horfir á hann, eins og nú, er hann alger- lega hjálparvana. Hann hefur ekki kjark til þess að neita henni um eitt né neitt. — Pabbi, hjálpaðu þeim........ Ég bið þig þess. Náðu sambandi við París Domenico yptir öxlum: — Ér því að þér sýnist svo....Auðvit að, þegar mannslíf er í veði . . og hann bætir við dapur í bragði: — Ég gef upp falskt kallmerki. Carmela faðmar hann að sér og kyssir hann á kinnina. — Þetta er brjálæði .. muldr- aði Domenico. Síðan tekur hann hljóðnemann og kallar með varkárni: — TRZ . . TRZ. . . Ég heyri til yðar . . bíðið og hlustið. . . Ég ætla að reyna að ná sambandi við París. Loftskeytamaðurinn í lögreglu- bíl Ippolitos tekur viðbragð. — Þarna er smyglarastöðin aftur! Ippolito situr með uppdrátt af þorpinu á hnjánum. Hann strik- ar beinar og bognar línur með við Pasteur-stofnunina. Við þurf um á lækni að halda, sem getur greint alvarlegan sjúkdóm um borð í skipi á rúmsjó........Ég bið við móttökutækið. — Gefið mér kallmerki yðar! Þögn. — Fjandinn sjálfur. Nú er skepnan aftur horfin, segir Ippo- lito í lögreglubílnum. — Hvað kem ur þessi stofnun í París málinu við? — Þetta var undarlegt, segir maðurinn í Paris og starir tóm- látum augum. Stöðin vill ekki gefa mér kallmerkið. Ilann snýr sér við og kallar fram: — Lorette! Inn kemur kona, á að gizka 35 ára. Hún er fíngerð, grönn og dökkhærð. Hún er í greiðsluslopp, 'eins og hún hafi verið í þann veg- inn að taka á sig náðir. Áður fyrr bar Lorette Corbier alltaf næturkx-em á andlitið áður en hún fór að sofa. Það átti að hafa bæt- andi áhrif á húðina. En hvaða gagn er að því að vera að halda sér til fyrir blindum manni? — Ilvað er að, Paul? segir hún og gengur til hans. — Við verðum að ná sambandi við I’asteur-stofnunina. — Það ex- einhver, sem þarfn- ast sjúkdómsgreiningar. Loftskeytamaðurinn og Ippolito bíða með öndina í hálsinum í lögreglubilnum eftir því að smyglarinn láti lieyra til sín. rauðum og græiium blýanti. Hring urinn þrengist stöðugt um þessa leynilegu sendistöð. Línuritsvals- inn snýst á ný. — Haltu áfram að taþi, Ijúfux’- inn, muldraði lögreglufulltrúinn. — Talaðu lengi, lengi, lengi. . Bíllinn rennur aftur af stað, fyrst hægt — eins og stór, svört fluga. Ippolito lögreglufulltrúi hlust- ar í hrifningu á þessa feigu rödd: — París .... París.......Heyrir einhver? .... Ég er með mikil- væga beiðni til Paiísai’. r ■ . - ■-•■■- kl. 22,45 miðevrópotíni - í parls. — Ég heyri ágætlega i yður, segir maður, sem situr fyrir fram an dýi-indis loftskeytatæki í stofu, prýddri fögrum húsgögnum. Hann er um fertugt. Höfuðið er lítið, andlitið fölt og augun eru stirð- leg og tómleg. — Hver talar? Gjörðu svo vel að gefa mér upp kallmerki yðar. Rödd Domenico er ákveðin: — Viljið þér ekki gera okkur þann greiða að íeyna að ná sambandi — Ég skal hringja. .. . Paul Corbier hristir höfuðið óþolinmóður: — Það er ekkei-t gagn að því að hringja. Þeir láta ekki ónáða sig um miðja nótt. Ég þekki þessa lækna. Það er erfitt að eiga við þá! Ef herlæknarnir hefðu skorið augu hans upp strax eftir að hann særðist, hefði tekizt að bjarga vinstra auganu. Þessi vitneskja hafði haft sérstæð áhrif á afstöðu Corbiers gagnvart læknum. Hann varð tortrygginn og fullur grun- sernda og átti bágt með að skilja að læknar væru líka menn. — Þú verður að fara þangað sjálf. — Það er það eina, sem dugar. I ■ , - ' kl. 23,lo miðevroputími - í parls. Rauðhærða hjúkrunarkonan, Je anne Lemaire, opnar dyrnar að herbergi næturlæknisins án þess að drepa á. Yfir París er hita- bylgja og loftið innan þessara þykku gömlu veggja er óbærilega „Það er svo mikið ryk hérna inni, að við skulum heldur fara útíyrir,“ sagði Dídi. „Þú ert hrífandi, Markús, og mér feliur mjög vel við þig — nema að einu leyti.“ — Nú, hvað I — „Þú ert svo fjandi óframfær- er það?“ spyr sá, sem ekki veit. inn.“ mollulegt. Jeanne Lemaii-e er lít- ið klædd undir hvíta sloppnum, að- eins því nauðsynlegasta. — Það er kona hér frammi, sem hlýtur að vera gengin af göfl- unum, ástin. Hún segist fyx-ir hvern mun verða að hafa tal af lækni, um líf og dauða sé að tefla. Dr. Guy Mercier er liðlega þrít- ugur, hvorki fiíður né ófiúður. Líkami hans er vel byggður og andlitsfall hans er óreglulegt, en gáfulegt og góðlegt. Hann sezt fram á rúmstokkinn og klæðir sig hirðuleysislega. — Jæja, svo hún er gengin af göflunum? segir hann brosandi. Hann dregur stúlkuna til sín, set ur hana á hné sér og hönd hans leitar niður um hálsmál slopps- ins — hann er djai-flegur. — Varaðu þig, dyrnar eru ekki lokaðar. . . Jeanne rís snöggt á fætur. Guy Mercier slær hana vin gjarnlega á sitjandann og gengur á eftir henni út á ganginn. Um leið og hann kemur auga á Lorette Coi-bier fer hann að brosa. Hún roðnar litið eitt í and liti. — Nei, Guy, ert þú hér? .... Þetta kemur mér á óvart! — Afsakið, frú, ég skil ekki.. — Þekkirðu mig ekki aftur, Guy? Lorette .. Lorette Corbier. Skyndilega rennur það upp fyr- ir Guy, sumarið — fyrir langa löngu, í Juan les Pins. . . Ögleym anlegt sumar. Ógleymanleg stúlka, fannst honum þá. Hann var ástfanginn, eins og maðurinn verður aðeins einu sinni á æv- inni. En hún hvarf, Loi-ette. Og nú stendur hún hér. .. Hann trú- ir vart eigin augum. Hann er hrærður: — Hvað hef ur komið fyxúr þig? Hvernig stendur á því að þú hefur breytzt Svona? Það er eins og birti yfir henni, þegar hún sér hann allt í einu standa þai-na frammi fyrir sér, en svo fölnar þessi birta smám saman. Hún verður aftur þreytu- leg kona, sem virðist miklu eldri en hún í raun og veru er. aiíltvarpiö Fimmtudagur 27. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 18,30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð arkennsla í frönsku. 19,10 Þing- fréttir. —’ Tónleikar. 20,30 „Vixl ar með afföllum“, framhaldsleik rit fyrir útvarp eftir Agnar Þórðarson; 8. þáttur. — Leikstj.: Benedikt Árnason. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Herdis Þor- valdsdóttir, Ása Jónsdóttir, Flosi Ólafsson, Árni Tryggvason o. fl. 21.15 Tónleikar (plötur). 21,45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). — 22,10 Passíusálmur (44). 22,20 Erindi með tónleikum: Baldur Andrés- son kand. theol. flytur síðara erindi sitt um norska tónlist. —• 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur 28. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13.15 Lesin dagskiá næstu viku. 18,30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður Guðmundur M. Þoi-láksson kenn- ari). 18,55 Fiamburðai-kennsla í erperanto. 19,10 Þingfréttir. Tón- ■leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Dagar anna og ánægju (Ólafur Þorvaldsson þingvörður). ■21,00 íslenzk tónlistarkynning: Lög eftir Árna Björnsson. Flytj- endur: Gísli Magnússon píanóleik ari, Ernst Normann flautuleikari og söngvarai'nir Árni Jónsson og Guðmundur Jónsson. — Fritz Weisshappel leikur undir söngv- unum og býr þennan dagskrárlið til flutnings. 21,30 Útvarpssagan: „Sólon Islandus" eftir Davíð Stef ánsson frá Fagraskógi; XVIII. (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Passíusálmur (45). 22,20 Smáþætt ir um fuglaveiði í Drangey (Ólaf ur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi). 22,35 Frægar hljómsveitir (plötur). 23,10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.