Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ Austan gola og kaldi. LéttskýjaS. 73. tbl. — Fimmtudagur 27. marz 1958 Hvað kostar að íæra út landhelgina. Sjá bls. 9. Þrír ballettar frumsýndir í Þjóðleikhúsmu á morguii Dansflokkur Balletfskólans hér annast alla dansana 1> J ÓÐLEIKHÚSST J ÓRI, Guð- laugur Rósinkranz, étti viðtal við fréttamenn i gær. Skýrði hann frá því, að á föstudaginn, kl. 8, yrðu prjár ballettsýningar frumsýndar i Þjó'ðleikhúsinu. Er hér um að ræða heils kvölds sýn ingu en um slíka sýningu hefur ekki verið að ræða síðan 1954, að „Dimmalimm" var sýnd. Ballett- sýningarnar eru, „Ég bið að heilsa", með hljómlist eftir Karl O. Runólfsson, „Brúðubúðin" hljómlist við þann ballett er eftir ýmsa höfunda og Tjaikovsky- stef. Hefur Jan Moravek tekið saman tónlistina í þessa tvo síð- arnefndu balletta. Danskur sólódansari Dansana í alla ballettana hefur Bidsted samið. „Ég bið að heilsa“ er fyrsti íslenzki ballett- inn sem sýndur hefur verið hér á landi og var ballettinn sýndur fyrst árið 1953. Dansflokkur úr Ballettskólanum dansar, og einn- ig Bidstedhjónin sem dansa í öll- um ballettunum. Þá verður sóló- dansari danskur ballettdansari John Wöhlk, en hann er sóló- dansari við Tívolí í Kaupmanna- höfn. Hann hefur einnig dansað þar í mörgum óperettum og sam- ið dansa og dansað fyrir sjónvarp ið danska. Sólódansarar verða einnig Bryndís Schram, Guðný Pétursdóttir og Irma Toft, sem allar eru og hafa verið nemendur Ballettskólans hér. Tádans t öllum ballettunum koma fram alls 35 dansarar. 'Þar af eru 8 piltar. Allar stúlkurnar dansa að þessu sinni tádans, en þær eru á ýmsum aldri. Yngsta stúlk- an er 8 ára en 10 börn í dans- flokknum eru á aldrinum 8—11 ára. Leiktjöld fyrir „Ég bið að heilsa“ hefur Magnús Pálsson •gert, en Lárus Ingólfsson tjöldin fyrir „Brúðubúðina“. Nanna Magnússon hefur gert alla bún- inga nema nokkra í „Brúðubúð- inni“ er fengnir hafa verið að láni hjá Tívolí Khöfn. Hljóm- sveitarstjóri verður Ragnar Björnsson, í forföllum dr. Ur- bancic, en Magnús Blöndal Jó- hannsson hefur leikið undir allar æfingar. John Wöhlk, sem einnig var viðstaddur, ásamt Bidsted, lét svo ummælt, að honum þætti hafa náðst góður árangur á æf- ingum fyrir ballettinn, en þær hófust 15. febrúar s.l., að sögn Bidsteds. Bidsted og kona hans hafa nú starfað hér sex vetur við Ballettskólann, og kvaðst Bidsted vera ánægður með nem- endurna. Hann gat þess, að í skólanum væru nú 300 nemend- ur og þar af aðeins 12 piltar. Skólinn þyrfti nauðsynlega að fá hóp pilta á aldrinum 7—13 ára. Dansflokkur frá Ballett- -•skólanum hefur síðan skólinn tók til starfa 1952 dansað við óperettusýningar í Þjóðleikhús- íslenzkur ballettdansari til Kaupmannahafnar Þá skýrði Þjóðleikhússtjóri frá því, að Tívolí í Kaupmanna- höfn hefur nú leitað til Ballett- skólans hér og beðið um dansara til þess að dansa með ballett- flokki Tívolí í Khöfn í sumar. Hefur Helgi Tómasson, sem er 16 ára verið ráðinn til fararinn- ar en einnig stendur til að annar ballettdansari frá skóianum fari þangað. Sýningar á Dagbók Önnu Frank Sýningar á „Dagbók Önnu Frank“ standa nú yfir og hefur leikritið verið sýnt 15 sinnum alltaf fyrir fullu húsi. „Litli kof- inn“ hefur verið sýndur sex sinnum og hefur aðsókn einnig verið ágæt. Þá skýrði Þjóðleikhússtjóri frá því, að leikrit Agnars Þórðar- sonar, „Gauks-klukkan“ yrði frumsýnt fyrir páska. • Tvö verkefni verða tekin fyrir eftir páska og er annað þeirra „Faðirinn" eftir Strindberg og hitt „Kiss me Kate“ sem er amerísk óperetta. Tvær filkynningar fil sjófarenda MBL. hafa borizt tvær tilkynn- ingar frá vitamálaskrifstofunni, til sjófarenda. Önnur fjallar um að gert hafi verið kort yfir dýpi við hafskipabryggjuna á Suður- eyri við Súgandafjörð, samkv. mælingum, sem gerðar voru á s. 1. sumri. I þessari sömu tilkynningu er sagt frá legu tveggja ljósdufla, sem lagt hefur verið vestan við Garðskaga. Hin tilkynningin er um að kall- merki flugradiovitans á Kefla- víkurflugvelli hafi verið breytt og verður það nú OK í stað TFK. |...................^ Hringnótabátarnir í smíðum í Stálsmiðjunni. Tveir hringnótabátar úr stáli í smíðum hér á landi n „Syngjandi páskar „SYNGJANDI PÁSKAR“ höfðu frumsýningu í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld. Var hvert sæti skipað, og fögnuður áheyrenda var mikill. í gærkvöldi var önn- ur sýning, einnig fyrir fullu húsi, og í kvöld kl. 11,30 er þriðja sýningin. UM þessar mundir er verið að smíða í Stálsmiðjunni hér í bæ tvo hringnótabáta úr stáli og munu það einu stálskipasmíðarn ar, sem nú standa yfir. í fyrra smíðaði Stálsmiðjan fimm slíka báta, en þeir eru 37 feta langir og 10 feta breiðir. Smíði þessara báta er hagað þannig að vinnan við þá er nokk- urs konar íhlaupavinna. Þegar önnur aðkallandi verkefni eru ekki fyrirliggjandi taka járn- Ný bílastæði Á fundi bæjarráðs, er haldinn var á þriðjudaginn var nokkuð rætt um umferðarmál bæjarins. Bar þar á góma bílastæði og bif- reiðageymsluhús og eins var rætt um breikkun Suðurlandsbrautar. Um tvö síðastnefndu atriðin var aðeins rætt lítillega, varðandi gerð nýrra bílastæða var aftur á móti gerð samþykkt. í fyrsta iagi var bæjarverkfræðingi falið að hefjast handa um gerð bílastæða við Safnahúsið við Hverfisgötu. Þá var samþ. að leita samninga við eigendur nokkurra lóða, um að bifreiðastöður verði þar leyfð ar, en staðir þessir eru Smiðju- stígur 5, Hverfisgata 30 og Skóla vörðustígur 11. smiðirnir til höndum við þessa báta. Bátarnir eru með dálítið óvenjulegu lagi, er það kanta- lag. Það gerir það kleift að smíði bátanna verður mun ódýr ari. Er miklu minni vinna við smíði á bol bátsins. Eigi að síður eru hringnótabátar þessir taldir jafngóð sjóskip og hin venjulega gerð. Hringnótabátar þessir vega alls um 2,7 tonn. í stefni og skut eru flotholt, svo báturinn sekkur ekki þó hann fylli af sjó. Þá er á þeim stýri og sett verður í þá sjálfvirkt lenstæki. í botni þeirra er trégólf. Verð þeirra er mjög svipað því sem gerast mun' erlendis. Stálsmiðjan telur sig einnig geta smíðað vélknúna nótabáta, með þessu sama kanta lagi. Norðmaðurinn þungt haldinn í gær NORSKI selveiðimaðurinn, Arndt Arndtsen, sem fluttur var hing- að til Reykjavíkur í fyrrakvöld frá Meistaravík 1 Grænlandi, alvarlega slasaður og sagt hefur verið ýtarlega frá, var með mjög háan hita í gærmorgun, en hafði ekki ýkjamiklar þrautir, að því er Mbl. var tjáð í Landsspítalan- um í gær. Maðurinn slasaðist 20. þ. m. Gerðist það með þeim hætti að hann stökk ofan af skipinu og niður á ísinn, en er hann kom niður, varð hægri fóturinn und- ir honum. Liðhlaup varð hastar- legt svo beinendar stóðu út inn- anvert um öklann. Skipsfélagar hans reyndu að búa um liðinn eftir föngum. í Landsspítalanum kom i Ijós í fyrrakvöld er meiðsl- in voru nákvæmlega rannsökuð, að opið beinbrot var á völunni á hægra fæti og stóð helmingur hennar út úr sárinu. Mjög mik- ið drep var einnig lcomið kring- um sárið á allstóru svæði og lið- urinn fullur af „dauðu“ blóði. Landsspítalinn gat þess að lok- um að um batahorfur hjá hinum norska selveiðimanni, sem er fertugur að aldri, verði engu spáð að svo stöddu. Úlför Guðna Ámasonar í gær fór framfráFossvogskirkju útför Guðna Árnasonar fyrrum verzlunarstjóra. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup jarðsöng, dr. Páll ísólfsson lék á orgel og Þórarinn Guðmundsson a fiðlu. ■ Mikið fjölmenni var við jarðar- ^ förina. Skýrslum verði safnað um vörubirgðir í landinu Olafur Björnsson leggur til að skýrslur um gjaldeyrisafkomu verði fyllri en nú er $ Árshátíð Sjálfstæðismaima á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akureyri halda árshátíð sína að Hótel KEA n. k. laugardagskvöld kl. 9 e. h. Jakob Ó. Pétursson ritstjóri flytur ávarp. Jóliann Konráðsson syngur einsöng. Heiðrekur Guðmundsson les upp. Jóhann Ögmundsson syngur gamanvísur. Að síðustu verður dansað. Aðgöngumiðar að hófi þessu verða seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Ilafnarstræti 101, sími 1578, á morgun og laugardag kl. 4—7. ÓLAFUR BJÖRNSSON hefur Iagt fram svohljóðandi þingsálykt unartillögu: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela Landsbanka íslands að safna eftir hver ára- mót skýrslum um gjaldeyrisaf- komu landsins. Skal skýrslusöfn- un sú ná til birgða útflutnings- afkirða og innfluttrar vöru, auk upplýsinga um gjaldeyrisaðstöðu bankanna, erlendar skuldir og hreyfingar þeirra s. 1. ár. Enn fremur sé bankanum falið að birta ársfjórðungslega skýrslu um gjaldeyrisaðstöðu bankanna, inneign þeirra og slculdir í helztu tegundum gjaldeyris svo og ábyrgðarskuldbindingar í er- lendum gjaldeyri. í greinargerð segir flutnings- maður: „Telja má æskilegt, að á hverj- um tíma séu til sem gleggstar Stjórnmáianámskeið MÁLFUNDUR verður í kvöld kl. 20.30 í Valhöll. Fundarefni: Blöð- in og stjórnmálin. Frummælend- ur verða Haraldur Teitsson og Jón Ragnarsson. Þátttakendur eru hvattir til að fjölmenna stund víslega. Afmælisfagnaður Óðins í Sjálfstæð- isliúsinu annað kvöld. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN efnir til fagnaðar í Sjálf- stæðishúsinu á morgun í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Hefst afmælisfagnaðurinn kl. 7 síðdegis. Verða aðgöngu- miðar af fagnaðinum seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í kvöld kl. 8—10. í tilefni af afmæli félagsins verður kvikmyndasýning fyrir börn félagsmanna í Trípólibíói n. k. sunnudag kl. 1,15 e. h. Eru Óðinsfélagar minntir á að sækja miða á kvik- myndasýninguna í kvöld frá kl. 8—10. — upplýsingar um þau fjárhagsmál- efni, er mikilvægust má telja fyrir efnahagsafkomu þjóðarinn- ar. Meðal þeirra eru upplýsingar um gjaldeyrisafkomuna. Þær uþp lýsingar, er um þessi efni hafa verið birtar að undanförnu, eru mánaðarlegar upplýsingar um gjaldeyrisaðstöðu bankanna gagn vart útlöndum, auk upplýsinga um gjaldeyrisaðstöðuna skipt á tegundir gjaldeyris, ábyrgðar- skuldbindingar og föst erlend lán, er Landsbanki íslands hefur birt um hver áramót. Hér er lagt til, að þessi skýrslu söfnun verði 'gerð fyllri en nú er, með því að auk ofangreindra atriða verði einnig um hver ára- mót safnað skýrslum um birgðir útflutningsafurða og innfluttrar vöru, enn fremur að skýrslur um gjaldeyrisaðstöðu, skipt eftir tegundum gjaldeyris, ásamt upp- lýsingum um ábyrgðarskuldbind- ingar bankanna verði framvegis birtar ársfjórðungslega í stað þess að vera birtar einu sinni á ári, eins og nú er. Mér er það að vísu ljóst, að allmiklir tækniörðugleikar eru á því að safm heildarskýrslum um birgðir innfluttrar vöru, en ef slíkt yrði að athuguðu máli talið ókleift, væri hægt að láta það nægja, að skýrslusöfnunin næði aðeins til mikilvægustu vöru- flokkanna. Niðurstöður þser, er þannig fengjust, ættu að geta verið sæmilegur mælikvarði á þá þróun, sem átt hefur sér stað, en sá mundi vera megintilgangur þessarar skýrslusöfnunar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.