Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 4
4 MORGV NBLAÐ1Ð Fimmtudagur 10. april 1958 HT) agbók 1 dag er 100. dagur ársún«. 10. apríl. Árdegisflœði kl. 11.09. Síðdegisflæði kl. 23.40. Slysavarðstofa Reykjavíkur í HeiLsuverndarstöðinni er ipin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R (fyrir vitjanir) er á sama stað, frá kL 18—8. — Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími 24047. Holts-apótek og Garðsapótek eru opin á sunnudögum kl. 1—4. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl. 9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. — Næturlsaknir er Kristján Jó- hannesson. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga kl. 9—19, laugardaga kL 9—16. Helgidaga kL 13—16. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20. nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. 0 Helgafell 59584117 — IV/V — 2. □ Gimli 59584107 — 1 Fr. Atkv. I.O.O.F. 5 = 1394108Vé = 9. O. Til sölu tvær litlar tveggja herbergja íbúðir við Ásvalla- götu. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsið) Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Afgreiðslumaður - Deildarstjóri Karlmannafataverzlun óskar eftir ungum áhuga- sömum manni. Umsókn með upplýsingum um aldur, fyrri störf og annað sem máli skiptir, sendist af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 15. þ.m. auðkennt: „Karlmannafataverzlun — 8431.“ Með umsóknir verður farið sem trúnaöarmál. IL^jBrúókaup Á skírag voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Sigríður Erna Einarsdóttir, Vesturbrún 10 og Einar Jónsson, verzlunarmaður, sama stað. — * AFM ÆLI o Áttræður er í dag, 10. apríl, Jón Þórðarson, fyrrverandi verkstjóri Skólavörðustíg 40. Hann verður í dag staddur að Sigtúni 35. H5S Skipin Eimskipafélag íslants h. f.: - Dettifoss er í Reykjavík. Fjallfoss er í Bremen. Goðafoss fer frá New York í dag til Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. — Lagarfoss er í London. Reykja- foss fer frá Reykjavík í dag vest- ur og norður um land. Tröllafoss fór frá Reykjavíl 1. þ.m. til New York. Tungufoss fer frá Ham- borg í dag til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Rvík í gær austur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er væntan leg til Reykjavíkur í dag frá Breiðafjarðarhöfnum. Þyrill er á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Skaftfellingur fer frá Reykjavíki í dag til Vestmannæyja. Eimskipafélag Kvikur. h. f.: - Katla fór frá Durres 5. þ.m. áleið is til Póllands. — Askja er í Rvík g^Flugvélar Flugfélag Islands h.f.: — Gull- faxi fer til Osló, Kaupmannahafn ar og Hamborgar kl. 08,00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 23,45 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08,00 í fyrramáliö. — Hrím- faxi fer til Lundúna kl. 10,00 í dag. Væntanleg aftur til Reykja- 2|a herb. íbúð til sölu Til sölu er rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í húsi við Sogaveg. Verð kr. 190 þúsund. Útborgun kr. 90 þús- und. íbúðin er í góðu standi. Bílskúrsréttindi fylgja. Upplýsingar gefnar í síma 34231. B.S.S.R. B.S.S.R. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags starí'smanna Reykjavíkurbæjar verður haldinn í fundarsalnum í Eddu-húsinu við Lindargötu föstudaginn 11. þ.m. kl. 8,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. (Vffyndasaga ffyrir börn HEIÐA 118. „Það er mikil blessun að lifa i friði við Guð og menn“, segir afi, þegar þau ganga heim frá kirkjunni. „Drottinn hefir gert mér mikið gott með því að senda þig upp eftir. til mín“. Og hann klappar Heiðu ástúðlega á kinnina. Þegar þau koma að kofanum hennar ömmu, fer Fjallafrændi með Heiðu inn. „Góðan dag- inn, amma“, segir hann. „En þetta er Fjallafrændi,11 hrópar amma undrandi. „En að mér skyldi auðnast að þakka yður fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir okk- ur. Guð blessi yður“. Og hún réttir skjálf- andi hendurnar í áttina til hans. 119. Pétur kemur þjótandi inn i stof- una: „Hér er bréf til Heiðu“, hrópar hann. Heiða flýtir sér að opna bréfið. Það er frá Klöru. Hún skrifar, að hún ætli að fara til baðstaðarins Ragaz með ömmu sinni, og á leiðinni ætla þær að heimsækja Heiðu og afa. Klara skrifar líka, að amma sín hafi sent ömmu Geita-Péturs kaffi, svo að hún eigi eitthvað kott að drekka með brauðunum. Það verður uppi fótur og fit heima hjá Pétri yfir þessari frétt. Þau sitja og spjalla lengi saman, og það er orðið áliðið, þegar afi og Heiða tygja sig og halda heimleiðis. 120. Afi hefir orðið að lofa ömmu að koma fljótlega aftur, því að gamla, blinda konan hefir orðið svo glöð yfir að hitta hann aftur. Afi leiðir nú Heiðu við hönd sér upp fjallið. Þau spjalla saman um allt það, sem þurfi að gera, áður en Klara og amma koma í heimsókn. Ef til vill fær Heiða þá rúm í staðinn fyrir hey- dýnuna uppi á loftinu, því að amma vill koma öllu í lag, þar sem hún kemur. Hljómur kvöldklukknanna berst til þeirra neðan úr dalnum. Þau ganga hægt og rólega upp fjallið til litla kofans, og geislar hnígandi sólar baða fjallatind- ana. víkur kl. 21,00 á morgun. — Inn- anlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, — Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja ^Félagsstörf BreiðfirSingafélagið heldur fé- lagsvist í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 8,30. Lions-klúbburinn Baldur. — Fundur í Þjóðleiikhúskjallaranum í dag kl. 12,15. KvenfélagiS Hringurinn. Fund- urinn sem féll niður á skírdag verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Garða.stiæti 8. Sýnd verður ballet kvikmynd. — Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs heldur fund í kvöld kl. 8,30, þar sem rædd verða ýmiss mál. Skemmtifundur Fáks á föstud., 11. apríl kl. 8 í Skátaheimilinu. Kvenfélag l.angholtssóknar. — Fundur í ungmennafélagshúsinu við Holtaveg föstudaginn 11. apríl kl. 8,30. — fSBAheit&samskot Sóllieiiiiadreiigurinn, afh. Mbl.: R V kr. 10,00; S S 50,00. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afh. af séra Sigurjóni Guðjóns- syni: Áheit 100 kr. frá E G S Á. — Matthías Þórðarson. Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: R V kr. 10,00; 1 B S 50,00. iiYmislegt Tímaritið Heimili og skóli, 1. hefti 17. árgangs er komið út. — Efni: Börn í dag :— menn á morg un. Þegar börn eru þrjózk. Tíma- ritið Menntamál 30 ára. Maður- inn, efinn og vonin. Fæddur í dag. Kunna 12 ára börn að þéra? Hlusta börn á fornsagnalestur í útvarpinu. Til gamans og fleira. Sjómannablaðið Víkingur, —— marz-heftið, er nýkomið út. Efni m. a.: Út á hafið eftir síld. Skaga strandaihöfn. Þórður Jónsson frá Látrum skrifar grein um lífið um borð í gömlu togurunum. Þátttaka Islands í Genfarráðstefnunni. — Skuttogarinn Sagitta og verk- smiðjutogarar. Landhelgisgæzlan 1957. Verlcnám og vélkennsla. — Skattarnir fæla sjómennina í Iand. Franska útlendingahersveit in (frásögn). Nýr þáttur: Far- mennska og fiskveiðar, stutt yfir- lit frá ýmsum þjóðum. Frívaktin o. m. fleira. Læknar fjarverandi: Kristjana Helgadóttir verður fjarverandi óákveðinn tíma. Stað- gengill er Jón Hj. Gunnlaugsson, Hverfisgötu 50. Kristján Þorvarðarson verður fjarverandi í 7—10 daga. — Stað gengill hans er Eggert Steinþórs- son. — Ólafur Helgason, fjarverandi óákveðið. — Staðgengill Karl S. Jónasson. Ólafur Jóhannsson fjarverandi frá 8. þ.m. til 19. maí. Staðgengill Kjartan R. Guðmundsson. Þórður Þórðarson, fjarverandi 8/4—15/5. — Staðgengill: Tómas A. Jónasson, Hverfisgötu 50. — Viðtalstími kl. 1—2. Sími: 15730. EERDIIVÍ4IMD Standa jaffnt að vígi Vinna Ungur Dani, 23 ára, óskar eftir atvinnu á góðum, ís- lenzkum sveitabæ frá 1. maí. 6 ára reynsla við landbúnaðarstörf. Nánari uppl- ásamt launatilboði, sendist til Peter Seliested Tetens, „Kristiansminde", Hald st., — Danmark. — Hreingerningar Vanir menn. — Fljót og góð vinna. — Sími 23039. — ALLI. Hreingerningar Tökum hreingerningar. Vönduð vinna. Uppl. í sínia 15178.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.