Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 10. apríl 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 sömu tök á mannafundum hin síðari ár þingtíma sins og hann hafði áður haft, er honum reynd- ist flestum auðveldara að sann- íæra áheyrendur um sitt mál. Magnús var frumkvöðull sam- taka Sjálfstæðismanna í Reykja- vík, stofnandi og fyrsti formaður Varðarfélagsins og drýgsti ræðu- maður á félagsfundum langa lengi. Stóð svo fram að átökun- um, sem urðu um myndun þjóð- stjórnarinnar 1939. Magnús var henni eindregið fylgjandi en margir, ef ekki flestir, flokks- menn í Reykjavík mjög andsnún- ir. Magnús lét það ekki á sig fá og fór sínu fram, svo sem forustu manni sæmdi, en afstaða hans þá var erfð við hann öðrum fremur. Gætti þess nokkuð við undir- búning kosninganna 1942. Þá hafði Magnús tekið forystu og beitti sér manna mest fyrir því innan þingflokksins, að kjör- dæmamálið var tekið til af- greiðslu. Hann var ráðherra í fyrstu stjórn Ólafs Thors, og fór víða um landið til fundahalda og reyndist enn sem fyrr hinn skel- eggasti málsvari nauðsynlegra réttarbóta í innanlandsmálum og sóknar til fulls sjálfstæðis út á við. Stjórnarferli Magnúsar lauk með því að utanþingsstjórnin var mynduð mjög gegn ráðum Sjálf- stæðisflokksins. Síðan tók ný- sköþunarstjórnin við og var Magnús eindreginn stuðnings- maður hennar, en þegar leið að kosningum 1946 aftók hann með öllu að vera oftar í framboði. Á nsesta ári var lögboðin stofn- un Fjárhagsráðs og kom í hlut tSjálfstæðismanna að benda á for- mann þess, þó að sjálfsögðu með samþykki samstarfsflokkanna, er þá voru Alþýðuflokkur og Fram- sókn. Varð þá að ráði að leita til Magnúsar og tók hann starfið að sér. Magnús hafði manna lengst barizt fyrir frjálsræði í athöfnum og einarðlega sýnt fram á galla áætlunarbúskapar. Hefði því mátt ætla, að þeir, sem voru þessa fyrirkomulags meira fýsandi en við Sjálfstæðismenn, bæru takmarkað traust til Magn- úsar um framkvæmd hinnar nýju skipunar. En allir treystu rétt- sýni hans og vilja til að bregðast í engu þeim trúnaði, er honum var sýndur. Svo sem vænta mátti gekk Magnús að þessu starfi laus við alla kreddufestu og taldi sig þai óbundinn flokkum og sérsjónar- miðum. Oðru hverju fann hann þó að því, að við, sem kallað höfðum hann til starfsins, stæð- um ekki nógu fast með honum í vanda þeim, er á hann var lagður eða þegar honum þótti hann fá ómaklegar bakslettur. En við töldum það hvorki okkar sök né hans, að verkefnið sjálft reynd- ist óleysanlegt, þótt sjálfsagt væri að reyna að ráða fram úr því af heilum hug, svo sem við allir vildum. Veit ég nú eftir á engan íslending, er betur hefði ráðið við þennan vanda, en Magn ús. Þegar Magnús hvarf úr Fjár- hagsráði hóf hann rannsóknir sín ar á landshöfðingjatímabilinu, sem hann lauk að skrifa um í banalegunni. Fyrri hluti þess verks kom út nú fyrir jólin og er þegar sýnt, að það verður höf- undi sínum til mikils sóma. Samhliða þessu gegndi Magnús fram á síðasta ár formennsku í útvarpsráði og bankaráði Lands- bankans. Að sálfsögðu fylgdi ærið ónæði hvoru starfi um sig, en smáræði var það þó miðað við störf Magnúsar áður fyrri, þegar hann stóð í miðri orrahríð stjórn- málanna. Þá bætti hann því oft ofan á önnur verk að skrifa t. d. fyrir kosningar mikið af því, sem í Morgunblaðið var ritað um stjórnmál. Á blaðið fáum mönn- um meira upp að inna en honum fyrir að vera ætíð reiðubúinn að hlaupa undir bagga, þegar á þurfti að halda. Hin síðari ár voru annirnar sem sagt minni en áður og starfs- hugurinn þó sá sami. Hugð- arefnin voru ætíð ærin og gaman við hann að ræða. í viðræður við Magnús Jónsson var ekki einung is að sækja ánægju heldur fróð- leik um margháttuð efni. Eitt gat hann þó aldrei skýrt. til hlítar: Það með hverjum hætti hann fengi komið í verk öllu, sem hann afrekaði um dagana. En þeirra afreka mun lengi minnzt í sögu íslenzku þjóðarinnar. Bjarni Benediktsson. Félagslíf K.R. —— Knatlspyrnumenn Meistaraflokkur: Útiæfing verð ur í kvöld kl. 8 í félagsheimilinu. Rabbfundur verður á eftir. Þjáifarinn. Handknallleiksnióti IFRN lýkur fimmtudaginn 10. apríl _ kl. 2 í íþróttaheimili K.R., við Kaplaskjólsveg. Þá leika saman ( 1. fl. karla. — Háskólinn—Iðnskól inn, úrslit. — Mótslit. — Nefndin. Knattspyrnufélagið VALUR 3. fl. æfing í kvöld kl. 6,30. — Fjölmennið og mætið réttstundis. — Þjálfari. HÖRÐUR Ö» AFSSON niáiflutningsskrifstofa. Löggiltur dómtúlkur og skjal- þýðandi í ensku. — Austurstræti Iðnaðarhúsnæði jarðhæð til leigu, rúmir 100 ferm. mikil lofthæð, innkeyrsla góð. Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 20. apríl merkt: Iðnaðarhúsnæði — 8428. Atvinna Þrifinn og reglusamur eldri maður óskast til þess að taka til og þrífa á vinnustofum; vélaáhugi æski- legur. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 20. þ.m. merkt: „Reglusamur — 8440“ Fiskihátar til sö'lu Skógrækt ríkisins Verð á trjáplöntum vorið 1958 Skógarplontur Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500.00 Birki 2/2 — — — — 1.000.00 Skógarfura 3/0 — — — — 500.00 Skógarfura 2/2 — — — — 800.00 Rauðgreni 2/2 — — — — 1.500.00 Blágreni 2/2 — — — — 1.500.00 Hvítgreni 2/2 — — — — 2.000.00 Sitkagreni 2/2 — — — — 2.000.00 Garðplóntur Birki, 50—75 cm pr. stk. kr. 15.00 Birki, undir 50 cm. — — — 10.00 Birki, í limgerði — — — 3.00 Reynir, yfir 75 cm. — — — 25:00 Reynir, 50—75 cm — — — 15.00 Reynir, undir 50 cm. — — — 10.00 Álmur, 50—75 cm. — — — 15.00 Alaskaösp yfir 75 cm. — — — 15.00 Alaskaösp, 50—75 cm. — — —- 10.00 Sitkagreni 2/3 — — — 15.00 Sitkagreni 2/2 — — — 10.00 Sitkabastarður 2/2 — — — 10.00 Hvítgreni 2/2 — — — 10.00 Blágreni 3/3 — — — 20.00 Itunnar Þingvíðir pr. stk. kr. 5.00 Gulvíðir — — — 4.00 Ribs — — — 10.00 Sólber — — — 10.00 Ýmsir runnar kr. 10.00—15.00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 1. maí 1958, Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8 eða skógarvörðunum, Daníel Krist- jánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sigurði Jónassyni, Laugabrekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni, Ak- ureyri; ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum, Fnjóskadal; Sig- urði Blöndal, Hallormsstað og Garðari Jónssyni, Tuma- stöðum, Fljótshlíð. — Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntunum og sjá flest um dreifingu þeirra til ein- staklinga á félagssvæðum sínum. RAGNAR JÓNSSON liæstaréttarlognmður. Laugaveg, 8. — Sími 17762. l.ögfræóistörf. — Eignaumsýsla. Gísli Einarsson héraðsdoinslögnta Jur. Málflutniugsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Stærð 115x23x12 fet, 200 brutto, 320/400 ha. dieselvél. Allt nýtt i desember 1957. Nýtízku stýris- og frystiútbúnaður til úthafsveiða. Útbúnaður til herpinóta- og veiða á Grænlands- miðum. — Ennfremur hef ég nokkra fiskibáta til úthafs- veiða af mörgum stærðum, hentugir til togveiða. Smíðaðir á síðustu árum. — Skútur og seglbáta 60—80 fet. OLAF HOLAND skipamiðlari, Aalesund, Noregi. Símnefni: Kystfart. Sími 1036. Sérgr.: Kaup og sala. Samningar. j Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja §MTU 16710 16710 K. J. kvintettinn. Dansleikur í kvöld kl. 9 Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Margrét uunnar Songvarar Margrét Ólafsdóttir og Gunnar Ingólfsson. Vetrargarðurinn. ♦ AliSTRIÐ. VESTRIÐ - BARÁTTAIM Avarp: Gunnar Gunnarsson Ræbur: FRODE JAKOBSEN ÁKI JAKOBSSON IJtVI MAIMNSSÁLIIMA Almennur fundur í Gamla bíói í kvöld klukkan 9. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.