Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 1
20 síður 'T Greinileg hreyfing í rétta átt á Genfarráðstefnunni Þó eru margar þjóðanna jbeirrar skoð- unar, að tillaga Islands cjangi of langt Genf, 9. apríl. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. MARGAR þjóðanna á Genfar- ráðstefnunni eru þeirrar skoðun- ar að tillaga íslands gangi alltof langt og nauðsynlegt sé að setja ákvcðin takmörk fyrir einka-fisk veiðiréttindum, eða að minnsta kosti sé ákveðið að gerðardómur fjalli um dciluefnin, þannig að útilokað sé að strandríki geti misnotað aðstöðu sína og útilok- að aðrar þjóðir með öllu frá miðunum. Ovíst er þvi, hvaða undirtekt- ir tillagan fær, en allmörg Asíu og Suður Ameríku-ríki munu vera henni hlynnt. íslenzka nefndin h,j;fur frá upphafi ráð- stefnunnar haldið því fram að strandríki bæri lögsaga á land- grunnshafinu, en í þeirri nefnd, sem um málið fjallar fékkst það sjónarmið ekki viðurkennt, þar sem aðeins 11 af 87 þjóðum greiddu atkvæði með því. Þess vegna tók íslenzka sendi- nefndin þá afstöðu að bera fram tillögu sína um viðbótarsvæði við fiskveiðilandhelgina, þess efnis að við sérstakar aðstæður, þar sem strandríki byggir alla af- komu sína á fiskveiðum, verði því heimilað að taka sér einka- rétt á fiskveiðum svo langt út til hafs, sem nauðsynlegt má telj- ast eftir öllum aðstæðum og séu þau yfirráð ekki bundin við 12 mílna landhelgi. Nú er aðstaðan slík hér á ráð- stefnunni, að sumar þjóðir vilja leysa landhelgismálin með því að færa út landhelgina og þar fyrstir Bretar með tillögu sína um 6 sjómílna landhelgi, sem þeir lögðu fram, þegar sýnt var, að 3 mílna reglan átti nær ekkert fylgi. Það er enn nær útilokað að þessi nýja tillaga Breta hljóti þá % hluta atkvæða, sem þarf til samþykktar, en hugsanlegt er, að hún dragi úr fylgi við 12- mílna tillögu Kanada. Á hinn bóginn eru lönd sem vilja rétt strandríkis til friðun- ar utan landhelginnar. í dag var borin fram tillaga frá Burma, Chile, Kostarika, Ekvador, Indó- nesíu, Kóreu, Mexíkó, Nikara- gua, Filippseyjum, Vietnam og Júgóslavíu um það, að ef tak- marka þurfi veiðar, skuli hags- munir strandríkisins ganga fyrir og að það megi gera einhliða verndunarráðstafanir, sem þó megi skjóta til úrskurðar gerð- ardóms. Indland hefur borið fram tillögu- um að strandríki beri einka-fiskveiðiréttur 12 sjó- mílur frá ströndinni, svo að greinileg hreyfing er í þessa átt, þótt annars hafi verið gengið út frá því í umræðum í fiskfriðunarnefndinni, að allar þjóðir séu jafnréttháar við veiðarnar, þótt strandríkið setji sjálft friðunarreglurnar. Krúsjeff sendir Her- manni Jónassyni bréf frá Ungverjalandi Castro uppreisnarforingi Bardagnr í hafnarhverfi Havona HAVANA 9. apríl (Reuter). — Róstur brutust í dag út í Havana, höfuðborg Kúbu. Fregnir af þess um atburðum eru mjög óljósar, þar sem símasamband við borg- ina er rofið. Það er-þó víst, að uppreisnar- menn úr liði Fidel Castros náðu útvarpsstöð einni á sitt vald um skeið og lásu þeir upp áskoranir til verkamanna í borginni að hefja allsherjarverkfall til að steypa Batista einræðisherra af stóli. Þá er það einnig víst, að upp- rcisnarmenn gerðu tilraun til að ná á sitt valda vopnageymslum stjórnarinnar við höfnina í borg- inni. Geisuðu bardagar við höfn- ina og tóku þátt í þeim meðal annars sjóliðar úr flotanum og fjölmennt vopnað lögreglulið. Utvarpsstöð stjórnarinnar seg- ir, að flokki uppreisnarmanna, sem náði á sitt vald lítilli út- varpsstöð í útjaðri borgarinnar hafi verið gereytt. Rafmagnsstraumur rofnaði síð- degis í dag í aðalviðskiptahverfi Havana og hefur það valdið nokkurri óreiðu í borginni. Hins vegar virðist allt rólegt á yfir- borðinu, nema í hafnarhverfinu, en þaðan hefur heyrzt vélbyssu- skothríð og sprengingar. , Fidel Castro hefur staðhæft í viðtali við bandaríska blaða- Krúsjeff segir verkamonnum á Csepel: Þið tókuð ekki bátt í uppreisninni, heldur voru eintómir fasistar jb að BÚDAPEST, 9. apríl. — (Reuter). Nikita Krúsjeff flutti í dag ræðu yfir verkamönnum á Csapeleyju, í suðurhluta Búdapest. Það var einmitt á þessum stað sem ung- verskur verkalýður veiti rúss- neska árásarliðinu harðast við- nám í uppreisninni 1956. En Krúsjeff skýrði verkamönn- unum í dag frá því að það hefðu ekki verið þeir, sem tóku þátt í uppreisninni. Það hefðu aðeins verið fasistar og örfáir svikarar í hópi verkamanna, sem gerðu gagnbyltinguna. Voldugir hátalarar Fréttamenn vestrænna frétta- stofnana, sem undanfarið hafa fengið að fylgjast með Krúsjeff á ferðalagi hans um Ungverja- land fengu ekki aðgang að Csapel-eyju. Var öflugur lög- regluvörður við brýr og hlið að hinum miklu verksmiðjum eyjar- innar og fengu engir inngöngu nema þeir sem sýndu aðgangs- skilríki. Það var þó óþarfi fyrir fréttamennina að fara alla leið til fundarstaðar, því að stórum og Framh. á bls 2 menn, að 5000 fylgismenn hans 1 Havana hafi verið búnir vopn- um og þeir séu reiðubúnir að hefja götubafdaga. Engar sættir PARÍS, 9. april. — Sáttanefnd þeirra Murphys og Beeleys í deil- unni milli Frakka og Túnis til- kynnti í dag, að sáttaumleitanirn- ar hefðu reynzt árangurslausar fram til þessa. — Það er almennt álitið í Frakklandi, að útilokað sé að samkomulag takist í þess- ari deilu. NIKITA KRÚSJEFF, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, hefur skrifað Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra íslands, bréf. Gekk sendi- herra Sovétríkjanna, P. K Ermoshin í fyrradag á fund Hermanns Jónassonar og af- henti honum það. Athyglisvert er, að hréfið er dagsett þann 4. apríl (föstudaginn langa) en þá var Krúsjeff ekki staddur í Rúss- landi, heldur í Ungverjalandi og flutti sama dag og hann sendi hréfið ræðu á Hetju- torginu í Búdapest af fóstall- inum þar sem koparstytta Stalins hin mikla áður stóð Staðsetning á bréfinu er þo engin. Liður I áróðurssókn Efni bréfsins er hið sama og í bréfum, sem Krúsjeff hefur að undanförnu sent m. a.: Eisen- hower forseta og forsætisráð- herrum Svíþjóðar, Danmerkur, Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Fjallar það um stöðvun á tilraun- um með kjarnorkusprengjur og er ekki ástæða til að birta bréfið í heild. í því segir m. a., að æðsta ráði raunum með allar gerðir kjarna- og vetnisvopna í Sovétríkjunum. „Til framkvæmdar þessari sam þykkt æðsta ráðs Sovétríkjanna hefur Sovétstjórnin ákveðið að hætta einhliða frá 31. marz 1958 tilraunum með hvers konar gerð- ir kjarna- og vetnisvopna. Sovétstjórnin hefur beint því til ríkisstjórna Bandaríkjanna og Stóra-Bretlands, að þær geri slíkt hið sama. Sovétstjórnin mælist til þess að ríkisstjórn ís- lands styðji þetta frumkvæði í þágu mannkynsins alls.“ Tilboðið stendur ekki lengi Nokkru síðar segir í bréfinu: „Ef stjórnir þeirra ríkja, er ráða yfir kjarnorkuvopnum, vilja samt sem áður ekki taka undir þessa ákvörðun Sovétstjórnar- innar, og ef þær kjósa heldur, að allt verði sem áður, ef þær halda áfram tilraunum með kjarna- og vetnisvopn, þá munu Sovétríkin að sjálfsögðu ekki eiga annars kost, öryggis síns vegna, en að telja sig laus við þá skuldbind- ingu að hætta kjarnorkutilraun- unum. Sovétstjórnin myndi ekki óska þess, að sá yrði endir máls- ins.“ Að lokum segir í bréfinu: „Leyfið mér, herra forsætis- ráðherra, að láta í ljós þá ósk að Rússlands hafi verið hugleikið ofangreindum tillögum Soyét- að stíga fyrsta spor í þá átt að bjarga mannkyninu frá hættu af eyðandi kjarnoi'kustyrjöld og hafi það því ákveðið að hætta til- stjórnarinnar verði vel tekið af hálfu ríkisstjórnar íslands. Yðar einlægur. N. Krúsjeff.“ Meirihluti þingmanna norska Verka- mannaflokksins styður ályktun í blóra við stjórnina Foringjar flokksins undrandi og gramir OSLO, 9. apríl. — Skv. fregnum NTB, Reuters og Aftenpostens. — ALYKTUN sem beint er til norsku ríkisstjórnarinnar um að beita neitunarvaldi í NATO til að hindra að vestur-þýzki herinn verði búinn kjarnorkuvopnum, hefur komið sem þruma úr heiðskíru lofti og valdið foringjum norska Verkamannaflokksins undrun og þung- um áhyggjum. Ástæðan fyrir því er að hvorki meira né minna en 44 af 78 þing- mönnum Verkamannaflokksins hafa undirritað áskorunina, eða hreinn meirihluti þingflokksins. Helztu forustumenn Verkamannaflokksins, Einar Gerhardsen forsætisráðherra, Halvard Lange utanríkisráðherra, Oscar Torp þingforseti og Nils Ilönsvald foringi þingflokksins, hafa lýst yfir undrun sinni og óánægju með aðferð hinna 44 þingmanna flokks- ins til að koma skoðunum sínum fraih. Er flokkurinn klofinn? Einar Gerhardsen sagðist harma það, að þingmennirnir hefðu undirritað áskorunina. Sagði hann í dag að málið yrði rætt í ríkisstjórninni og þing- flokki Verkamannaflokksins. — Hann lagði áherzlu á að enginn ágreiningur ríkti í Verkamanna- flokknum, hvorki um utanríkis- né landvarnamál. Blöð stjórnarandstöðunnar stað hæfa hins vegar, að þessi atburð- úr sýni alvarlegan ágreining innan Verkamannaflokksins, að minnsta kosti í utanríkismálum. Neitunarvald fráleitt Halvard Lange utanríkisráð- herra lýsti því yfir í dag, að hann væri algerlega andvígur ályktun þeirri sem áskorunin fólst í. Hann sagði að það væri fjarstæða að norska stjórnin beitti neitunarvaldi í NATO til að hindra þann vígbúnað, sem talinn væri óhjákvæmilegur. Stúdentar höfðu forgöngu Það var félag Verkamanna- flokks-stúdenta „Sosialistisk Studentlag“, sem beitti sér fyrir ályktun þessari og fékk í lið með sér fjóra þingmenn Verkamanna- flokksins þá Olav Meisdalshagen, Sverre Löberg, Peter Kjeldseth Moe og Hans Offerdal. Ályktunin Ályktunin var loks á páskadag afhent Ulrik Olsen verkamála- ráðherra, sem gegndi embætti forsætisráðherra í fjarveru Ein- ars Gerhardsens, sem þá var í páskafríi. Ályktunin er svohljóð- andi: „Til norsku ríkisstjórnarinnar. í apríl og maí-mánuði verður ákvörðun tekin um það, hvort Vestur-Þýzkaland skuli búið kjarnorkuvopnum. Noregur verð- ur að koma í veg fyrir að ákvörðun vestur-þýzka sambands þingsins um þetta nái samþykki NATO. Þýzkir Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast ein- beitt gegn þeirri ákvörðun. Framh. á bls. 2 Heimsókn Voroshi- lovs iil Tíiós BELGRAD, 9. apríl. — Það var tilkynnt opinberlega í dag, að Voroshilov, forseti Ráðstjórnar- ríkjanna, myndi koma í opinbera heimsókn til Júgóslavíu í næsta mánuði. Upphaflega var ætlunin að hann færi í þessa opinberu heim- sókn haustið 1956, en henni hefur hvað eftir annað verið frestað, af því að kastast hefur í kekki milli Rússa og Júgóslava. Voroshilov ætlar að heimsækja Pólland í lok apríl og er talið að hann muni fara þaðan beint til Júgóslavíu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.