Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 10
10 MORC.UmtT AÐIÐ Fimmtudagur 10. apríl 1958 tltg.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæindastjóri: bigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson, Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Augiýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði ínnaniands. t lausasölu kr. 1.50 eintakið. HOTANIR BER AÐ HAFA AÐ ENGU FÁ A R þjóðir eru vinsælli eða meira virtar á íslandi en Bretar .Þegar svo er mælt, þá eru það ekki orðin tóm, heldur stutt af ítrekaðri reynslu. Þegar Bretar komu hingað í maí 1940, voru þeir óboðnir og fjarri fór að allir landsmenn skildu nauðsyn hingaðkomu þeirra. Þess er því hollt að minn- ast, að aldrei urðu Bretar fyrir neinum óskunda hvað þá skemmd arverkum af hálfu almennings. Og þegar þeir hurfu úr landi að ófriðarlokum, viðurkenndu flest- ir, að Bretar hefðu betur skilið hernaðarþýðingu landsins en ís- lendingar sjálfir og þeir hefðu sízt komið hingað að ófyrirsynju. Traust á Bretum og góðar tillögur þeirra áttu og sinn þátt í því, að íslendingar gerðust aðilar Atlants hafsbandalagsins skömmu síðar. Enn reyndi á hug íslendinga til Breta, þegar útgerðarmenn þar í landi settu á löndunarbannið til að hefnast á íslendingum fyrir að neyta réttar síns um friðun fiskimiða. fslendingar töldu og telja enn, að brezk stjórnvöld hafi haft bæði rétt og skyldu til að koma í veg fyrir þær hefnd- arráðstafanir. Varð og raunin sú, að þegar þau létu málið til sín taka af alvöru, var banninu af- létt. En þrátt fyrir það sambland yfirgangs og skeytingarleysis, sem á þeim árum lýsti sér í at- höfnum Breta, högguðust vin- sældir þeirra furðanlega lítið hér á landi. íslendingar létu sér nægja að sýna, að þeir gætu ver- ið án markaðs í Bretlandi, og vöktu athygli á málinu á alþjóða- vettvangi með þeim hætti, að málið allt varð Bretum til meiri óþurftar en'íslendingum. Svo er nú að sjá sem brezkir útgerðarmenn hugsi sér til hreyfings um hótanir í garð ís- lendinga til að hindra á þann veg nýja stækkun fiskveiði-landhelg- innar. Á íslandi hefur það aldrei þótt til heilla að höggva oft í sama knérunn. Skiljanlegt er, að Bretar uni því ekki, að íslend- ingar brjóti á þeim lög í þessum efnum. Hingað til hefur þess vandlega verið gætt af hálfu ís- lendinga að forðast slíkt. Málið hefur einmitt verið betur undir- búið en flest önnur, og fulls sam- hengis gætt í meðferð þess frá því, að undirbúningur var fyrst hafinn fyrir meira en 10 árum. Vonandi tekst enn svo til, að allar okkar framkvæmdir í þess- um efnum standist. Svo langt verði farið sem lög frekast leyfa en lengra ekki. Hingað til hefur þróun málanna á alþjóðavett- vangi verið okkur mjög í vil og er mikið undir því komið að nota sér þá þróun til hins ýtrasta og misstíga sig hvergi. Hitt er víst, að hótanir, hvað- an sem þær koma, munu hafa alveg öfug áhrif við það, sem upphafsmenn þeirra ætla. Nú sem fyrr mun sannast, að ofbeldi í þessu verður aðeins efni til nýs ósigurs fyrir þá, sem það hafa í frammi. HVENÆR LYKUR LEYNDINNI ? 1-^ K K 1 bólar enn á hinum j „varanlegu úrræðum í -A efnahagsmálunum", „þriðju leiðinni" eða hverju nafni, sem stjórnarliðar hyggjast kalla snjallræði sín, þegar þau loksins koma. Fullyrt er þó, að úrræðin séu nú í burðarliðnum, og þeirra sé að vænta eftir næstu helgi í síðasta lagi. Má og ekki seinna vera, því að um er að ræða tillögur, sem að réttu lagi hefðu átt að liggja fyrir jafnskjótt og frumvarp til fjárlaga var lagt fram á Alþingi í október sl: Eins og fjárlagafrumvarpið var þá og það síðan var gert að lögum um jólaleytið, var það ekki nema hálf karað verk, botnlaust, ef svo má segja. í Tímanum í gær er rætt af meiri hógværð og skynsemi um þessi mál en um langa hrið hefur sézt í því blaði. Vonandi veit það á gott og reynist ekki fyrirslátt- ur einn. Þar er tekið undir og samþykkt meginefni þess sem um þessi efni var sagt í Reykjavík- urbréfi hér í blaðinu sl. skírdag. Voru þar rifjuð upp þau sann- indi, sem Sjálfstæðismenn og Morgunblaðið nú hafa flutt fyr- ir mönnum árum saman. Hér skal að því einu vikið, að Tíminn segir það „vissulega satt“, er hermir í þessum orðum Reykja- víkurbréfsins: „Hér sem ella er þekking og fræðsla undirstaða þess, að við vandann verði ráðið, og frum- skilyrði umbóta er að leggja mál- in afdráttarlaust fyrir almenn- ing, svo að hann geti sjálfur gert upp sinn hug.“ UTAN UR HEIMI Judy Garland fallandi stjarna EIN af stærri „stjörnunum“ í Hollywood er nú að slokkna. Það er Judy Garland, sem eitt sinn bar höfuð og herðar yfir kyn- systur sínar í kvikmyndaborginni. Um tíma hvarf hún af sjónar- sviðinu og svo virtist sem hún hefði sungið sitt síðasta lag, en skyndilega skaut henni upp aft- ur — og endurkoma hennar á kvikmyndatjaldið var með mikl- um glæsibrag . . . í kvikmynd- inni „A star is borne“, sem sýnd var hérlendis fyrir skemmstu. En nú virðist Judy Garland hafa dal- að svo mjög að vafasamt þykir að hún eigi viðreisnarvon. Ef Tíminn í raun og veru er sammála því, sem þarna segir, þá hlutast hann væntanlega til um, að tafarlaust verði birtar þær sérfræðingaskýrslur, sem fyrir hendi eru og væntanlega geta orðið til verulegrar leiðbeiningar um lausn málsins. Má þar til nefna skýrslu hinna erlendu sérfræðinga frá haust- inu 1956, úttektina, sem þá var heitið að fram skyldi fara í al- og endurfæddist í rauninni sjáif í heim kvikmyndanna með þeirri mynd, virðist nú ekki eiga aftur- kvæmt á kvikmyndatjaldið — a. m. k. ekki í veigamiklum hlut- verkum. Nánustu vinir nermar segja: Það eru ekki peningarnir, sem valdið hafa vandræðunum. Þegar henni tekst vel upp, þá er hún frábær. Þegar hún er eitt- hvað miður sín hleypur hún eins og hrædd hind út af sviðinu. Saga Judy Garland er dæmigerð mannleg harmasaga. Judy Garland fellur nú í áliti — bæði hjá skattheimtunni og kvikmyndahússgestum. Það var fyrir nokkrum dögum, er hún kom fram í „Town and Country Club“, næturklúbbi ein- um í New York, að hún afhjúp- aði vandræði sín. Hún kom þar fram og söng, en þegar hún hafði lokið fyrsta laginu brast hún í grát og hrópaði: „Ég get ekki meir .... það er búið að segja mér upp“ — svo hljóp hún út af sviðinu og lokaði sig inni í búningsherbergi sínu — hágrát- andi. Um leið og „stjörnuhrapið" varð lýðum ljóst komu fulltrú- ar skattheimtunnar á vettvang — og voru ekki seinir á sér. Hófust nú viðræður með skattheimtu- mönnum annars vegar og síðasta eiginmanni Judy Garland, Sid Luft, og eiganda næturklúbbsins hins vegar um það hve Judy Garland hefði greitt mikið af skatti sínum — og hve mikið væri enn ógreitt. Að loknum þess þjóðar augsýn, og séifiæðinga- : um vigrægum átti eigandi nætur- skýrslurnar frá því í vetur. | klúbbsins> Maksik> tal við blaða- Þegar Sjálfstæðismenn undir- (menn og saggi: nHún hefði bjuggu lausn tilsvarandi vanda, • ekki átt að koma fram, hún var um áramótin 1949—50 og voru mjög sjúk. Hún býr yfir gáfum einir í ríkisstjórn, létu þeir hinum , til þess ag vinna sér inn milljónir lýðræðisflokkunum tillögur og greinargerðir jafnskjótt í té og til voru. Ef þær skýrslur og til- lögur, sem nú eru fyrir hendi, eru ekki þess eðlis, að henta þyki að birta þær opinberlega, væri ráð að leggja þær fyrir alþingis- menn sem trúnaðarmál. Meðan svo er ekki gert, þá sýna stjórn- arliðar, að þeir vilja enga sam- vinnu um þessi mál hafa við Sjálfstæðismenn né æskja leið- beininga þeirra, sem þeir þó í öðru orðinu kvarta yfir, að ekki séu fyrir hendi. Umfram allt er þó ljóst, að fá- sinna er að láta svo sem farið sé eftir óskum verkalýðsfélaganna og annarra stéttasamtaka í land- inu um lausn mála, ef hinum mikilsverðustu gögnum er haldið leyndum fyrir almenningi. En hingað til hafa stjórnarliðar ver- ið sammála um það eitt í undir- A Rainier Jannhvassa tengdamömmu ? ÞÆR fregnir hafa flogið, að Rainier fursti í Monaco hugleiði nú mjög hvort hann eigi að skipta um nafnbót — og gerast konung- ur. Sem kunnugt er hefur Grace nýlega alið manni sínum son — og fullvíst er talið, að sú fæðing hafi ekki hvað sízt orðið Rainier hvatning til þess að ríða á vaðið og „hækka“ sjálfan sig í tign. Gárungarnir halda því fram, að það sé hins vegar tengdamóðir hans, sem hvað mest hefur rekið á eftir honum og vill áköf verða „konungstengdamóðir". I erlend- um blöðum segir, að gamla kon- an, sem býr í Philadelphia, sé mjög metnaðargjörn. Hafi hún mörg undanfarin ár barizt þrot- lausri baráttu fyrir því að kom- ast a blað í The Social Register, sem er eins konar skrá yfir heldri menn og auðjöfra Bandaríkjanna. Hingað til hafa allar tilraunir mis heppnazt, en áreiðanlegt má telja að tengdamóðirin komist ofar- lega á blað, ef Rainier gerist kon- ungur. Annars má telja það til tíðinda, að Grace er byrjuð að undir- búa sig undir kvikmyndaleikinn að nýju. Að vísu verður það ekki Hollywood-mynd að þessu sinni, en hún á að fara með aSalhlut- trú. verkið í trúarlegri kvikmynd um dýrlinginn Gracia Patricia. Kvik- myndin verður gerð í samráði við kaþólsku kirkjuna — og hefur hans heilagleiki, páfinn, lagt blessun yfir starfið, því að sjálf- ur hefur hann mikinn áhuga á Langar hann til þess að verða konungur? kvikmyndum og telur kvikmynda tæknina geta orðið mjög að liði við að útbreiða og efla kristna Dulles þófti gaman að óeirðum Dulles þekkir stúdentana. DULLES utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við frétta- menn á dögunum — sem oft áð- ur. Beindist talið að fjöldafund- um stúdenta í Indonesiu þar sem þeir létu í ljós andúð sína á Bandaríkjamönnum. Dulles sagð- ist ekki hafa neinar áhyggjur af ópum stúdenta. — „Ég tek ekki allt of mikið mark á stúdenta- óeirðunum. Ég man að þegar ég var stúdent við Sorbonne í París (1908—09) tók ég venjulega þátt í óeirðum stúdenta . . . . og ég man ekki lengur hvorum megin við stóðum. Á þessu sjáið þið, að stúdentar efna til óeirða — aðeins af því að þeim þykir gaman að því“. á ári, en í sannleika sagt, þá a hún ekki grænan skilding . . .“ Næsta dag sendi skattheimtan lögreglubíl eftir henni þar eð gefin hafði verið út handtöku- skipun. Ástæðan var sú, að hún skuldaði skattheimtunni enn 8,637 dollara. Hún lýsti því yfir, að hún ætti ekki fé til þess að greiða skuldina, en kvaðst hins vegar fús til þess að láta skraut muni ýmsa að veði fyrir greiðsl- unni. Skattheimtumenn bentu á það, að samkv. viðtali við eig- anda næturklúbbsins ætti hún enn hjá honum litla fjárhæð, sem hún gæti a.m.k. látið renna upp í skuldina. Judy Garland skýrði þá svo frá því, að þessum peningum yrði hún að verja til matarkaupa, ef börnin hennar þrjú ættu ekki að svelta í hel Var það látið gott heita. Judy Garland, sem sigraði búningi málsins að hafa sem hjörtu kvikmyndahússgesta svo mesta leynd á öllu, sem máli eftirminnilega með leik sínum í skiptir. i kvikmyndinni „A star is born“ — Það þótti 1 frásögur færandi í Bretlandi á dögunum, er námu- verkamaður einn, Thomas Riley að nafni, vann 209,079 sterl- ingspund i knattspyrnugetraun. Hann hafði ekki greitt nema tæpa tvo shillinga fyrir getraunaseðilinn. Hann ákvað þegar að fara vestur um haf í heimsókn tii ættingja sinna þar — og leyfði allri fjölskyldunni að fljóta með. Hér er sá heppni með konu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.