Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 2
i. MORCVNTtJ 4Ð1Ð Fimmtudagur 10. apríl 1958 L'r lokaatridi revíunnar. Sjálfsfceðishúsið ómaði af hlátri á frumsýningu revíunnar Heimsótti í fyrsta skipti stórborg nær niræior oð oldri 1 FYRRAKVÖLD var frumsýnd í Sjálfstæðishúsinu revían nýja „Tunglið, tunglið, taktu mig“, eftir Harald Á. Sigurðsson og Guðmund Sigurðsson. Var húsfyllir í Sjálfstæðishúsinu og var revíunni tekið með dynjandi lófataki. Hlátrasköllin bergmál- uðu í húsinu eftir brandararegn Haralds og smellnar vísur Guð- mundar. Er ekki að efa að þús- undir Reykvíkinga eiga eftir að eiga ánægjustund í Sjálfstæðis- húsinu meðan „Tunglið, tunglið, taktu mig“ verður sýnd þar. Revían er í tveim þáttum. Ger- ist hinn fyrri á stjórnarráðsskrif- stofu í Reykjavík á „síðustu og TÓNLEIKAR Polyfonkórsins í Laugarneskirkju s. 1. þriðjudags- kvöld undir stjórn Ingólfs Guð- brandssonar, voru öllum viðstödd um til mikillar ánægju. Hrifn- ingin í fullri kirkjunni var greinileg. Hin gömlu kirkjulegu verk voru flutt af lotningu og gleði, með mikilli hógværð og ná- kvæmni. Kvennaraddirnar voru sérlega bjartar og mjúkar og fyllsta jafnvægi milli þirra og karlaraddanna. Þetta er að vissu leyti nýr söngur hér á landi, þessi gömlu verk í þessum flutningi. Þá var orgelleikur dr. Páls ísólfssonar með þeim myndug- leika og glæsibrag sem von var. á frá honum. Þarna söng Ólafur Jónsson, ungur tenor, bjart og fagurt verk eftir Stradelli, fór þarna saman hvort tveggja, smekkvís flutning ur og raddgæði. Ennfremur komu þarna fram nokkrir af okkar ágætu hljóð- færaleikurum og önnuðust und- irleik með kórnum. Þetta á ekki að vera nein beztu“ tímum. Er þar von nýs ráðherra og er koma hans og fyrstu kynni af stjórnarstörfun- um hápunktur þáttarins. í lokin koma í heimsókn á leið til tungls- ins flugstjórar á Sputnik þriðja og á Explorer og er tekið með viðhöfn. Síðari þátturinn gerist á tungl- inu og eru ráðherrahjónin nýju frá íslandi komin í heimsókn. — Umhverfið er næsta nýstárlegt og samskipti jarðarbúa og tungl- búa hin spaugilegustu. — Með hlutverk ráðherrahjónanna fara þau Haraldur Á. Sigurðsson og Steinunn Bjarnadóttir og bera þau sýninguna uppi öðrum frem- „músik“-gagnrýni, til þess brest- ur mig auðvitað þekkinguna. En ég vil þakka öllu þessu fólki þessa góðu stund í kirkj- unni, óska kórnum og söngstjór- anum góðrar framtíðar í göfugu starfi og hvetja fólk til að láta ekki þá fögru list, sem hér er boðið upp á, fara framhjá sér. Garðar Svavarsson. Leiðrétting í VIÐTALI við Frode Jakobsen, sem birtist í blaðinu í gær, hafa slæðzt tvær villur, sem þarfnast leiðréttingar: I þeim kafla, er fjallar um friðarsinna, átti að standa: „Ég hef enga samúð með friðarsinnum, sem sitja og bíða eftir því, að þeim verði bjargað. Ég ber hins vegar virðingu fyrir þeim, er ekki vilja beita valdi gegn neinum ....“. Síðar í grein- inni er rætt um danska heima- varnarliðið og sagt, að megin- styrkur þess séu menn, sem komnir séu á herskyldualdur, orðnir 28 ára. Hér átti að standa: komnir af herskyldualdri. ur. Baldur Hólmgeirsson fer með stór hlutverk í báðum þáttum og leysir vel ‘ af hendi. Aðrir helztu leikendur eru Sigríður Guðmundsdóttir og Hulda Emils sem syngja mikið og vel. Hanna Bjarnadóttir, sem einnig syngur mikið, Lárus Ingólfsson, Hjálm- ar Gíslason og síðast en ekki sízt Karl Guðmundsson, sem m. a. fer með eftirhermur af mikilli snilli og virðist sívaxandi í list sinni. Heildarsvipur sýningarinnar er góður. Bráðfyndin er revían og óspart gert grín að ýmsu því er mest er áberandi í þjóðlífinu í dag, mönnum og málefnum, þó án þess að hastarlega og illa sé að nokkrum kastað. Þótti þessi revía betri ýmsum fyrri revíum Haraldar og Guðmundar og er þá mikið sagt. Hún er auðug að hlátursefni, og þó ýmsum þyki kannski sum atriði mættu öðru vísi vera, t. d. söngvar styttri og kannski færri og deilt sé um hvort klassisk túlkun Hönnu Bjarnadóttur á einu lagi eigi heima 1 revíunni eða ekki, þá er heildarmyndin góð og marg- breytileg, þar eru dansar, nýstár- leg og falleg leiktjöld og sýn- ingin góð skemmtun sem eflaust á eftir að njóta mikilla vinsælda. — Norbmenn Frh. af bls. 1 Norska verkalýðshreyfingin verð ur að sýna samheldni við þýzku verkalýðshreyfinguna. Það að búa Vestur-Þýzkaland kjarnorkuvopnum mun leiða til þess að Austur-Þýzkaland verði einnig kjarnorkuvopnað og sömu- leiðis önnur riki Austur-Evrópu. Þar með eru brostnar vonir alls heimsins um að dregið verði úr spennu og afvopnun framkvæmd. Noregur verður að koma í veg fyrir þá ógæfu með því að taka upp þá grundvallarstefnu að snúast gegn staðsetningu kjarn- orkuflugskeyta í Vestur-Þýzka- landi á fundi landvarnarráðherr- ánna 14,—16. apríl n. k. og að beita neitunarvaldi sínu á fundi utanríkisráðherranna 6. maí. Slík afstaða er hið eina eðlilega fram- hald frumkvæðis Einars Ger- hardsen á Parísar-fundinum í desember s. l.“. Undrun Torps Oskar Torp þingforseti og einn af helztu leiðtogum Verkamanna- flokksins lýsti því yfir strax eftir að ályktunin var afhent ríkis- stjórninni, að hann væri stórlega undrandi yfir því að hinir 44 þingmenn Verkamannaflokksins, sem undirrituðu ályktunina, skyldu ekki taka málið fyrir á öðrum grundvelli, t. d. með því að ræða málið á fundi í þing- flokknum eða þá að bera fram ályktunartillögu á þingi. Með þessum hætti hafa þeir farið í kringum bæði ríkisstjórn og flokksstjórnina. ÞAÐ er sjaldgæft að háaldraðir menn takist á hendur stórreisur. En um páskana lagði Sigmundur Sveinsson, fyrrum húsvörður í Miðbæjarskólanum, land undir fót og brá sér suður til Ítalíu, til borgarinnar eilífu. Er það í fyrsta skiptið. sem þessi aldraðí heiðursmaður bregður sér til út- landa. Hann varð 88 ára í gær. í gær hitti tíðindamaður Mbl. Sigmund sem snöggvast, heima hjá honum að Brávallagötu 40. Hann var hress og kátur að vanda. — Jú, Ítalíuförin hafði öll verið sannkallað ævintýri, hvort heldur um var rætt flugferðina sjálfa eða dvölina á Ítalíu: Bláa hellinn á Capri, gönguferð um rústir Pompei, eða hina viðburða riku daga suður í Róm og heim- sóknina til Píusar páfa. Sigmundur sagði að ferðafólkið hafi verið mjög skemmtilegt. Það var algert vopnahlé rikjandi með al þingmannanna og þessi hópur íslendinga var sem ein fjölskylda. Fólkið bar mikla umhyggju fyrir mér, ekkf sízt blessaðar frúrnar, sagði Sigmundur. Hann átti tæp lega orð til þess að lýsa hrifningu sinni yfir suðurgöng- unni. Já, hugsaðu þér, að það skyldi taka mig álíka langan tíma að komast heim sunnan frá Róma borg og Þingvallaferðirnar í gamla daga, þegar ég hélt uppi hestvagnaferðum til Þingvalla. Þær eru hrikalegar þessar stór borgir og allt þetta mannhaf. — Fjarlægðir miklar eftir því. Ég var stundum orðinn þreyttur, - Krúsjeff Frh. af bls. 1 geysiöflugum hátölurum hafði verið komið alls staðar fyrir, og þrumuðu þeir ræðu Krúsjeffs um allt nágrennið. Verkamenn streyma af fundi Fréttamönnum þótti það undar- legt, að um líkt leyti og ræða Krúsjeffs hófst gengu þúsundir verkamanna brott frá Csepel- eyju, eins og þeir kærðu sig ekki um að hlýða á ræðu hins rúss- neska einræðisherra. Opinbera ungverska fréttastofan segir að 10 þúsund verkamenn hafi hlýtc á ræðu Krúsjeffs, í hinum stóra verksmiðjusal stálverksmiðjunn- ar. —■ Eintómir fasistar Krúsjeff ræddi um uppreisnina 1956 og sagði að á Vesturlöndum væri það kallað að kúga ung- versku þjóðina, þótt þaggað væri niður í nokkrum verstu glæpa- mönnum gagnbyltingarinnar. En er ekki betra að fangelsi nokkra uppreisnarmenn, heldur en að eiga yfir höfði sér gagnbyltingu? spurði Krúsjeff. Þá neitaði hann fregnum vest- rænna blaða frá uppreisninni 1956, að ungverskir verkamenn hefðu verið andvígir alþýðu- stjórn kommúnista. „Það er staðreynd“, sagði hann, „að það voru Horthy-fasistar sem stóðu fyrir byltingunni og að þeim tókst að blekkja fáeina verka- menn skamma stund.“ „Einu verkamennirnir, sem tóku þátt í uppreisninni voru ör- fáir uppgjafaliðsforingjar Horth- ys, nazistar og svikarar, sem höfðu falið sig í röðum verka- manna. Verkalýðurinn getur aldrei verið á bandi gagnbylt- ingarinnar“, sagði Krúsjeff. Heitir nýjum tækjum í ræðu sinni vék Krúsjeff einnig að efnahagsmálum og verksmiðjurekstri. Hann sagði að nú yrðu sósíalísku ríkin að leggja síaukna áherzlu á framfarir í verksmiðjurekstri og notkun sjálfvirkra tækja. Hann játaði að verksmiðjurnar á Csapel væru illa búnar að tækjum, en ef Ung- verjar vildu efla samstarf við Sovétríkin myndu þeir fá nýtízku verksmiðj uvélar. þegar ég kom heim í hótelher- bergið mitt. Þá er og seinratað í borginni. Einu sinni villtist ég með fleira fólki og þó Sveinbjörn Högnason reyndi að ræða við lög reglumann í neyð okkar bar það engan árangur. Kaupmaður einn bjargaði málinu: Náði í bíl, sem ók okkur beinustu leið til hótels- ins. Já, þetta var eftirminnileg för. En ég er ósköp feginn að vera kominn heim aftur, sagði Sig- rnundur, sem bað Mbl. að flytja samferðáfólki sinu beztu kveðj- ur. Ný starfaskipun hjá Flugfélaginn FYRIR nokkru var frá því skýrt í fréttum, að ýmsar breytingar hefðu verið gerðar á skipun starfa hjá Flugfélagi íslands. — M. a. hefur Sigurður Matthíasson, sem á undanförnum árum hefur stjórnað þeirri deild félagsins, sem fjallar um millilandaflug, tekið við starfi sem fulltrúi for- Sigurður Matthíasson stjóra. Sigurður Matthíasson er 35 ára að aldri. Hann hóf störf hjá Flugfélaginu árið 1941, stund- aði síðar nám í viðskiptafræðum við ríkisháskólann í Texas í Bandaríkjunum og tók við stjórn millilandaflugs félagsins, er það hófst 1946. Drengur í Kefla- vik varð undir bíl KEFLAVÍK, 8. apríl. — Um kl, 6 síðdegis á föstudaginn langa varð þriggja ára drengur, Helgi Kristjánsson, Hringbraut 59 hér í bæ fyrir fólksbifreið, en svo ó- trúlega vildi til, að drengurinn slasaðist lítið, fékk aðeins smá- vegis heilahristing. Slysið vildi til með þeim hætti, að drengurinn var við leik hjá bílnum sem stóð skammt frá heimili hans. Er bílstjórinn kom að gekk hann aftur fyrir bílinn og settist síðan undir stýrið og og ók af stað. Hann varð ekki var við neitt nálægt bílnum. — Helgi litli sem sat á höggbretti bílsins datt er bíllinn fór af stað og mun hann hafa slegizt með höfuðuð við framhjólið, að því er talið er. Bílstjóri sem þarna kom að á bíl sínum sá hvað skeð hafði og gaf þegar hljóðmerki til hins bílsins og veitti hann því þegar athygli og stanzaði. Þá lá Helgi litli milli afturhjólanna. Læknir var þegar sóttur og var Helgi litli þegar fluttur í sjúkra- húsið til rannsóknar, en eins og áður er sagt, voru meiðsli drengs ins ekki önnur en að framan get- ur. Var hann fluttur heim til sín í dag af sjúkrahúsinu og líður vel. — I. Haraldur Á. Sigurðsson og Guðmundur Sigurðsson, höfundar revíunnar, hvílast í hiéi og ræða við Steinunni Bjarnadóttur. Tóaleikor í Laugarneshirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.