Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 19
Fimmfudagur 10. apríl 1958 MORCVNBI. AÐIÐ 19 Um 800 í Starfsmanna- félagi Reykjavíkurbœjar AÐALFUNDUR Starfsmannafél- lags Reykjavíkurbæjar var hald inn í Tjarnarcafé mánudaginn 24. marz sl. Fráfarandi formaður félagsins, Þórður Ág. Þórðarson, flutti skýrslu urh störf stjórnar og full- trúaráðs á liðnu starfsári. Launa- og kjaramál félags- manna voru, sem fyrr, aðalvið- fangsefnið. Á sl. ári samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur reglu- gerð um laun og kjör fastra slarfsmanna bæjarins. Félagið fær nú, með leyfi bæj arráðs, afnot af sal og fundaher- bergi í Skúlatúni 2, til starfsemi sinnar. Félagsmenn gróðursettu á s.l. vori þrjú þúsund trjáplöntur í reit sinn í Heiðmörk. Á liðnu ári var í fyrsta sinn veittur utanfararstyrkur úr Menningar- og kynningarsjóði, er stofnaður var á 30 ára afmæli félagsins 17. jan. 1956. Umsækj- endur voru fjórir og hlutu þeir tvö þúsund krónur hver. Úr styrktarsjóði voru veittar ellefu þúsund krónur, er skipt var milli fjögurra félagsmanna, sem orðið höfðu fyrir veikindum og brunatjóni. Reikningar St. Rv. höfðu verið prentaðir og sendir félagsmönn- um fyrir aðalfund, voru þeir samþykktir athugasemdalaust. Fjárhagur féiagsins er góður. Fé- lagatalan er nú um 800. Á aðalfundinum fór fram kosn Háskólafyrirlesfur SÆNSKI sendikennarinn, Bo Almquist, fil. mag., flytur fyrir- lestur, er hann nefnir Ormur rauði og íslendingasögurnar, í háskólanum föstud. 11. apríl. Bókmenntir Svía hafa frá fornu fari orðið fyrir miklum áhrifum frá íslenzkum fornbók- menntum, sem Friðþjófs saga Tegnérs og Fólkungatréð eftir Heidenstam bera ljósan vott um. Sú bók um víkingaaldarefni, sem að vinsældum jafnast við fyrri vinsældir Friðþjófs sögu, er Orm ur rauði eftir Frans G. Bengts- son. Hún heíur verið þýdd á mörg mál, þar á meðal íslenzku. Frans G. Bengtsson var manna fróðastur um norræn efni. Um meðferð hans á forníslenzkum fyrirmyndum verður fjallað í fyrirlestri sendikennarans. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á sænsku, hefst kl. 8,30 e.h. í I. kennslustofu háskólans. Öllum er heimill aðgangur. ing 17 fulltrúa á þing B. S. R. B. Allsherjaratkvæðagreiðsla um stjórnarkjör fór fram í félaginu dagana 9. og 10. marz s.l. Úr stjórn áttu að ganga Þórð- ur Ág. Þórðarson, form., Júlíus Björnsson, varaform,, Kristín Þorláksdóttir, ritari og Haukur Eyjólfsson, bréfritari. Voru þau öll endurkjörin. Fyrir voru í stjórn: Georg Þorsteinsson, Gunnar Gíslason og Ragnar Þorgrímsson. Þórður Ág. Þórðarson, er gegnt hefur formennsku í félaginu s.l. 7 ár, baðst undan formannskjöri. Júlíus Björnsson, umsjónar- maður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var kjörinn for- maður. í varastjórn voru kosnir: Bjarni Bjarnason, Hákon Þor- kelsson og Sig. Gunnar Sigurðs- son. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig: Varaformaður er Ragnar Þor- grímsson, ritari Kristín Þorláks- dóttir, gjaldkeri Georg Þorsteins- son, bréfritari Haukur Eyjólfs- son, fjármálaritari, Þórður Ág. Þórðarson og spjaldskrárritari Gunnar Gíslason. Sainaði 123 nýjum íélögum HAFNARFIRÐI. — Fyrir nokkru var haldinn aðalfundur slysa- varnadeildarinnar Fiskaklettis. Stjórnina skipa nú séra Garðar Þorsteinsson prófastur, formað- ur, Jón Halldórsson ritari og Sieingrímur Atlason gjaldkeri. Þeir Haraldur Kristjánsson og Þorbjörn Eyjólfsson voru kosnir til að veita björgunarsveit deild- arinnar forstöðu. Einnig voru kosnir 8 fulltrúar á ársþing SVFÍ er hefst 24. apríl. Nú eru félagsmenn í Fiska- kletti 614, og þar af hefir frú Guðrún Eiríksdóttir safnað 123, sem verður að teljast mjög vel af sér vikið. Hefir hún af dugn- aði miklum og þrautseigju unnið af hendi þýðingarmikið starf, er seint verður fullþakkað. — Tekj- ur deildarinnar námu rúmum 12 þúsund krónum á sl. ári. Samþykkt var á fundinum að skora á viðkomandi aðila, að komið yrði fyrir neyðarsíma á syðri háfnargarðinum, sem hefði beint samband við slökkvistöð- ina. Einnig var rætt um nauðsyn þá að lagfæra stigana á bryggj- unum, svo og ýmislegt annað, er varðar slysavarnir við höfnina. — G.E. Þökkum hlýjar kveðjur og góðar gjafir í tilefni sextugs- afmælis og fjörutíu ára hjúskaparafmælis okkar. Guðrún Þorvarðardóttir, Pétur Þórðarson, Framnesvegi 6. Aðalftindur Alliance Francaise í ALLIANCE FRANCAISE í Rvík hélt aðalfund sinn 1. aprl. s.l. í Café Höll. Forseti félagsins, Magnús Jochumsson póstmeistari, skýrði frá störfum félagsins á síðast- liðnu starfsári. Haldnir voru fimm skemmtifundir á árinu með erindum, upplestrum, kvikmynda sýningum og ýmsum vönduðum skemmtikröftum. Þá var og hald- ið uppi hinum árlegu námskeið- um félagsins í frönsku og bóka- safn þess að Ásvallagötu 69 starfrækt. Þá gekkst félagið í samvinnu við franska sendiráðið hér í Reykjavík fyrir merkilegri sýn- ingu í sl. maímánuði á eftirmynd- um málverka eftir hina fræg- ustu frönsku listmálara frá dög- um Impressionismans til vorra daga. Sýning þessi vakti mikla athygli og var fjölsótt, enda mik- ill fengur fyrir alla þá er mynd- list unna. Myhdirnar voru eign franska menntamálaráðuneytis- ins, sem lánaði þær góðfúslega til sýningar hér, en að sýning- unni lokinni gaf það íslenzka menntamálaráðuneytinu mynd- irnar og hefir verið ákveðið að þær skuli ganga á milli íslenzkra skóla til sýningar. Gjaldkeri félagsins, Franz Siemsen, las síðan upp reikn- bílinn lánaban velti honum og ók á Ijósastaur SNEMMA á páskadagsmorgun var bíl ekið á ljósastaur vestur við Starhaga. Féll staurinn til jarðar án þess að nokkurn sak- aði, eða bíllinn yrði fyrir skemmdum. Var þar með lokið litlu næturævintýri ökumanns- ins, sem fengið hafði bílinn að láni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn horfinn. _ Kom í Ijós við rannsókn málsins, að bíl þessum hafði skömmu áður verið hvolft vestur á Ægis- síðu án þess að, bílstjórann eða tvo farþega, konu og karl, sakaði. Hafði bílstjórinn boðið þessu fólki upp í bílinn. Hann hafði einnig boðið tveim mönnum öðr- um. Þessu fólki hafði hann ekið upp í Skíðaskála og farið með ofsahraða og beint í bæinn aftur. Var hann búinn að aka tveim mannanná heim, en sá þriðji og konan voru eftir. Eftir að bíln- um hvolfdi kvöddu þau öku- manninn, sem þau ekki vissu nein deili á, né heldur mönnun- um tveim, sem verið höfðu með i Skíðaskála-hraðferðinni. Lögreglan hóf þegar leit að bílstjóranum eftir áreksturinn á Starhaga og fannst hann nokkru síðar. Leikur grunur á að hann hafi verið undir áhrifum áfeng is. inga félagsins, sem fundurinn samþykkti einróma. Síðan var gengið til stjórnarkjörs. Aðal- stjórnin var öll endurkjörin en hana skipa: Magnús Jochumsson er kjörinn var forseti og með honum þau Björn L. Jónsson, Magnús G. Jónsson, Franz Siem- sen og Sigurlaug Bjarnadóttir. í varastjórn voru kjörnir: Ár- sæll Jónasson og Bogi Ingimars- son. Endurskoðendur: Magnús Víglundsson og Finnbogi Kjart- ansson. Viðhorf Norðmanna til víkkaðarar landhelgi íslendinga BERGEN, 9. apríl. — Norska fréttastofan NTB hefur snúið sér I til Finns Devolds fiskifræðings ’ og spurt hann hvaða þýðingu það j myndi hafa fyrir norskar fisk- | veiðar, ef íslendingar tækju upp 12 sjómílna landhelgi. Devold svaraði á þessa leið: Síldin á fslandsmiðum er á mót um kaldra og heitra strauma. Þessi straumamót hafa að undan- förnu verið langt fyrir utan land. Núverandi landhelgi íslendinga hefur engin áhrif haft á síldveið- ar okkar. Ég tel, að það muni heldur engin áhrif hafa á síldveiðar okk- ar, þótt íslendingar víkkuðu land j helgi sína í 12 sjómílur, að, minnsta kosti ekki eins og .nú stendur. Síðan 1951 hafa síldveið- ar Norðmanna við ísland verið j aðallega 30—40 sjómílur undan landi. Hins vegar gæti það haft nokk- ur áhrif á síldveiði okkar, ef síld- in hagaði sér eins og hún gerði á fjórða tug aldarinnar, þegar veiðin var mest inni á ís- lenzku fjörðunum. Skrifsfofur okkar verða lokaðar EFTIR HÁDEGI VEGNA JARÐARFARAR Guitiiar Guðjénsson * S. Arnason og Co. Innilegar þakkir til allra, er gerðu mér 70 ára afmælis- daginn 5. apríl s.l., ógleymanlegan með heimsóknum, gjöf- um, skeytum og kvæðum. Guð blessi ykkur öll. Bjarni ívarsson. Hugheilar þakkir flyt ég öllum vinum mínum, er minnt- ust mín á áttatíu ára afmælisdegi mínum 6. þ. m. Sérstaklega þakka ég frú Láru Bjarnadóttur og fjölskyldu hennar fyrir alla rausn og fyrirhöfn í sambandi við daginn og kærleika mér sýndan þá og fyrr. Lifið heil. Elinius Jónsson, Ólafsvík. Vegna jarðarfarar prófessors Magnúsar Jónssonar verða skrifstoíuT vorar lokaðar frá hádegi ídag. Reykjavík 10. apríl 1958. Innflutningsskrifstofan. Litla dóttir okkar ERLA VALGERÐUR LINDBERG andaðist aðfaranótt 8. þ.m. í St. Jósefsspítalanum í Hafn- arfirði. Jarðarför hennar fer fram frá Hafnárfjarðar- kirkju n.k. föstudag 11. þ.m. kl. 2 síðdegis. Hans og Ala Lindberg. Maðurinn minn og sonur KRISTJAN KRISTJANSSON húsasmíðameistari, Blómvallagötu 10A, andaðist á sjúkra- húsi Hvítabandsins 9. þ.m. Sigríður Sigurðardóttir Ólafía Hansdóttir. Jarðarför mAlfríðar jónsdóttur sem andaðist á Elliheimilinu hinn 27. f.m., fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 11. þ.m. kl. 1,30 e.h. Vinir hinnar látnu. Jarðarför mannsins míns, sveinbjarnar lArussonar, er andaðist 5. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 3 síðdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Sigríður Sveinbjörnsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hluttekningu við andlát og jarðarför GEIRÞRÚÐAR KRISTJAnSDÓTTUR Bjargi, Hellissandi. Benedikt S. Benediktsson, börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför VALDEM ARS BRYNJÓLFSSONAR frá Sóleyjarbakka Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför GfSLA ÞORVARÐARSONAR málara. Sigurborg Hansdóttir og börnin. Öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við fráfall GlSLA STEFANSSONAR og STEFANS LITLA, sendum við hjartans þakkir. Guðrún Matthíasdóttir og börn Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.