Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 8
s MORCVTS BL AÐlb Fimmtudagtir 10. apríl 1958 Helgi Cunnlaugsson á Hafursstöðum 70 ára Á SUMARKVÖLDI fyrir tæp- um 34 árum, var ég á gangi í Húsavík og satt að segja í hálf- gerðir leiðslu yfir fegurð islenzka jónsmessukvöldsins, þegar allt í einu vatt sér að mér vörpulegur ljóshærður Þingeyingur, sagðist Helgi heita Gunnlaugsson frá Hafursstöðum í Öxárfirði, vera trúlofaður ágætri stúlku sem Kristín héti Gamalíelsdóttir úr Þistilfirði og nú yrði ég að gefa þau saman straks, því fagurt væri veðríð og engan mætti sumar- daginn missa við nýbyrjaðan bú- skapinn. Ég brosti og spurði hvort ekki mætti dragast til morguns, en þá tók ungi maðurittn fast í hendina á mér brosti svo drengilegu og hýru brosi um leið og hann mælti: „Kvöldið er svo fallegt, ég veit að þú gerir þetta fyrir mig kunningi". Þetta ávarp, eins fallega og hreinskilningslega og það var sagt, sló á allan mótþróa minn og ég gerði auðvitað eins og um var beðið. Á þessu tuttugasta og sjöunda júníkvöldi 1927 hófst kunnings- skapur okkar Helga, sem síðan hefir vaxið og orðið að innilegri vináttu. Helgi er næstelsti sonur merkis hjónanna Gunnlaugs Flóvents- sonar og Jakobínu Sigurjónsdótt- ur, sem bjuggu á Hafursstöðum og þar hefir Helgi í hópi góðra og glaðra systkina alist upp og orðið svo heillaður af heiðalönd- unum íslenzku, að hann hefir lifað alla þá fegurð og yndis- leik þeirra, sem Jón Trausti lýsir í inngangi sínum að „Heiðarbýl- inu“, þarna við dunandi hljóðið úr Dettifossi og Vígabjargsfossi orðið svo bergnuminn í jaðri hins mikla Hólssands í suðri en hjá bökkum Álftavatnsins í norðri, að hann hefir aldrei getað hugsað sér að yfirgefa þessa fögru föður- leifð sína, þrátt fyrir vetrarríkið og þrátt fyrir mein, sem hefir meinað honum um mörg ár að ganga heill til skógar. Ekki hefði þó á atvinnunni þurft að standa fyrir þennan elju sama völund, því svo er hann hagur á tré, svo smekklegur í tréskurði og litavali, að allt verð- ur fallegt, sem Helgi snertir á. Hann hefir byggt upp Hafurs- staði bæði að utan og innan, hann hefir verið við smíðar ótal húsa í Öxafirði og víðar í Norð- ur- Þingeyjarsýslu og síðast en ekki sízt hefur hann staðið fyrir byggingu kirkjuturnsins á Skinnastaðakirkju á 100 ára af- mæli hennar og þá um leið málað kirkjuna innan svo sem þurfa þótti, og ber allt vott um skiln- ingsríkt og kærleiksríkt verk listamannsins, sem alla ævi hefir lifað við Kröpp kjörin heiðarbýl- isins og aldrei fengið að svala listhneigð sinni eða til náms sett- ur. En þarna í töfrum öræfanna, sem hann hefir bundið tryggð við, hefir ágæt kona hans Kristín Gamalíelsdóttir bundið tryggð við hann, verið honum stoð og stytta í stríðu sem blíðu og fjórar dætur hafa verið foreldrum sín- um vænar og samhentar í fá- sinni vetrarríkisins, sem fáir þekkja, en þar og þá á Helgi líka annan hauk í horni, sem er systir hans merkiskonan góða og glað- væra, frú Halldóra á Ærlæk, sem aldrei lætur á sér standa, þegar hægt er að rétta fram hjálpandi hönd. Umhyggju Helga og Kristínar, vináttu þeirra og velvild þekki ég sérstaklega í breytni þeirra við dótturson minn ungan, sem hefir í fjögur sumur verið í orðs- ins fegurstu og fyllstu merkingu til fósturs hjá þeim á Hafursstöð- um og á þaðan aðeins fagrar endurminningar um fólkið góða, sem hann var hjá. — Frá hon- um, móður hans og mér eru í dag 10. apríl sendar hugheilar heilla- óskir til Kristínar og Helga á Hafursstöðum á sjötugsafmæli hans. Júl. Havsteen. Til sölu 3 herbergi og eldhús á hæð og eitt herbergi í risi við Hringbraut. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsið) Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Vandaðar íbuðir til sölu 1 húsinu Álfheimar 34 höfum við til sölu íbúðir á hæð- um, sem eru 117 ferm. 4 herbergi, eldhús, bað og hall. 1 kjallara fylgir auk þess 1 íbúðarherbergi, sérstök geymsla eignarhluti í þvottahúsi, þurrkherbergi, barnavagna- geymslu, og frystigeymslu. Ibúðirnar eru nú tilbúnar und- ir tréverk og málningu. Þær verða seldar í því ástandi með múrhúðun utanhúss og sameign fullgerðri. Hægt er að fá þær lengra komnar eða fullgerðar. Lán á II. veð- rétti kr. 50 þús. fylgir. I. veðréttur laus fyrir kaupanda. Eru til sýnis á venjulegum vinnutíma. Fasteigna & Verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, símar: 13294 og 14314. Upplýsingar eftir kl. 20 í símum 34619, 16649 og 15801. BOKAÞATTUR: * Sænska skáldið * Eyvind Johnson EYVIND JOHNSON, einn áhrifa mesti og merkasti nútímarithöf- undur Svía er væntanlegur hing- að til lands á sænsku bókasýn- inguna, er verður opnuð 19. þ. m. Því miður hafa verk þessa stór- skálds, sem sæti á í sænsku Aka- demíunni, ekki verið þýdd á ís- lenzku, Hann er því ekki þekktur og metinn að verðleikum hér á landi, en búast má við, að heim- sókn hans verði til að kynna ís- lendingum manninn. Eyvind Johnson er hinn prýðilegasti ræðumaður, og munu á næstunni gefast góð tækifæri til nð njóta málsnilldar hans og skarp- skyggni. Eyvind Johnson er fæddur aldamótaárið 1900 í Överluleá, en sá staður er í norðurhluta Norrlands. Æskuár hans voru við burðarík. Fjórtán ára gamall fór hann að heiman frá fósturfor- eldrum sínum og starfaði um skeið við timburfleytingar. Síðar lagði hann stund á ýmis störf: vann í múrsteinaverksmiðju, sögunarmyllu, starfaði sem raf- virkjanemi og sýndi kvikmyndir. Á þessum tíma voru verkföll tíð í Svíþjóð, atvinnuleysi mikið og ókyrrð í mönnum. Þessum minn- ingum frá næmastai skeiði æv sinnar hefur Eyvind Johnson lýst í bókaflokki er nefnist Romanen om Olof (Skáldsagan um Ólaf). Bækur þessar, sem eru vinsæl- ustu rit Eyvinds Johnson, eru að verulegu leyti ævisaga hans og eru meðal merkustu þróunar- skáldsagna Svía á þessari öld. Menntunarþorsti Eyvinds John- son var óslökkvandi, og þótt hann nyti aðeins barnaskóla- fræðslu þá tókst honum með sjálfsnámi að verða einn hinna lærðustu og víðlesnustu rithöf- unda úr alþýðustétt. Fróðleiks- fýsn hans knúði hann til langra utanlandsferða, og hann hefur dvalizt árum saman í Berlín og París. Þetta voru erfið ár, og oft bjó hann við skort. Á þessum ár- um þroskuðust hæfileikar Ey- vinds Johnson til ritstarfa, og voru þá gefnar út fyrstu merku skáldsögur hans, t. d. Stad í ljus (Borg í ljósi) og Stad í mörker (Borg í myrkri). Fyrrnefnda bók in, sem upphaflega var gefin út á frönsku, segir frá ungum manni í París, sem býr við sult og seyru en bíður eftir ábyrgðarbréfi með þóknun fyrir fyrstu bók sína. Síðari bókin lýsir kulda og and- legri stöðnun í smábæ norður undir heimskautsbaug. Umhverf- ið minnir á Boden. Þessar tvær andstæður, þorpið Boden og heimsborgin París, eru í raun- inni táknrænar fyrir tvo megin- þætti í skáldskaparferli Eyvinds Johnson. Annars vegar ríkja þar norrlenzkt þunglyndi og alvara, er hann lýsir hljóðlátum og inni- byrgðum sálum í myrkri og kulda. Hins vegar kemur hin bjartari hlið Eyvinds Johnson fram við náin kynni hans af menningarlífi meginlandsins, fornum stílbrögðum og nýjum menningarstraUmum. Nýtur sín þar glettni hans og skýrleiki. Eyvind Johuson Meðan Eyvind Johnson dvald- ist erlendis, kynntist hann nýjum stefnum í bókmenntum og sálar- fræði. Meðal rithöfunda, er hann kynnti sér, má nefna Gide, Joyce og D. H. Lawrence. Hugsjónir þeirra og frásöguhátt tók hann upp, en gaf þeim um leið sinn persónulega biæ. Eyvind Johnson er einnig með fyrstu sænsku rit- höfundunum, er tóku sálgreining arstefnu Freuds í þjónustu skáld skaparins, Með nýjum og skýrum hugmyndum og frumlegum frá- sagnarstil hefur Eyvind Johnson haft feikileg áhrif á nútímamenn ingu Svía. Ekki sízt sem fyrir- mynd margra yngri rithöfunda, enda eru það áhrif beztu erlendra bókmennta, sem gætir í ritum hans. Enda þótt Eyvind Johnson sé einn þeirra manna, sem alltaf stendur styr um og þó að hann reyni aldrei að þóknast lesend- um sínum, hafa vinsældir habs farið sívaxandi. Þjóðskáld varð Eyvind John- son þó fyrst við útgáfu bóka- flokksins Romanen om Olof. Það ritverk skipaði honum á bekk með fremstu skáldsagnahöfund- um Svia á þessari öld. í þessum bókum er frásögnin hraðari og jafnari en í íyrri bókum hans þar sem rökræður bera stundum söguþráðinn ofurliði. Bókaflokk- urinn um Ólaf er ritaður í ein- földum og gagnyrtum stíl en í alvörunni bregður víða _ fyrir sjálfhæðni. Unglingurinn Ólafur nær tökum á lesendum þegar í upphafi og heldur þeim til loka hins langa bókaflokks, sem einn- ig er merkileg heimild um við- burðaríkt tímabil í sögu sænska þjóðfélagsins. Jafnframt er hér lýst á ógleymanlegan hátt þróun- arsögu fróleiksfúss unglings. Er síðasta bindi ritsafnsins um Ólaf kom út, hafði blikur dregið á loft, nazismi og fasismi náðu æ meiri völdum, og á Spáni hafði um hríð geisað borgara- styrjöld. Eyvind Johnson hafði alltaf fylgzt með atburðum líð- andi stundar og verið andvígur hvers konar ofbeldi. Það var því eðlilegt að hann andmælti yfir- gangsstefnunum. Þetta kemur fram í skáldsögunum Nattövning (Heræfing að nóttu) 1938 og Sold atens áterkomst (Hermaður snýr heim) 1940. Athyglisverðust þeirra bóka er sýna baráttu skáldsins í þágu mannkynsins er þó bókaflokkurinn mikli um Kril on fasteignasala og vini hans (1940—45). Hér er viðfangsefnið — andstæðan einræði : lýðræði — fært á persónulegt svið. Til- gangurinn og ádeilan er þó aug- Ijós. Krilon lýsir skoðunum sín- um þannig: „Frjálsar umræður eru merkasta aðferðin sem mann kynið hefur fundið upp, og ég trúi á þær“ Að láta allar skoðan- ir njóta sín einkennir ritverk Ey- vinds Johnson. Hann er umburð- arlyndur og hefur yndi af rök- ræðum. í mörgum eldri bókum hans er varpað fram svo mörgum og skynsamlegum skoðunum að erfitt er að átta sig á því hvaða málstað höfundurinn sjálfur fylgi. En þegar aðalatriðið, mál- frelsið, er í hættu, þarf enginn að vera í vafa um skoðanir Eyvinds Johnson. Eftir stríðið hefur Eyvind Johnson leitað nýrra leiða í skáld skap sínum, bæði að .efnisvali og stíl. Hann er einn þeirra rithöf- unda, sem aldrei eru í rónni, en alltaf þurfa að leita að einhverju nýju. Bókin Strándernas svall (Sævarhljóð) sem ort er upp úr Odysseifskviðu, varð mjög vin- sæl. í henni sýnir hann grísku hetjurnar í ljósi nútíma sálar- fræði. Reynir hann með því að draga upp sannari mynd af mannseðlinu en hetjukvæðin sýna. Á síðari árum hefur Eyvnd Johson enn fært út kvíarnar um efnisval, meðal annars skrifað ágæta skáldsögu um galdraof- sóknir í Frakklandi á miðöldum, Drömmar om rosor och eld (Draumur um rósir og eld). Þessi bók er táknræn eins og önnur rit Eyvinds Johnson og á brýnt erindi til nútímamanna. Síðasta bók Eyvinds, Johnson er Molnen över Metapontion (Ský yfir Metapontion) en hún kom út 1957. Molnen över Meta- pontion er yfirgripsmikil frásögn, er gerist í Hellas, S.-Ítalíu for- tíðarinnar og einnig í Evrópu nú- tímans. Þessi bók segir frá mann- legum kjörum og listinni að lifa af allar hörmungar. Það má að vísu segja að ritverk Eyvinds Johnson fjalli öll um þetta efni. Norrlendingurinn sjálfmenntaði er orðinn einn mesti húmanisti sænskra nútímabókmennta, for- vígismaður vestrænnar menning- ar og einstaklingsréttinda. Það er þetta, sem veldur því, að Ey- vind Johnson getur komið jafn- auðveldlega fram á hinum ólík- ustu sviðum, í Norrlandi og Stokkhólmi nútímans, í Frakk- landi miðaldanna og Grikklandi fornaldarinnar. Umhverfið er baksvið persónanna í smæð þeirra eða mikilleik, en maður- inn og vandamál hans eru söm á öllum öldum. Áður var rætt um Krilon fast- eignasala, sem er aðalpersónan í einum af merkustu ritverkum Eyvinds Johnson. Orðið Krilon er myndað af nöfnunum Krist og Platon. Andlegs skyldleika Ey- vinds við Sokrates og Platon kennir víða í ritum hans, og þótt lifsskoðun Eyvinds sé fjarlæg kristindómi, verður skáldskapar- stefnu hans ef til vill bezt lýst með orðunum: Ecce homo, Sjáið þið manninn. B. A. Clœsilegt einbýlishús Glæsilegt nýtízku einbýlishús, sem er 2 hæðir og lítið niðurgrafinn kjallari, á góðum stað í Austurbænum til sölu. Á neðri hæð eru 2 stofur, hall með gluggum og eld- hús. Á efri hæð eru 4 herbergi og bað. I kjallara 3 her- bergja íbúð. Góður bílskúr og ræktuð lóð með fallegum trjám. Flatarmál hússins er 80 fermetrar. Skipti á nýtízku 4—5 herbergja íbúðarhæð (efri hæð) ásamt rúmgóðu íbúðarrisi koma til greina. STEINN JÓNSSON, hdl. lögfræðiskrifstofa — fasteignasala . urkjuhvoli, símar: 14951 og 19090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.