Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ SA-kaldi og dálítil rigning. 81. tbl. — Fimmtudagur 10. apríl 1958 Krúsjeff í Ungverjalandi Sjá bls. 6. Voru tveir íslenzkir togarar að veiðum í landhelgi? „Neptúnus" tekinn við suðurströndina, en hinn sást úr flugvél á Jökuldjúpi Gunnar Gunnarsson í KVÖLD kl. 9 hefst opinber fundur í Gamla Bíói í Reykjavík á vegum félagsins Frjálsrar menn ingar. Fundarefnið er: Austur og vestur — baráttan um manns- sálina. í upphafi fundarins mun Gunn ar Gunnarsson skáid, kynna Bílastæði bönnuð við nokkrar gaml- ar götur Á FUNDI bæjarráðs, á þriðju- daginn var lagt fram bréf lög- reglustjóra, þar sem skýrt var frá, að umferðarnefnd leggi til, að bifreiðastöður verði bannaðar á eftirtöldum götum sem hér seg- ir: Hallveigarstíg, sunnan megin götunnar. Spítalastíg, frá Þing- holtsstræti að Bergstaðastræti beggja vegna götunnar og frá Bergstaðastræti að Óðinsgötu, norðan megin götunnar. Skál- holtsstíg, frá Fríkirkjuvegi að Grundarstíg, beggja vegna göt- unnar. Bókhlöðustig, beggja vegna götunnar. Þingholtsstræti, frá Amtmannsstíg vestan megin götunnar og frá Bókhlöðustíg, austan megin götunar. Laufás vegi, frá Skothúsvegi að Bók- hlöðustíg, vestan megin götunn- ar. Grundarstíg, frá Hellusundi að Spítalastíg, vestan megin göt- unnar. Bergstaðastræti, frá Spítalastíg að Baldursgötu, vest- an megin götunnar. Bjargarstíg, norðan megin götunnar. Amt- mannsstíg, frá Lækjargötu að Skólastræti, norðan megin göt- unnar. Bæjarráð samþ. að vísa tillög- um til bæjarstjórnar og mæla með þeim til samþykktar þar. Bókauppboð á morgun SIGURÐUR Benediktsson held- ur bókauppboð í Sjálfstæðishús- inu á morgun kl. 5. Bækurnar eru til sýnis á uppboðsstað kl. 2—6 í dag og kl. 10—4 á morgun. Meðal bókanna, sem seldar verða, eru: Sýslumannaævir, Fornbréfasafnið, Safn til sögu íslands, Lesbók Morgunblaðsins frá upphafi, ferðabók Þorvaldar Thoroddsen, 12 frumútgáfur af Laxnessbókum og ýmsar gaml- ar rímur, þ.á.m. Rímur af Sig- urði snarfara eftir Snorra á Húsa felli (útg. í Hrappsey 1779). Frode Jakobsen danska stjórnmálamanninn Frode Jakobsen, sem dvelst nú hér á landi í boði Frjálsrar menningar. Jakobsen flytur síðan erindi, og að lokum talar Áki Jakobsson alþingismaður. í gær voru liðin 18 ár, síðan herskarar Hitlers réðust á Dan- mörku. Skömmu síðar er Frode Jakobsen fyrst getið varðandi hina stóru atburði í sögu þjóðar hans, er hann tekur að skipu- leggja frelsissveitir gegn herriáms liðinu. Þær áttu fyrir sér að efl- ast, og nokkrum árum síðar var Frode Jakobsen orðinn foringi 50.000 vopnaðra manna, sem börð ust við þýzku nazistana. Eftir stríðið hefur hann tekið mikinn þátt í stjórnmálum Danmerkur og Evrópu og stefna hans mótazt af þeiri reynslu, er hann fékk í baráttu stríðsáranna. Skoðanir sínar kynnir hann með glæsilegri Metafli hjá útilegu bát í Reykjavík VÉLSKIPIÐ Akraborg, EA kom hingað til Reykjavíkur í gær og landaði í Sænska frystihúsið. Hefur skipið lagt hér upp í vetur og er meðal útilegubáta, sem héðan róa. Aflinn, sem báturinn landaði, var eftir fimm lagnir, og reyndist hann 103 lestir, aðal- lega slægður fiskur. Er þetta mesti afli, sem útilegubátur hef- ur landað hér í Reykjavík, eftir eina veiðiför. í fyrradag voru þessir bátar með hæstan afla hér: Barði 39 lestir, Ásgeir 36, og Vörður 31 lest. Er hér um að ræða óslægðan fisk. Miimingarsjóður um dr. Victor Urbancic ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN hefur stofnað minningarsjóð um söng- stjóra sinn, Dr. Victor Urbancic, sem lézt 4. þ.m. Sjóður þessi heit- ir: Minningarsjóður Dr. Victors Urbancic, og er ætlað að vera i framtíðinni til styrktar íslenzk- um læknanemum samkvæmt síðari ákvörðun í stofnskrá. Með því að uppfylla þessa ósk Dr. Vietors Urbancic vill Þjóð- leikhússkórinn heiðra minningu hans og þakka honum hans ómet- anlegu störf. Framlögum til sjóðsins er fyrst um sinn veitt móttaka hjá dyraverði Þjóð- leikhússins. Áki Jakobsson mælsku, og mun því marga fýsa að hlusta á hann í kvöld. Áki Jakobsson alþingismaður talar nú í fyrsta sinn á opinber- um fundi í Reykjavík, eftir að hann sneri baki við sínum fyrra flokki. Hann þekkir starfsemi ís- lenzkra kommúnista flestum bet- ur og eiga upplýsingar hans um hana því brýnt erindi til þjóð- arinnar. Aðgangur að fundinum er ó- keypis og öllum heimill. Um 1800 lestir af fiski bárust síðari hluta marz AKRANESI, 9. apríl. — Akranes bátar lönduðu alls 2457 lestum af fiski eftir 320 róðra í marzmán- uði. Mestur hluti aflans kom á land síðari helming mánaðarins, eða tæplega 1800 lestir. í marzlok voru þessir bátar með mestan afla eftir mánuðinn: Sigrún 241 lest, Sveinn Guð- mundsson 184 og Sigurvon 159. Næst koma 6 bátar með 140—150 lestir hver. í gær lönduðu 17 bátar hér alls rúmlega 300 lestum og hafði Böðvar mestan afla, 31 lest. Höfr- ungur var með 27 og Sigrún 26. Aflahæstur Akranesbáta frá vertíðarbyrjun er Sigrún með 610 lestir. VARÐSKIPIÐ Ægir kom hingað til Reykjavíkur laust eftir há- degi í gær með togarann Neptún- us. Talið var, að skipstjórinn hefði brotið landhelgislöggjöf- ina. „Neptúnus" var staddur út af Herdísarvík, er varðskipið kom þar að um kl. 4 í fyrrinótt. Ægir var í nokkurri fjarlægð frá togaranum, en varðskipsmenn töldu sig sjá í ratsjánni, að „Nep túnus“ færi rétt inn fyrir „lín- una“. Hafði hánn mælzt 0,4 sjóm. fyrir innan. Þegar Ægir kom á vettvang var „Neptúnus“ um 0,5 sjóm. fyrir utan línu. Þegar þetta gerðist og varð- skipið stöðvaði togarann, var stýrimaðurinn í brúnni, en Bjarni Ingimarsson, skipstjóri í klefa sínum. Þar eð skipherrann á Ægi, Þór arinn Björnsson, taldi hér um landhelgisbrot að ræða af hálfu togarans, ákvað skipherrann að sigla til Reykjavíkur. Rannsókn í málinu hófst síðdegis í gær. Stýrimaðurinn, sem var í brúnni telur sig hafa verið að veiðum fast við „línuna". Á þessum sömu slóðum voru margir netjabátar og missti einn þeirra net sín í vörpu togarans. í gærkvöldi var rannsókn ekki lokið í málinu hjá sakadómara- embættinu og verður henni hald ið áfram í dag. Mun jafnvel óvíst hvort dómur gengur í dag. Annar togari í landhelgi. í gærmorgun, er fregnin um töku Neptúnusar barst um bæinn, bárust jafnhliða fregnir af því, að annar togari hefði verið tek- inn. Hafði strandgæzluflugbátur- inn Rán verið á könnunarflugi yfir „línunni" í Jökuldjúpinu, í fyrrakvöld. Flaug hann þá yfir íslenzkan togara, sem var að veið um langt fyrir innan „línuna“. Það fylgdi fregninni að hér væri um að ræða Hafnarfjarðartogar- ann Júlí. Ekki vildi forstjóri Landhelg- isgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, staðfesta að nafnið væri rétt á togaranum, sem Rán tók í fyrri- nótt, en hann mótmælti því ekki heldur. Á því stigi, sem mál þetta er nú, verst ég allra frétta, sagði forstjórinn. Júlí er væntanlegur til hafnar í dag og mun þá þegar hefjast rannsókn í máli togarans. Ingi R. Jóhannsson hefir forystuna AÐ UNDANFÖRNU hefir Skák- þing íslands staðið yfir. Eftir 6 umferðir er Ingi R. Jó- hannsson efstur í landsliðsflokki með 5 vinninga og biðskák (við Hauk Sveinsson). Annar er Ingi- mar Jónsson með 5 vinninga, 3. —4. Kári Sólmundarson og Hall- dór Jónsson með 3% v. hvor og Páll G. Jónsson með 3 vinninga og biðskák. Sjöunda umferð var tefld í gærkveldi. í meistaraflokki er Jón M. Guðmundsson efstur með 5 vinn- inga og Hermann Jónsson annar með 4 vinninga. Þormóður goði leggst að hafnarbakkanum í gær. Sjá frásögn af komu skipsins á bls. 3. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Austur og vestur baráttan um mannssálina Cpinber fundur í Camla Bíói kl. 9 r kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.