Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLAÐÍÐ Fímmtudagur 10. apríl 1958 — Magnús Jónsson Framhald af bls. 11. innstu fytgsnum sálar hans, enda aðeins mat mitt. En ég er ekki opinskár úr hófi þótt ég segi þá skoðun mína að Magnús Jónsson hafi verið ákaflega dulur maður, þótt margir hafi sennilega ætlað annað vegna skrafhreifni hans og kæti, en auk þess mikiu skap- méiri og jafnframt þó viðkvæm- ari og hlýrri en flestir munu hafa ætlað. Held ég að stundum hafi hann tekið sér ýmislegt nær en vitað var, og oft verið sár og von- svikinn, ef honum þótti vinirnir bregðast. Persónulegt nart og árásir andstæðinganna snertu hann lítið. Hann gerði sér áreið- anlega vel ijóst, að ræðusniiling- ur, sem í áratugi var í fremstu víglínu áhlaupaliðs Sjálfstæðis- flokksins, varð að geta þolað sársaukalaust spjótalög andstæð- inganna. Það vorkenndi heldur aldrei nokkur maður Magnúsi Jónssyni af þeim sökum, enda bitu þessi vopn hann ekki. Hitt kann að vera, að honum hafi fall- ið deilurnar verr en hann lét, en þegar á hólminn kom, þá var hann ævinlega orrustuglaður kappi. Ekki nenni ég heldur að telja harmatölur nú við samvistarslit- in, enda engin ástæða til. Eitt sinn skal hver deyja. Magnús Jónsson fór að sönnu of fljótt vegna þess, hve mikið hann átti ógert. Þekking hans, starfslöngun og starfhæfni verða ekki bætt. En það er skaði þjóðarinnar, en síður hans sjálfs. En sannarlega er sá öfundsverður, sem getur sagt, eins og hann sagði sjötug- ur: „Ég er með þeim ósköpum gerður, að finnast öll störfin hafa verið skemmtilegust“. Og fyrir bennan merka gæfu- og gáfu- mann var áreiðanlega ákjósan- legast að mega hætta leiknum, þegar hæst hann fór — að þurfa ekki að lifa sjálfan sig, en fá nú að aka heilum vagni heim, eftir óvenju athafnasama giftu- og gleðiríka ævi. Og satt frá sagt, þá vildi hann líka fara. Honum hvarf lífslöngunin við konumiss- inn rétt fyrir síðustu áramót. Hann hafði þá dvalið sjálfur í Landsspítalanum nokkrar vikur. Hann ætlaði að sækja þangað hvíld og heilsubót. Hann hætti við það. Hann vildi ekki fara heim aftur. Ákvað að dvelja áfram í spítalanum. Og hann ákvað víst fleira. Eitt hið síðasta, sem Magnús Jónsson sagði við mig nokkrum dögum fyrir andlátið var þetta: „Ég er alveg tilbúinn. Ég er bú- inn að segja læknunum það. En ég vil helzt ekki þurfa að deyja tvisvar". Hann sagði þetta ósköp látlaust og brosti, en vék síðan að öðru. Ég skildi vel hvert stefndi, en bjóst þó við að sjá hann aftur og raunar talaðist okkur svo til. Það varð ekki, hvað sem fram- undan kann að biða. Hæfileikar Magnúsar Jónsson- ar mundu án efa hafa skipað hon- um nærri öndveginu í íslenzku þjóðlífi hvenær sem hann hefði verið uppi. En hvorki held ég, að frami hans hefði orðið meiri né gleði jöfn á öðru tímabili í sögu íslands en einmitt á þessari ann- arri landnámsöld íslendinga, sem hófst síðast á síðustu öld, tók risastökkið með komu togaranna, en hélt síðan áfram stórum skrefum og raunar oft stökkum allt fram á þennan dag. Þessi bráðgáfaði draumaprins úr Norðurárdalnum, sem var upp alinn í einni allra fegurstu byggð íslands, Skagafirðinum, á miklu menningar- og rausnarheimili mikilhæfra foreldra, sá strax í æsku fyrir hugskotssjónum sín- um enn fleiri og stærri sýnir en fyrir auga bar. Hvern mundi það hafa glatt meir en hann, að lifa einmitt þetta mikla blómatímabil, að sjá þjóð sína lyftast úr sárustu fátækt til góðra efna, hafa dag- lega fyrir augum hina algjöru breytingu á öllum sviðum þjóð- lífsins í andlegum og veraldleg- um efnum. Og ekki sízt að standa sjálfur í „stýrishúsinu", sem einn atkvæðamesti alþingismaðurinn ; nær hálfa þessa rúmu hálfu öld, sem allt þetta ótrúlega ævintýri hefur skeð á, og eiga sinn þátt i að stýra förinni inn í fyrirheitna landið. Ég trúi á mátt hins frjálsa framtaks og fullyrði óhikað, að ísland hefði aldrei „sprungið út“ í loftslagi seinni ára hafta og banna. Magnús Jónsson var hinn mikli trúboði þessa frelsis, ridd- ari þess til sóknar og varnar. Hann skildi, að hið bezta, sem handhafar almannavaldsins geta gert fyrir einkaframtakið og þar með heildarhagsmuni þjóðarinn- ar, er oft einmitt það, að gera ekkert til að hefta það, þótt leið- arstjarnan sé auðvitað sú að búa sem bezt í haginn fyrir sérhvern þann, sem vit hefur og vilja til að brjótast áfram og efla með því jafnt sinn eigin hag sem hags- muni heildarinnar. Stjórnmálalífi sínu lifði hann fyrir þessa trú og sá fleiri hug- sjónir rætast en flestir aðrir. Ólafur Thors. Komu þar til hinar fjölþættu gáfur, sem hann varð snemma þjóðkunnur af, auk lærdóms í guðfræði. Við stúdentana hafði hann raunar ekki mikil skipti utan kennslustunda, og minni en samkennarar hans, einkum próf. Sívertsen, enda hafði hann þá þegar mörg járn í eldi, stjórnmál í stórum stíl, ritstjórn, ritstörf önnur og fleira. En kennslustund ir hans voru afburða skemmti- legar, og þær voru skemmtilegar undantekningarlaust. Hugurinn var svo frjór og fljótur. Lærdómur hans var traustur, fróðleikur hans var skemmtilega alhliða, framsetningin var létt og ljós, leiftrandi gáfur hans svo snjallar, fjörið svo heillandi fyrir unga menn. Vitanlega gat komið fyrir, að stúdentunum láðist að vita það, sem þeir áttu að vita, og læra það, sem þeir áttu að læra. Þá átti Magnús Jónsson það til, að beita kímnigáfu sinni, en ævinlega létt og varlega. Þrátt fyrir margvísleg umsvif og mjög langan starfsdag að jafnaði, kenndi aldrei á honum þreytu. Innlifthn hans í viðfangsefnin var djúptæk. Hann var stúdent- unum afburða leiðsögumaður, hvort sem hann leiddi okkur inn í hinn dulúðga, víðfeðma helgi- dóm Jóhannesarritanna, eða lét okkur ferðast um hugarlönd Páls postula og fylgja honum á ferð- um hans. Og kennsla hans í kirkjusögunni var svo lifandi, lit rík og ljós, að með nýrri gleði settust stúdentarnir á bekki sína hvern morgun, er hann hóf kennslu. Hann var heimamaður í al- þingishúsinu á þeim árum, er ég man hann bezt: þingmaður á efri NÚ ER SKARÐ fyrir skildi, er Magnús Jónsson er horfinn. En þeir, er eftir lifa, heiðra minn- ingu mikilhæfs og dugandi manns, sem afkastaði stóru og þýðingarmiklu dagsverki. Við guðfræðideild Háskóla fs- lands starfaði hann rúma þrjá áratugi og er öllum nemendum hans minnisstæð kennsla hans. Ljós og lifandi framsetning ein- kenndi hana, samfara mikilli þekkingu og djúpum skilningi á viðhorfum manna, hvort eð held- ur var um að ræða ótta Þessa- lóníkumanna við dauðann eða kröfur páfa til heimsyfirráða. Oft kom hann nemendum sínum á óvart með spurningum eða við- horfum, sem ekki var hægt að finna í bókum. Andi hans var svo auðugur, að hann gat miðlað nem endum sínum af honum óspart. Og okkur þótti unun að finna í kennslustundum hans hið frum- lega, — innblásna hugmynd, sem hann leifturhratt dró upp fyrir okkur. En slíkt er fáum gefið. Þótt hann hefði þennan mikil- væga eiginleika kennarans til að bera, varð það ekki til að rýra vísindaleg afköst hans. Eftir hann liggja mörg góð og gild rit, sem þykja mundu gjaldgeng, hvar sem væri. Þrek hans var mikið og dugnaður mikill og kom hvort tveggja að góðum not um, þar sem hann hafði og lag á því að vinna. En það var eitt af þvi, sem hann brýndi fyrir okkur í kennslustundum að læra að vinna. Hann gerðist snemma EFTIR að Magnús Jónsson lét af þingmennsku, sagði hann ein- hverju sinni við mig, að hann hefði þá fyrir skömmu gengið fram hjá þinghúsinu. Hefði það þá nánast komið sér ókunnug- lega fyrir sjónir og hann furðað sig á, að hann hefði svo lengi sem raun varð á, dvalizt innan veggja þess. Þegar haft er í huga, að Magn- ús hafði verið þingmaður í meira en aldarfjórðung og lengst af lagt sig mjög fram í þingstörfum, hæðinni, háskólakennari á þeirri neðri. Fyrirferðarmikill á báðum hæðum. Þegar ég færi á blað þessar minningar um gamlan kennara og kæran, hópast að mér mynd- irnar, sem hann dró upp í kennslustundunum, margvísleg- ar myndir, allar lifandi, litauðg- ar og skýrar. Og ég skil það nú, að meðan hann var að kenna, var hann að mála. Svo eðlilegt var honum að tala og hugsa í mynd- um. Á þeim árum var hann ekki farinn að leggja aðra eins stund á málaralistina og hann gerði síðar, en í kennarastólnum var hann alltaf að mála, og þess vegna varð hann ,sá afburða kennari, sem hann var. Svo fjölgáfaður maður, sem prófessor Magnús Jónsson, fjöl- hæfur og fjölvís, á erfitt með að hemja sig að einu starfi. Og hann á ekki að gera það. En hitt mun fágætt, að ná svo glæsilegum ár- angri í mörgum og ólikum áttum sem hann. Þó veit ég, að hann sagði hug sinn heilan, er hann sagði við mig á síðustu árum sínum: Það hefir verið gaman að reyna kraft ana á þessu öllu, glíma við þetta allt, en kennslan í Háskólanum var mér kærust. Við nemendur hans geymum margar myndir, sem hann dró upp í kennslustundunum. Þó hygg ég, að um sjálfsmyndina hans þykir okkur vænst. Litina,- alla þessa margvíslegu liti, hafði hann þegið í vöggugjöf úr hendi Guðs. En hann hélt á penslinum sjálfur og málaði myndina svo afburða skemmtilega vel. Skólobróðir og somverkamaðar ÉG hefi verið beðinn að minnast hér i blaðinu örfáum orðum skólabróður míns og samverka- manns, dr. Magnúsar Jónssonar prófessors. Er mér það ljúft, en þó erfitt og vandasamt að gjöra viðhlitandi skil. Svo var ævi hans athafnarík, og svo merkan sess skipar hann í kirkjusögu ís- lands og þjóðarsögu. Leiðir okkar lágu mjög saman. Fyrst í Menntaskólanum og Prestaskólanum. Hann var að- eins einn vetur í Menntaskólan- um, í 3. bekk. Vakti hann þegar athygli okkar skólbræðranna: Mikill vexti, fríður sýnum, ramm ur að afli, sundmaður- ágætur, prýðilega máli farinn, söng vel og lék á hljóðfæri, málaði og var auk þess námsmaður svo góður, að hann komst í efsta sæti og hélt því við stúdentsprófið utan skóla. Ekki var síðri námsferill hans í Prestaskólanum 1908—11. Hlaut hann fyrstu ágætiseinkunn við embættisprófið, en hana hafði aðeins einn maður fengið við Prestaskólann áður, séra Stef án Kristinsson, prófastur á Völl- um. Ári siðar sigldum við saman vestur um haf til prestsskapar. Þá var hann nývígður og ný- kvæntur sinni glæsilegu og gáf- uðu konu. Hann varð háskólakennari í guðfræði haustið 1917 og gegndi því starfi í 30 ár. Hefir aðeins einn verið lengur guðfræðikenn- ari frá því er Prestaskólinn var stofnaður, 1847, Sigurður Mel- sted. Kennslugreinar hans voru kirkjusaga og skýring Nýja testa mentisins. Deildarforseti var hann oft og Háskólarektor 1930—31. Kennslu sína rækti hann svo, að hann kom nálega í hverja kennslustund öll þessi ár. Hann útskrifaði 128 kandídata. Af þeim hafa tekið prestsvígslu 108, og margir hinna orðið kenn- arar. Eru flestir þjónandi prestar landsins nemendur hans. Bæði guðfræðideild Háskólans og þjóð kirkja íslands eiga honum mikið að þakka. Þessi þrjátíu ára saga er mikil og merkileg og áhrif hennar í kristnilífi þóðarinnar djúp og víðtæk. Einn nemenda hans lýsir því hér, hver kennari hann var, svo að ég fer ekki nánar út í það. En sjálfur minnist hann nemenda sinna eldri og yngri með þessum fallegu orðum: „En hugljúfastar og ólýsanleg- astar eru þó 30 ára minningarnar frá samstarfinu við stúdentana. Ég man þar ekki eftir nokkru Ógleymanlegur bennari MAGNÚS Jónsson hafði verið prestur okkar ísfirðinga um skeið áður en ég hóf nám hjá honum -í guðfræðideild Háskólans. Til fsa- fjarðar komu þau hjónin frá Vesturheimi, og fannst fólki stór- mikið til um glæsileik ungu prestshjónanna. Menn urðu fljót- lega á einu máli um prestsþjón- ustu séra Magnúsar. Hann var glæsilega mælskur í predikunar- stóli, og hann flutti messusöng- inn með fágaðri, fagurri rödd. Af því, sem hann sagði mér síðar, veit ég, að hann lagði mikla al- úð við prestsstörfin, einkum pre- dikanir. Ég hlakkaði til að njóta kennslu hans í háskólanum, og vonirnar brugðust ekki. Frá guð- fræðináminu hygg ég að við nem éli, nokkurri skúr, nokkru skýi, heldur er það einn sólskinsdagur. Ég vona, að þar hafi ekki neitt ljótt skrifazt á eyðublað Presta- skólans. Guði séu þakkir fyrir það allt saman". Við Magnús vorum samkennar ar í nær því tvo áratugi. Við er- um að ýmsu ólíkir og skoðanir okkar allfrábrugðnar, en samt er það svo, að öll þessi ár varð aldrei árekstur okkar í milli, heldur get ég sagt svipað um hann og hann sagði um samlífið við stúdentana: Allt einn sólskins dagur. Hann bar hag deildarinnar mjög fyrir brjósti og var henni mikill styrkur. Svipað reyndist mér samvinn- an við hann árum saman í stjórn Prestafélags íslands, við ritstjórn Kirkjuritsins og samningu og þýðingu bóka. Hann studdi kennslu sína með því að skrifa námsbækur fyrir stúdentana og var einn af af- kastamestu rithöfundum þjóðar- innar. Hygg ég, að rit hans eins og Páll postuli og Hallgrímur Pétursson verði talin sígild. Meiri starfsmann hefi ég ekki þekkt. Það mátti segja um hann eins og Tómas Sæmundsson, að hann væri ólmur maður. Hann unni sér aldrei hvíldar. Þegar hann samdi síðasta ritið sitt mikla, kvaðst hann vera í kapp- hlaupi við dauðann. Hann kom því af og bar þannig sigur úr býtum. Höndin hans iðna leiðrétti prófarkirnar á banasænginni. Og málverkin hans fallegu glöddu menn á sýningu síðustu stund- irnar, meðan hann háði stríð sitt. Það fór vel á því, að þannig lauk ævi afreksmannsins. Sæti hans er autt, og hann þó mitt á meðal vor. Þegar vinir hans komu saman til þess að minnast með honum sextugsafmælis hans, fór hann með þessa vísu, er hann hafði ort skömmu áður: Sex ’ro tugir, saxast senn, búnir, lífs á túni, sól lítk feiknum fölva, fang mitt til viðar ganga. Hverfk til, heldr sorfit hefr at, kyrrum sefa, hendi Guðs heiðrar strandar handan óss, fulltreystandi. Vísan kann að þykja torskilin. En lesum hana vel. Þá getur hún orðið kveðja hans, eins og geisla- stafur frá ströndinni heiðu, þar sem hann nú unir glaður, full- treystandi hendi Guðs. Það sé bezta huggunin öllum ástvinum hans. Ásmundur GuðmuMdsson. endur hans allir eigum þær minn ingar um hann, að okkur birti fyrir augum og hlýni í hug, nær sem við sjáum nafn hans, eða heyrum það nefnt. Hann kom að Háskólanum eft- ir orðlagðan kennara, dr. Jón Helgason biskup. Hann settist ungur í kennarastól við hlið tveggja eldri og reyndari afburða manna, próf. Haralds Níelssonar, sem svo var dáður af nemendum, að fá munu dæmi, og próf. Sig- urðar P. Sívertsens, hins ástsæla kennara og manns. En hann skip- aði fljótlega háskólakennarastól- inn svo, að óskipta aðdáun stúd- entanna átti hann. Kennsluslundir Magnúsar Jóns sonar i Háskólanum munu nem- endum hans líða seint úr minni. Jón Auðuns. Vinsæll og fjölhæiar lærifaðir AHir treystn réttsýni hans sívinnandi og mörg og ábyrgðar- mikil störf hlóðust því á hann sem sjálfsagðan til að leysa þau af hendi. Og honum tókst það vel. Fjör hans og gáski voru hon- um þar einnig góðir eiginleikar, og þótti hann því oft og tíðum hinn ákjósanlegasti til að miðla málum, sem er hið vandasamasta verk. Það verður tómlegt er mikil- menni hverfa af sjónarsviði mann legs lífs, — menn, sem voru orðn- ir eins og stofnanir, sem sjálf- sagðar þykja, — menn, sem gnæfðu upp úr hversdagsleikan- um. En það er óhjákvæmilegt lögmál lífsins, að ekkert líf er án dauða, og öfugt: enginn dauði án lífs. Magnúsi Jónssyni var sú staðreynd ljós, og enn man ég skýringar hans yfir 15. kafla 1. Korintubréfs. Þar birtist speki og rósemd, enda var hann æðrulaust karlmenni. En skýringar þær rifjuðust upp, er ég frétti um lát hans rétt fyrir upprisuhátíð kristninnar, — mestu hátíð árs- ins, — lát hans í miðri efstu viku. Það er skylt að geta hans í dag með þakklæti og heiðra minn ingu óvenjuvinsæls kennara óvenjufjölhæfs manns, sem miðl- aði öllum lærisveinum sínum af gnótt þeirra gáfna, er skaparinn hafði látið honum í té. Börn hans og vandamenn eiga um sárt að binda, ekki sízt þar sem kona hans fyrir svo stuttu fór á undan honum. Nýgengin tímamót kirkjuársins ættu að styrkja þau og okkur alla í trú og von um endurfundi. Magnús Már Lárusson. kynni sumum að þykja þetta með ólíkindum mælt, En hvort tveggja var, að Magnús gekk af slíku kappi að hverju því starfi, sem hann stundaði, að honura fannst minna koma til þess, sem hann þá fékkst ekki við, og að hann mun á síðustu ár- um þingmennsku sinnar hafa verið orðinn hennar fullsaddur. Honum fannst kjósendur stund- um hleypidómafullir og nennti ekki að laga sig eftir kenjum þeirra. Hafði hann og naumast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.