Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. apríl 1958 MORCUNBLAÐIÐ 11 Magnús Jónsson, próressor, fyrrv. ráðherra Kveðja trá formanni Sjálfsfœðisflokksins E K KI man ég hvenær ég sá Magnús Jónsson fyrst. En ég man hvar það var og með hverjum hann var. Hann kom gangandi af Laufásveginum og niður Bók- hlöðustíginn. Með honum var ung og bráðfalleg stúlka. Þau leidd- ust. Mér varð starsýnt á þau, sýndist sem þau væru hvort við annars hæfi. Þau voru víst ný- gift þá, Bennie Lárusdóttir og Magnús Jónsson, og sýndust ósköp hrifin hvort af öðru, eins og líka allir, sem sáu þau og þeim kynntust, hlutu að verða af þeim báðum. Eftir þetta missti ég sjónar á Magnúsi um nokkurt árabil. Ætla eg þess vegna, að myndin sé frá sumrinu 1912, en þá snemma sumars giftust þau Bennie og Magnús, en fóru síðan þetta sama sumár vestur um haf. Þar gegndi Magnús preststarfi ís- lendingasafnaðarins í Garðar í Norður-Dakota í þi jú ár, en kom þá heim til að þjóna söfnuðinum á ísafirði. Ekki lágu leiðir okkar saman þessi árin né hin næstu þar á eftir, enda þjónaði hann Guði en ég Mammoni. Hann var þá þegar mikill klerkur, en ég allur í sjáv- arútveginum. * Þó rekur mig minni til, að styr stæði um hann á árinu 1917. Var hann þá um haustið skipaður dósent við Háskóla íslands. Var Magnús löngum kenndur við það embætti og kallaður „Magnús dósent“, eftir að hann var orðinn bæði doktor og prófessor í guð- fræði, þingmaður og formaður í mörgum helztu nefndum og ráð- um þjóðarinnar. Ástæðan til þessa var áreiðanlega sú, að Magnús Jónsson varð f^rst þjóð- kunnur í sambandi við skipan hans í þetta embætti, en um það keppti hann við tvo unga gáfu- menn, sem báðir urðu öllum ís- lendingum kunnir, þá Tryggva heitinn Þórhallsson, síðar for- sætisráðherra, og biskupinn yfir íslandi, herra Ásmund Guð- mundsson. Bar Magnús sigurorð af báðum og þótti það afrek ekki lítið. Leið nú fram til haustsins 1920. Ég hafði þá sogazt út í stjórn- málin og lent á lista Jóns Þor- lákssonar sem þriðji maður, en Einar skáld Kvaran sat á milli okkar. Skyldu þá hinn 5. febrúar 1921 kosnir listakosningum þrír þingmenn fyrir höfuðstaðinn. Skaut þá upp á sviði stjórnmál- anna, fyrir atbeina Jakobs Möll- ers, nýju nafni, Magnúsi Jóns- syni, dósent, og var hann efstur á svonefndum Vísislista. Er ekki að orðlengja það, að þegar á kosningabaráttuna leið, skein þessi nýja stjarna svo skært, að ljós þjóðkunnra manna á svcr- nefndum Dodda-lista, sem naut stuðnings slíkra þingskörunga sem Benedikts Sveinssonar, Bjarna frá Vogi og Sigurðar Eggerz, sáust ekki af nægjanlega mörgum. Fékk sá listi engan mann kjörinn, en hinir þrír list- arnir einn mann hver, þá Jón Þorláksson, Magnús Jónsson og Jón Baldvinsson. Bættust þar Alþingi í senn þrír menn, sem allir urðu miklir gagnsmenn á vettvangi íslenzkra þjóðmála og gátu sér þar meiri orðstír en flest ir samtíðarmenn þeirra. Margar á ég minningarnar frá þessum fyrstu fundum okkar Magnúsar Jónssonar og allar góð- ar. ^Hann var þá þegar mikill skylmingamaður, ágætlega máli farinn, ræður hans óvenjumynd- auðugar, fjörlegar og skemmti- legar og sindrandi af snjöllum samlíkingum. Sjálfur var maður- inn fríður, gervilegur og aðlað- andi. Komu þar strax í ljós flest ir mestu kostir Magnúsar á þessu sviði, þótt þeir að sönnu færu vaxandi við æfinguna, auk þess sem síðar bættust við djúp- stæð málefnaþekking og mikil rökfesta. Er tæplega ofmælt, að Magnús Jónsson átti ákaflega mikinn per- sónulegan þátt í sigri lista síns, þótt óréttmætt sé að gleyma þar hlut annarra, og þá fyrst og fremst Jakobs Möllers og blaðs hans, Vísis. Þetta var fyrsta viðkynning okkar Magnúsar Jónssonar og fyrsta framboð okkar beggja, þótt mitt væri raunar aðeins til málamynda. Fyrir því er margt. sem þá bar við, ríkt í huga mín- um þessa dagana. Ég vissi þá auðvitað ekki hve langt og náið samstarf og vinátta beið okkar Magnúsar. En ég er þakklátur fyrir, að sú mynd, sem ég á af honum sem andstæðing, sýnir líka drengilegan og skemmtilegan gáfumann. Ekki leið á löngu, eftir að þeir keppinautarnir Jón Þorláksson og Magnús Jónsson komu á þing, að störf þeirra og skoðanir færðu þá nær hvor öðrum. Og upp úr haustkosningunum 1923 stofnuðu þeir og margir aðrir þjóðkunnir menn íhaldsflokkinn, undir for- ustu hins mikla þingskörungs Jóns Þorlákssonar. Tókst þá náið samstarf með þessum ágætu mönnum, sem hélzt þar til Jón hætti þingmennsku 1933, og vin- átta, sem hélzt ævilangt. Voru þeir að sönnu menn um margt ólíkir, en svipaðra skoðana í flestum höfuðefnum og féll þvi samstarfið vel, enda höfðu þeir miklar mætur hvor á öðrum. Var svipað að segja um samband og samstarf Magnúsar Jónssonar við hinn aðalforingja flokks okkar þessi árin', Magnús heitinn Guð- mundsson, en þeir nafnarnir voru einlægir vinir og nánir sam- starfsmenn meðan báðir lifðu. Var Magnús Jónsson raunar hvers manns hugljúfi í þingflokki sínum og naut þar slíkra virð- inga, að hann var meðal þeirra, sem hvað oftast voru settir til að rannsaka og ráða fram úr vanda- sömustu viðfangsefnum og þótti oftast vel takast. Þann aldarfjórðung, sem Magnús Jónsson sat á Alþingi, var hann jafnan um margt meðal fremstu þingmannanna. Hann var vinnuþjarkur, sem allt sýnd- ist liggja opið fyrir, ágætlega máli farinn, svo sem áður segir, rökvís og áheyrilegur og hug- kvæmur, en skki alltaf fullkom- lega eins áhrifaríkur og gáfur hans stóðu til, og skorti hann þó ekki skapið. Hygg ég, að eitthvað hafi það dregið úr áhrifamætti hans, að enda þótt hann stundum væri flugmælskur og eldheitur og logandi, brá hann oft fyrir sig háðbrosi í stað hnefans, glotti þar sem hneykslan og harka hæfðu betur. En um þetta sem annað sýndist sjálfsagt sitt hverj- um og verður hver og einn að þjóna eðli sínu en ekki annarra í þessum efnum, sem öðrum. Er og ekki ólíklegt, að slíkur burða- maður sem Magnús Jónsson var, hefði eignazt einhverja fjand- menn, ef hann hefði ekki stillt skap sitt, en það hygg ég, að hann hafi héðan farið sáttur við Guð og menn og að honum fylgi vinarhugur margra, en óvild einskis manns. Ég get að sjálfsögðu ekki rakið stjórnmálasögu Magnúsar Jóns- sonar í þessari stuttu blaðagrein. Sjálfur skrifaði hann sögu stjórn- málanna, einkum þingsöguna, um nokkurt árabil í tímarit sitt, Stefni, og nýverið gaf hann út bók um störf Sjálfstæðisflokks- ins fram til 1940. Þar talaði sá, sem þekkinguna hafði og jafnan vildi hafa það, sem sannara reyndist. Mér þótti sú bók að sönnu helzt til bragðdauf og fremur saga þess, sem ekki gerð- ist, en hins, sem gerðist. Á ég þar við, að Sjálfstæðisflokkurinn var lengst af þau árin í stjórnar- andstöðu. Samt gerðist margt, sem miklu skipti, fróðlegt, merki- legt og sögulegt einnig þau árin og flest óskjalfest. Enginn var jafnfær Magnúsi Jónssyni til að segja þá sögu, svo stálminnugur og ritfær, sem hann var. Hann gerði það ekki. Sennilega gleym- ist flest af því. Ég sagði við hann eitthvað á þá leið, að sögu hans lyki einmitt, þegar afrekasaga Sjálfstæðisflokksins byrjaði. — Þetta var að sönnu ofmælt, en mig langaði til þess, að hann héldi sögunni áfram. En hann var þá tekinn til við „Landshöfðingja tímabilið" og varð þess vegr.a ekki við ósk minni. Honum entist aðeins aldur til að ljúka því. Fór því hér sem oftar betur á, að hann réði en ég. Magnús lét mikið til sín taka um flest stærri stjórnmálin og mörg hinna smærri. Hann hefur því sjálfur spunnið ekki veiga- lítinn þátt í sögunni, sem hann skrifaði um flokkinn og einnig stjóri í Reykjavík, en hættur þingmennsku, og báðum hann að taka að sér forsætisráðherra- embættið, ef við sigruðum við kosningarnar. Tók Jón Þorláks- son þessu fálega, en við sóttum því fastar að og rökstuddum okk- ar mál m. a. með því, að ef við sigruðum, mætti ekki sízt rekja sigurinn til þess trausts, sem fjar- málavizka Jóns Þorlákssonar hefði aflað flokknum. Kom loks þar, að Jón Þorláksson gaf vil- yrði um að taka þetta að sér um stuttan tíma. En mig minnir, að við Magnús Jónsson ákvæðum að halda því leyndu af ótta við fylgistap í Reykjavík, ef það vitn aðist, að Reykvíkingar ættu á hættu að missa hinn mikilhæfa borgarstjóra, ef við sigruðum. Til þessa kom þó ekki, svo sem að framan greinir. Þá var Magnús Jónsson meðal þeirra, sem helzt kom til tals, að flokkurinn fæli ráðherradóm, þegar hann féllst á að ganga til hmm, sem óskrifuð er. En stjórn- málasaga hans sjálfs er í fæstum orðum sú, að hann átti sinn þátt, og hann oft mikinn, í flestu því merkasta, sem Sjálfstæðisflokk- urinn aðhafðist. Magnús Jónsson var alla sína þingmannstíð meðal dugmestu baráttumanna flokksins, utan þings sem innan. Tók hann um langt skeið meiri þátt en flestir flokksbræður hans í opinberum fundarhöldum um land allt, en þá tíðkuðust lengst af sameiginlegir rökræðu- að ég ekki segi rifrildis- fundir helztu leiðtoga stjórnmála flokkanna. Þótti þá lítið til koma, ef ekki var deilt af eldmóði í að minnsta kosti 6—12 klukkustund- ir og stundum lengur. Og sá lið- léttingur, sem ekki kunni jafnt að bregða atgeirnum sem að bera fyrir sig skjöldinn. Mátti þá eng- inn öðrum hlífa. Minnir mig, að Magnús Jónsson tæki þátt í 40— 50 slíkum fundahöldum á einu og sama ári, en það var fyrir lands- kjörið vorið 1930, og þótti hann með afbrigðum sigursæll. Vann þá Sjálfstæðisflokkurinn einn sinn eftirminnilegasta sigur, enda frambjóðendurnir þau Pétur Magnússon og Guðrún Lárusdótt- ir. — Sjálfstæðisfiokkurinn hafði rök studda ástæðu til að ætla, að það yrði hans hlutskipti að mynda ríkisstjórn að afloknum kosning- unum 1934. Var þá fastráðið, að Magnús Jónsson yrði einn af ráð- herrunum, enda þá verið lengi í fremstu víglínu flokksins. Þetta fór þó öðru vísi en ætlað var. Lágu til þess ýmsar ástæður, sem hér skulu ekki raktar. Til fróðleiks get ég þess, að nokkru fyrir kjördag fórum við Magnús Jónsson á fund Jóns Þor- lákssonar, sem þá var borgar- samstarfs við Framsóknarflokk- inn og Alþýðuflokkinn 1939. At- vik lágu þó til, að aðrir urðu fyr- ir valinu og lét Magnús Jónsson sér það vel líka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn vorið 1942, varð Magnús Jónsson atvinnumálaráð herra. Sjálfur lýsti hann nýverið í viðtali við blaðamann þessum stutta ráðherradómi sínum þann- ig: „Já, ég var einu sinni ráðherra í 8 mánuði. Það eru víst óróleg- ustu ráðherradagar, sem nokkur lifandi maður hefur átt á íslandi. Þá voru tvennar kosningar og þrjú þing o. s. frv.“ Þetta er rétt, svo langt sem það nær, og að því leyti tæm- andi, að hinum hugkvæma fram- faramanni gafst of lítið færi á að sanna ráðherrahæfni sína. En hann átti þó þá mjög mikinn þátt í því, að lýðræðinu í landinu tókst að sækja nokkurn hluta réttar síns, þótt of lítill væri þá og óviðunandi nú, í hendur gam- allar, úreltrar og ranglátrar kjör- dæmaskipunar. Og enn skeði það í hans ráðherratíð, er síðar mun talið ekki ómerkara en kjördæma breytingin, en það er, að enda þótt þeir, sem förinni stýrðu síð- asta áfangann að endurreisn hins íslenzka lýðveldis, yrðu að láta undan síga fyrir tilmælum Roose- velts Bandaríkjaforseta, og hætta við að endurreisa lýðveldið þar til eftir árslok 1943, þá féllust þeir þó ekki á þau málalok, fyrr en stjórn Bandaríkjanna hafði lýst yfir í nótuskiptum við ríkis stjórn íslands haustið 1942, að þetta stærsta lýðveldi veraldar- innar sæi engar misfellur á ís- lenzka lýðveldinu, þ. e. a. s. upp- sögn sambandslagasamningsins og niðurfelling konungdæmis Danakonungs á íslandi eftir árs- lok 1943. Var þetta fyrsta yfir- lýsing annarra ríkja um þessi mikilsvarðandi efni. Það hafa stundum skeð færri stórviðburðir á íslandi síðustu ár- in á átta mánuðum en í stjórnar- tíð Magnúsar Jónssonar, og hafa þessi ár þó verið söguríkt tímabil í stuttri blaðagrein vtrð ég að láta hér staðar numið um hinn merka stjórnmálaferil Magnúsar Jónssonar. En á flest önnur störf hans ber ég minna skyn en marg- ur annar, og munu e. t. v. ein- hverjir þeirra frá segja nú, en betur þó, er fram líða stundir, jafnt um stjórnmálin sem allt annað ævistarf þessa merka manns. Verður það án efa girnilegt viðfangsefni þeim, sem kann að fara með ljós og lit, að mála glæsilega mynd mannsins, sem var prófessor og heiðursdoktor í guðfræði í áratugi, dáður af læri- sveinum sínum og þeim öllum ógleymanlegur, frábær kenni- maður og prédikari, flugmælsk- ur, aðsópsmikill og áhrifaríkur þingmaður höfuðstaðarins í ald- arfjórðung, sem jafnan átti sæti í ýmsum aðalnefndum Alþingis, ráðherra á miklu umrótatíma- bili, miðstjórnar- og flokksráðs- maður í stærsta stjórnmálaflokki landsins í nær þrjá áratugi, bankaráðsmaður þjóðbankans um áratuga skeið og lengi formaður þess, formaður útvarpsráðs, for- maður valdamesta ráðs, sem starfað hefur á íslandi, Fjárhags- ráðsins, allt frá upphafi og þar til það var lagt niður, og er þá ena mjög margt ótalið þýðingarmik- illa starfa Magnúsar Jónssonar á opinberum vettvangi. Auk þessa einn mikilvirkasti og mikilsvirtasti rithöfundur og sagnfræðingur þjóðarinnar, sem samdi a. m. k. 13 eða 14 merkar bækur, sem út hafa verið gefnar, og er þá sú ótalin, sem síðust var og kannske mest, en það er hið gagnmerka sagnfræðirit hans um landshöfðingjatímabilið, en fyrra bindi þess kom út í fyrra á veg- um Menningarsjóðs, 500 blaðsíð- ur að stærð, en á hið síðara lagði hann síðustu hönd á banabeði. Ennfremur samdi hann margar óprentaðar kennslubækur í guð- fræði, þúsundir styttri ritgerða og blaðagreina og var loks um dagana ritstjóri og aðalhöfundur að minnsta kosti fjögurra merkra og stórra tímarita. Við þetta má bæta því að hann var listrænn tómstundamálari, söngvinn og inúsíkalskur og elsk- ur að flestum listum, mikill að vallarsýn og allur hinn höfðing- legasti ásýndar, kurteis gleði- maður og alvörugefinn atorku- maður og berserkur til allrar vinnu. Þetta eru stóru drættirnir i mynd Magnúsar Jónssonar. Lýs- ing, sem fellur aðeins að einum íslending sinnar samtíðar og er sönn svo langt sem hún nær, en hvergi tæmandi. Lýsing, sem hæf ir þeim einum, sem langt gnæfir yfir fjöldann um flest og um fjölhæfar gáfur á tæplega marga jafnoka meðal íslenzkra samtíð- armanna. Og nú er þessi maður dáinn. En hann er ekki horfinn og raun- ar ekki heldur dáinn. Því hann mun lifa, þótt hann deyi, líka meðal þeirra, sem ekki trúa á annað líf. Við, sem þekktum hann, gleymum honum ekki. Til þess stendur hann okkur of lif- andi fyrir hugskotssjónum. Og komandi kynslóðir munu kynn- ast honum í sögu landsins, en mest þó og bezt í merkustu rit- um hans sjálfs, en þau verða langlíf. Mig langar ekki til að kveðja þennan vin minn og nána sam- starfsmann um meira en þriggja áratuga skeið, með oflofi. Hann sagði að vísu við mig sjötugur, þegar flest helztu blöð landsins kepptust við að hylla hann: „Hverjum þykir ekki lofið gott?“ En ég er viss um, að honura myndi mislíka, ef ég segði um hann meira en ég meina, svo gott sem var í okkar löngu vináttu. Og ekki kann ég við að fjölyrða um það, sem ég þóttist sjá í Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.