Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 18
18 MORGVISBL 4 ÐIÐ Fimmtudagur 10. april 1958 Margrét Hansen, 60 ára SEXTUG er í dag frú Margrét Hansen, Bragagötu 22A hér í bæ. Hún er Vestfirðingur í húð og hár; fædd að Görðum í Aðalvík 10. apríl 1898 — dóttir hjónanna Halldóru Halldórsdóttur og Finnbjarnar Elíassonar síðar for- manns í Hnífsdal. Margrét ólst upp hjá foreldrum sínum par vestra, en hélt þó snemma úr föðurgarði og fór ung stúlka til Danmerkur. Þar kynntist hún manni sínum, Rudolf Th. Han- sen klæðskerameistara, en hann hafði áður skrýðst farmannskufli og siglt mikinn útsæ til fjar- lægra landa í austri. í upphafi hjúskapar sins bjuggu þau ytra, en fluttust þó brátt heim til Is- lands og hafa búið Kér síðan, ýmist í Reykjavík eða Siglu- firði. Þeim hjónum hefir orðið 5 barna auðið, og eru þau öll a lífi; þessi, talin eftir aldri: elzt Anna Kristjana, gift Ólafi Ólafs- syni menntaskólakennara hér — Halldóra Ragna, gift Guðmundi Gilssyni organista og tónlistar- skólastjóra á Selfossi — Steinunn Þuríður, gift Jóni Bjarnasym verzlunarstjóra í Heklu — Alma Elísabet, stúdent, ógefin, stundar nú tónlistarnám, fiðluleik, í Þýzkalandi — og ynztur Gunn- laugur, unglingspiltur í heima- húsum. Frú Margrét hefir verið börn- um sínum óvenju fórnfús, góð og eftirlát móðir. Er vart ofsagt, þótt sagt sé, að hún hafi fyrst og fremst lifað fyrir þau. Einskis hefir hún látið ófreistað, sem hún taldi þeim til gagns eða gamans, og lítt hirt um afleiðingar eða erfiði fyrir sig sjálfa þess vegna. Öllum öðrum er hún einnig vel- viljuð og tillitssöm, enda góð- hjörtuð kona og tilfinningarík, sem ekkert aumt má sjá án þess að hrærast til meðaumkunar og hjálpar — oftlega langt umfram raunverulega getu. í því „skot- silfri“ hefir hún „bruðlað hjarta síns auði“ og mun ekki eftir sjá. Þótt komið hafi fyrir, að þröngt væri í búi á heimili frú Mar- grétar í efnahagslegu tilliti, hefir hitt aldrei skeð, að þar hafi nokkur kotungsbragur ríkt til orðs eða æðis, heldur þvert á móti höfðingskapur og stór- mennska. Hefi ég fáum kynnzt, sem jafn eiginlega og vel hefir látið „að láta ekki baslið smækka sig“ og henni. Á heimili þeirra Hansen-hjóna hefir oft ríkt mikil glaðværð í leik og söng. Börnin eru öll músíkölsk og flest þeirra hafa notið tónlistarfræðslu um lengri eða skemmri tíma; syngja og leika á hljóðfæri, sem venjulega hafa verið til jafnmörg og fjöl- breytileg og þau sjálf. Og þó að pabbinn sé söngelskur, get ég mér þess til, að þennan músík- áhuga og músíknautn hafi þau einkum sótt til móðurinnar, sem er söngvin með afbrigðum og hefir frá barnæsku átt svo fagra og mikla söngrödd, að ósjaldan hefir vakið athygli dómbærra manna. Það var því unaðslégt að koma heim til þessa fólks meðan krakkarnir voru allir heima, og verður ekki ofsögum af því sagt, að „þar var oft í koti kátt.“ Sá, sem þetta ritar, þakkar nú — á þessum tímamótum 1 lífi húsmóðurinnar — ótal ógleyman- legra ánægjustunda, einkum á Siglufirði, „þegar saman við sát- um þar heima, meðan sól bak við háfjöllin rann“ og undir tók af óheftri glaðværð og gáska, því sjaldan hefi ég á heimili fundið betur, hversu „söngsins engla- mál“ má hrífa og lyfta til góðs. Frænka mín!. Ég þrýsti hönd þína með hjartanlegum ham- ingjuóskum og bið þér heilsu og lífs meðan þú sérð beztu blómin ennþá gróa í þínu viðkvæma og tilfinningaríka brjósti — en ekki lengur. Baldvin Þ. Kristjánsson. Til söiu 4ra herbergja íbúð. Útborgun kr. 150.000.00. Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsið) Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. íbúð tiE sölu Til sðlu er lítil 5 herbergja íbúð á 1. hæð í húsi á góð- um stað við Langholtsveg. Verð aðeins kr. 280 þúsund. Útborgun um kr. 180 þúsund. Eftirstöðvar kaupverðsins eru hagstæð lán. Sér kynding. Ibúðin er í góðu standi. Rúmgóð girt lóð. Upplýsingar gefnar í síma 34231. Ódýr íbúð í Hafnarfirði, 2 herb., eldhús, WC og geymslur. Samtals 80 ferm í góðu ásigkomulagi. — Verð kr. 120 þús. Utb. kr. 50 þús. Kristinn Ó. Guðmundsson, hdl. Hafnarstr. 16, sími 13190 kl. 2—6. Sýning flntons Rooskens HOLLENZKUR listamaður sýnir nú verk sín í Sýningarsalnum við Hverfisgötu. Hér er á ferð- inni óvenjuskemmtileg sýning An-ton Rooskens er fulltíða listamaður, sem sýnir greinilega, að hann er sonur þjóðar, sem á rótgróna hámenningu í myndlist og hefur átt meistara í þeirri listgrein á flestum tímum. Rooskens vinnur frjálst og leik andi, bæði í formi og lit. Verk hans eru í hreinum og sterkum litatónum, er hann beitir á mis- munandi hátt. List hans er fjöl- breytileg og ber þess merki, að listamaðurinn leitar fyrir sér um nýjar og nýjar lausnir á við- fangsefninu án þess að raska því myndræna í eðli verksins. Sterk- Anton Rooskems ur blær hollenzkrar listþróunar er auðsær í þessum verkum, og sýningin í heild vex að gæðum við nánari kynningu. Það þarf ekki næmt auga til að gera sér greih fyrir, að Rooskens er al- varlegur listamaður, sem hefur bæði tækni og getu til að segja það, sem honum liggur á hjarta. Ekki man ég eftir að hafa séð hér i bæ sýningu erlends lista- manns, sem mér hefur þótt jafn mikill fengur að og þessari. Það er sannarlega gleðilegt, að Sýn- ingarsalnum skuli hafa gefizt tækifæri til að kynna jafnágæt- an málara og hér um ræðir. Dr. H. C. Cassens hefur unnið ágætt verk með því að útvega sýninguna til landsins, og á hann miklar þakkir og sóma fyrir. Það væri æskilegt, að þessari sýningu væri veitt verðug at- hygli og að Listasafn ríkisins notfærði sér einstakt tækifæri að eignast eitt af verkum Rooskens og þakka honum á þann hátt fyrir sýninguna. Sem sagt: Góð sýning og athyglisverð! Valtýr Pétursson. Bezta snndkono og bezti sund- maður Norðurlanda koma hingað ÞAÐ er nú ákveðið að bezti^ skriðsundsmaður á Norðurlönd- um komi hingað til keppni á sundmót ÍR, en mótið verður haldið 28. og 29. þ. m. Þessi sund- maður er Lars Larsson frá Dan- mörku, en hann hefur náð bezt- um tima allra Norðurlandabúa á þessu ári. Stjórn ÍR ákvað að bjóða hon- um til mótsins er Guðmundur Gíslason setti hið frábæra met í 100 m skriðsundi á síðasta sundmóti. Tínji Guðmundar þá var annar bezti tími Norður- landabúa í ár. Lars gat ekki komið á tilskildum tíma, en sund mót ÍR hafði verið ákveðið 21. og 22. apríl. En unnt var að fresta mótinu um viku og er nú fullróðið að Larsson kemur. Hann er í mjög góðri þjálfun, setti t. d. danskt met í 200 m skriðsundi á dögunum 2:08,1 mín. Á þessu móti keppir og bezta skriðsundkona Norðurlanda, Karin Larsson frá Sviþjóð. Mætir hún Ágústu Þorsteinsdóttur, sem náð hefur öðrum bezta tíma Norðurlandakonu í 100 m í ár, 1:07,1 mín. Karin Larson hefur náð nokkrum sekúndubrotum betri tíma. Það er því ekki að efa að keppnin verður skemmtileg á ÍR- mótinu. Frestur til að tilkynna þátttöku framlengist til 17. apríl vegna frestunar mótsins. Utanbæjarmenn, sem sóttu skíðalandsmótið, eru nú flestir farnir heimleiðis. ísfirðingarnir munu hafa farið siðastir — í dag. Myndin er tekin af þrem Siglfirðinganna, er þeir stigu upp í flugvél á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag. Flugu þeir, 18 tals- ins, til Sauðárkróks, en héldu þaðan landleiðina áleiðis heim. Síðasta spölinn munu þeir hafa farið sjóleiðis. Þeir eru frá vinstri: Helgi Sveinsson, fararstjóri, Skarphéðinn Guðmunds- son, Islandsmeistari í stökki (hann heldur á verðlaunagripn- um) og Jón Þorsteinsson, gamall víðfrægur stökkmaður. Víðavangshlaup IR 1. ©. G. T. Þingslúka Reykjavíkur Fundur annað kvöld, föstudag að Fríkirkjuvegi 11. Stigveiting. Kosning fulltrúa til umdæmisstúk unnar. Erindi: Larsen-Lædet og heimsókn hans til Islands 1923. — Önnur mál. Þ.t. St. Andvari nr. 8 Fundur í kvöld kl. 8,30. Eftir fund verður kaffi og Bingó-spil. Þess er vænzt að eldri og yngri Andvara-félagar fjölmenni. Æ.t. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR verður háð á sumardaginn fyrsta eins og venjulega, að þessu sinni 24. apríl n. k. Þetta er 43. hlaupið í röðinni og keppt verður í 3ja og 5 manna sveitum. í fyrra sigr- aði sveit UMSE í 3ja manna sveitakeppni, en ekkert félag sendi fimm menn í hlaupið og er það óvenjuléleg þátttaka. Sigurvegari .1957 varð Kristján Jóhannsson, IR. Þar sem meiri áhugi virðist vera á langhlaupum nú en oft áður, má búast við mikilli þátt- töku í hlaupinu, en þátttökutil- kynningar á að senda til ÍR, póst- hólf 13, Reykjávík, í síðasta lagi viku fyrir hlaupið. Drenjjahlaup Ármauiis HIÐ áriega Drengjahlaup Ár- manns fer fram sunnudaginn fyrstan í sumri, (27. apríl). Keppt verður í 3ja og 5 manna sveitum Til leigu hentugt húsnæði fyrir iðnað eða skrifstofur í nýju húsi. — Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsið) Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602. um bikara, sem Eggert Kristjáns son stórkaupmaður og Jens Guð. björnsson hafa gefið. Undanfarin tvö ár liafa Keflvíkingar farið með sigur af hólmi í þessari keppni. » Öllum félögum innan í. S. f. er heimil þátttaka í hlaupinu og skal hún tilkynnt stjórn frjáls- íþróttadeildar Ármanns viku fyr- ir hlaupið. STEFÁN PÉTURSSON, hdl., Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 7. — Sími 14416. Heima 13533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.