Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 16
16 MORCV*UlT. 4 Ð1Ð Fimmtudagur 10. aflfil 1958 ir Frakkinn og hlær: — Þér bú- ið í Berlín, hr. Grondel, það skipt ir mestu máli. Þér verðið að hjálpa okkur, hér er um líf og dauða að tefla. — Nei, ég held nú síður! Ég er búinn að fá nóg af þessu næt- urgölti yðar. Góða nótt, hr. Frakki! Grondel leggur heyrnaitækið á símann og slekkur á náttlampan- um. Síðan kúrir hann sig niður, dregur sængina upp að höku og sofnar svefni hinna réttlátu. 1 París situr Paul Corbier við símann og gnístir tönnum. kl. 2,43 mióevrópotiml - við napoli-flóaim. — Þetta ætlar að verða löng bið, muldrar Domenico d’Angel- antonio með vaxgula andlitið og dökka yfirvararskeggið. Hinir mennirnir þrír eru teknir í and- liti af þreytu. í eldhúsinu heyrist til Carmelu þar sem hún glamr- ar með bolla og skeiðar. — Já, auðvitað verður þetta löng bið, segir Ippolito lögreglu- fulltrúi og geispar. — Ég skal segja yður, að á þessum tíma sólarhrings sefur alit venjulegt fóik, jafnvel í Þýzkalandi. Carmeia kemur inn með bolla og kaffi. Hún hefur haft fata- skipti — og er nú í pilsi og rauðri peysu. Ippolito hefur ekki aug- un af ungu stúlkunni. — Gerið svo vel, herrar mínir! Hún gengur frá einum til annars, vaggandi í lendunum, og býður þeim kaffi. — Þetta er það bezta kaffi, sem ég hef fengið. Það er dásamlegt! segir Ippolito og sötrar úr boll- anum. — Það gleður mig, segir Car- mela og verður niðurlút. Löngu, silkimjúku augnalokin leggjast eins og spörfuglsvængír yfir atig- un hennar. Ippolito dregur djúp't andann. Hvernig stendur á því að forsjónin hagar því svo til, að þessi dásamlega stúlka er dóttir glæpamanns? — Kaffið er guðdómlegt! ung- frú Carmela. — Ég brenndi það sjálf. ... — Mamma er líka vön því. — Brennið þér það líka með sykri? — Já, einmitt, með sykri. Ég ætti að giftast stúlku sem þessari, hugsar Ippoiito í hrifn- ingu. Hann gleymir um stund, að faðir hennar er í rauninni hand- tekinn. Ippolito heldur áfram að drekka kaffið, en skyndilega svelgist honum á. Hann hóstar eins og hann eigi lífið að leysa og Carmela kemur honum til hjálp- ar og ber hann milli herðablað- anna. Litla, kreppta höndin, sem lemur Ippolito látlaust í bakið, kemur honum nú til þess að hlæja, en hingað til hefur verið harla erfitt að vekja hlátur hjá honum. Hann vaknar skyndilega til lífsins, enda þótt klukkan sé nú orðin þrjú að nóttu. kl« 2,55 nitðevrópötíml - á norðnríahaflnn - om borð 1 togbátnum "marle sörensen". 'ÖKfcí: I'irif 'áwi'mntuáu . .. — Líður þér nú betur? Larsen skipstjóri hefur dregið Olaf að rúminu í skipstjóraklefanum, kom ið honum upp í það og hlúð að honum með hlýjum teppum. And- lit Olafs er grábleikt og augun lokuð. Hann svarar ekki. — Þú hefur ofreynt þig, Olaf. Kannske hefur þú borðað eitt- hvað, sem þú þolir ekki? Reyndu að sofa ögn, þá hressistu. Larsen gerir sér grein fyrir þvi, að hann er að reyna að róa sjálfan sig með þessu tali. Olaf hefur nú tekið sama sjúkdóm og Erik og Konrad, sem liggja í einangrun frammi í kaðalgeymsl unni Já, hann má ekki gleyma að gefa þeim kamforusprautu. Lækn irinn í París lagði svo fyrir. — Larsen skipstjóri gengur að lyf jakassanum, snýr lyklinum í skránni......1 sama mund heyr- ir hann þrusk að baki sér. Hann lítur við. Feiti matsveinninn hef- ur læðzt hljóðlega inn og stend- ur nú á miðju gólfi. — Já, hvað var það? spyr Larsen skipstjóri. Larsen sér ekki betur en að matsveinninn sé einnig orðinn veiklulegur. Hve marga ætli plág an geri út af við áður en okkur berst hjálpin? hugsar hann. — Við eyðum ír anum til eins kis með að bíða eftir þessum íækni, skipstjóri! segir Mikkel drafandi röddu: — Ég hef talað við hásetana. Þeir vilja allir að við léttum og siglum á fullri ferð til næstu hafnar. Þar fáum við læknisaðstoð og lyf. — Það er ekki jafnauðvelt og þú heldur, Mikkel Það er þriggja sólarhringa sigling til næstu hafn ar. Þið gerið ykkur grein fyrir því? Og það, sem mjkilvægara er: Læknirinn í París er þegar húinn að senda af stað serum til okk- ar...... — Haldið þér að það gagni, skipstjóri? Haldið þér að við fá- um það nokkurn tíma? Hvenær, þá? Þegar við erum allir komnir til helvítis? Nei, skipstjóri — við skulum heldur reyna að leita til hafnar eins fljótt og við getum. Að baki matsveinsins, út um dyiagættina, sér Larsen móta fyr ir fjölda skeggjaðra andlita í myrkrinu — úti á þilfarinu. — Matsveinninn hefur á réttu að standa! er hrópað úti á þilfar- inu. Aðrir kinka kolli til sam- þykkis. — Verið þið rólegir, rólegir. — Hér um borð er það ég', sem ræð. Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því. En ég skil mætavel ugg ykkar — og ég skal reyna að ná sambandi við París til þess að róa ykkur. Hann kinkar kolli til matsveins ins og bíður þess að hann fari. Mikkel fer silalega og þrjózku- fullur út um dyrnar og lökar á eftir sér. Fyrst þá, þegar Larsen er þess fullviss, að enginn heyrir til hans, gengur hann að loft- skeytatækjunum. Hann horfir sem snöggvast áhyggjufullur á son sinn, þjáningarsvipur er á and- liti hans. — TKX .. Kallar TRZ .... TKX kallar TRZ .... Skipti.... — Get ég fengið að tala við Robs yfirlækni? segir Etienne, svarti þjónninn hans Lalande, í símann: — Halló, er það yfirlækn irinn? Nafn mitt er Etienne Loiseau. Mig langar til þess að vita hvernig eiginkonu minni líð- ur. Gilles Lalande situr við loft- skeytatækin og þambar svart kaffi til þess að reyna að halda sér vakandi. Steingólfið er allt um kring þakið sígarettustubbum, sem Lalande hefur kastað frá sér. — Verkfræðingurinn virðir þjóninn fyrir sér meðan hann hlustar þög ull á það, sem læknirinn segir honum af'konu hans. Svertinginn kinkar ákafur kolli, eins og hann stæði augliti til auglitis við sjálf- an lækninn. Börn! hugsar La- lande. Þeir eru allir stór svört börn, enda þótt þeir hafi brenn- andi löngun til þess að tileinka sér menningu okkar. Etienne leggur heyrnartækið frá sér. — Nú? segir Lalande. — Læknirinn segir, að þeir ætli að bíða enn um stund með uppskurðinn. Hríðirnar eru byrj- aðar aftur. Ef til vill bjargast þetta al-lt án þess að gera þurfi keisai-askurðinn.... — TKX .... Kallar TRZ .... Skipti — hljómar allt í einu úr hátalaranum. — TRZ svarar. .. Ég hlusta. . — Biðjið París að láta okkur vita, hvort búið sé að senda ser- um, segir Larsen skipstjóri. — Yður var sagt það áðan. — Vlð óskum eftir staðíest- ingu, TRZ. Jafnframt viljum við fá að vita hvað þeir búast við að langur tími liði þar til böggull- inn berst okkur. .. Skipshöfnin er mjög óróleg og uggandi, eins og skiljanlegt er.....Viljið þér gera svo vel og athuga hverju París svarar spurningum mínum, TRZ. . . Skipti. — Halló, París. .. IRP 45 kall- ar París. . . Skipti. Paul Corbier hefur setið langa hríð í þessu eilífa myrkri — og þögn við loftskeytatækin, og hann svarar fyrirspurnum Larsens: — Læknirinn er enn ekki kom- inn af flugvellinum. Ég get ekhi gefið neinar frekari upplýsingaj. Áhöfnin á „Marie Sörensen" verð ur að hafa biðlund.... Eftir örskamma stund berst svarið til eyrna Larsen norður í íshafi sunnan frá Kongo. — Skipstjórinn segir, að skips höfn hans missi traustið á lækn- inum og aðstoðinni, sem hann hafi lofað. Uppreisnarandi ríkir úm borð. Hásetarnir krefjast þess að skipstjórinn létti og leiti til næstu hafnar þegar í stað. — Þetta er Ijómandi hugmynd, IRP 45! hrópar blindi uppgjafa- hermaðurinn reiðilega: — Skilið þér kveðju til fíflanna á íshaf- inu frá mér og segið, að ef þeir flytji skipið til, jafnvel þó ekki sé nema um fáeina metra, þá eigi þeir á hættu ' að sambandið við Kongo rofni — og þá verður ekki um neina aðstoð að ræða í bili! hrópar blindi maðurinn í hljóð- nemann. Paul Corbier er örvæntingar- fullur, æstur og vonsvikinn ’egna framkomu Willi Grondel í Berlín. Hann brýtur heilann án afláts um Carmela er frammi íeldhúsi og lagar kaffi fyrir mennina. það, hvernig hann geti bjargað þessu við. En hann er hjálparvana á meðan hann er einn. Hann er algerlega háður fallegu konunni sinni. Er Lorette enn falleg? Honum kemur þetta skyndilega til hug- ar. Hefur fegurð hennar enn þau áhrif á karlmenn, að þeir verði máttlausir í hnjáliðunum og geri allt til þess að þóknast henni? í sama mund hljómar rödd Domenico frá Napoli-flóanum í hátalaranum: — Þér megið ekki æsa yður svona, París! Ég skal reyna að róa mennina. En það er ekkert undarlegt, þó að þeir hafi misst þolinmæðina, veslings mennirnir. Það er nær komið fram fram á varir Corbier, að segja: En ég er neyddur til þess að vera þolin- móður! Allt lífið! Þegar ég naut augnanna var þolinmæðin aldrei mín sterka hlið. Ég var uppstökk- ur og vildi berja allt og alla, þeg- ar svo horfði. . . En Corbier læb- ur sér nægja að hugsa þetta. Hann verður að taka sér eitt- hvað fyrir hendur. Hann getur ekki setið auðum höndum og hugs að til þess að enginn verði til þess að taka við bögglinum í Ber- lín. Hvað ætli dr. Mercier hugsi, þegar hann kemur aftur? Hann álítur mig vesælan ræfil, sem get- ur ekki einu sinni staðið við gef- in loforð. — Napoli, IRP 45, þetta er allt í lagi, ég kalla í yður, þegar eitt- hvað verður að frétta. Og blindi loftskeytaáhugamað- urinn byrjar að kalla, kalla út í geiminn, kalla á „einhvern í Þýzkalandi“, sem vill veita honum og sjómönnunum skjóta aðstoð. — AMK kallar París. . . AMK kallar París. . . Ég heyri yður .. Skipti! Maðui'inn, sem talar, situr við „heimatilbúin“ loftskeytatæki. — Enskan hans er bjöguð, lítt skilj- anleg. — Ég heyri til yðar, AMK. —■ Hvar eruð þér? Berlin? segir Corbier æstri röddu. — Nei, ég á heima í Landstuhl við Kaiserslautern. Þér biðjið um hjálp? Ég hef heyrt greinilega til yðar siðustu þrjár mínúturnar. Hvað get ég gert fyrir yður? — Hér er um að ræða áhöfn skips, sem er í Norður-íshafinu. Skipshöfnin er í mikilli hættu, því að drepsótt hefur komið upp með- al hennar. Böggull með serum er nú á leiðinni með næturflugferð frá París til Berlínar. .... En við höfum ekki fengið neinn til þess að fara og ná í böggulinn út á Tempelhof......Getið þér gert okkur eitthvað til hjálpar? .... Skipti. Loftskeytaáhugamaðurinn í Landstuhl heitir Eugen Hollen- dorf. Hann er grannleitur, kinn- fiskasoginn — og djúpir drættir eru beggja vegna nefsins niður að munnvikunum. Varir hans em föl ar og þurrar. Hönd hans, sem nýr aitltvarpiö Fimmtudagur 10. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 18,30 Fornsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Gramburðarkennsla i frönsku. — 19.10 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmonikulög (plötur). — 20,30 Erindi: Garðar á Álftanesi (Stef án Júlíusson rithöfundur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Upplest ur: Kvæði og stökur eftir Gísla Ólafsson frá Eiríksstöðum (Bald ur Pálmason). 21,25 Tónleikar af segulböndum frá Sviss. 21,45 ís- Ienzkt mál (Jón Aðalsteinn Jóns- son kand. mag.). 22,10 Erindi með tónleikum: Austurlenzk fornaldar músik; III: Kína (Dr. Páll Isóifs son). 23,00 Dagskrárlok. Föstudagur 11. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Bömin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,10 Þingfréttir. —- 19.30 Tónleikar: Létt lög (plötur) á0,30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Ferðaþátt ur: Frá Fremri-Kotum til Kákas- us (Hallgrímur Jónasson kenn- ari). 21,00 íslenzk tónlistarkynn- ing: Lög eftir Ástu Sveinsdótt- ur, Stefán Ágúst Kristjánsson, Jón Stefánsson, Björgvin Filippus son og Baldur Andrésson. Söngv- arar: Kristinn Hallsson og Guð- mundur Jónsson. — Fritz Weiss- happel leikur undir og býr dag- skrárliðinn til flutnings. 21,20 Otvarpssagan: „Sólon Islandus“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagra skógi; XXI. (Þorsteinn ö. Step- hensen). 22,10 Erindi: Um bóka- söfnun (Gunnar Hall). 22,30 Sin- fónískir tónleikar: Sinfóníuhljóm sveit íslands leikur. Stjórnandi: Vaclav Smetacek (Hljóðritað á tónl. í Þjóðleikhúsinu 18. f.m.). 23.10 Dagskráiáok. 1) Fjórir vopnaðir menn hafa náð „Eskimóadrottningunni“ á sitt vald, og eru nú að skipa hin- um verðm*ta farmi yfir í báta sína. „Þú sleppur ekki með þetta, því lofa ég“, sagði skipstjórinn við þorparann, sem gætti hans. 2—3) „Þegiðu, eða ég gef þér utanundir með byssuskeptinu", svaraði ræninginn. — Þessi reiði- lega rödd barst Markúsi, sem var að fá sér kaffi íram í eldhúsi, til eyrna. Hann skynjaði þegar að allt var ekki með feldu, og sá í gegnum glugga hvar maður ógnaði skipstjóranum með byssu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.