Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 2
2 MORG VNBL'ABIÐ Laugardagur 19. apríl 1958 Greinargerð bandaríska fulltrúans: Tillagon borin iram m.d. vegna mótmæla helstu iiskveiði- þjóðanna í Evrópu UPPLYSINGAÞJONUSTA Bandaríkjanna hér á landi skýrði í íréttapistli sínum í gær frá bandarísku tillögunni á Genfar- ráðstefnunni. Auk þess sem til— lagan sjálf birtist þar í heild fylgir þar nokkur greinargerð fyrir stefnubreytingu Bandaríkj- anna í landhelgismálinu. Þar segir m. a.: Ný tillaga Bandaríkjanna um 6 mílna landhelgi var borin fram í þeim einbeitta ásetnmgi að gera ráðstefnuna árangursríka. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna Arthur Dean skýrði frá því á fundi með fréttamönnum, að hin nýja tillaga fseli í sér nokkra undanlátssemi og fórn varðandi þá gömlu stefnu Bandaríkjanna að halda fram þriggja mílna land helgi. Þessi nýja tillaga, sagði hann, mu» uppfylla þarfir margra ríkja, einnig ríkja sem nýlega hafa orðið sjálfstæð og sem höfðu verið andvíg öðrum tillögum. Hann taldi að þessi nýja tillaga myndi njóta stuðnings % meirihluta. Dean sagði, að bandaríska sendinefndin hefði komið á ráð- stefnuna staðráðin í að stuðla að því að hún yrði árangursrik. Hann benti á það, að þetta væri í rauninni í fyrsta skipti frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem þjóðir heims hefðu komið saman til að semja nýja alþjóða- lögbók. Bandaríkjunum var það ljóst að mörg þátttökuríki á ráð- stefnunni áttu við vandamál að stríða í þessu sambandi, bæði efnahagsvandamál, öryggismál og sumar þeirra eru mjög háðar fiskveiðum. Þegar bandarísku fulltrúarnir komu til ráðstefnunn ar voru þeir reiðubúnir að leggja fram fórnir, ef þörf gerðist í þágu friðar, framfara og sam- starfs. Þegar Bandaríkin ákváðu fyrst að styðja kanadisku tillöguna um þriggja mílna landhelgi með 9 mílna einkafiskveiðisvæði til viðbótar, eða samtals 12 mílur, þá var þar um mikla fórn að Brú á Hólmsá lokið Höfn í Hornafirði 18. apríl. Nýlokið er smíði á Brú á Hólmsá á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu. Er það 68 metra stálbita- brú með trégólfi. Smíðinni var að mestu lokið fyrir jól, en stál og gólf var sett í í þessum mán- uði. Með brú þessari er tengdur saman vegur milli tveggja hreppa í sýslunni, Mýra- og Suð- ursveitar. Brúarsmiður var Jón Dagsson, Djúpavogi. — Gunnar. ræða, þar sem það er skoðun Bandaríkjamanna að þriggja mílna landhelgi sé réttust. En eftir ýtarlega athugun komumst við að því að hagsmunir hinna nýstofnuðu ríkja réttlættu þessa fórn. En það kom i ljós, að jafnvel þessi fórn var ekki nægjanleg því að kanadisku tillögunni mót- mæltu bæði ýmis nýstofnuð ríki og helztu fiskveiðiþjóðir Evrópu. Þess vegna, sagði Dean, ákváðu Bandaríkin að bera fram tillögu sína um 6 mílna landhelgi. Hann lagði áherzlu á það, „að við Bandaríkjamenn höfum verið samstarfsfúsir við aðra á ráð- stefnunni og viljað stuðla að því að þörfum annarra þjóða sé borg ið.“ Hins vegar benti hann á það, að þær þjóðir sém hefðu komið á ráðstefnuna og krafizt 12 mílna landhelgi hefðu hvergi gefið neitt eftir. Dean lagði áherzlu á það, að þessi sáttatillaga væri borin fram eingöngu til að stuðla að jákvæð- um árangri ráðstefnunnar, en ekki til að prútta með. Hún feiur í sér fórn af hálfu Bandaríkjanna og kvaðst Dean ekki sjá að nein tillaga kæmist eins langt og þessi í að sætta sjónarmiðin á ráðstefn- Sálumessa Brahms SÍÐUSTU háskólatónleikar þessa vetrar verða í hátíðasal háskól- ans á morgun, sunnudag 20. apríl og hefjast kl. 5 stundvíslega. Verður þá fluttur af hljómplötu- tækjum skólans síðari hlutinn af Sálumessu (Ein deutsches Requi em) eftir Brahms, en fyrri hlut- inn var fluttur þar á sunnudag- inn var. í upphafi verða þó rifj- aðir upp stuttir þættir úr fyrri köflunum. — Þetta er í senn eitt hátíðlegasta og vinsælasta verk kirkjulegrar tónlistar, en hefur aldrei verið flut't í heild sinni hér á landi. Það er hér flutt af dómkirkjukór og hljómsveit í Berlín, einsöngvarar Dietrich Fischer-Dieskau og Elizabeth Griimmer. Stjórnandi er Rúdolf Kempe. Róbert A. Ottósson hljómsveit arstjóri skýrir verkið og ieikur helztu stefin á flygil. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hagnar Karlsson, tkákm. Keflavíkur KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 15. apríl — 1 gærkvöldi lauk skák- móti Keflavíkur og sigraði Ragn- ar Karlsson í meistaraflokki og hlaut titilinn skákmeistari Kefla- víkur 1958. Hinn ungi skákmeistari er 22 ára gamall, Siglfirðingur að upp- runa, en hefur starfað á Kefla- víkurflugvelli sl. 5 ár. Úrslit í meistaraflokki urðu þessi: 1. Ragnar Karlsson 4 vinninga, 2. Óli Karlsson 314 v., 3. Borgþór H. Jónsson 3 v., 4. Jón Víglunds- son 214 v. (keppti sem gestur á mótinu) og 5.—6. Gunnar Sig- urjónsson og Hörður Jónsson með 1 vinning hvor. I 1. flokki sigraði Magnús Gísla son með 414 vinning og í 2. flokki vann Gísli Ellerup allar sínar skákir og hlaut því 6 vinninga. Gísli er mjög efnilegur skákmað- ur, aðeins 14 ára að aldri. — BÞ. Bæjarútgerðin leggi óherzlu ú saltlisksiramleiðslu Er hagkvæmt fyrir útgerðina og veitir mikla vinnu I FYRRA mánuði flutti Guð- mundur J. Guðmundsson tillögu í bæjarstjórij Reykjavíkur um að skora á fjárfestingaryf- irvöldin að veita nauðsynleg leyfi til að unnt væri að hefjast handa við byggingu hraðfrystihúss bæj arútgerðarinnar.Jafnframt skyldi undirbúningi framkvæmda hrað- að, þ. á. m. fjáröflun. Forstjórar bæjarútgerðarinnar sömdu greinargerð um málið og sendu borgarstjóra. Fer greinar- gerðin hér á eftir í heild: ,Með tilvísun til bréfs yðar, dags. 7. marz 1958, varðandi til- lögu hr. Guðmundar J. Guð- mundssonar, bæjarfulltrúa, sern borin var fram á fundi bæjar- stjórnar 6. marz 1958, um fram- haldsundirbúning að byggingu hraðfrystihúss, leyfum vér oss að taka eftirfarandi fram: Vér höfum að undanförnu leit- að fyrir oss um lánsfé til byggmg ar frystihúss, en ekki orðið á- gengt. Teljum vér að fyrsta skil- yrðið fyrir áframhaldandi undir- búningsframkvæmdum sé, að tryggt hafi verið nægilegt fjár- magn til byggingarframkvæmd- anna. Tafir þær, sem orðið hafa á undirbúningsframkvæmdum, — hafa þó ekki komið að sök, þar sem mikil aukning á saltfiskverk un stendur nú fyrir dyrum. Sam- ið hefur verið um sölu á 3.000 smálestum af verkuðum saltfiski á markað, þar sem íslendingar Fjárhagsáætlan Beykjavíkar aigreidd, þegar „árræðin“ liggja fyrrir Ásgerður Ester Búadóttir og Benedikt Gunnarsson Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur á fimmtudag gerði Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarmanna, athugasemd út af því, að ekki hefur farið fram síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarins. Vitnaði hann í ákvæði 2. gr. útsvarslaganna um, að áætlunin skyldi gerð fyrir nóvemberlok og taldi allar fjár- málaráðstafanir bæjarins nú hvíla á hæpnum grunni. Borgarstjóri kvað ákvæði út- svarslaganna hafa verið dauðan bókstaf í áratugi. Reykjavík af- greiddi fjárhagsáætlun sína yfir- leitt á undan öðrum bæjarfélög- um. Þó hefði lengi verið sam- Sýning á myndvelnaði og gler- myndum í Sýningarsalnum í DAG verður opnuð í Sýningar- salnum við Hverfisgötu sýning á Iístaverkum þeirra Ásgerðar Esterar Búadóttur og Benedikts Gunnarssonar. Ásigierður Ester sýnir myndvefnað, og eru 10 verk eftir hana á sýningunni. Benedikts á sýningunni eru gler- myndir, 26 að tölu. Sýningin verð ur opnuð kl. 5 í dag og T. erður opin frá kl. 2—10 daglega til 1. maí. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ás- gerður e.nir ín sjálfstæérai sýn- ingar Hú.r hóf nám í Handíða- og myndiiitaskólanum, en inmitað- íst haustið 1946 í Konungiega Akademíið í Kaupmannahöfn og 4 andaði þar myndlistanám næstu þrjá vetur. Hefir Ásgerður lagt stund á myndvefnað, síðan hún kom heim, og hefir átt verk á nokkrum sýningum, m.a. á norrænu sýningunni í Gautaborg, en þar var henni boðið að sýna þrjá vefnaði. Einnig átti hún vefnaði á alþjóðlegu sýningunni í Múnchen sumarið 1956 og hlaut þá gullverðlaun sýningarinnar fyrir eina mynd sína. Benedikt hefir ekki sýnt gler- myndir áður, en hann hefir sl. ár fengizt við að mála gler. Hefir Benedikt áður sýnt málverk á samsýningum í Sýningarsalnum og hefir í hyggju að setja upp stóra einkasýningu í haust. Árið 1949 lauk Benedikt námi við Handíða- og myndlistaskól- ann. Stundaði síðan nám við Listaháskólann og Ríkislista- safnið í Kaupmannahöfn og dvaldist um skeið á Frakklandi og Spáni. Hélt hann fyrstu sjálf- stæðu málverkasýningu sína 1953 í Galerie Saint Placid í París, og árið eftir hélt hann sjálfstæða sýningu í Listamannaskálanum. Hefir hann tekið þátt í mörgum samsýningum ísl. myndlistar- manna hérlendis og erlendis. komulag allra flokka um að af- greiða ekki áætiunina þá vetur, er kosningar eru, fyrr en í febrúar en heimila bráðabirgða- greiðslur. Nú hefði það dregizt lengur, þar sem þótt hefði nauð- synlegt að bíða eftir ráðstöfun- um ríkisstjórnar og þings í efna- hagsmálum. Hugsanlegt væri, að þær hefðu í för með sér verulega hækkun vísitölunnar, en hvert nýtt vísitölustig hækkaði út- gjöld bæjarins um % millj. kr. Kvað borgarstjóri ekki hafa ver- ið annars kostur en bíða — eða eiga á hættu að þurfa að gera viðbótaráætlun og leggja á nýjar álögur síðar á árinu. Sagði hann, að allt bæjarráðið hefði viljað velja fyrri kostinn, þ. á. m. „bæjarráðsmaður Framsóknar- manna“ Guðmundur Vigfússon. Fræðslustofnun launþega ALÞYÐUFLOKKSMENNIRNIR 3 efri deild Alþingis, Eggert Þor- steinsson og Friðjón Skarphéð- insson, hafa lagt fram lagafrum- varp um fræðslustofnun laun- þega. Skal hún veita trúnaðar- mönnum og öðru félagsfólki verkalýðsfélaga og annara laun- þegasamtaka ýmiss konar fræðslu. í þvi skyni skal stofn- unin reka Félagsmálaskólann, er starfa skal í stuttum eða löngum námskeiðum, er halda má á ýms- um stöðum á landinu, og stofn- unin skal einnig gangast fyrir almennu fræðslustarfi. Kostnað- ur skal greiddur af ríkissjóði eft- ir því sem fé er veitt í f járlögum. Stjórn stofnunarinnar skal skip- uð 5 mönnum, þremur kjörnum af miðstjórn Alþýðusambandsins einum kjörnum af stjórn Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og einum skipuðum af mennta- málaráðherra. hafa ekki selt áður, og mun veru legur hluti af saltfiskútflutningi þessum koma í hlut fiskverkunar stöðvar Bæjarútgerðar Reykja- víkur, þar sem saltfiskframleiðsla flestra annarra fiskframleiðenda hefur dregizt mjög saman eða lagzt niður með öllu, aðallega vegna aukins frystihúsakosts. Fyrirsjáanlegt er, að starfsemi saltfiskverkunarstöðvar Bæjar- útgerðar Reykjavíkur muni stór- lega aukast í ár, meðal annars vegna þess, að hún mun taka til verkunar fisk veiddan á Græn- landsmiðum, sem áður hefur þurft að flytja út í óverkuðu ástandi. Fullyrða má, að við framan- greindan sölusamning, um 3.000 tonn af verkuðum saltfiski, verð- ur ekki hægt að standa, nema með stóraukinni þátttöku Bæjar- útgerðar Reykjavíkur í verkun saltfisks. Af framangreindu er ljóst að miklu minna magn af afla togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur en áður mun verða selt í óunnu ástandi. Eins og málum er nú háttað, teljum vér hagkvæmt að leggja áherzlu á saltfiskveiðar og salt- fiskverkun, þar sem saltfiskverk- unin veitir mun meiri atvinnu, en ef fiskurinn er hraðfrystur, auk þess hefur það mikla þýðingu í þessu sambandi, að næstum öll saltfiskframleiðslan er greidd með svokölluðum „hörðum gjald- eyri“, sem þjóðina vanhagar mjög um, þar sem með honum eru gerð miklum mun hagkvæmari innkaup en með gjaldeyri „clear- ing“-viðskipta. Eins og sakir standa virðist oss skipta mestu máli: 1. Að haga rekstri Bæjarútgerð arinnar þannig, að hún geti veitt sem mesta atvinnu, þegar þess er helzt þörf, en það er einkum á sumrin, þegar fjöldi nemenda úr skólum leitar eftir atvinnu. Aukin verkun á saltfiski og harðfiski á vegum Bæjarútgerð- arinnar er að voru áliti bezta leiðin til úrbóta í þessu efni. 2. Að sem verðmætastur og notadrýgstur gjaldeyrir fáist fyr- ir framleiðsluna, en eins og hög- um er háttað, skortir þjóðina mjög tilfinnanlega vestrænan gjaldeyri, en saltfisk- og harð- fiskframleiðslan er að mestu leyti greidd í þeim gjaldeyri. 3. Að sízt er óhagkvæmara fyrir Bæjarútgerðina að framleiða og verka saltffck og harðfisk, held- ur en að láta aflann til hrað- frystingar hjá öðrum eða í eigih frystihús, ef miðað er við fjár- hagsafkomu útgerðarinnar. Hins vegar veiti saltfisk- og harðfisk- verkunin mun meiri atvinnu, en ef aflinn færi til hraðfrystingar." Útgerðarráð féllst á álitsgerð forstjóranna með 4 atkv. gegn 1 (atkvæði Guðm. J. Guðmunds- sonar). Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag var rætt um málið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna lögðu til, að það yrði afgreitt með rökstuddri dagskrá með tilvísun til greinargerðar forstjóranna og ályktunar útgerðarráðs. Frávísun artillagan var samþkkt með 11 atkv. gegn 4. Leiti, Múiar og Mýrar A BÆJARSTJÓRNARFUNDI á fimmtudaginn voru samþykkt eftirfarandi nöfn á nýjum götum í Háaleitishverfinu: Stóragerði, Skálagerði, Brekku- gerði, Smáagerði, Iláaleitisbraut, Hvassaleiti, Varmaleiti, Efsta- leiti, Ofanleiti, Vallarleiti, Slétta- leiti, Fellsmúli, Brautarmúli, Veg- múli, Heiðarmúli, Safamýri, Star- mýri, Álftamýri, Lágmúli og i Hallarmúli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.