Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. apríl 1958
MORCUNBLAÐIÐ
9
Bríet Bjarn-
héöinsdóttir
Valdimar Þorsteinn
Ásmundsson Gíslason
Blaðamannaféíag
fslands
sextíu ára
Hefur unn/ð oð féfagsmálum blaðamanna og látið ýmis
framfaramál þjóðarinnar til sin taka
BLAÐAMANNAFÉLAG íslands
minnist sextiuáraafmælis síns um
þessar mundir.
Stofnfundur þess var haldinn
að Hótel ísland í Reykjavík 19.
nóv. 1897. Það var Jón Ólafsson,
skáld, þá ritstjóri Nýju aldarinn-
ar, sem beitti sér fyrir stofnun-
inni og hafði frumkvæði að boð-
un stofnfundar. Sendi hann rit-
atjórum blaðanna í Reykjavík
boðsbréf 18. nóv. 1897.
Stofnendur félagsins
f boðsbréfi þessu segir, að til-
gangur hins væntanlega félags
skuli vera að vinna að samheldni
blaðamanna og hagsmunum
þeirra. Stofnendur félagsins voru
þessir: Jón Ólafsson, ritstjóri
Nýju aldarinnar, Hannes Þor-
steinsson, ritstjóri Þjóðólfs, Björn
Jónsson, ritstjóri ísafoldar, Einar
Hjörleifsson Kvaran, meðritstjóri
ísafoldar, Valdimar Ásmundsson,
ritstjóri Fjallkonunnar, Briet
Bjarnhéðinsdóttir, ritstj. Kvenna
blaðsins, Einar Benediktsson, rit-
stjóri Dagskrár, Þorsteinn Gísla-
son, ritstjóri íslands og Jón
Jakobsson, sem var aðstoðarmað-
ur við „Nýju öldina“.
Stafsetningarmálið
Fljótlega eftir stofnun félags-
ins varð stafsetningarmálið eitt
helzta viðfangsefni þess. Mikill
glundroði ríkti um stafsetningu,
og vildi félagið beita sér fyrir
samræmingu hennar. Hðzti hvata
maður í því máli var Björn Jóns-
son. Árið 1900 gaf ísafoldarprent-
smiðja út Stafsetningarorðabók
eftir Björn Jónsson, og segir á
titilblaði, að hún sé gefin út að
tilhlutan Blaðamannafélagsins. í
formála segir Björn m.a.: „Til-
drög þessa kvers eru samtök
Blaðamannafélagsins fyrir fám
missirum um útrýming hins sí-
vavnndi stafsetningarglundroða í
íslenzku máli“. Ennfremur segir,
að félagið hafi frá upphafi ráð-
gert útgáfu slíks orðasafns.
Stafsetningaorðabók Björns
Jónssonar hlaut góðar viðtökur
og var lengi notuð. Blaðamanna-
stafseningin svonefnda, sem hún
skýrði, átti vinsældum að fagna,
m.a. ýmissa helztu rithöfunda
þjóðarinnar á þeim tima, og tóku
þeir hana upp. Bar nokkuð á
milli um hana og þágildandi skóla
stafsetningu.
Hefur starfaö af þrótti
síðustu árin
Blaðamannafélag íslands mun
hafa starfað nokkuð fyrstu órin,
en þegar leið frá aldamótum
lagðist það niður um skeið, var
endurvakið 1914—15 og var þá
stafsetningarmál enn á döfinni,
lá niðri um 1920 en var enn
endurvakið 1923 og hefir starfað
óslitið síðan og eftir 1930 af all-
miklu fjöri.
Eftir 1930 færðist félagið meir í
það horf að vera stéttarfélag
blaðamanna, enda fór þá mjög
fjölgandi í stéttinni með fjölgun
dagblaða og stækkun þeirra. Fé-
lagið varð og samningsaðili um
kjör blaðamanna og hafa síðasta
aldarfjórðunginn gilt fastir kjara
samningar milli félagaiiií og
1 blaðaútgef enda.
Starfsemi Menningarsjóos
Árið 1943 stofnaði félagiö ivienn
ingarsjóð Blaðamannafélags ís-
lands. Er hlutverk hans að
styrkja félagsmen til utanfara í
námsskyni, og til að sækja blaða-
mannamót og ýmsa fundi er-
lendis, eða kynna sér mál er
varða blaðamenn og störf þeirra.
Til sjóðsins leggst hálf árgjald
félagsmanna, og auk þess lögðu
blöðin nokkuð af mörkum í sjóð-
inn árlega samkvæmt samning-
um.
Nú greiða blöðin í sjóðinn %%
af launum blaðamanna. Félagið
hefur og aflað sjóðnum tekna
með ýmsu öðru móti, t.d. opin-
berum skemmtunum í góðri sam-
vinnu við félagssamtök leikara.
Sjóðurinn hefir eflzt allvel og er
nú um 200 þús. kr. Hann hefur
alls veitt 45 styrki, samtals kr.
163.500.
Aðili að albjóðlegum samtökum
Blaðamannafelag íslands er að
ili að samtökum blaðamanna á
Norðurlöndum og einnig í Al-
þjóðasambandi blaðamanna, sem
aðsetur hefir í Briissel. Félagið
hefir tekið þátt í ýmsum mótum
blaðamanna erlendis og einnig
hafa norrænir blaðamannafund-
ir verið haldnir hér á landi.
í júní í sumar er ákveðið, að
fjölmennt, norrænt blaðamanna-
mót, eða pressumót verði haldið
hér á landi, og mun það standa
eina viku. Sækja það fulltrúar
frá öllum Norðurlöndum, og
verða erlendir gestir 60—80.
Núverandi stjórn
Blaðamannafélag fslands hefir
látið ýmis framfaramál þjóðar-
innar til sín taka á síðari árum
og stutt þau eftir megni. f félag-
inu eru nú um 60 félagsmenn.
í stjórn Blaðamannafélags ís-
lands eiga nú sæti: Sigurður
Bjarnason, formaður, Jón Magnús
son, varaformaður, Andrés Krist-
jánsson, ritari. Atli Steinarsson,
gjaldkeri, og Jón Bjarnason, með-
stjórnandi.
í stjórn Menningarsjóðs blaða-
manna eiga sæti: Sigurður Bjarna
son, formaður, Ingólfur Krist-
jánsson, gjaldkeri og Hendrik
Ottóson, ritari.
í stjórn norræna pressumóts-
ins og norræna blaðamannasam-
Nuveranui stjv.n ö.aðamannafélags Islands, tai.o rrá vinstri: Jón Bjarnason ricstjóri, Jón
Magnússon fréttastjóri útvarpsins, Sigurður Bjarnason ritstjóri, form., Andrés Kristjánsson blaða-
maður og Atli Steinarsson blaðamaður.
iUui iux> czt/ c3 v^mvi á. <f
3 uL ^
Boðsbréf Jóns Olafssonar til stofnunar Blaðamannafélagsina
bandsins eru Högni Torfason,
Haukur Snorrason og Bjarni Guð
mundsson.
Þrír menn eru heiðursfélagar
í Blaðamannafélagi fslands, Árni
Óla, ritstjóri, Skúli Skúlason,
ritstjóri og Valtýr Stefánsson,
ritstjóri.
Sukorno kanpir vopn í A-Evrópu
DJAKARTA, 16. apríl. — 30 her-
skip stjómarinnar skutu á Pad-
ang, aðalbækistöð uppreisnar-
manna á Sumötru, í dag — jafn-
framt því sem hersveitir stjórn-
arinnar gerðu harða hríð að
uppreisnarmönnum á tveim víg-
stöðvum á Sumötru. Segir í til-
kynningu frá Djakarta, að stjórn
arherinn muni nú ganga milli
bols og höfuðs á uppreisnarmönn
um.
Samkvæmt frekari fregnum
munu uppreisnarmenn hafa ótt-
azt að skothríð herskipanna væri
undanfari innrásar í Padang —
og voru íbúar borgarinnar kvadd
ir til starfa — við að grafa skot-
grafir við sjávarsíðuna í dag.
Útvarpið í Djakarta, staðhæfði
ennfremur í dag, að stjórnarher-
inn hefði nú allar mikilvægustu
samgönguleiðir til Padang á
valdi sínu — og væru allir að-
drættir uppreisnarmanna frá
bæjum og birgðastöðvum, sem
þeir hafa á valdi sínu, þar með
stöðvaðir.
Við annan tón kveður í útvarps
stöð uppreisnarmanna. Segja
þeir, að framsókn stjórnarhers-
ins hafi verið óveruleg á einum
stað síðasta sólarhringinn. Sigur
uppreisnarmanna sé vís og flutti
útvarpið aðvaranir til óbreyttra
borgara í Djakarta, Súrabaja og
Bandung — og sagði, að bráðlega
yrðu loftárásir gerðar á þessar
borgir.
U tanríkisráðherr a Djakarta-
stjórnarinnar lét svo um mælt í
dag, að stjórnarherinn yrði langt
kominn með að vinna bug á upp-
reisnarmönnum um næstu helgi.
Kvað hann nú minni hættu en
áður á því að erlendir aðilar
hefðu afskipti af innanríkisóeirð-
um þessum, en öll erl. íhlutun
gæti leitt af sér 3. heimsstyrjöld-
,ina. Þá gat hann þess, að Dja-
kartastjórnin leitaði nú fyrir sér
um vopnakaup í Tékkoslovakíu
og Póllandi, ekki Rússlandi.
Þá tilkynntu uppreisnarmenn
í dag, að Kawilarang, hernaðar-
ráðunautur Indónesíu í Banda-
ríkjunum og Kanada, hefði verið
skipaður yfirmaður herafla upp-
reisnarmanna. Skömmu síðar til-
kynnti Djakartastjórnin, að um-
getinn Kawilarang væri ekki
lengur í Bandaríkjunum.
Gleipnir ríkis-
stjórnarinnar
í EDDU segir svo, að fjöturinn
Gleipnir, er loks hélt Fenrisúlf-
inum, sé smíði dv^rga nokkurra
úr Svartálfaheim og gerður úr
sex hlutum, af dyn kattarins, af
skeggi konunnar, af rótum bjargs
ins, af sinum bjarnarins, af anda
fisksins og af fugls hráka.
Nú hefur stjórnin óralengi
unnið að smíði fjöturs þessa, er
bindi þjóðina til naestu kosninga.
Heppnist smíði hefur athug-
ull maður getið til, að Gleipnir
sá muni einnig gerður af sex
hlutum, vitsmunum Hermanns,
höfðingskap Eysteins, hreinlyndi
Guðmundar í„ hugrekki Gylfa,
dygðum Hannibals og sannsögli
Lúðvíks.
Reykvikingur.
Aðalfundur Fél. ísl.
rithöfunda
FÉLAG íslenzkra rithöfunda hélt
aðalfund sinn 15. þ. m. Þóroddur
Guðmundsson baðst undan endur
kjöri í formannsstarf. Stjórn fé-
lagsins skipa nú: Stefán Júlíus-
son, formaður; Gísli J. Ástþórs-
son, ritari; Ingólfur Kristjánsson,
gjaldkeri og meðstjórnendur Sig-
urjón Jónsson og Þóoddur Guð-
mundsson. Varamenn: Axel
Thorsteinsson og Indriði G. Þorst
einsson. í stjórn Rithöfundasam-
bands íslands voru kosnir: Guðm.
G. Hagalín, Indriði Indriðason og
Stefán Júlíusson. Til vara: Þór-
oddur Guðmundsson.
Fré félagi
•lenzkra rithöfunda.