Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. apríl 1958 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Genf Framh. af bls. 1. komin að þjóðum, sem hefðu ver- ið „gráðugar" og tekið stóra land- helgi, að slaka til. Það væri ek«i réttmætt, að einmitt þær þjóðir, sem hefðu haldið sér við alþjóða- lög, ættu að færa allar fórnirnar. Næst benti Mr. Dean fulltrúi Bandaríkjanna á hættuna af því að samþykkja tillögur, sem stór- veldin neituðu að viðurkenna og tók hann þannig undir orð Sir Geralds Fitsmaurice, sem kunn eru frá síðustu viku um að óvíst væri að stórveldin sættu sig við ákvarðanir ráðstefnunnar. Malda fast við 12 mílur Fulltrúar Indverja og Mexi- kana skýrðu, hvers vegna þeir falla frá stuðningi við tillögu Kanada. Það er vegna þess, að Asíuþjóðir margar telja hana ganga of skammt, þar sem hún viðurkennir ekki að öllum þjóð- um sé heimilt að taka upp 12 mílna landhelgi. Eilífðarréttur unninn! Fulltrúi Kanada, Mr. Drew flutti athyglisverða ræðu. Hann sagði að hin nýja tillaga Kanada væri gamla tillaga þeirra í grund vallaratriðum, nema að í stað 3 mílna lögsögulandhelgi kæmu 6 mílur og þá 6 mílna einkafisk- veiðibelti til viðbótar. Mr. Drew deildi hart á bandarísku tillöguna, sérstak- lega eftir að frestur- inn er lækkaður niður í 5 ár. Þetta þýddi, að ef 2—3 skip hefðu fiskað nokkur ár á mið- — Sjómannaheimili Frh. af bls. 3. mannaheimilið. kæmust á þann hátt í nokkra snertingu við föðurland sitt, og um- hverfið heima fyrir. Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar, að Færey- ingar hefðu haft af því mikið gagn að kynnast fslendingum og kvaðst vona að samskipti þjóð- anna mættu eflast á fleiri sviðum en nú er. Er hann þakkaði þeim sem stutt hefðu framgang sjó- mannaheimilisbyggingarinnar, — nefndi hann þá Pétur Wigelund og Knuth greifa, sendih. Áður en hann lauk máli sinu, ávarpaði hann landsmenn sína sem hér eru búsettir. Ásmundur Guðmundsson, bisk up landsins, tók næstur til máls. Hann gat nánar tengsla Færey- inga og íslendinga. Hjá báðum hefur kristni rikt í nær 1000 ár. Hann kvaðst fagna því að út væri komin í Færeyjum Nýjatesta- mentið á færeysku og biskup- inn kvaðst á þessari stundu vilja færa hinu færeyska sjómanna- heimili að gjöf eintak af Nýja testamentinu íslenzka. Að lokum bað biskupinn guð að blessa Fær- eyjar. Loks talaði svo Klement Elíasson sem er í stjórn færeyska sjómannatrúboðsins, en það er deild innan færeysku kirkjunnar. í gærkvöldi var svo haldin fyrsta samkoman í heimilinu en því veita forstöðu Henry Andressen og Miiller Petersen. Samkomur K.F.U.M. - Á morgun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,00 f.h. Kársnesdeild. Kl. 1,30 e.h. Drengir. KI. 8,30 e.h. Samkoma. Bene- dikt Arnkelsson, cand theol. tal- ar. — Allir velkomnir. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. — Á ntorgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e.h. öll börn velkomin. um annars ríkis, gæti ótak- markaður fiskifloti landsins fiskað þar um alla eilífð og ekki aðeins á tilteknum mið- um, heldur á öllum veiðisvæð inu, t. d. meðfram allri aust- urströnd Kanada. Þá sagði kanadíski fulltrúinn, að þótt úthafsfiskveiðiþjóðirnar afsöluðu sér rétti til að halda miðum innan 12 mílna myndu þær eiga næg mið og benti hann t. d. á það að Bretar ættu svo stóra togara, að þeim væri kleift að fiska á djúpmiðum og þyrftu ekki lengur að leita á grunnmið- Sagði hann að þetta hefði jafnvel komið fram á Nýfundnalandsmið- um, þar sem brezkir togarar veiða yfirleitt ekki nær ströndinni en 20 mílur, því að við það verði veiðarfæratap minna. Fulltrúi Rússa, Tunkin, talaði gegn kanadísku og bandarísku tillögunni, en kvað Rússa vilja styðja hina eldri tillögu Indverja og Mexikana. Það vakti mikla athygli, að fulltrúi Svíþjóðar kvaðst enn fylgja brezku tillögunni en vera á móti þeirri bandarísku. Freskun — vafasöm úrslit Síðast þegar til fréttist voru 17 á mælendaskrá, svo ólíklegt er að atkvæðagreiðsla verði í dag, og jafnvel á morgun. ísland er ekki meðal þeirra sem nú eru á mælendaskrá. Það virðist nú mjög vafa- samt hvaða tillaga af þremur sigrar, sú bandaríska, kana- díska eða indversk-mexikan- ska. En Bandarikjamenn þykj- ast mjög sigurvissir og hafa forgöngu um sættir. En hafa verður í huga að tillaga þeirra, sem og tiliögur annarra eru enn ekki endanlegar, þar sem en er a. m. k. heil vika eftir af ráðstefnunni. s. Gullfoss fer frá Reykjavík í kvöld klukkan 7 til Leith, Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 6 e.h. Hf. Eimskipafélag íslands OPEL K4PITAIV ’55 TIL SÖLI) Bifreiðin er 6 manna fólksbifreið í ágætu lagi. Er til sýnis frá kl. 4—7 í dag og á morgun við Leifs- styttuna. Upplýsingar í síma 50764. \ SINFÓNlUHLJÖMSVEIT ISLANDS típeran CARIVIEI\! eftir Georges Bizet verður flutt á tónleikum í Austurbæjarbíói mánud. 21. apríl og miðvikud. 23. apríl kl. 9.15 síðd. EINSÖNGVARAR: GLORIA LANE, STEFÁN ISLANDI, Arni Jónss., Guð- munda Elíasd., Guðmundur Jónss., Ingibjörg Stein- grímsd., Jón Sigurbjörnss., Kristinn Halisson, Þuríður Pálsd. Þjóðleikhúskórinn, Sinfóníuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Wilhelm Briickner-Riiggeberg. Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói eftir kl. 2 í dag. KEFLAVlK KEFLAVlK ÍBÚÐ 4ra herbergja íbúð íbúð í Keflavík óskast til leigu frá 1. júní næstkomandi eða fyrr. Tilboðum merkt- um „Keflavík — 1184“ sé skilað á afgreiðslu Morg- unblaðsins í Keflavík fyrir 25. apríl næstkomandi. ÚTVEGUM FRÁ TÉKKÓSLðVAKÍIf GERFIBLOM PragoExport Hjartanlega þakka ég öllum, er heiðruðu mig á sextugs- afmæli mínu 16. þ.m. og gerðu mér daginn ógleymanlegan, með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum. Guð blessi ykkur öll. María A. Þórðardóttir, Skipasundi 86. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á átta- tíu ára afmælinu með heimsóknum, gjöfum, skeytum og annari vinsemd. Guð blessi ykkur öll. Helga Þorsteinsdóttir, frá Hamri. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á 75 ára afmæli mínu 17. apríl s.l. Sigurlaug Ólafsdóttir, Framnesveg 2. ISystir okkar INGVELDUR JÓNSDÓTTIR Bragagötu 35 andaðist 16. apríl. Agústína Jónsdóttir, Guðjón Jónsson. stefAn benediktsson fyrrv. bóndi í Skaftafelli, Öræfum andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánudag- inn 14. apríl 1958. Jarðarför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 23. apríl kl. 2 e.h. Börn hins Iátna. Móðursystir mín THORA FRIÐRIKSSON andaðist að Elliheimilinu Grund þann 18. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Leopoldína Eiríkss. Bálför föður okkar ÞORSTEINS J. JÓHANNSSONAR fyrrv. kaupmanns hefir farið fram. Þökkum auðsýnda hluttekningu. Börn og tengdabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum nær og f jær, er auð- sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og jarðarför föður okkar JÖNS JÓNSSONAR frá Spágilsstöðum. Sérstaklega vilum við þakka frá Elísabetu Jónsdóttur ómetanlega aðstoð okkur veitta og læknum og húkrunar- liði Landakotsspítala, sem og stofufélögum hans þar, fýfir staka nærgætni og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Jónsdóttir, Guðrún Kr. Jónsdóttir. Vesturgötu 33b. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUÐBJARGAR HERMANNSDÓTTUR THORSTENSEN Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför ÓLAFS BERGVINSSONAR frá Barkastöðum. Systur hins látna. Við þökkum hjartanlega samúð og vináttu við fráfall ASGRÍMS JÓNSSONAR, listmálara. Sérstaklega þakkir færum við Ríkisstjórn íslands, borg- arstjóra og stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar og Lands- spítalanum, læknum og hjúkrunarkonum og umfram állt dr. Sigurði Sigurðssyni. Ennfremur safnaðarstjórn og öðrum íbúum Gaulverja- bæjarsóknar og nágrennis fyrir hlýar og viðulegar mót- tökur. Systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.