Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 19. apríl 1958 hjálpin sé á næstu grösum. Hann ætlar að segja mönnum sínum þessar góðu fréttir. Þeir þarfn- ast einhvers, sem vakið getur von- ina í brjósti þeirra eftir þessa löngu, óttalegu nótt. En tómlegt bergmál af kalli hans berst frá hásetaklefanum. — Ekkert svar. Eftir nokkra stund hefur Lar- sen skipstjóri fullvissað sig um að áhöfn hans hefur látið verða af samsærisáformunum. Hásetarn ir hafa skotið léttabátnum fyrir borð, þeir eru farnir — og hafa skilið hann einan eftir með fár- veiku sjúklingunum. „Marie Sörensen" rekur á kyrr- um, ísköldum sjó eins og drauga- skip, sem dauði og ótti hafa tek- ið í sínar hendur. 7,18 mlðevróputlmi — við napoll-flóazm Mf. Loftskeytamaður lögreglunnar hefur nú tekið við varðstöðunni af Domenieo. 1 anddyrinu standa Ippolito og aðstoðarmaður hans og bíða þess, að Domenico d’Angelantonio og dóttir hans verði ferðbúin. Ippolito er nú hörkulegur og ósveigjanlegur orð- inn. í nótt varð hann veikur fyr- ir hinu rómantíska og ævintýra- lega við að hitta fallegu stúlkuna svona óvænt. En hann hefur nú snúið baki við Carmelu. Dyrabjallan hringir og Ippolito lögreglufulltrúi lýkur dyrunum upp. Frammi stendur hávaxinn, ung ur maður. Hár hans er hrokkið, en þurrt og dálítið úfið. Hann ber það með sér, að hann er sjómað- Ungi maðurinn, sem starir furðu lostinn á lögreglufulltrú- ann, heitir Gennaro Lippi. Hann er loftskeytamaður á „Lola LoIa“, smyglarabátnum, sem legið hefur úti á Napoli-flóanum í nótt. Domenico d’Angelantonio kem- ur út úr svefnherbei'ginu. Hann starir á Gennaro, harmþrunginn uppreisnaráformunum. og heiftarfullur. Hvernig í fjand- anum stendur á því að bölvaður þorparinn þarf endilega að rekast hingað inn núna — til þess að gera þetta enn flóknara! hugsar Domenico. Það hlýtur að vera vegna pess að loftskeytasamband mitt við „Lola Lola“ hefur verið algerlega rofið í nótt — í fyrsta sinn. En ég hef sagt honum það í eitt skipti fyrir öll, að í slíku tilfelli á það að vera síðasta úr- ræði hans að koma hingað heim til mín. Ég vildi að hann dytti dauður niður! — Hver eruð þér? Hvað viljið þér? spyr Ippolito vingjarnlega, næstum tælandi. Hann er fljótur að átta sig á hlutunum og margra ára starf í lögreglunni hefur kennt honum að vera fljótur að draga ályktanir. Og Ippolito legg ur hönd sína á handlegg Gennaro eins og af hreinni tilviljun. Gennaro verður eldrauður í framan. — Sleppið mér! hvæsir ungi smyglarinn. — Svarið mér fyrst! Hver eruð þér! Hvað eruð þér að gera hing- að? — Lögreglan! segir Ippolito ísmeygilega og dregur fram merki sitt. Nú líkar honum fyrst lífið, hann hefur gleymt allri þreytu. Öll athygli hans beinist nú að nýju veiðinni og hann veitir því ekki athygli, að Carmela kemur fram, gengur að hlið föður síns og stendur þar í flegnum, þunn- um léreftskjól. — Til hvers komið þér hingað? spyr Ippolito öllu hærra. — Svar- ið, ungi vuiur, en flýtið yðúr! Það er eins og kökkur sé í hálsi Gennaro, hanr kyngir án afláts. Þessi árás Ippolito hefur komið honum algerlega á óvart — og hann finnur enga undankomuleið í andránni. En bjargvætturinn kemur óvænt: Carmela hleypur fram og varpar sér í fang unga sjómannsins, faðmar hann snökt- andi: — Gennaro, ástin mín! kjökrar Carmela og leggur vangann að hálsi hans. Síðan losar hún faðmlagið og snýst á hæli. Hún hnykkir til höfð inu, augu hennar skjóta gneist- um, hún er í vígstöðu. — Við Gennaro erum elskend- ur. . . Við höfum farið leynt með það. Hann er vanur að heimsækja mig hingað snemma á morgnana, því að pabbi sefur fast á morgn- ana, þegar hann hefur setið og ur. plastplötur á húsgögn, eldhúsborð, skólaborð, skrifborð, veitingaborð, verzlunardiska. jafnhentugar fyrir rannsóknarstofur og sjúkrahús og alls staðar þar sem reinlæti og þokki fara sam- an. Nokkrum mínútum síðar er Larsen skipstjóri þess fullviss, að áhöfnin hefur látið verða af ★ Forðizt eftirlíkingar, nafnið er á hverri plötu. Umboðsmenn: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H.F. Grótagötu 7, sími 2-4250. Formica er skrásett vörumerki fýrir samsettar plastplötur framleiddar af Formica Ltd. Atvinna í sveit Góðan og duglegan mann vantar nú þegar að Salt- vík á Kjalarnesi. Einnig vantar ráðskonu á sama stað. Upplýsingar í Laugavegs Apóteki Lauga- veg 16 3. hæð. „Flýtið ykkur að afferma bát-1 ræningjunum var. Um leið og I eitt bindið. Mönnum til hinnar I mestu undrunar kom þar hljóð ana“, kallar þorparinn, sem fyrir ' hann sagði þetta lemur nann 11 1 úr horm. „Hva. . . kvenmaður!“ leikið sér að loftskeytatækjunum alla nóttina. Carmela einblínir á föður sinn, augnaráð hennar er biðjandi og angurvært. Heilaga Guðsmóðir, hugsar Ippolito: Stúlkan lýgur. Hún hefur aldrei átt nein sam- skipti við þennan ráðþrota sjó- mann. En nú eru þau skyndilega orðin elskendur, piltinum til stór- furðu. En aðeins vegna þess að hún vonast til að geta bjargað föður sínum. Domenico skilur tilraunina strax. Hann snöktir eins og faðir, sem særður hefur verið hjarta- sári. Honum tekst það vel. — Þú hefur farið _ á bak við mig! Og þú vogar þér að sýna mér slíka framkomu eftir allt, sem ég hef gert fyrir þig, gætt þín sem ég væri bæði bæði faðir þinn og móðir. Hann snýr sér að Gennaro vit- Stola af reiði. — Farðu, þú undirföruli Don Juan. Hypjaðu þig burt áður en ég mölbrýt hvert bein í þér. Gennaro er ekki seinn á sér. Ippolito lögreglufulltrúi stend- ur hreyfingarlaus með tvær hend ur tómar og horfir hugsi á eftir piltinum. En hann tekur á sig rögg. — Hvað eruð þið að glápa á? þrumar hann yfir aðstoðar- mönnum sínum tveim, sem hafa vogað að brosa dreymandi að þessum rómantíska árekstri, sem þeir hafa orðið vitni að. — Það er hægt að skilja af- stöðu unga mannsins, segir loft- skeytamaðurinn. — Hann ber skynbragð á kvenfólk. Carmela launar athugasemdina með geislandi brosi. Hún virðist SUUtvarpiö Laugardagur 19. apríl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,bO Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir. — Radd ir frá Norðurlöndum; XVIII: — Danski leikarinn Elith Pio les „Manden og aben“ eftir Soya. — 16,30 Veðurfregnir. — Endurtek- ið efni. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). — Tónleikar. — 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Utvarps saga barnanna: „Drengur, sem lét ekki bugast“ eftir James Kinross; I. (Baldur Pálmason). 18,55 Tónleikar (plötur). — 20,20 Leikrit: „Til reynslu", gamanleik ur eftir Frederick Lonsdale. —• Leikstjóri er Valur Gíslason og hefur hann þýtt leikritið og hag- rætt því fyrir útvarp. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.