Morgunblaðið - 19.04.1958, Blaðsíða 14
14
MOTtaVNBT. 4 ÐIÐ
Laugardagur 19. apríl 1958
Verzlunarstarf
Duglegur afgreiðslumaður getur fengið atvinnu nú
þegar eóa um næsiu manaoaimót.
SÍLD og FISKUR
Bergstaðastræti 37.
Nýjung
Minerva-kvenblússur, ermalausar, eru
komnar í verzlanir vorar.
Strauning óþörf
Mínerva blússan er úr Sí-sléttu poplíni (Non-iron-
popelin), en blússur úr þessu efni njóta mikilla vin-
sælda á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum.
Stærðir 40, 42 og 44. Verð 167 kr.
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Laugaveg 22, Sími 12600,
Laugaveg 38, Sími 17687,
Snorrabraut 38, Sími 14997.
Áttræður í dag:
Guðni Jónsson Höfn í Hornnfirði
EINN af þeim mætu mönnum,
sem Austur-Skaftafellssýsla hef-
ir eignazt síðustu mannsaldr-
ana, ér áttræður í dag 19. apríl,
Guðni Jónsson kaupmaður og
gestgjafi á Hófn í Ho; nafirði
hann er fæddur að Sævarhólum
í Suðursveit -9. apríl ÍS 'S. Voru
foreldrar haus Jcn bóndi Stefáns
son og Stemunn Stefansdóttir
frá Brunnum í sömu sveit. Stóð
að þeim dugnaðar- og skynsemd-
arfólk, og gengu þeir eiginleikar
mjög í arf. Á unga aldri kom
vel í ljós áræði og dugur Guðna,
asamt góðum hyggindum, sem
einkenm, haía hann æ síðan. A
þeim tímum, sem Guðni óx upp,
mátu segja að ærin fá^ækt ríkti
meðal almennings á þessum slóð
um og urðu unglingar því að
bjarga sér sem bezt mátii og upp
lag stóð til, enda eigi ýkjamiklar
kröfur gerðar til lífsþæginda.
Var og heldur ekki mulið undir
hann í æsku og bræður hans
(einn þeirra var Stefán síðan
hreppsstjóri á Kálfafelli). Guðni
réðist þá á braut úr héraðinu og
leitaði á Austurland, eins og þá
var lengi títt í austurhluta Suð-
urlands, og hafði hann þá þegar
aflað sér af sjálfsdáðun þeirrar
menningar, er kostur var á í
þeim sveitum, þar sem engir voru
skólar, en aðeins nokkuð um
fræðara meðal alþýðu, þrátt fyr-
ir þröngan hag í slíkum efnum.
Hélt hann síðar til Seyðisfjarðar,
en stundaði yfirleitt, hvar sem
hann var, alla algenga vinnu til
sjós og lands, en tók þá fyrir 1903
að nema þar iðn þá, er hann
taldi sig geta haft góð not af, sem
sé skósmíði, og fékk hann í henni
sveinsbréf. Settist hann að á
Vopnafirði og stundaði þar þessa
iðn um árabil við góðan orðstír,
en að bv: kom, að hann kaus að
nverfa aftur til síns gamla hér-
aðs, Austuv-Skaftafellssýslu, og
fluttist til Hornafjarðar og hefir
átt þar heima síðan. Gaf hann
sig þar einnig lengi vel að skó-
smíði og skóverzlun, jafnframt
talsverðum búrekstri bæði með
skepnuhaldi, með litlum lands-
nytjum og sjóróðrum á Horna-
firði, þar sem hann gerðist hin
mesta aflakló og landsþekktur
frumkvöðull að loðnuveiðum,
sem mátti kallast upphaf hag-
vænnar útgerðar á þessum
landskjálka. Um þessa fram-
kvæmd hefir hann samið grein-
argóða ritgerð (Lesb. Mbl. 1937).
Á Höfn í Hornafirði, eftir að
kauptúnið tók að færast í auka,
varð Guðni orðlagður að árvekni,
atorku og samvizkusemi, og í
hvívetna velmetinn boéfeari. Hef-
ir hann um langa hríð haft með
höndum með fullum tiltrúnaði
matsstörf bæði ia .dnúnaðar- og
sjávarafurða, enda trúr og dygg
ur í allri þjónustu svo sem allir
kunnugir mega votta, ekki sízt
samtök bænda í héraðinu með
Kaupfélag Austur- Skaftfellinga
í fararbroddi. Eins og áhugí
hans til nýtra framfara gaf til-
efni til hefir hann átt sæti í
stjórn Ræktunarfélagsins á Höfn
og um skeið var hann kjörinn til
þess að sitja fundi Búnaðarsam-
bands Austurlands. — Guðni
reisti brátt myndarlegt hús á
Höfn, eftir því sem þá gerðist,
og nefndi Heklu, sem hann og
oft var við kenndur. Rak hann
þar all-lengi veitingasölu og
fékk kaupmennskuleyfi, samtím
is gegndi hann bókavarðarstarfi
fyrir hrepps- og sýslufélag.
Árið 1904 gekk Guðni að eiga
heitmey sína Ólöfu Þórðardóttur
frá Brunnhól á Mýrum og hefir
hjónaband þeirra orðið hið far-
sælasta öll árin, og hefir hún
verið manni sínum mikil stoð,
bæði við erfiðleika-aðstæður og
í velgengni. Er Ólöf hin mesta
ágætiskona og öllum geðþekk. —
Þau hafa eignazt fjóra sonu, er
allir komust vel til manns, eins
ofe nógsamlega er kunnugt, en
þeir eru: Stefán, fyrrv. héraðs
læknir í Dalahéraði og síðan
Svarfdælahéraði og nú starf-
andi læknir á Akureyri; Óskar,
bifreiðastjóri og brautryðjandi í
akstri í Hornafirði og nú verk-
stjóri hjá Kaupfélaginu á staðn-
um; Svavar, hinn kunni listmál-
ari, framaður erlendis og nú
starfandi í Reykjavík, og Garðar,
raf vir kj ameistari á Fáskrúðs-
firði. — Synirnir og tengdafólkið
mun nú fjölmenna í dag að for-
eidrahúsum á Höfn í Hornafirði,
til þess að samgleðjast heiðurs-
hjónum á heiðursdegi húsbónd-
ans. Og fjöldi vina, sýslungar og
utanhéraðsmenn margir, munu
senda Guðna Jónssyni hlýjar
óskir og þakkir fyrir liðna tíð,
sem húsfreyjan á með honum, og
er meðai þeirra sá, er þessar lín-
ur skrifar og reynt hefir hann að
staðfastri vináttu og órofa-
tryggð.
G. Sv.
ÍSLANDSGLÍMAN 1958
verður háð í fþróttahúsinu við Hálogaland sunnu-
daginn 4. maí. Þátttaka tilkynnist Ungmennafélagi
Beykjavikur fyrir 25. apríi n.k.
MÓTSNEFNDIN.
VORRYMINGARSOLUNNl
lýkur í dag — Notið tœkifœrið kaupið ódýra skó
Opnuvn klukkan
Aðalstrœti 8