Morgunblaðið - 19.04.1958, Page 6

Morgunblaðið - 19.04.1958, Page 6
6 MOJtCVNBLAÐiÐ Laugardagur 19. april 1958 A afmælisdaginn sat Margrét fund ríkisráðsins danska og sat á hægri hönd föður sínum. — Eftir nokkrar vikur tekur hún við störfum sem þjóðhöfðingi, en þá fer Friðrik konungur í utanlands ferð. Hefur engin kona farið með konungsvald í Danmörku í 600 ár. guð hið efra, er gœtir Dana- grundar, hann gœtir iíka þín" heldur ruddist í gegn, framhjá riddurunum og undir kaðlana. Þegar inn um súlnaportið er kom ið, blasir við stórt svæði, um- kringt af höllum, og geta þar, að sögn, staðið um 80 þúsund manns. Var nú ákaft tekið að kalla á prinsessuna og kom hún bráðlega fram á svalirnar ásamt foreldrum sínum. Var prinsess- an í sömu rauðu sumarkápunni, sem hún hafði borið í vagninum. Drottning hélt sér sýnilega frem- ur að baki enda var dagurinn fyrst og fremst dagur dóttur hennat. Eftir að mannfjöldinn hafði fagnað, hvarf konungsfjöl- skyldan aftur inn. Stuttu síðar var prinsessan þó enn kölluð fram. Hafði hún nú lagt af sér kápuna og stóð örstutta stund ein á svölunum í afmæliskjóln- um sínum, og veifaði. Prinsessan virtist vera hálfvandræðaleg, enda heyrðist fólk segja í mann- fjöldanum: „Það er eins og hún viti ekki hvernig hún á að vera“. Nú var klukkan bráðlega 12 á hádegi og kváðu þá við miklar skotdrunur frá borgarvirkinu „Sixtus“. Þetta var aðeins einn hluti há- tíðahaldanna. Eftir var að taka á móti dönskum bændum, sem færðu prinsessunni að gjöf bú- garð á Sjálandi, Norðurbæ, að nafni. Um kvöldið skyldi svo set- in mikil veizla á Kristjánsborg. Margrét Alexandrina, Þórhild- ur prinsessa fæddist 16. apríl 1940 eða viku eftir hernám Þjóð verja. Fæðing hennar þótti hin- um hartleiknu Dönum vera góð ur fyrirboði um frelsi og bjarta framtíð. Árið 1940 var enn fyrir hendi sá möguleiki að prinsessan kynni eimiig síðar að verða þjóð höfðingi íslands. Þess vegna var henni gefið íslenzka nafnið Þór- hildur, næst á eftir nafni hinnar gömlu Danadrottningar frá Kal- martímabilinu, þegar Norðurlönd lutu einni krúnu og á eftir nafni ömmu hennar Alexandrinu drottningar. Margrét Þórhildur prinsessa er og verður vafalaust síðasta afsprengi konungsættar Dana, sem gæti orðið íslenzk- ur þjóðhöfðingi. Það er heldur ekki trúlegt, að nokkur síðari þjóðhöfðingi Dana muni bera ís- lenzkt nafn. Þó að atburðarás sögunnar yrði önnur en ýmsir ætluðu í apríi mánuði 1940, taka íslendingar þátt í gleði hinnar ungu og að- laðandi prinsessu, sem síðar mun bera drottningarheitið Margrét II., og óska henni allrar gæfu og gengis. — E. Á. Þegar Margrét Þórhildur prinsessa rikisarfi Dono, vorð 78 ára Kaupmannahöfn, 16. apríl 1958 ÞEGAR Hafnarbúar komu út í morgun, hafði aftur brugðið til kulda, eftir tveggja daga hlýindi. Fólkið gekk um göturnar, klætt í vetraryfirhafnir og með þykka trefla upp að nefi. En allt um það var hátiðarsvipur á borginni og íbúum hennar. í dag varð Mar grét prinsessa 18 ára og fánar blöktu á stöngum. Dagurinn hafði að því leyti alveg sérstaka þýðingu, að nú skyldi prinsess- tronúttger. prmscss* úl Da»unark, afgíver herved i hcnhoU tii § 8 i Danmark* Riges (Mim&œ j. jura »9.;J fiá og íamvitdghed f den forsikring, st jeg uhtodehgt vil hoide ngecs grundlo'.' pl Chmtimrfxxg slr* apnl Í95S Eiðstafurinn, sem Margrét undirritaði an tekin í fyrsta sinn í ríkis- ráðið, eftir að hún hafði unnið eið að stjórnarskránni, og þar með var hún lögformlegur ríkis- erfingi í Danaveldi. Ráðhústorgið er eins konar hjarta Kaupmannahafnar. Þar mætast straumar hinnar stóru stóru borgar. En í dag gerðist þar lítið. Þetta stóra torg var að vísu fánum skrýtt og fagurbúið á ýmsa vegu, en fólkið leitaði lengra til að fylgjast með atburð um dagsins. Mikill fólksstraumur lagði leið sína niður „strikið", í áttina að Kóngsins Nýjatorgi. „Strikið" er þröng og gömul verzlunargata, en búðargluggarn ir voru mjög skreyttir með mynd og fangamarki prinsessunnar. Þegar komið var niður á Gamla torg blasti við fornlegur gos- brunnur. Þar eru á vorin látnar gylltar kúlur í vatnið og leika þær í vatnsbununu.m hátt I lofti. Það er gamall siður að láta „gull kúlur“ í gosbrunninn, þegar fer að vora, og nú var afmælisdagur prinsessunnar valinn fyrir þessa „vorkomu" á torginu. Nokkru neðar eða við Höjbro- plads hafði inikill mannfjöldi safnazt saman. Svo stóð á, að bráðlega skyldi konungur aka þarna um í opnum vagni á leið frá Kristjánsborg til Amalíu- borgar, en við hlið hans skyldi prinsessan sitja. Nú tók fólks- straumurinn að þéttast og þegar komið var niður á Kóngsins Nýjatorg, var allt þakið í einu ólgandi mannhafi. Þar er stórt, opið svæði, sem vagn hinna tignu feðgina átti einnig að aka um. • Meðan mannfjöldinn var að safnast saman við götumar, var haldinn hátíðleg athöfn fyrir luktum dyrum á Kristjánsborg. Þar kom ríkisráðið, sem saman- stendur af ráðuneyti og konungi, til fundar, til að leiða prinsess- una inn í þann mikla helgidóm hinnar konuglegu stöðu. Konuijg ur hafði fyrr um morguninn gert dóttur sína að riddara af fílsorð- unni, en sú athöfn var einnig lokuð almenningi, og samkomur ríkisráðsins eru ætíð haldnar fyrir luktum dyrum. Klukkan hálfellefu hófst fundur ríkisráðs ins. Þegar prinsessan var leidd inn í salinn, tók konungur á móti henni með stuttri ræðu, og mælt- ist honum á þessa leið: „í dag er mikill dagur fyrir alla landsmenn, þar sem þú, kæra dóttir mín hefur nú náð myndugsaldri og tekur sæti ríkis erfingja í ríkisráðinu, sam- kvæmt boði stjórnarskrárinnar. Mér — föður þínum — er það gleði að sjá þig hér, sem ert arfi minn. Mikið er þér fengið að bera og þung ábyrgð leggst þér á herð ar, en ekki skaltu þó óttast. Sýndu hinum ýmsu ríkisstjórn- um traust og þá mun þér líka veitast traust. Mundu: „Sá guð hið efra, er gætir Danagrundar", hann gætir líka þín. Honum skaltu treysta og lát hann leiða þrg og mun þér þá vel farnast. Sú er von mín að þú megir með árunum vaxa að reynslu svo að þú verðir þess albúin að ganga upp í hásæti Danmerkur, þegar stundin kemur. Megi ríkuleg blessun guðs vera yfir þér og framtíð þinni. Með þessum orðum býð ég þig hjartanlega velkomna í ríkisráð- ið“. Þannig var ræða konungs. For- sætisráðherrann mælti einnig nokkur orð og lagði fyrir prins- essuna tvö eintök eiðstafsins, er hljóðaði svo: „Ég Margrét, Alexandrína, Þór hildur, Ingiríður ríkiserfingi, prinsessa af Danmörku, lýsi því hér með yfir með vísun til 8. gr. stjórnarskrár Danmerkurríkis frá 5. júní 1953, að ég lofa því og legg við æru mína og samvizku, að halda, órjúfanlega, stjórnar- skrá ríkisins". Þar með var athöfninni lokið, og stigu nú konungur og ríkis- erfinginn upp í opinn vagn, sem ók um fyrirfram tilteknar götur, þar sem mannfjöldinn beið. Þegar vagninn kom niður á Kóngsins Nýjatorg gullu húrra- hróp fólksins og börnin, sem þar voru þúsundum saman, veifuðu fánum. Vagninn var dreginn af tveimur, svörtum fákum en kon- ungur og dóttir hans veifuðu til mannfjöldans. Af torginu beygði vagninn í þá götu, sem liggur að súlnahliði Amalíuborgar. Þegar vagninn var kominn inn fyrir hliðið, tók múgurinn á sprett á eftir. En í miðju hliðinu sátu fveir riddarar á hestum og lok- uðu leiðinni, en til beggja handa voru strengdir kaðlar. Manngrú inn lét þetta þó ekki á sig fá, Margrét prinsessa ók með föður sínum í opnum vagni um götur Kaupmannahafnar. Tugþúsundir fólks fögnuðu henni innilega. shrifar úr dagiega lífinu F Enn um óbragð af mjólk. YRIR nokkru var hér í dálk- unum rætt um óbragð af neyzlumjólk þeirri, sem til söluer í Reykjavík. Jafnframt var sagt frá umsögn starfsmanns borgar- læknis um málið. Kvað hann mólkina jafnheilsusamlega og áður, en óbragðsins gætti á þess- um tíma árs á stöðum, þar sem vel er með mjólkina farið. Stafar það af efnabreytingum í fitu mjólkurinnar og eykst mjög, ef að henni kemst ljós eða húti snertir kopar. Á fundi bæjarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag var upplýst, að heilbrigðisneínd hefur haft mál- ið til meðferðar. Hinn 25. fyrra mánaðar skýrði borgarlæknir nefndinni frá ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið í því, og óskaði forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns, eftir nánari skýringurn á fundinum í fyrradag. Geir Hall grímson bæjarfulltrúi, sem sæti á í heilbrigðisnefnd, kvað heii brigðiseftirlitið hafa framkvæmt rannsókn á leiðslum, sem mjólk- in rennur eftir í mjólkurstöð inni í Reykjavík. Kom þá í ljós, að nokkrar þeirra voru svo slitnar orðnar, að komið var inn í kop ar. Lögð hefur verið áherzla á, að úr þessu verði bætt. Hefur mjólkursamsalan verið íús til samvinnu þar að lútandi. Er sagt, að nýjar leiðslur séu þegar komnar til landsins, en hafi ekki 1 fengizt afgreiddar vegna galu | eyriskorts. Nú hefur verið óskað eftir greinargerð frá samsölunm um málið, svo að unnt sé að senda innflutningsyfirvöldunum áskor anir um að veita umbeðin leyfi, ef rétt er, að á þeim standi. llm ólireinan saltbauk Á vinnuborði Veivakanda stendur nú saltbaukur nokkur, sem einn af lesendum Morgun- blaðsins kom með til hans fyrir nokkrum dögum. Manninum sagð ist svo frá: Ég fór inn á veit- ingastað einn hér í bænum núna áðan og settist þar að snæðirigi. Engin saltbyssa var á borðinu, svo að ég bað um að fá hana. Var þá borið til mín glerker þetta. Ofbauð mér svo, hve ó- hreint það var og illa útlítandi, að ég vaíði það inn í munnþurrk- una í bræði minni og bar út hingað. Saltbaukurinn á að vera með skrúfuðu loki, en það er ekkiánú. Hann er mjög grómtekinn og á hann klesst naglalakki. Velvak- anda finnst eins og manninum að þetta sé ósköp óþrifalegt. En nú veit hann ekki hvað gera skal við baukinn: hvort á að afhenda hann borgarlækni, henda honum eða senda hann veitingahúsinu. Um kvenfólkið og strætis- vagnana. UNGUR maður hefur komið að máli Velvakanda og mæiti á þessa leið: Viltu ekki reyna að gera hinni reykvísku kvenþjóð Ijóst, að ég hef ekkert á móti því — frem- ur en aðrir ungir menn—að bjóða konum sæti mitt í strætisvögn- um, ef þar er þröngt og hvergi sæti að fá fyrir þreyttar kven- persónur. Hitt er hin mesta ókurterisi hjá nefndum persónum, að þær skuli ekki ganga til sæta þeirra, sem laus kunna að vera aftarlega í vögnunum, en taka sér stöðu við hlið mína eða ann- arra slíkra ungsveina, er við sitj- um framarlega, horfa þar á okk- ur með manndrápsaugnaráði og ætlast til, að við stöndum á fæt- ur og tökum nýtt sæti annars staðar. Heyrt hef ég þess getið, að sums staðar meðal annarra þjóða, sé framhluti strætisvagna ætlaður fólki, sem er hvitt á hör- und, en aftari hlutinn blöxku- fólki. Hins vegar var mér ekki kunnugt um, að neinar regiur giltu þess efnis, að í Reykjavík væru fremstu sætin í vögnunum ætluð kvenfólki, en aftari kari- fólki. Ég mótmæli því, að vera hrakinn úr sæti mínu í strætis- vögnum af kvenfólki, sem vei getur fengið sér sæti annars stað- ar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.