Morgunblaðið - 19.04.1958, Page 8

Morgunblaðið - 19.04.1958, Page 8
8 MORCVTSJtJ4 ÐIÐ Laugardagur 19. apríl 1958 roðitfttirltifrifr Xftg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: tíigíus Jónsson. Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjamj Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Augiýsxngar: Arni Garðar Kristnisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 AsKnftargjalo kr. 30.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. X.50 eintakið. VALTUR VINSKAPUR EF núverandi stjórnarflokkar hafa hver um sig annað meira áhugamál en að sitja í ríkisstjórn á hverju sem veltur, þá er það að gera hinum samstarfsflokkun- um sem allra mesta bölvun. Löng unin til að „einangra“ þann helm ing þjóðarinnar, sem fylgir Sjálf- stæðisflokknum og fjandskap- ast við hann, verður jafnvel að lúta í lægra haldi fyrir þessu tvennu og er þá mikið sagt. Þegar stjórnin var mynduð, var það á allra vitorði, að þá var því gagnkvæmt beitt á öngulinn í Alþýðuflokknum og hjá komm- únistum, að samstarfið mundi ör- uggasta ráðið til að drepa hinn. Samlag Hannibals Valdimars- sonar við kommúnista er fékk nafnið Alþýðubandalag, var á sín um tíma gert í fullu samráði við Hermann Jónasson og nánustu vini hans innan Alþýðuflokksins. Fyrir Hermanni vakti að byggja með þessu brú yfir til kommún- ist og teygja þá þannig til stuðn- ings við sig að kosningum lokn- um. Út í frá var í það látið skína, og Hannibal lýsti þvi m.a.s. ber- um orðum við erlendan blaða- mann á sl. sumri, að tilætlunin væri að frelsa sakleysingjana, sem villzt hefðu í net Moskvu- manna þaðan og mynda síðan nýjan Alþýðubandalagsflokk, eða hvert sem nafnið átti nú að verða, er innanborðs hefði alia sanna verkalýðssinna. Raunin varð sú, að hin nýja flokksstofnun fórst fyrir, en Hannibal sjálfur var leiddur til Moskvu og unir sér sízt ver á snærum Kremlverja en Emar Olgeirsson, Lúðvík Jósefsson, Edvard Sigurðsson og hvað þeir nú allir heita, sem stara vonar- augum austur þangað. Vitnis- burður Áka Jakobssonar segir ótvírætt til um hið sanna sam- hengi hlutanna. Á fundi Frjálsr- ar menningar sagði Áki: „Ég vil taka það fram hér, að ráðamenn Sósíalistaflokksins og eins Alþýðubandalagsins eru hin ir sömu og voru í kommúnista- flokknum gamla og ekkert bendir til að þeir hafi skipt um skoðanir frá þeim tíma. Þannig er óhjá- kvæmilegt að skoða bæði sósíal- istaflokkinn og Alþýðubandalag- ið, sem kommúnisk samtök, þó þar hafi skolazt inn menn, sem ekki eru kommúnistar, en þeir hafa ekki megnað að breyta stefnunni, og um það vitnar Þjóð viljinn daglega". Herferðin á hendur kommún- istum hefur því gersamlega mis- tekizt. Þvert á móti er óhætt að segja, að ef kommúnistar hefðu ekki verið í ríkisstjórn haustið 1956, þegar gremjualda almenn- ings út af Ungverjalandsmorð- unum reis hæst, þá hefðu áhrif kommúnista að mestu skolazt burtu úr íslenzku þjóðlífi. Stjórn arráð íslands veitti þá kommún- istum það skjól, sem þeir þurftu, til þess að standa af sér afleið- ingar verka lærifeðranna rúss- nesku. Það skjól hefur þó ekki megn- að að hindra þúsundir kjósenaa í því að hverfa frá Alþýðubanda laginu. Kjósendurnir hafa ekki leitað trausts hjá Alþýðuflokkn- um, eins og forystumenn hans höfðu vonað, heldur að lang- mestu leyti snúizt til fylgis við Sj álf stæðismenn. ■¥■ Helzta huggun Þjóðviljans í raunum þeim, er yfir flokkinn hafa gengið, hefur einxnitt verið sú, að Alþýðuflokkurinn hafi hlotið enn hraklegri útreið en jafnvel kommúnistar. Þessu verð ur og ekki neitað um hlutskipti Alþýðuflokksins í landsmálabar áttunni. Þá sorgarsögu þarf ekki að rekja, þar hefur verið upp skor ið af því, sem sáð var með stofn- un Hræðslubandalagsins ogmynd un V-stjórnarinnar þvert ofan í marggefin loforð fyrir kosningar. í verkalýðsmálunum hefur Al- þýðuflokknum aftur vegnað bet- ur, því að þar hefur hann tekið þátt í einarðri sókn lýðræðissinna gegn kommúnistum. Alþýðuflokkurinn hafði ætlað að efla sig með nánu samstarfi við Framsóknarflokkinn. Því var treyst, að þeir hefðu báðir í fullu tré við kommúnista innan ríkis- stjórnarinnar, og sjálfsagt var talið, að Framsókn efldi Alþýðu- flokkinn til forystu í verkalýðs- félögunum. ★ Heilindi Framsóknar hafa nú sem fyrr reynzt harla brigðul. Þegar báðir samstarfsflokkarnir töpuðu í sveitarstjórnarkosning- unum í vetur, svo að við hruni lá, gat Framsókn ekki dulið gleði sína af því, að henni hafði tekizt að auka nokkuð fylgi sitt á kostn að samstarfsflokkanna. Jafnframt hefur Framsókn gengið til stuðn ings við kommúnista innan verka lýðsfélaganna á móti sínum upp haflegu bandamönnum í Alþýðu flokknum. Þetta gengur nú svo langt, að Framsókn efnir til nám- skeiðs fyrir fólk í verkalýðsfé- lögum. Fer ekki dult, að aðaltil- gangurinn er sá, að véla kjós- endur undan Alþýðuflokknum og venja fylgjendur Framsóknar- manna innan verkalýðshreyfing- arinnar við að kjósa kommúnista. Hin stöðugu svikráð innan stjórnarfylkingarinnar iýsa sér loks berlega í starfsháttunum um lausn hinna mikilsverðustu máia. Ráðamenn allra flokkanna hafa verið ákveðnir í því í allan vetur að halda saman liðinu hvað sem það kostaði. Þeir telja sjalfir, að hlutur stjórnarliðsins sé nú svo lítill meðal kjósenda, að hann geti ekki versnað. Óttinn við kosningar ræður öllu. Á þennan ótta hefur svo iátlaust verið spilað til að knýja „samstarfsmennina“ til undan- halds. Hugsunin er sú, að enginn stjórnarflokkanna hafi efniákosn ingum eins og sakir standa, svo sem þeir sjálfir komast að orði. Þess vegna reynir hver um sig að nota sér ótta hins út í æsar. Þessi er skýringin á sögunum, er hvað eftir annað hefur skotið upp síðustu vikurnar, að þessi eða hinn hafi nú sett úrslitakosti og allar líkur séu til.að stjórn- arsamstarfið rofni. Með því að dreifa út þessum sögum á víxl, eru samstarfsmennirnir að reyna á taugar hvers annars. Hver um sig reynir með hræðslu hins við kosningar, að pína meira sér til handa út úr hinum, en ella hefði fengizt. IíSIIutan úr heimi Ungur Bandaríkjamaður œtlar sér að sanna, hvar íslenzkir víkingar námu land í Ameríku FYRIR nokkru birtist í norska blaðinu Morgenbladet bréf frá fréttarftara þess í New York, og er það viðtal við ungan Banda- ríkjamann, sem ver öllum sínum tómstundum til þess að rannsaka, hvar íslenzka víkinga hafi borið að landi á strönd Norður-Ame- ríku. í þessu viðtali kennir margra furðulegra grasa. M.a. kemst norska blaðakonan svo að orði, að þjóðernistilfinning henn- ar hafi vaknað, eftir að hún hafði rætt við Bandaríkjamanninn um Leif Eiríksson, svo að hún virð- ist telja hann landa sinn, eins og Norðmanna er siður. Einnig hljómar það kynlega í eyrum ís- lendings, er Bandaríkjamaður- inn ungi, Charles Boland, segist hafa orðið þess var, er hann kom hingað til íslands, að „flestir ís- lendingar líti á það sem hverja aðra goðsögn, að íslenzkir vík- ingar hafi fyrstir fundið Ameríku og einnig hafi þeir yppt öxlum, er minnzt var á Snorra". Fróðlegt væri að vita, hverja Charles Boland hefir hitt fyrir hér á íslandi. En hvað sem því líður, hefir Boland, sem er af írsku bergi brotinn, gert það að takmarki lífs síns að sanna áþreifanlega, að íslenzkir víkingar hafi fyrstir fundið Ameríku. Hann vinnur nú að þessu hugðarefni sínu ásamt 11 samstarfsmönnum sín- um. í viðtalinu segir Boland, að hann hafi allt frá barnæsku haft mikinn áhuga á íslenzkum vík- ingum og verið sannfærður um, að Kólumbus hafi ekki fyrstur fundið Ameríku. Blaðakonan seg- ir, að Boland tali um Leif Eiríks- son eins og náinn vin sinn og þaulþekki rit Snorra Sturlusonar. Ærið viðfangsefni Reynslunni ríkari mun Boland hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það yrði ærið viðfangsefni að FRAM er komið á Alþingi frv. i til laga um aðstoð við vangefið fólk. Ef«i þess er, að næstu 5 ár skuli greiða 10 aura gjald af hverri öl- og gosdrykkjaflösku hér á landi. Gjaldið á að renna til framkvæmdasjóðs Styrktar- félags vangefinna, sem stofnað var nýlega. Á að nota það til að reisa stofnanir fyrir vangefið fólk. í greinargerð segir m. a.: Það liggja ekki fyrir áreiðan- legar upplýsingar um fjölda van- gefinna í landinu. Með öðrum þjóðum hefur komið í ljós, að um það bil lVz af hundraði íbúanna eru vangefnir. Ef reikna mætti með því hlutfalli hér á landi, yrði tala vangefinna hér um eða yfir 2000 menn. Þroskastig þessa fólks er ákaflega misjafnt, en talið er, að um það bil fjórðung- ur vangefna fólksins sé annað- hvort örvitar eða fávitar á svo háu stigi, að hælisvist sé nauð- synleg. Samkvæmt þessu mætti gera ráð fyrir, að hér á landi sé þörf á hælum fyrir allt að 500 menn. Þau hæli, sem til eru, munu rúma nokkuð á annað hundrað menn. Svo brýn sem þörfin er á auknu hælisrúmi, mun þó þörfin á. kennslu eða þjálfun vangefna fólksins, sem er á hærra þroska- stigi, vera enn brýnni. Fyrir þetta fólk hefur lítið verið gert. Hið sanna með rannsóknum, hvar ís- lenzkir víkingar hafi tekið land í Ameríku. Varð honum brátt ljóst, að það yrði of mikið starf Charles Boland heldur, að Leifur heppni hafi stofnsett nýlendu sína á Codhöfða í grennd við Boston. fyrir hann og aðstoðarmenn hans, og því hefir hann nú ákveðið að stofna félag, sem ber heitið „The Vikings in America Research Foundation". „Ég efast ekki um, að félagið verði fjölmennt", segir Boland bjartsýnn. „Fram að þessu hefir verið hljótt um þessar fyrirætlan ir mínar, en í febrúarmánuði sl. birtust greinar í tíu blöðum í Connecticutfylki og smáumsögn í sunnudagslesbók New York Times. Ef dæma á eftir þeim fyrirspurnum, sem mér hafa síð- an borizt í hendur, ætti starf- semi félagsins að geta orðið um- fangsmikil. Ég fékk t.d. bréf frá Norðmanni, Magnus Bjþrndal að nafni, sem búsettur er í New | almenna fræðslukerfi hentar ekki þessu fólki. I Nú fyrir skemmstu var stofnað , hér Styrktarfélag vengefinna. Það er ástæða til að fagna því, að einstaklingar hafa nú bundizt samtökum, sem vinna vilja að lausn þessa máls. Slík samtök einstaklinga hafa gefið mjög góða raun á ýmsum sviðum og hafa notið beins og óbeins stuðn- ings ríkisvaldsins. Þykir augljóst, að þessu nýstofnaða styrktar- félagi þurfi einnig að veita ein- hvern slíkan stuðning. Gert er ráð fyrir, að gjaldið skv. frv. nemi árlega 1,5—2 millj. króna. Ætla verður, að félagið geri ýmsar ráðstafanir til annarrar fjáröflunar, svo að möguleikar til verulegra fram- kvæmda munu fljótlega verða fyrir hendi, «f frumvarp þetta verður að lögum. Salvafor til ákureyrar OSLÓ, 17. apríl. — Björgunar- skipið „Salvator" hefur sent skipafélagi sínu símskeyti, þar sem segir að það sé á leið út úr ísbreiðunni, þar sem það bjarg- aði selfangaranum „Drott“. Fer skipið beint til Akureyrar til að fá vatnsbirgðir og iáta gera við smávægilega vélarbilun. Jerseyfylki. Hann hefir mikinn áhuga á málinu og hefir skrifað ritgerð um för víkinganna til Ameríku. Við erum ekki sam- mála um, hvar Leifur Eiríksson hefir valið nýlendu sinni stað. Hann telur, að það hafi verið í Gaspenesi í Kanada, en ég held, að það hafi verið á Codhöfða við Boston. Með sameiginlegu átaki tekst okkur ef til vill að finna réttu lausnina“. —o—• „Hvaða skilyrði eru sett fyrir inngöngu í félagið?" „Einlægur áhugi á málefninu! Árgjaldið' verður 2 dalir, og þess verður ekki krafizt af félögum, að þeir fórni miklu af tíma sín- um í þágu félagsins. En mikil stoð yrði í því, að félagarnir hjálpuðu til við uppgröft annað veifið". Undanfarin fimm ár hefir Bo- land í sumarleyfum sínum og um flestar helgar arkað af stað með pál og reku og staðið við uppgröft aðallega í Nýja-Eng- landi. Hann telur sig hafa fund- ið ýmislegt er bendir til þess, að tilgátur hans séu réttar. Kona hans og þrjú börn þeirra taka þátt í rannsóknum hans af mikl- um áhuga, þ. e. a. s. yngsta barníð, sem er þriggja ára, er ennþá eingöngu áhorfandi. Uppgröftur í rigningu og þoku reynir á hjónabandið „Konan mín hefir sýnt aðdá- unarverða sanngirni, þegar þessi óvenjulega tómstundaiðja er ann ars vegar. En fyrir þremur ár- um þótti henni ég ganga nokkuð langt. Ég hafði sem sé lofað henni að fara í brúðkaupsferð nr. 2 til Vestur-Indía. Allan veturinn létum við okkur dreyma um pálmatré og sólskin, og tilhlökk- unin var mikil. Nokkrum vikum áður en við ætluðum að leggja af stað, þótti mér margt benda til þess, að Þorvaldur Eiríksson, bróðir Leifs, hefði verið heygður í grennd við Maine í Nýja-Eng- landi. Mér héldu engin bönd, og konan mín varð að fara með mér. f stað þess að liggja í sólbaði á Vestur-Indíum, stóðum við vik- um saman við uppgröft í rign- ingu og þoku — án þess að finna nokkurn skapaðan hlut. Þetta reyndi mjög á hjónaband okkar, en til allra hamingju reyndist það nógu sterkt“. Hefir ritað bók um fsland Boland segist aldrei hafa kom- ið til Noregs. Hins vegar hafi hann dvalizt á íslandi og hafi nú lokið við að skrifa bók um ísland, sem muni koma út á þessu ári. Vonandi mun ekki í allri frá- sögn hans af íslandsdvölinni gæta eins hrapallegs misskilnings og greint er frá í upphafi þessa máls. Skýrir Boland svo frá, að hon- um hafi nú verið boðið til ís- lands og ætli hann að fara þang- að innan skamms. Vonist hann þá til að geta heimsótt Noreg í sömu ferð, því að hann hafi lengi dreymt um að sjá Gokstad- skipið, sem sagt er, að sé falleg- asta skip í heiminum. —o--- Boland er framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem sér um auglýs- ingar fyrir sjónvarp. Hann hyggst nú taka sér frí frá störfum í eitt ár til að geta helgað sig rann- sóknum sínum og stofnun nýja víkingafélagsins. „Ef ég geri þetta ekki, mun enginn annar af minni kynslóð takast þetta á hendur. Ég ætla mér að rann- saka hvern þumlung strandlengj- unnar frá Wilmington í Delawara að kanadisku landamærunum“, segir Boland níðs ókvíðinn. Aðstoð við vangefið fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.