Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1958, Blaðsíða 1
24 síður 45. árgangur 90. tbl. — Sunnudagur 20. apríl 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá Genfarráðstefnunni: Isfenzku tilfögunni breytt Óttazt, oð sjóveldin viburkenni ekki 12 milna landhelgi GENF, 19. apríl. — Einkaskeyti frá Gunnari G. Schram. — í MORGUN var íslenzka til- lagan lögð fram í breyttri mynd í fiskfriðunarnefndinni t tillögunni segir: Þær þjóðir, sem að mestu byggja afkomu sína og efnahag á fiskimið- um við strendur landa sinna — og þar sem nauðsynlegt er að takmarka veiði einstakra fisktegunda á veiðisvæðum, sem liggja að strandmiðun- um — á strandríkið að hafa óskertan rétt til þess, ef nauð- syn krefur samkvæmt fyrr- greindu. Tillögunni var breytt eftir aS sendinefndin talaði við margar nefndir. Tillagan, eins og hún Margrét prinsessa LONDON 19. apríl. — Margrét prinsessa fer flugleiðis í kvöld áleiðis til V-Indía, en þar mun hún dveljast stundarkorn i opin- berri heimsókn. Hún mun ferð- ast með langfleygri Britannia- flugvél — og fljúga alls um 11 þús. mílur í ferðinni. Auk þess, sem hún dveljast í V-Indíum mun hún heimsækja m. a. Jama- ica, Bahama-eyjar og Brezku- Hondúras. Drottning, Filip prins, móðir Margrétar og nokkrir ráð- herrar fylgja henni út á flugvöll- inn. liggur fyrir nú er mun líklegri til samþykkis en áður. Aðalbreyt ingin er um gerðardómsákvæðið, sem flestir telja nauðsynlegt, auk orðalagsbreytinga um forgangs- rétt strandríkis, sem er bundið við það ástand að takmarka þurfi veiðarnar utan fiskveiðibeltisins. Þegar hafa margar sendinefndir lýst yfir skilningi á vandamáli íslands og sérstöðu landsins og heitið fylgi við óskir þess. Pfeiffer formaður vestur-þýzku nefndarinnar talaði í morgun í landhelgisnefndinni og kvað nefndina sérstaklega hafa athug- að sérstöðu íslands. Sagði hann að nauðsynlegt væri að setja um það sérstök ákvæði innan heild- arreglnanna um fiskveiðibelti og fiskveiðiréttindi. Annars sagði hann, að Þjóðverjar teldu 3 mílna landhelgi happasælasta, en þeir hefðu til þess að sættir mættu nást, ákveðið að styðja banda- risku tillöguna. Hann sagði og að það yrði mikið fjárhagstjón fyrir Þjóðverja ef floti þeirra gæti ekki fiskað á þeim miðum, sem hann hefur leitað á hingað til. Franski fulltrúinn lýsti órofa tryggð sinni við 3 mílurnar og eru Frakkar nú harðastir máls- svarar þeirrar reglu eftir að Bretar hafa breytt um stefnu, en þeir hafa samt ákveðið að styðja bandarísku tillöguna þrátt fyrir þær fórnir sem þeir myndu færa með þvi. Atkvæðagreiðslan um vídd landhelginnar fer fram seinni hluta dags í dag. Ef íslenzka tillagan verður þá tekin til atkvæða fellur hún úr umsjá fiskfriðunarnefndarinn- ar, en ef hún verður ekki af- greidd, mun nefndin fjalla um hana fram á síðustu stund ráð- stefnunnar. Yfir ráðstefnunni hvílir nú skuggi ótta — við það, að sjó- veldin fáist aldrei til þess að viðurkenna 12 mílna landhelgi. Listkynning Mbl. Akæra Rússa „stórlygar44 NEW YORK 19. apríl. — Örygg- isráðið kemur saman á mánudag- inn til þess að ræða kæru Ráð- stjórnarinnar á hendur Banda- ríkjunum þess efnis, að banda- riskar sprengjufiug/élar hafi oft flogið í áttina til Ráðstjórnar- ríkjanna — og oft munað litlu, að þær gerðu kjarnorkuárás. Tals maður utanríkisráðuneytis Banda ríkjanna hefur skýrt svo frá, að ákæran sé uppspuni — frá rótum. Kvað talsmaðurinn Bandaríkjamenn fúsa til þess að ræða málið á vettvangi Samein- uðu þjóðanna — og Bandaríka- maður hjá S.Þ. sagði ákæruna „stórlygar, sem ætlaðar væru til þess að vekja ótta meðal pjóða heims“. Hafsteinn Austmann í GÆR hófst sýning á verkum eftir Hafstein Austmann listmál- ara á vegum listkynningar Morg- unblaðsins. Fyrir rúmu ári sýndi hann einnig verk sín á vegum listkynningar blaðsins. Að þessu sinni sýnir hann G olíumálverk, sem öll eru tii sölu hjá afgreiðslu blaðsins eða listamanninum sjálf- um að Bókhlöðustíg 1. Hafsteinn Austmann málaði „figurativt“ í upphafi listamanns ferils síns. En nú fylgir hann „abstrakt" stefnu í listí sinni. Hann hefur haldið nokkrar sér- sýningar hér heima, og í París og Moskvu hefur hann tekið þátt í samsýningum. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum Félags íslenzkra myndlistar- manna hér í Reykjavík. Hafa vcrk hans oft vakið athygli. Lista maðurinn er aðeins 24 ára gamall. Hann hefur stundað listnám í París. Bent Larsen til Júgóslavíu SVO sem kunnugt er þurfti Bent Larsen að tefla til úrslita við hollenzka skákmeistarann Donn- er, um þriðja sætið á skákmótinu í Wagenigen, svo úr því yrði skorið hvor þeirra fengi rétt til þátttöku í skákmótinu mikla í Júgóslavíu í haust. Einvígi þeirra hefur staðið þessa viku. Varð fyrsta skákin jafntefli, en Bent Larsen vann aðra og þriðju skák- ina. — I gær var fjórða og síðasta skákin tefld. Hún getur ekki breytt úrslitunum þó svo færi að Donner ynni. Voru það bréf frá Margréfi ? Fura undirbúningsvið- ræðnrnnr ut um þúiur? „Rokkarinn“ Tommy Steel hefur náð miklum vinsældum í heimalandi sínu, Englandi, og raunar víða erlendis. Sennilega er hann hvergi jafnvinsæll og í Danmörku, þangað hefur hann nokkrum sinnum komið til hljómleikahalds — og vekur alltaf jafnmikla hrifningu. Myndin er tekin af Tommy á Kastrup- flugvelli á dögunum, er hann kom til Hafnar til þess að halda nokkra hljómleika. Situr hann þarna yfir farangri sínum — og virðist ekkt sérlega sprækur þessa stundina. Honum er greinilega kalt, en mesti hrollurinn fór þó úr honum, þegar hann kom upp á sviðið að því er fregnir herma. LONDON 19. apríl. — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, skýrði svo frá í dag, að Ráðstjórn in hefði neitað að hefja undir- búning að ríkisleiðtogafundi með Sukarno hefur • ^ ígrao si DJAKARTA 19. apríl. — Djak- arta útvarpið skýrði svo frá í dag að nú væri ekki um neina skipu- lagða mótspyrnu að ræða leng- ur af hálfu uppreisnarmanna á Súmötru. Lið þeirra væri nú í molum — og heió- flúið byggð. því að halda fundi með sendi- herrum þríveldanna sameigin lega í Moskvu. Hefðu Rússar nú neitað að ræða við fleiri sendi- herra en einn í einu — og og um sameiginlega fundi fulltrúa fjór- veldanna væri ekki að ræða. Þetta er í fyrsta skipti, sem Lloyd hefur látið í ljós álit sitt á viðræðunum í Moskvu eftir að þær hófust. Vesturveldin kröfð- ust þess, a* haldnir yrðu sam eiginlegir undirbúningsfundir, en talið er að Rússar vilji heldur ræða við einn og einn í einu ef það gæti orðið til þess að rjúfa að einhverju leyti samstöðu Vestur- veldanna. PARÍS, 19. apríl. — Rannsókn er hafin á þjófnaði þeim, sem fram- inn var í bíl Peters Townsend í París. Hann er nú kominn til Briissel ásamt sonum sínum, 16 ára og 12 ára. Meðal hinna stolnu muna voru þrjú stór umslög með mjög mik- ilsverðum bréfum um einkamál — svo og mikilsverð verzlunar- bréf, sagði Townsend. Frönsku blöðin voru ekki lengi að gizka á hvers konar bréf þetta hefðu verið — sjálfsagt frá Margréti prinsessu, sögðu þau. Auk þessa var stolið fatnaði, ferðamanna- ávísun, ljósmyndavél, síðustu bók Alberts Schweitzers með áritun höfundar og fleiru. ,Kjarnorku-slys‘ ? AMSTERDAM 19. apríl. — Ráð- herranefnd Evrópubandalagsins hefur verið falið að rannsaka fregnir af „kjarnorku-slysum" í Ráðstjórnarríkjunum. Fregnir herma, að mikið siys hafi orðið á tilraunasvæði Rússa, hafi þar orðið kjarnorkusprenging vegna mistaka, með hræðilegum afleið- ingum. Talið er, að hin skyndi- lega aukning geislavirkra efna í loftinu eigi rætur sinar að rekja til þessarar sprengingar. Þá er og talið, að þessi sprenging hafi valdið miklu um þá ákvörðun Rússa að gera hlé á kjarnorku- tilraununum. Ekki i fjokki Nassers AMMAN, 19. apríl. — Feisal, forsætisráðherra S-Arabíu, til- kynnti í dag, að Saudi-Arabía mundi ekki ganga í arabíska sam bandsríkið. Molotov reyndi að grafa undan Krúsjeff i fjarveru hans LONDON, 19. apríl. — Frá Vínarborg og fréttariturum í Moskvu berast þær fregnir, að einhver ólga sé meðal foryst- unnar í Kreml. Er talið, að nánusiu samstarfsmönnum Krúsjeffs einræðisherra hafi ekki líkað alls kostar fram- koma hans í Ungverjalandi á dögunum — og Molotov hafi reynt að blása í gömlu glæð- urnar á meðan Krúsjeff var hjá Kadar. Svo mikið er víst, að' strax eftir heimkomu Krús- jeffs hófu Ráðstjórnarmál- gögnin nýjar áráir á Molotov, Malenkov og Kaganovits — og voru þeir enn sakaðir um margs konar afglöp og „fjand- skap við flokkinn“. Það er fullvíst talið, að Molotov hafi verið í makki við marga háttsetta menn í Kreml, m. a. Zaburov, fyrríim yfir- mann áætlunarskrifstofunnar. Strax og Krúsjeff kom heim lét hann rannsaka málið og hefja áróðursherferð gegn gömlu Stalinistunum í blöð- unum — og loks sendi hann Ignatov, náin vin og flokksfor- ingja, til Ulan Bator, höfuð- staðar Ytri-Mongolíu — með síðustu aðvörunina til Moio- tov, að því er sagt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.