Morgunblaðið - 20.04.1958, Page 3

Morgunblaðið - 20.04.1958, Page 3
Sunnudagur 20. apríl 1958 WORCrNRLAÐlÐ 3 I) r verinu Eftir Einar Sigurðsson - Togararnir UM síðustu heigi gerði vestan- storm með slyddu, og voru þá frptök hjá togurunum í einn dag Um miðja vikuna rauk svo upp á austan, og töfðust skipin þá aftur frá veiðum. Síðari hluta vikunnar hefur verið hægviðri. Flest skipin halda sig nú á Selvogsbankanum, og hafa nokk- ur þeirra fengið þar góðan afla, t. d. eins og Surprise, sem fékk 368 lestir í síðustu viku, aðal- lega seinnihluta „túrsins“ og það á mjög skömmum tíma. — Fékkst aflinn í flottrollið. Fleiri skip hafa verið að fá þarna góðan afla í flottrollið og þá einkum á nóttinni, en misjafnt hefur þetta verið, eins og gengur og gerist. Nokkur skip eru komin á Jóns- mið við Grænland og hafa þar fengið góðan afla af karfa, þorsk- blandað. Nefnd hafa verið þessi skip: Gylfi frá Patreksfirði, Egill Skallagrímsson og Hallveig Fróðadóttir. Ennfremur mun þar vera eitthvað af norðanskipunum. Fisklandanir sl. viku: Jón Þorláksson .. 193 t. 15 daga Uranus .......... 217 - 12 — Hvalfell ........ 257 - 14 — Askur ........... 242 - 12 — Karlsefni........ 206 - 12 — Þorst. Ingólfsson 198 - 12 — Hilmir ............. 433 - sl. Bjarmi.............. 420 - sl. Net eingöngu: Björgvin ......... 470 - ósl. Farsæll ............ 414 - ósl. Vestmannaeyjar Á mánudaginn voru fáir á sjó vegna veðurs, en úr því fór veð- ur batnandi, og voru góð sjó- veður út vikuna. Hjá netabátum, sem verið hafa á heimamiðum, hefur afli verið misjafn, yfirleitt 10—15 lestir í róðri, þótt einstaka bátur hafi fengið góða róðra. Flotinn hefur nú dreift sér meira en áður, og eru nú um 20 bátar komnir með net sín austur í Meðallandsbugt. Hefur afli hjá þeim verið tregur og minni en menn hafa átt að venjast á þess- um tíma síðustu árin. Afli handfærabáta hefur glæðzt síðustu daga, og hefur algengur afli hjá þeim verið 3—4 lestir á skip. Einn bátur byrjaði róðra með línu síðast í vikunni og fékk í fyrsta róðrinum 4 lestir af fiski á 24 stampa. Um miðjan mánuðinn höfðu 6 bátar fengið 700 lestir og meira frá því um áramót: Gullborg .......... 1000 1. ósl Einkareksturinn og samvinnu- reksturinn hafa lengi keppt í verzlun, og hefur samvinnufé- lögunum orðið þar vel ágengt, enda hafa þau forréttindi í skatta málum og þau mikil, sem alltaf hafa verið þyrnir í augum einka- rekstrarins. Láta þau sér nú fátt óviðkomandi í atvinnulífi þjóð- arinnar. Stefna þau ásamt opin- bera rekstrinum að útrýmingu einkarekstrarins. Hvað skeður hér á næstu ára- tugum? Verður haldið áfram að ívilna vissum rekstrarformum og færa þannig ekki smátt og smátt, heldur hröðum skrefum, atvinnu- reksturinn yfir á hendur sam- vinnufélaganna að einhverju leyti, en aðallega ýfir á hendur þess opinbera, þar sem algjört einræði ríkisvaldsins tekur við tiltölulega fljótt með fylgifiskum Sr. Bjarni Sigurðsson, i.losfelli: Heígidagur ÞAÐ var löngum siður á íslandi að halda hvíldardaginn heilag- an. Fyrirmælin eru svo gömul, að þeim var fylgt austur í Gyð- ingalandi fyrir árþúsundum, þar sem laugardagur var hátíðlegur haldinn til minningar um sköp- un heimsins. En undir eins eftir himnaför Jesú hófust samkomur kristinna manna á sunnudögum. Sá dagur hefir því jafnan verið helgidagur í kristninni til minn- ingar um upprisuna. Vitaskuiu nýtur 3. boðorðið verndar íslsnzkra laga eins og sínum, sem eru skerðing persónu bir» boðorðin tpint eða óbeint. Að frelsis og verri lífskjör. Eða, vísu má kannski segja, að 'aga- Reykjavík Róið var almennt alla daga vikunnar nema á mánudaginn, þá voru flestir í landi vegna suð- austanstorms. Reytingsafli var framan af vik- unni og fram að föstudegi, en þa kippti úr honum, og var aflinn þann dag lélegur hjá öllum. — Sumir komu ekki einu sinni að landi. Handfærabátar eru byrjaðir, en afli er enn rýr hjá þeim, við 600 kg. á mann yfir daginn, þeg- ar bezt lætur. Fiskurinn er mjög smár. Akranes Afli var ágætur framan af vik- unni, 'algengt 20 lestir, en dró úr honum eftir miðja vikuna og var yfirleitt úr því ekki nema 5—10 lestir, fyrir utan einstaka bát. Einna skást hefur verið hjá þeim, sem sótt hafa vestur und- ir Jökul, en beir hafa verið upp undir sólarhring í_ róðrinum. — Bátar, sem hafa verið örgrunnt, sunnan við Þjótinn, aðeins 20 mínútna siglingu úr höfninni, hafa aflað sæmilega. Eru menn að stinga saman nefjum um, að þorskur hafi hlaupið inn í Hval- fjörð. Síldveiðin hefur verið mjög treg, algengast 10—30 tn. hjá bát, einstaka fengið upp í 50 tn. Keflavík A mánudaginn var austanrok og netabátar í landi, en línubát- ar á sjó, þar sem gott veður var á sunnudagskvöldið. Úr því voru góð sjóveður út vikuna. Reytingsafli var á línu sl. viku og með betri vikum vertíðarinn- ar, hvað aflabrögð snerti, algeng- ast 6—9 lestir á skip og komst upp í 12 lestir. Á þriðjudaginn var almennt ró- ið í netin, og var þá 2ja nátta i þeim. Afli var góður fram á föstu dag, en þá dró úr honum og var lélegt hjá öðrum en þeim, sem áttu eldra en næturgamalt. Einn Grindavíkurbátur, Vörð- ur, fékk feiknaafla í netin við Eldeyjarskerin, rúmar 50 lestir í 9 trossur. Síðarihluta vikunnar réru 3 vélbátar og nokkrar trillur með handfæri og öfluðu vel, 1—2 lest- ir á færi. Um miðjan mánuðinn voru þessir bátar með mestan afla: Lína og net: Bára ................ 736 1. ósl. Jón Finnsson ........ 655 - ósl. Lína eingöngu: Guðm. Þórðarson .... 522 - ósl. Ólafur Magnússon .... 475 - ósi. Ófeigur III........... 854 - ósl. Sigurður Pétur....... 745 - ósl. Stígandi ............. 733 - ósl. Freyja ............... 711 - ósl. Kristbjörg ........... 708 - ósl. Rekstrarformunum mismunað Þrjú form atvinnurekstrar, einkarekstur, samvinnurekstur og bæjar- og ríkisrekstur (opinber rekstur), hafa þróazt hér hlið við hlið undanfarna áratugi. Það er athyglisvert, hve óð- fluga hefur borið yfir í opinberan rekstur, einkum þó í togaraút- gerðinni og þá um leið fiskverk- uninni. Ekki er þetta þó af því, að rekstrarformið hafi yfirburði yfir hin, hvað hagkvæman rekst- ur snertir, heldur hið gagnstæða. — Það, sem veldur, er, að þetta rekstrarform hefur forréttindi A sama tíma og opinberi rekstur- inn er útsvars- og skattfrjáls, er hinn reksturinn og þá einkum einkareksturinn, skattlagður gegndarlaust. Jafnframt veitir svo ríkisvaldið hinum opinbera rekstri margháttaða fyrir- greiðslu, m. a. í formi svokallaðs atvinnuaukningarfjár og betri aðgangs að lánsfé. Hér bætast svo við bein stofnfjárframlög úr rík- issjóði eða bæjar, stundum hvoru tveggja, oftast vaxtalaus, eða svo er það a. m. k. í framkvæmd, auk venjulegra stofnlána í lánsstofn- unum. Svo spillt er almennings- álitið í þessum efnum eða rétt- ara sagt forráðamannanna, að það þykir ekki neitt athugavert að jafna niður á borgarana feikna tapfúlgum þessara fyrirtækja, er oft geta slagað hátt upp í at- vinnutekjur þeirra, sem við út gerðina vinna. Upphaflega var þessi opinberi atvinnurekstur gylltur með því að af honum yrðu miklar tekjur, sem létta myndu útsvörin á al- menningi, þetta væru atvinnu tæki fólksins sjálfs. Fyrir löngu er almenningur hættur að trúa þessum fagurgala og gerir engan greinarmun á einkarekstri og op- inberum rekstri, hvað þetta snert ir eða atvinnulega séð. Einka- reksturinn nýtur jafnvel meiri samúðar, vegna þess að hann íþyngir ekki borgurunum í út- svarsálögum. Ekki þykir því opinbera þó hér nóg að gert að mismuna, heldur hefur það með fárra ára millibili herferð á hendur einka- rekstrinum með svonefndum stór eignaskatti til að jafna enn bet- ur um gúlana á einstaklingun- um, sem eru að burðast við að keppa við það opinbera með öll- um sínum forréttindum. — „Þeir eru réttir til að borga“. á að ríkja jafnrétti í atvinnulífi þjóðarinnar, þar sem hin ýmsu rekstrarform fá að njóta sín á jafnréttisgrundvelli án íhlutun- ar þess opinbera. Bretar neita að byggja fyrir Rússa Brezk stjórnarvöld hafa neitað brezkum skipasmíðastöðvum um leyfi til að byggja togara og móðurskip fyrir Rússa fyrir sem svarar 1800 millj. króna eða vart minna en 100 skip. Er upphæð þessi sem svarar tvöföldum árs- útflutningi íslandinga. Talið er, að Vestur-Þýzkaland I og Danmörk muni byggja tog- arana og Japan móðurskipin. Rússar eru nú að byggja heima hjá sér togara, sem eru 3700 lest- ir að stærð, eða rúmlega fjórum sinnum stærri en stærstu í lenzku togararnir. Er þessum togurum m. a. ætlað að fiska í norðlæguhr höfum og ge'ta verið úti í tvo mánuði samfleytt án þess að leita hafnar. bókstafirnir séu sumir í eldra lagi, en engu að síður er í þeim veruleg stoð. Enginn unglingur er fermdur svo, að fyrir honum sé ekki brýnt gildi hvlldar- og helgidagsins. Bæði líkami og sál þarfnast hvíldar, eftir þeim sannindum þurfa menn ekki lengra að seilast en í eigin barm. umst nær guði, má ekki verða tfl þess, að við glötum öðru sem var. Dagar guðsríkis renna ekki upp með því, að við stöndum i stað, heldur fyrir þrotlausa leit okkar og baráttu, þar sem fleiri og fleiri lífssvið eru beygð undir lögmál þess. Boðorð guðs býður okkur ekki aðeins að halda hvíldardag, þeg- ar við vegna líkama okkar og sálar vinnum ekki annað en það, sem nauðsyn krefur. En hvíldarw daginn eigum við jafnframt og af dráttarlaust að halda heilagan. Þá skyldum við um fram allt leggja rækt við trúarlifið, sækja kirkju og tilbiðja guð föður, skapara himins og jarðar. Vita- skuld amast kristin kirkja ekki við saklausum skemmtunum og glaðværð á helgum dögum, en allt um það megum við ekki missa sjónar á því, að þeir eru dagar guðsdýrkunar og trúariðk- ana. Þjóðverjar fara nýjar leiðir Nýi þýzki gastúrbínu- og skut- togarinn, sem hér var á dögun- um, vakti verðskuldaða athygli, og væntanlega taka íslenzk yfir- völd sér til fyrirmyndar það, sem er að gerast með forystuþjóðuir, í fiskveiðum í smíði fiskiskipa Af 8 nýjum togurum, sem tekn- ir voru í notkun í Þýzkalandi á sl. ári, voru fjórir búnir vélum og tækjum til fiskvinnslu og fiskfrystingar. Virðist þannig allt bera að þeim brunni, að togarar framtíðarinnar verði jafnframt því að vera fiskiskip einnig fisk- vinnslustöðvar, þar sem aflinn er gjörnýttur. Þá voru tvö af þessum nýju skipum svonefndir skuttogarar. Þjóðverjar eiga nú 209 togara, eða fimm sinnum fleiri en ís- lendingar. Þjóðverjar eyða átta sólarhringum í siglingu á Islands- mið, fram og aftur; íslendingar einum sólarhring. Hvorir skyldu hafa betri skilyrði til þess að eiga fleiri togara? Þjóðverjar telja sig þurfa 12— 15 nýbyggingar á ári til þess ao halda í horfinu núverandi togara- flota. Vænta þeir aðstoðar sam- bandsstjórnar V-Þýzkalands, til þess að það megi verða. Harðir í horn að taka 1 desember varð vart við stórar torfur af hámeri fyrir norðan- verðri strönd Chile, sem er sunnar en amerískir fiskimenn sækja venjulega. Veiði á hámeri er sem kunnugt er einstakt sport. Hefur þessi veiði lítils háttar ver- ið reynd hér við land. í Noregl og víðar í Evrópu er hámeraveiði algeng og eins túnfiskveiðar. Það fór nú svo, að Ameríkan- arnir, ein 20 skip, fóru þarna suður eftir, þegar fiskisagan flaug, og hófu veiðar, þar sein þeir héldu, að þeir væru óum- deilanlega fyrir utan landhelgi eftir alþjóðalögum. En það leið ekki á löngu, að þeir væru aðvaraðir, og þegar þeir skeyttu því ekki, kom á vettvang flugvél, sem hóf á pá skothríð. Að lokum var þeim svo fylgt í höfn af vopnuðum gæzlu- skipum. Úr þessu varð svo mikil reki- ★ • ★ Enda þótt svo vel virðist í hag- inn búið um margar utan að kom andi ástæður, verður ekki synj- að fyrir, að helgidagar þjóðkirkj- unnar hafa einhvern veginn rýrnað og gengið saman í vitund þorra manna. Að einhverju leyti stafar sá kyrkingur vitaskuld af því, að trúarþörf manna hefir í mörgum efnum leitað sér nýrra leiða til svölunar og viðfangs. Þetta kemur ekki til greina um helgihald hvíldardagsins heldur verðum við þess einatt vör, að trúin, sem í kjarna sínuiíi er allt af ein og söm, leggur fyrir óðal aldagamlar venjur og hefð í hugsanagangi og breytni og finn ur sér nýjan farveg, nýtt hlut- verk að glíma við. Og það skyldu menn varast að hafa allt á hornum sér fyrir slíkar sakir. Fyrir skurðgoðin fengum við dýr linga. — Ekki ætla ég að segja að fegurð og göfgi náttúrunnar hvort sem er í jökulbreiðu vetr- ar eða smáblómi sumars verðugt tilbeiðslu og dýrkunar. Hitt er víst, að undur náttúrunn- ar standa nær huga almennings nú en þau hafa gjört nokkru sinni áður. Því valda lífskjörin, þó að ekki komi annað til. Og það er enginn vafi á, að ýms- ar þær kenndir, sem áður voru orðaðar við trú og við höldum kannski, að við höfum nú týnt, þær bærast iðulega í brjósti manna, þar sem þeir hafa leitað á vit náttúruundursins hvort sem er heima í garðinum sínum eða uppi til fjalla. Hitt er þó jafnvíst, að guð gaf okkur ekki hvíldardaginn til að við glötuðum honum, þó að við eigum okkur aðrar helgistundir. Það, sem ávinnst, svo að við fær- túnfiskveiðifélaginu reyndi að fá samskonar lausn á málinu og gildir við Perú, sem leyfir amer- ískum skipum að veiða á beitu og stunda túnfiskveiðar á svæðum, sem Perú krefst yfirráðaréttar yfir, gegn leyfi, sem gildir í eitt ár. Er greitt árlega fyrir leyfið, sem svarar kr. 3300,00 auk kr. j 200,00 fyrir nettórúmlestina í skipinu, og gildir það síðartalda aðeins í 100 daga. Stjórn Chile vildi þó ekki fall- ast á þetta, en hins vegar leggja sérstakt gjald á liámeri veidaa innan 200 mílna frá strönd Chile Upphæð þéssarar kröfu á amerísk skip á eftir frétíum að nema sem svarar við 50 millj. kr. Þessi frétt er athyglisverð fyrir íslendinga að því leyti, að eftn henni virðist Chile haldast uppi að krefjast 200 mílna landhelgi. Eins og kunnugt er krefjast Ecua- dor og Perú einnig 200 mílna Blöðin skýrðu frá því í páska- vikunni, að drykkjuskapur hefði verið mikill í Reykjavík bæna- dagana, svo að keyrt hefði um þverbak. Og þó að lítið brot bæj- arbúa hafi að sjálfsögðu sett þennan svip á bæjarbraginn, þá má þó með miklum líkindum álykta sem svo, að margur maður hafi látið undir höfuð leggjast að halda þá heilaga. Því er stundum hreyft, að við íslendingar eigum okkur fleiri helgidaga en margar nágranna- þjóðir okkar. Því bæri vissulega að fagna, ef við héldum þeim mun fleiri daga heilaga en þær. Mér býr þó í grun, að svo sé ekki, því miður. í gamanþætti, sem fluttur var í útvarpið fyrir nokkru, var tal- að um að fresta jólunum með lagaboði. Hætt við, að þvílík síð- búin jól ættu sér vafasama helgi. Þó að lög séu nauðsynleg og góð sé til verndar helgidögum, hrökkva þau skammt til að skapa helgi þeirra, hún kemur innan frá, býr í okkur sjálfum fyrir atbeina guðs. Ef hún fyrirfinnst þar ekki, verður helgi dagsins ekki heldur meiri en annarra daga, sem guð gefur. Það er staðreynd, að kristni þessa lands á sér hátíðisdaga, sem hafa glatað helgi sinni. Þeir koma svona rétt að segja upp í hendurnar á fólki, og það veit varla, hvers vegna dagatalið sýnir rautt en ekki svart. Úr því að þeir háfa glatað helgi sinni í vitund fólks, hví þá ekki að viðurkenna það og nema þá úr helgra daga tölu? Þeim mun betur skyldum við standa vörð um þá daga, sem eru helgir meira en að nafninu til, og betri er afhelgun en vanhelgun. Hald helgidagsins verður allt af ein traustasta stoð kristnihalds í landinu. Hann er einn margra vega guðs að mannshjartanu. Því er það skylda allra sannra manna og góðra þegna að standa vörð um hann hver að sínu leyti. stefna. Formaður fyrir ameríska landhelgi Skáldið Steingrímur Thor. steinsson kvað um helgidaginu: Helgi drottinsdagur, dýrðar-sunna þín eins og .guðdóms ásján yfir jörðu skín; er sem opnist himinn, er sem Bæn og Náð mætist milli skýja, morgunn gyllir láð; bergmálsblíð um dali berast klukknahljóð, en í hæðum óma engla sólarljóð. Bjarni Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.