Morgunblaðið - 20.04.1958, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 20. apríl 1958
Fí Da^bók
Slysavarðstofa Reykjavíkur f
Heilsuverndarstöðinni er >pin afl-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R (fyrir vitjanir) er á sama stað,
frá kl. 18—8. — Sími 15030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki. Sími 11760.
Holts-apótek og GarSsapótek
eru opin á sunnudögum kl. 1—4.
Hafnarf jarðar-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—21. Laugardaga kl.
9—16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16
Næturlæknir er Kristján Jóhann-
esSon.
Keflavíkur-apótek er opið alla
virka daga kl. 9—19, laugardaga kl.
9—16. Helgidaga kL 13—16.
Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—-20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
I.O.O.F. 3 === 1394218 =
EESMessur
Keflavíkurkirkja: — Ferming-
arguðsþjónusta kl. 1,30 síðdegis.
Séra Björn Jónsson.
IS^Brúökaup
5. þ.m. voru gefin saman f
hjónaband af séra Þorsteini Jó-
hannessyni, fyrrv. prófast í
Vatnsfirði, ungfrú Ölafía Ara-
dóttir, skrifstofumær frá ísafirði
og Kristinn Jón Jónsson, garð-
yrkjumaður frá Vonarlandi við
Isafjarðardjúp. — Heimili ungu
hjónanna er í Skaftahlíð 26.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband Þorbjörg Bjarna-
dóttir, Grettisgötu 57A og Guð-
mundur Jónsson, bílaviðgerðar-
maður, Nökkvavog 15. — Heimili
þeirra verður að Nökkvavogi 15.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Lotte Basser,
Klappacherstr. 7, Darmstadt og
Baldvin Gestsson, verkfræðinemi,
Ægissíðu 107, Rvík. Heimili
þeirra verður fyrst um sinn að
Holzhofallu 6, Darmstadt, Þýzka-
landi. —•
1 gær voru gefin saman í hjóna
band af séra Þorsteini Björnssyni
ungfrú Sólveig Halblaub frá Lax
árvirkjun, S.-Þing. og Guðm. E.
Hannesson, raflínu-verkstjóri frá
Arnkötlustöðum, Hoitum, Rang.
A F M Æ L I
Sjötug verður á morgun, mánu
dag, frú Kristín Helgadóttir,
Álfatröð í Dalasýslu og n.k. sunnu
dag, 27 þ.m. verður maður henn-
ar Hjörtur Ögmundsson bóndi, 65
ára. Um þessar mundir eru þau
hjónin hér í bænum og dvelja á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, að Laugavegi 28B.
★ ★ ★
Sæunn Sæmundsdóttir, Ból-
staðarhlíð 36, er 70 ára í dag.
HEIUA
|Hjónaefni
Nýiega hafa opinberað ti'úlof-
un sína ungfrú Harpa B. Hall-
dórsdóttir, Rauðalæk 47, Reykja-
vík og Halldór Þ. Sigfússon, hár-
skeranemi, Eskihlíð 10A, Rvík.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Guðlaug Kristins
dóttir, Villingaholti og Ágúst Ei-
ríksson, Bólstaðahlíð 12.
^JFlugvélar
Flugfélag íslunds h.f.: Hrím-
faxi er væntanlegur til Rvíkur
kl. 16,50 í dag frá Hamborg, Kaup
mannahöfn og Osló. — Innan-
landsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar og Vest-
mannaeyja. — Á morgun er áætl
að að fljúga til Akureyrar, Fag-
urhólsmýrar, Hornafjarðar, Isa-
fjarðar, Siglufjarðar og Vest-
mannaeyja.
JFélagsstörf
Kvenfélagið Keðjan. Fundur,
mánudaginn 21. apríl kl. 8,30 í
félagsheimili prentara, Hverfis-
götu. —
„BræSralag”. — Fundur verður
í „Bræðralagi", kristilegu félagi
stúdenta, mánudaginn 21. april, á
heimili séra Jakobs Jónssonar,
Engihlíð 9 og hefst kl. 8,30 e.h.
Séra Jakob Kristinsson, fyrrver-
andi fræðslumálastjóri og Sigur-
páll Óskarsson, stud. theol., flytja
framsöguerindi um Allarisgöngur.
Ymislegt
Háskólatónleikar verða í hátíða
salnum í dag kl. 5. Fluttur verð-
ur af hljómplötutækjum skólans
síðari hlutinn af Sálumessu (Ein
deutsches Requiem) eftir Brahms.
Róbert A. Ottósson skýrir verkið.
Öllum er heimill ókeypis aðgangu
MálverkauppboS. — Sigurður
um við í
hag, sem
Benediktsson heldur málverka-
uppboð í Sjálfstæðishúsinu n. k.
föstudag.
Spuming dagsins
TeljiS þér, aS of mikils íburðar
gæti í fermingarveizlum og ferm-
ingargjöfum nú á döguni?
Séra Árelíus Níelsson: Ferming-
arveizlur hafa meiri menningar-
blæ, ég vil segja kristilegri svip,
nú en áður var.
Víðast ríkir
nokkur jöfnuð-
ur, öfund og met
ingur hafa þok-
að í baksýn,
sársauki fátæku
barnanna yfir
því að vera sett
hjá er lítið áber-
andi, enda bú-
þjóðfélagi og við efna-
er ólíkur því, sem var
fyrir nokkrum áratugum, þegar
sum börn fengu hvorki veizlur né
gjafir. Áfengisnautn í fermingar-
veizlum virðist næstum horfin. —
Gjafir eru miklar og margar, en
óhófs gætir ekki að ráði þar sem
ég þekki til. — En mér finnst
ekki nægilega hugsað um að velja
gjafir, sem minna á tilefni dags-
ins og geta orðið ævilöng eign t.
d. listrænir minjagripir og sígild
rit. Og veizlurnar ættu að þekkj-
ast frá öðrum veizlum, t. d. með
sérstakri borðskreytingu, sem
gjörð væri með blómum og ljós-
um, sérstökum leikum og döns-
um. —
Margrét Ingimarsdóttir, hús-
frú: — Já. Það er ánægjulegt, að
vinir og vandamenn komi saman
á heimili ferm
ingarbarnsins til
þess að sam-
gleðjast því á
fermingardag-
inn, sem alltaf
er mikill hátíðis
dagur í lífi
hvers og eins.
En þegar sam-
komuhús eru
lifyndasaga fyrir börn
pöntuð með margra mánaða fyr-
irvara, tel ég vera komið út
í öfgar, enda er kostnaðurinn slík
ur, að tvær og fleiri fjölskyldur
taka sig stundum saman, þegar
um leigu á stórhýsi er að ræða.
Og svo eru það fermingargjafim-
ar. Flestir gefa allt of dýrar gjaf
ir hugsum okkur fólk, sem
þarf að gefa 5 eða 6 fermingar-
börnum. Það kemur við pyngjuna,
ef allar gjafir verða að vera
mörg hundruð króna virði, eins
og nú virðist tíðkast.
Jóhann Ármann Jónasson, úp-
smiður: Spurningunni svara ég
hiklaust neitandi. Síðan ég fermd-
ist, fyrir 64 ár-
um, hafa að-
standendur og
vinir fermingar-
barna, sem ég
þekki tii, kapp-
kostað að gefa
bömum hagnýt-
ar og hugþekkar
gjafir — Fyrr-
um langaði
flestar stúlkur og drengi til þess
að fá reiðtygi í fermingargjöf. En
nú eru tímarnir breyttir og hörn
um gefnar aðrar gjafir. Sé al-
menn kaupgeta borin saman við
fjárhagsafkomu almennihgs í
gamla daga, þá held ég að nú sé
síður en svo hlutfallslega meira
borið í fermingargjafir en áður
tíðkaðist.
Marta Bjarnadóttir, 13 ára: Já,
í flestum fermingarveizlum er of
mikil viðhöfn, en samt er það mis
jafnt. Börnum
þykir gaman að
fá gjafir og veizl
ur. Það fer mik-
ið eftir efnahag
foreldranna. Mér
finnst það vit-
leysa að halda
stórveizlur og fá
að láni skemmti-
staði og stórhýsi,
þvi að hægt er að
heima fyrir minni
húsrými er ekki mjög lítið. Um
gjafirnar er það að segja, að það
er gaman að fá gjafir, þótt þær
séu ekki dýrar.
hafa veizlu
peninga, ef
Sigurður H. Dagsson, 13 ára:
Ég svara játandi, enda þótt mér
finnist full ástæða til þess að
haldnar séu ferm
ingarveizlur. Ég
segi ekki, að all-
ir þurfi að gefa
gjafir, en þar
gefst fólki tæki-
færi til að koma
saman og rabba
um daginn og
veginn — og svo
auðvitað að éta
og drekka. Ég hugsa að flest ferm
ingarbörn hlakki mest til gjaf-
anna, en hugsi minna um ferm-
inguna sjálfa.
145. „Ert þú mikið veik, amma?“ spyr
Heiða, er hún sér blindu konuna liggja í
rúminu. „Nei, það er bara svo kalt,“ svar
ar amma. „En þú getur verið viss um, að
nú er ég fegin að eiga hlýja sjalið, sem
Klara sendi mér, því að teppið er svo
þunnt“. „Bara að ég hefði tekið sængur-
fötin mín með mér frá Frankfurt, það voru
alls konar koddar og teppi“. Heiða strýk-
ur hönd ömmu. „Já, en mér líður vel, ef
þú vilt bara lesa ofurlítið fyrir mig“, seg-
ir amma. Heiða tekur biblíuna ofan af
hillu og fer að lesa upphátt fyrir ömmu.
146. Heiða les fyrir ömmu, þangað til
fer að dimma. Þá kveður hún og fer út
til Péturs, sem er þegar seztur á sleðann.
Heiða sezt fyrir aftan hann, og þau þjóta
með ofsahraða niður fjallshlíðina. Heiðu
verður hugsað til ömmu, þegar hún er
háttuð niður í hlýja rúmið sitt bak við
heitan ofninn: — Hver á nú að lesa fyrir
ömmu? Ekki get ég farið til hennar á
hverjum degi, og Pétur getur ekki lesið.
Allt í einu dettur henni gott ráð í hug.
Henni finnst hugmyndin svo snjöll, að hún
getur varla sofnað þrátt fyrir hlýjuna frá
ofninum.
147. „Pétur, nú skal ég segja þér nokk-
uð“, segir Heiða við Pétur, er hann kemur
næsta dag. „Þú verður að læra að lesa“.
„Ég er að reyna það,“ segir Pétur stuttur
í spuna. „Já, en þú verður að læra það
almennilega, svo að þú getir lesið fyrir
ömmu.“ Heiða er mjög áhugasöm: „Ég
skal kenna þér. Mamma þín segir, að þú
eigir að fara í skóla í Frankfurt, og það
verður hlegið að þér, ef þú getur ekki
einu sinni stautað þig fram úr lexíunum“.
„Við verðum víst að reyna“, muldar Pét-
ur. Heiða di-egur Pétur að þorðinu, og þau
byrja undir eins.
FERBINAIMD
Misskilningur
Ingunn líagnarsdóltir, 13 ára:
Já. Mér finnst ekki hægt að
halda dýrar veizlur, en ég veit,
að sumum þykir
gaman að þeim,
en öðrum ekki.
Og að koma með
stórgjafir finnst
mér ekki rétt. Ég
mundi ekki vilja
hafa veizlu, mér
finnst veizlur
bara til þess að
fá gjafir.
Friðrik G. Cunnarsson, 13 arai
Já, það finnst mér, þar sem ferm-
ingin er aðeins staðfesting a
skírninni. Eg tel
það einnig of
mikið að
hjóða svo mörgu
fólki, að sumir
þekkja ekki ferm
ingarbarnið fi'á
hinum- gestun-
um — og að
f ermingarbarn ið
þekki ekki nærri
alla gestina. Líka það, að sumir
leigja stóra sali, Leikhúskjallar-
ann eða Borgina, til veizluhalds-
ins. Það gæti verið skemmtilegra
að hafa veizluna minni, frekar
stutta í stað þess að hafa hana
langt fram á morgun.