Morgunblaðið - 20.04.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.04.1958, Qupperneq 9
Sunnuðagur 20. apríl 1958 MORGVNBL AÐIÐ 9 Sá sem ríður tígrisdýri með að komast af baki erfitt Útvarpserindi Péturs Benediktssonar á 10 ára afmæli OEEC TÍU ár virðast ekki langur tími í þjóðarsögu og þaðan af síður í sögu heilla heimsálfa. Þó getur margt gerzt á þeim tíma og jafn- vel skemmri. Það getur stundum verið full ástæða til þess að staldra við og íhuga, hvað hefir verið að gerast á einhverju sviði síðasta áratuginn. Menn eru nefnílega furðugleymnir á atvik, sem eru rétt nýliðin. Aðlöðunar- hæfileikinn fær menn ekki að- eins til þess að sætta sig furðan- lega við það sem er, heldur til þess að sjá alla hluti, orðna og óorðna, í ljósi ástandsins í dag og til þess að finnast þetta ástand hafa verið óbreytt eða lítið breytt miklu lengur en ráun ber vitni, þegar betur er að gætt. 1 dag megum við staldra við andartak til þess að minnast at- viks, sem gerðist suður í Paris fyrir réttum 10 árum, þegar und- irritaður var sáttmáiinn um efna- hagssamvinnu Evrópu. Með þeim sáttmála var komið á fót þeirri meðan maður var í burtu. — Ástæðan til þess að eg var á þessu flakki, var einmitt sú, að eg var sendur landa á milli til þess að vinna að verzlunarsamn- ingum fyrir ÍSland, svo að eg heíi ofurlitla reynslu af höftunum, sem eg var að tala um. En svo mikil hefir breytingin orðið í þessum efnum í Evrópu vestan tjalds, að það er ekki aðeins að menn ferðist nú óhindrað og áritunarlaust miili flestra eða allra þátttökuríkja í efnahags samvinnunni, heldur eru verzl- arhöft víðast hvar að verða öll- um almenningi gleymt hugtak i þessum löndum. — Það væri þá helzt að ísland hefði verið fast- heldíð á fornar minjar, og að sú þjóð, sem þetta land byggir, hefði enn skilyrði til þess að skilja af reynslu, hvað átt sé við með innflutningsleyfum, gjaldeyrisleyfum, yfirfærsluleyf- um, útflutningsleyfum, útflutn- um, fara þau fyrir svokallaða < — „Framleiðni“-stofnunina, held Reiptog um miljarðana 1 fyrstu var það aðalverkefni stofnunarinnar að skipta efna- hagsaðstoð Bandaríkjanna millí þátttökuríkjanna, en þessi aðstoð, sem veitt var á árunum 1948— 52 — Marshall-féð — nam sam- tals meira en 13 milljörðum doll- ara. Bandaríkjamenn sögðu: Við viljum að sönnu fylgjast með því, hvernig þessu fé er varið, en þið verðið að koma ykkur saman um það sjálfir, hvernig þið skiptið því. Áheyrendur mín- ir geta vafalaust gert sér í hug- arlund, að það var ekkert smá- ræðis reiptog, sem átti sér stað inn an stofnunarinnar um skiptingu Marshall-fjárins, og að margur þóttist eiga að fá meira fyrir snúð sinn en hann hlaut að lok- um. En öll árin tókst það samt að ná fullu samkomulagi um skiptinguna, því að samhljóða at- kvæði allra aðildarrikjanna þurfti um þetta, svo sem öll önn- ur meiri háttar atriði. Það var því engin smávegis þjálfun í samvinnu þjóða á milli, sem fékkst i þessari stofnun. Þarna var ekki, svo sem stund- um ber við á alþjóðasamkomum, nóg að samþykkja frómar óskir, heldur varð að finna raunhæfa lausn vandamálanna. Þátttökuríkin í Efnahagssam- —...____ _________ _____F_____ ingsstyrkjum, niðurgreiðslum og . stofnun, sem með mjög stirðu I uppbótum og hvað þeir nú heita vmnustofnunmm eru 17, og tahð að samanlogð íbuatala þeirra se um 290 milljónir. Auk þess eru á ensku Organisation for Europe- j þjóðir okkar hafa verið að kepp ast við að kasta fyrir borð á und anförnum árum. nafni er nefnd á íslenzku Efna- allir dýrgripirnir á þessu minja- hagssamvinnustofnun Evrópu og safni, — þessir munir, sem grann- an Economic Cooperation — sem ekki er mikið liðlegra — skamm- stafað OEEC. Jarðvegur sjálfshyggjunnar Upp úr hvaða jarðvegi spratt þessi nýgræðingur? Því er fljót- svarað. Upp úr jarðvegi hinnar fyllstu sjálfshyggju hverrar þjóð ár í efnakagsmálum. Hver þjóð hugsaði aðeins um eigin hag — og einblíndi svo á það, sem hún hugði vera eigin hag, að mönn- um sást yfir það, hvað þeim var sjálfum fyrir beztu. Löndin hlóðu um sig vamargarða til þess að vernda efnahag sinn, eins og það var kallað. Engin verzlun sem heitið gæti gat átt sér stað án samninga milli ríkisstjórna. Hóft á höft ofan, það var útsýnið. hvert sem augað leit. — Allir voru þó fúsir til að flytja út vöru sína, en ríkisstjórnunum var meinilla við að flytja nokk- uð inn á móti, — í sjálfu sér furðulegur hugsunarháttur, því að til hvers eru menn að fram- leiða útflutningsvarning, ef það er ekki einmitt til þess að geta flutt það inn, sem þeim kemur betur? Þetta ófremdarástand var að sjálfsögðu að nokkru leyti afleið- ing þeirrar röskunar, sem heims- styrjöldin síðari hafði komið á allt efnahagskerfi álfunnar. En nóg hefir styrjöldin á sinni könnu, þótt henni sé ekki einni kennt um allt sem miður fer. Við skulum ekki gleyma því, að sjálfshyggjan í efnahagsmálum — þetta, að vilja búa að sínu, hvað sem hag nágrannans leið ■— var arfur, sem Evrópa átti frá árunum fyrir heimsstyrjöldina, þegar hugsjón hinnar frjálsu verzlunar hafði verið á undan- haldi um nær áratug. Safn efsaahagslegra fornminja Eg ferðaðist mikið um Evrópu á þessum árum eftir heimsstyrj- öldina, og á fjölda af vegabréfum frá þeim árum, með tugum af áritunum um leyfi til þess að fara landa milli — maður komst ekki inn í nokkurt land nema sitt eig ið án áritunar, og víða þurfti maður einnig sérstaka áritun til þess að sleppa úr landi. Á milli þessara áritana eru athugasemd- ir um útlenda peninga, sem mað- ur hafði með sér eða skrá yfir skömmtunarmiða, sem manni voru afhentir, — og stundum kemur upp úr gömlu peninga- veski áminning um fallvaltleik fjármunanna, gamlir peninga- seðlar, sem höfðu verið innkall- aðir og voru orðnir einskis virði, Bandaríkin og Kanada það sem kallast á ensku „associated countries“, — aukafélagar eða AukiS frelsi — auknar framfarir Við vitum ennþá, hvað það er að búa við þessa hluti, og ein- rnitt þess vegna er okkur þörf á að ihuga, hvernig það væri að vera án þeirra. Hafa þau lönd, sem losað hafa um höftin eða .sleppt þeim alveg gengið til góðs götuna fram eftir veg undanfar- inn áratug? Eg veit, hversu þreytandi það er að hlusta á tölur* í útvarpser- indum, og skal því ekki nefna mörg dæmi, þótt af nægu sé að taka. Heildarframleiðsla þátttöku ríkjanna var 58% hærri árið 1957 heldur en 1948. Neyzla almenn- ings hafði ekki aukizt alveg eins mikið, en þó mjög verulega eða um 44%, og framleiðsla á stáli og rafmagni, sem einmitt eru góður mælikvarði á grundvallar atriði í iðnaðinum, hafði meira en tvöfaldazt. Ræða Marshalls — — „Niet“ Molotovs Það átti sér vitanlega sinn að- draganda, að Efnahagssamvinnu- stofnuninni var komið á laggirn- ar. Stundum er erfit að benda a einstakt atvik, er komið hafi af stað merkilegri sögulegri þróun, en hér er auðvelt að benda a þáttaskiiin. Hinn 5. júní 1947 hélt þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marshall hers- höfðingi, ræðu í Harvardháskól- anum og bauð Evi-ópu hjálp Bandaríkjanna til fjárhagslegrar viðreisnar. Hann setti aðeins eitt skilyrði, — Evrópa yrði að ganga að því að hjálpa sér jafnframt sjálf, þ. e. a. s. hvert Evrópuríki yrði að fallast á að reyna að styðja hin í hinni sameiginlegu viðreisn. Vegna þess að oft verður vart misskilnings einmitt um það at- riði, er vert að minna á það, að tilboði Marshall’s var ekki beint gégn neinum, nema aulaskapn- um og öngþveitinu. Það náði jafnt til Austur-Evrópu og Vest- ur-Evrópu, enda tók Molotov þátt í fyrstu undirbúningsráðstefnu Evrópustórveldanna um málið, sem haldin var í París þegar í júní 1947. En þetta gerðist rneð- an niet-tímabilið var í fullum blóma, og það var ekki aðeins að Stalin hafnaði þátttöku Sovét- ríkjanna, heldur bannaði hann og grannríkjum sínum þátttöku, ef þau vildu halda vináttu hans. Pétur Bencdiktsson framkvæmdanefnd, sem fulltrúar 7 ríkja eiga sæti í, og er skipt um þá að nokkru leyti árlega. Loks fara. málin þaðan fyrir ráðs- fund. Fjöldi mála hlýtur endan- lega eða bráðabirgðaafgreiðslu á venjulegum ráðsfundum fasta- fulltrúanna, en þeir fundir ei'u að jafnaði háðir vikulega. Meiri háttar mál fara fyrir ráðherra- fundi til endanlegrar samþykkt- ar, og eru þeir fundir haldnir nokrum sinnum á ári, eftir því sem þörf krefur. Aðalritari og aðstoðarmenn hans hafa ekki atkvæði um úrslit mála, en með persónulegum á- hrifum sínum geta þeir oft látið til sín taka. Hafa þeir og oft átt þátt í þvi að sætta sjónarmið, sem rákust illilega á hjá fulltrúum einstakra ríkja. Það hefir verið stofnuninni mikið happ, að í starf aðalritara hafa valizt -tveir mikilhæfir Frakkár hvor eftir annan. Þeim hefir í furðanlegum mæli tekizt það, sem mikilvæg- ast er í þessari stöðu, að láta þau sjónarmið, sem þjóðernið áskapar hverjum manni, víkja fyrir óhlutdrægu heildarsjónar- miði. Sömu reynsiu hafði eg og af fjölda annarra hinna æðri starfsmanna stofnunarinnar. Skrafað og skrifað Lýsingin, sem eg hefi gefið á starfsaðferðum stofnunarinnar, er ærið stuttaraleg, en ekki kæmi mér það á óvart þótt einhver segði, að margir væru fundirnir og mikið hlyti að vera talað a þessum stað. Eg skal verða sein- astur manna til að neita því. Þarna var bæði skrafað og skrif- að, og það gat verið óhugnanlegt fyrir jafnfámenna sendinefnd og þá íslenzku að eiga að fylgjast með því öllu. Einu sinni rétt í fyrstu man eg eftir að eg var boðaður á rösklega 30 fundi sama daginn. Þar sem nú eru nær 10 ár liðin, áræði eg að meðganga, að eg skrópaði á þeim flestum, enda voru allt að 10 haldnir sam- tímis. Sumir ræðumenn gátu einnig orðið nokkuð langorðir. Einu sinni þurfti eg að fara af ráðsfundi, meðan góður vinur minn, mælskumaður mikill, var að tala. Eg skrapp til Madrid, gekk frá verzlunarsamningi við Spán, kom aftur til Parísar og á ráðsfund. Viti menn. Var ekki vinur minn enn að halda ræðu. Eg hefi alltaf haldið því fram bæði við hann og aðra, að þetta hafi verið sama ræðan, sem entist í viku eða hálfan mánuð. eins konar styrktarfélagar — og loks taka Spánn og Júgóslavía þátt í sumum greinUm efnahags- samvinnunnar og hafa áheyrnar- fulltrúa á öðrum fundum. — Hvernig fer þessi stóri hópur að vinna saman og koma sér sam- an? Horfiff frá pukrinu Eg held, að eitt mikilsverðasta atriðið í því efni sé það, að ríkis- Reynslan ólýgnust um árangur En reynslan er ólýgnust um það, hvort stofnuninni hefir orð- ið nokkuð ágengt. Eins og eg hefi nefnt var fyrsta verkefnið það, að skipta Marshall-fénu og upp- fylla skilyrðin fyrir því, að það var veitt. En þegar það var orðið Ijóst, að unnt var að ná árangri með góðum samstarfsvilja, var samþykkt að stofnunin skyldi stjórnir ^ þátttökuríkjanna hafa ; halda starfi sínu áfram eftir að komið sér saman um að hverfa ] þessu fyrsta verkefni væri lokið. frá pukursstefnunni, hafa fallizt I Sumum finnst, eins og oft vill á að ræða vandamál sín við hin ' verða, of hægt farið, einkum þátttökuríkin svo sem þau væru þeim, sem óska að sjá Evrópu eg að þeir kalli það á íslenzku. Þótt nýyrðið „framleiðni“ sé herfilega ljótt, er starfsemin gagnleg, — hún miðar að betri verknýtingu, en það er aftur eitt aðalskilyrðið fyrir því að allur almenningur megi öðlast betri lífskjör. Islendingar hafa þegið margar leiðbeiningar frá þessari stofnun. Lausn olíumálsins Eitt dæmi enn vil eg nefna. Þegar olíuflutningar um Súez- skurðinn lögðust niður í sam- bandi við deiluna við Nasser, var fyrirsjáanlegur oliuskortuv í Vestur-Evrópu. Efnahagssam- vinnustofnunin brá skjótt við og skipaði sérstaka nefnd í málið í samráði við helztu olíufélögin. Nefnd þessi hafði á hendi skipt- ingu milli þátttökuríkjanna a þeirri olíu, sem kostur var á, og er því viðbrugðið, hve vel hún hafi leyst verkefni sitt. Þessu máli var ekki veitt mikil athygli hér á landi, því að við ausum okkar olíu úr öðrum lindum, svo sem kunnugt er. Enn mætti minnast á margar hliðar á starfsemi stofnunarinn- ar, svo sem undirbúninginn að samvinnu um notkun kjarnorku til friðsamlegra þarfa. Annað stórmál, sem eg hefi ekki vikið að hér, er undirbúningurinn að fríverzlunarsvæðinu. Það mal hefir verið mikið rætt að und- anförnu bæði í blöðum og út- varpi, og mun flestum hlustend- um því að nokkru kunnugt. Sigur OEEC á löndunarbanninu Einhvers staðar verður staðar að nemá, en áður en eg lýk máli mínu vil eg minnast örfáum orð- um á stöðu íslands í efnahags- samvinnu Evrópu. Stofnunin hefir alltaf reynt að sýna þeim þátttökuríkjum skilning, sem af óviðráðanlegum ástæðum hafa átt örðugt með að uppfylla allar almennar skuldbindingar. Eink- um hafa Tyrkland, Grikkland og ísland oft orðið að biðja um sér- stakar undanþágur. Einhliða framleiðsla íslands og ónógur markaður fyrir afurðir þess hjá þátttökuríkjunum hefir gert okkur erfiðara fyrir en flest- um öðrum að gera verzlunina frjálsa. Löndunarbannið i Bret- landi gerði og sitt til. Það tókst að vekja áhuga manna í stofnun- inni fyrir lausn þess rnáls, og það var af öllum talinn mikill sigur fyrir efnahagssamvinnu Ev- rópu, þegar það tókst að leysa þessa deilu niilli minnsta og stærsta þátttökuríkisins innan vébanda stofnunarinnar, — og að leysa hana sem deilu tveggja jafnrétthárra aðilja, án tillits til stærðarhlutfallanna milli þeirra. — það sem þau raunar oftast eru — sameiginleg vandamál. Hja eihvaldsstjórnum, sem alltaf telja sig alvitrar (annars hættu þær að vera einvaldsstjórnir) er stjórnað með tilskipunum hvaða nafni sem þær eru nefndar. En eg minnist þess, að eitt sinn var sagt, að Efnahagssamvinnustofn- unin stjórnaði með spurninga- skrám. Þetta er náttúrlega sagt í gamni, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Starfsmenn stofnunarinnar vinna úr þeim upplýsingum, sem berast frá fulltrúum einstakra þjóða eða á annan hátt. Þeir búa málin í hendur sérfræðinga- nefnda, þar sem öll þátttökuríki, sem þess óska, eiga fulltrúa. Viss mál fara siðan fyrir ráðgjafar- nefndir, þar sem færri fulltrúar eiga sæti, sérfræðingar, sem kosn- ir eru í þessar nefndir vegna per- sónlegra verðleika en ekki til- nefndir sem fulltrúar einstakra ríkja. Þegar málin hafa verið rædd fram og aftur í nefndum, undirnefndum og ráðgjafarnefnd- sameinaða í ein bandariki sem allra fyrst. Þeir, sem fáanlegir eru til að sýna þróun málanna nokkru meiri þolinmæði, munu þó ekki neita því, að töluverður árangur hafi náðst. Eg hefi minnzt á afnám inn- flutningshafta. Þótt nokkrar undanþágur hafi verið veittar frá settu marki, vegna fjárhags- örðugleika í einstökum ríkjum, er árangurinn yfirleitt mjög góð- ur. — Greiðslubandalag Evrópu var stofnað 1950, Það hefir orðið til mikils hagræðis, því að nú er hverju þátttökuríki nóg að halda greiðslum sínum í jafnvægi gagnvart hinum þátttökuríkjun- um í heild, og þarf ekki að hugsa um jafnkeypisaðstöðu gagnvart hverju einstöku landi, eins og áð- ur var. A þessu sviði er mark- miðið hins vegar það, að reyna að koma á algerlega frjálsum gjaldeyrisviðskiptum milli þátt- tökuríkjanna, þótt það hafi ekki tekizt enn. Enn eitt spor í rétta átt er 1 European Productivity Agency Hættulegur reiffskjóti Eg nefndi, að íslendingum hafi verið sýndur skilningur og veitt- ar undanþágur frá almennum reglum. Eg óttast það mest, að við höfum notað okkur það um of, — eg hygg, að við værum betur á vegi staddir, ef við hefð- um lagt meira að okkur um bar- áttu gegn verðbólgu og um að koma á frjálsari verzlunarhátt- um. Þetta vandamál er að verða meira aðkallandi nú með hverri stundinni þegar við eigum að ákveða, hvort við ætlum að taka þátt í fríverzlunarsvæði Evrópu eða ekki. Erlent máltæki segir, að sá sem ríður tígrisdýri sé ekki gefinn fyrir að fara af baki. Eg vil ekki leyna því, að eg er hrædd- ur um að í utanríkisviðskiptum séum við íslendingar komnir á bak á hættulegum reiðskjóta — og að það kunni að verða erfitt að komast af baki nema við njót- um fulltingis vestrænnar efna- hagssamvinnu. A BÆJARSTJÓRNARFUNDI a fimmtudaginn var Gísli Guðna- son kosinn í stjórn sparisjóðsins Pundsins. Endurskoðendur sjóðs- ins voru kosnir Ragnar Lárusson og Jónsteinn Haraldsson. — Á sama fundi voru Aðalbjörg Sig- urðardóttir og Sveinn Benedikts- son kosin í skólanefnd skóla IsaKs Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.