Morgunblaðið - 20.04.1958, Page 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. aprí! 1958
BÓKAÞÁTTUR:
Opinberun
Sigarbjörn Einarsson:
Opinberun Jóhannesar.
Skýringar. 231 bls.
ísfoldarprentsmiSja h.f.
Reykjavík 1957.
ÍSLENDINGAR geta ekki státað
af sérlega merkilegum bókakosti
á vettvangi biblíuskýringa. Flest
sem um þetta efni hefur verið rit-
að á íslenzku undanfarin 50 ár er
að meira eða minna leyti úrelt,
enda sprottið af andlausri rækt
við „biblíuvísindi" síðustu aldar,
sem voru bæði trúsnauð og þröng
sýn. Ef „biblíuskýringar" nýguð-
fræðinnar svonefndu eru ekki
andvana bókstafstrú, þá kann ég
ekki skil á því hugtaki.
Það má því vera gleðiefni öll-
um sem unna kristnum fræðum á
íslandi, að einn skeleggasti og
fjölgáfaðasti kennimaður ís-
lenzku kirkjunnar hefur sent frá
sér nýja og merkilega bók um
eitt torlesnasta rit Biblíunnar,
Opinberunarbókina. Prófessor Sig
urbjörn Einarsson er löngu lands
kunnur rithöfundur. Bækur hans
„Trúarbrögð mannkyns" og „Al-
bert Schweitzer" eru víðþekktar,
og svo prédikanir hans „Meðan
þín náð“, sem komu út fyrir hálfu
öðru ári og hlutu einróma lof
gagnrýnenda. Hann hefur sam-
ið og þýtt fjölda annarra bóka
og stjórnað merkasta guðfræði-
tímariti, sem út hefur komið á
íslandi, „Víðförla" (1947—1954).
Opinberunarbókin hefur orðið
frjósamur akur fyrir allra handa
öfgamenn og sérvitringa fyrr og
síðar. Sundurleitustu sérstrúar-
flokkar hafa reynt að finna kenn-
ingum sínum stað í þessu sér-
kennilega riti. Hefur það verið
tiltölulega auðveldur leikur, þar
sem ritið er skrifað á mjög skáld-
legu og myndríku máli sem er
svo margrætt, að túlka má það á
ýmsa vegu. Heimsslitakenningar
í ýmsum myndum hafa sótt lífs-
þrótt sinn í Opinberunarbókina,
„pýramídaspámenn" allra alda
hafa gert hana að eins konar
Krukkspá, þar sem lesa mætti
fyrirfram alla sögu mannanna
með meiri eða minni nákvæmni.
Flestum þessara túlkenda hef-
ur verið það sameiginlegt, að
þeir virtu að vettugi trúarlegt
gildi ritsins, en voru þeim mun
eljusamari við að sanna „heims-
Jóhannesar ‘
| sögulegt" gildi þess, þ. e. a. s.
hlutverk þess í spákukli manna
um framtíðina í bókstaflegum og
veraldlegum skilningi.
í ýtarlegum inngangi gerir Sig-
urbjörn Einarsson grein fyrir
helztu skýringaraðferðum, sem
beitt hefur verið við túlkun Op-
inberunarbókarinnar, en þær eru
þrjár talsins.
í fyrsta lagi er litið á hana
sem spádóm í stórum dráttum
um framtið heims til endaloka,
stutt ágrip af mannkynssögunni
frá dögum höfundar til dómsdags.
Þetta er heimssögulega viðhorfið.
í öðru lagi er talið, að bókin
fjalli eingöngu um efstu fram-
tíð heims og endalok hans. Það
er nefnt heimsslitaviðhorfið.
í þriðja lagi má líta svo á, að
Opinberunarbókin sé fyrst og
fremst miðuð við aðstæður í sam-
tíð höfundar og því rituð fyrir
kynslóð hans. Lykillinn að skiln-
ingi á henni og réttri túlkun sé
fóiginn í viðburðum og hug-
myndum tímans þegar hún var
samin. Þetta er kallað samtíma-
sögulega viðhorfið, og að því hall
ast prófessor Sigurbjörn. Leiðir
hann að þvi þungvæg rök, hvers
vegna þetta viðhorf hljóti að
vera réttara en hin tvö, en það
kom m.a. fram í elzta skýringar-
riti yfir Opinberunarbókina, sam-
ið í lok þriðju aldar.
Sigurbjörn Einarsson dregur
upp í innganginum Ijósa mynd af
sögulegum bakgrunni Opinberun-
arbókar, og varpar hann ljósi yf-
ir margt í henni. Hún var samin
á ofsóknartímum, þegar kristnir
menn áttu í höggi við fjandsam-
legt og alrátt ríkisvald þar sem
manndýrkun og skoðanakúgun
voru í algleymingi. í þessu sam-
bandi segir höfundur: „Að sumu
leyti er samtíð höfundar nær oss,
sem nú lifum, en mörgum gengn-
um kynslóðum. Orð hans mættu
því hafa fullskýra merkingu í
eyrum kynslóðar, sem hefur
horfzt í augu við tvær tröllefldar
stefnur, sem báðar hafa tignað
foringja sína sem einu guðdóms-
verur alheimsins, báðar lagt reg-
inþunga og klóhvassa hramma á
kirkju Krists og hvert það afl,
sem líklegt gat verið til þess að
hamla gegn algerri einmótun í
hugsun, fullkominni undirgefni
undir kúgunarvaldið" (bls. 32).
Sigurbjörn Einarsson bendir á
þá athyglisverðu staðreynd, að
Opinberunarbókin „sé opinber-
unarrit aðeins að formi, en efnis-
lega sé hún ósvikið spámanns-
rit“. (bls. 15). Styðst hann þar
við skoðanir eins kunnasta skýr-
anda nútímans, W. Hadorns. Eins
og kunnugt er, voru spámenn
Gamla testamentis ekki spá-
sagnamenn, heldur staðgenglar
skaparans sem túlkuðu viðburði
samtímans og fluttu lýðnum varn
Sigurbjörn Einarsson
aðarorð, oft í leiftrandi sýnum
sem fyrir þá hafði borið. Þeir
stóðu m. ö. o. báðum fótum í
samtíðinni og leituðust við að
túlka viljann að baki atburðum
hennar. Þessi skilningur á Opin-
berunarbókinni veitir manni ó-
neitanlega nýja innsýn í eðli
hennar og tilgang höfundarins.
Hún fær nýja og skiljanlegri
merkingu.
Um búning ritsins segir prófes-
sor Sigurbjörn: „Táknmálið, sem
hann (þ.e. Jóhannes) talar, er
ekki uppfinning hans. Það hefur
mótazt í meðförum annarra og
á hinn margvíslegasta uppruna,
ef rakið er til róta. Fyrst og
fremst eys þó Jóhannes af lind-
um Gamla testamentis. En þeg-
ar menn hafa gert sér grein fyrir
því, hvert hann leitar til fanga
um efnistúlkun, þá fyrst er auð-
ið að meta, hvernig honum ferst
meðferðin. Og þá kemur í Ijós,
að meðferð hans er sérstæð og
ber vitni um frumlegan, skap-
andi persónuleika, trúarlega djúp
vísi og iistrænt glöggsæi.
Að vissu leyti má líkja aðferð
hans við vinnubrögð skálda, sem
nota hefðbundin kvæðaform.
Fjöldinn allur af orðatiltækjum
hans og myndum er eins konar
kenningar, ekki ósvipaðs eðlis og
það, sem svo er nefnt í skáld-
skap. Hugsanir, sýnir, hin gagn-
tæku hrif leita sér búnings og
fyrir verða kunn og tiltæk mót,
arfur manna, sem hann fann til
andlegs skyldleika við. Þannig
kemur reynslan fram um leið og
hún fær búning og hvort fellur
að öðru að vitund hans, sál og
líkami verksins, sem fæðist“ (bls.
15).
í innganginum er einnig vik-
ið að höfundi verksins, Jóhannesi,
og bent á rikjandi skoðanir um
hann. Opinberunarbókin er vafa
lítið eftir þann sama Jóhannes,
sem samdi guðspjallið og bréfin,
og hallast flestir að þeirri skoð-
un að hann hafi verið Jóhannes
postuli. Sumir halda hins vegar
að hér hafi verið um annan læri-
svein Jesú að ræða, sem einnig
hafi borið hið fræga nafn. Úr
þessu verður víst aldrei skorið
með fullri vissu, enda skiptir það
engu meginmáli, þar sem í báðum
tilfellum var um að ræða kristinn
leiðtoga, sem þekkt hafði Jesúm
persónulega á jarðvistardögum
hans.
Þá er að lokum vikið stuttlega
að byggingu Opinberunarbókar,
og er sá kafli einkar forvitnileg-
ur. Sýnir prófessor Sigurbjörn
fram á, að bygging ritsins er ekk-
ert handahófsverk, heldur þaul-
hugsuð og mjög táknræn.
Síðan víkur sögunni að sjálf-
um texta ritsins, sem er túlkað-
ur vers fyrir vers. Er þar leitazt
við að skýra hið torræða líkinga-
mál og setja það í samband við
atburði samtímans og kristinn
boðskap, eins og hann kemur
fram í öðrum ritum Nýja testa-
mentis. Eru þessar skýringar gerð
ar af einstakri vandvirkni, djúpu
innsæi og mikilli sögulegri þekk-
ingu. Er ekki ofmælt að hið tor-
skilda rit „opnist" bókstaflega
fyrir lesandanum við þessa kunn
áttusamlegu krufningu.
í landi þar sem sýknt og
heilagt er verið að skrifa þykka
doðranta um guðspeki og anda-
trú, indverska jóga og íslenzka
drauga, er það hressandi að fá
endrum og eins snjalla bók um
kristin trúarviðhorf, skrifaða af
manni sem er bæði í tengslum
við sögulegar erfðir kristninnar
og kristna kirkju umheimsins.
Þess er full þörf í íslenzku kirkj-
unni, sem er að ganga sér til
húðar á „frjálslyndi" og fárán-
legum eltingaleik við allslags
kenningar, sem eru algerlega
framandi kristinni trú. Mér hef-
ur sannast sagt alltaf verið það
hulin ráðgáta, hvaða erindi spíri
tismi, guðspeki og svoköUuð „ný-
VIRflRllNEESNINC HÚSMÓBURINNAR
— plága húsbóndans —
verður léttari ef FRÖGIIESS ryksugan er við hendina
PROGRESS ryksugur (3 teg.) eru heimsþekktar fyrir
hina snjöllu þýzku tækni.
PROGRESS ryksugan er falleg, sterk, endingargóð.
PROGRESS bónvélar 2ja bursta
*
PROGRESS vélarnar eru
vélar íraiuuoarinnar
Gjörið svo vel að líta í
gluggana um helgina —
Vesturgötu 2. — Sími 24330.
guðfræði" eiga inn í kirkjuna.
Þessar stefnur geta hver fyrir
sig verið lífsskoðanir, sem eru
góðra gjalda verðar, en þær
eiga ámóta mikið skylt við
kristna trú og t.d. nýjustu við-
horf í ljóðagerð eða hrossarækt.
„Opinberun Jóhannesar" á að
sjálfsögðu fyrst og fremst erindi
við guðfræðistúdenta, en hún
hlýtur að verða fróðleg lesning
hverjum þeim sem hefur hug á
að kynna sér að einhverju marki
eitt sérkennilegasta rit krist-
innar kirkju. Hvaða skoðanir
sem menn annars kunna að hafa
á sjálfu ritinu eða túlkun próf-
essorsins á því, þá heyrir það til
almennri menntun jafnvel í nafn
kristnu þjóðfélagi að kunna eín-
hver skil á þessu efni.
Sigurbjörn Einarsson er gæt-
inn vísindamaður ekki síður en
einlægur trúmaður. En honum er
jafnframt gefið innsæi og tilfinn-
ing skáldsins fyrir efninu sem
hann fjallar um, þannig að í
höndum hans verða torskilin og
jafnvel leiðinleg efni ljós og
skemmtileg. Kemur þar að sjálf-
sögðu líka til sérkennilegur
stíll hans, sem er hvergi slitinn
eða venjubundinn, en stundum
kannski dálítið margslunginn og
óþarflega tyrfinn.
Frágangur bókarinnar er góð-
ur. I henni eru nokkrar ljósmynd
ir og fjöldinn allur af hinum
frægu tréskurðarmyndum þýzka
meistarans Alberts Diirers, sem
myndskreytti ýmis rit Biblíunn-
ar. „Opinberun Jóhannesar“ er í
bókaflokknum „Menn og mennt-
ir“ hjá ísafoldarprentsmiðju, en
áður kom út í þessum flokki
„Trúarbrögð mannkyns“.
Sigurður A. Magnússon,
— Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 13
háttar. Þau ein hafa hin nauðsyn-
legu gögn undir höndum. Stjórn-
arandstöðunni ber síðan skylda
til að athuga þeirra tillögur, og
á kröfu á, að henni gefist nægur
tími til þess og nauðsynlegur að-
gangur að heimildum. Nú er að
sjá, hvort eftir þessu verður far-
ið eða fylgt verður fordæminu
frá undirbúningi jólagjafarinnar
1956 og hinni forkastanlegu af-
greiðslu fjárhagsslitranna fyrir
jólin 1957.
Blekkingin
um samráð við
„vimmstéttirnar44
Reynslan sker skjótlega úr þvf,
hvort Alþingi gefst færi á að at-
huga tillögur stjórnarinnar efn-
islega eða hvort þær verða knúð
ar fram óathugaðar með ofur-
valdi meirihlutans. Eitt er nú
þegar komið í ljós: Skraf stjórn-
arliða um samráð ríkisstjórnar-
innar við „vinnustéttirnar“ um
lausn efnahagsmálanna er innan-
tóm orð. 19 manna nefndin svo-
kallaða var aldrei kvödd til
funda meðan á undirbúningi
málsins og raunverulegri af-
greiðslu þess stóð. Hlutverk
hennar og verkalýðsfélaganna er
það eitt, að setja stimpil sinn á
þær ákvarðanir, sem valdabrask-
ararnir hafa komizt að í innbyrð-
is togstreitu sinni. Meiri fyrir-
litning hefur íslenzkum verkalýð
aldrei verið sýnd. Því er skrökv-
að upp, að stjórnað sé honum til
hags og eftir hans ákvörðunum
og óskum, en valdhafarnir hafa
ekki svo mikið við að kveðja
til þá fulltrúa, sem kosnir hafa
verið, fyrr en allt er tilbúið og
fastmælum bundið.
LONDON, 12. apríl — Útflutn-
ingur Breta á fyrsta ársfjórðungi
1958 hefur slegið öll met. Er
hann um fjórðungi meiri en tíðk-
azt hefur áður á sama tíma.
Einkum er athyglisverð aukning-
in á útflutningi til Bandaríkj-
anna. Til dæmis eru brezkir bíl-
ar nú helztu tízkubílarnir vestan
hafs. —Reuter.