Morgunblaðið - 20.04.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 20.04.1958, Síða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. apríl 195o Katrín Friöriksdóttir frá Hellissandi — minning Fædd 5. sept 1878 Dáin 14. apríl 1958 Það er á einum grámyglulegum sumarmorgni um fráfærnaleytið fyrir nálega fjórum áratugum, og komið nokkuð fram yfir rismál, að ein áhrifa mesta minning mín um hjartalag göfugrar konu hefst. Þungur og skuggadrjúgur þoku mökkur umlýkur sjónhringinn og ýrir hnökróttri krapa eðju utan úr þykkviðrinu og var ekki laust við að hraun snagarnir sem gægðust út úr gustköldum þoku- mekkinum skytu litla drengnum sem búinn var að vera á faralds- fæti síðan nokkru fyrir miðjan morgun, skelk í bringu. Smala- mennskan gekk erfiðlega á fyrstu dögunum því ærnar voru leitgjarnar, enda aðeins þrjátíu og þrjár vísar af fimmtíu og sjö og borin von að hitta slóð þeirra er vantaði, við þau veðurskilyrði sem fyrir hendi voru. Hann var því að vonum ekki rishár í kambinn litli maðurinn á tiunda ári sem rölti blautur og kaldur eftir vísu ánum og þræddi þrönga fjárgötuna meðfram hraun bryst unum, enda rétt komið að þeim tíma sem reka átti heim á mjalta kvíar. Þegar drengurinn hafði lokið við að kvíaærnar, sneri hann heim til bæjarins þar sem fóstra hans innti hann eftir hvort vant- aði af ánum og sagði drengur- inn þá frá sem satt var. Eftir stutta stund lagði drengurinn í nýja leit að ánum, en nú mun reikulli í spori en fyrr, því nú blinduðu tár hvarma hans. Þegar hann kom upp fyrir túngarðinn, grét hann einstæðingsskap sinn og smámennsku. Þegar stutt stuna var liðin varð hann þess var að hrjúfri hendi var strokið um tárvota vanga hans. Var þar komin vmnukona á bænum. Hún þurrkaði tárin með svuntunni sinni og stakk að því búnu fjórða part af köku, þykkt smurðri með góðum bræðing í lófa hans og bað hann, tötrið sitt að snarla þetta í sig og róla síðan af stað í smalamennskuna. Þegar dreng- urinn hafði gengið nokkra stund, birti upp veðrið og skyndilega varð hið ákjósanlegasta fjárleitar veður, enda leið ekki á löngu þar til drengurinn hafði fundið týndu ærnar, og rekið þær heim á stekkinn og kvíað þær. Það er vegna þessara endur- minninga og margra annarra sem ég vil leitast við að leggja sveig hlýrra orða að hinzta hvílureit Katrínar Friðriksdóttur, því hún var hugulsama vinnukonan, sem þurrkaði tárin af vöngum litla drengsins undir túngarðinum forðum. Katrín Friðriksdóttir er fædd að Björnsbúð á Hellissandi 5. september 1878. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Sigurðsson síðar bóndi að Brekkubæ við Hellna og kona hans Ingileif Erlendsdóttir, Ijósmóðir. Katrín ólst upp með foreldrum sínum að Brekkubæ til fullorðinsára. Snemma bar á því að Katrín þætti vel verki farin og varð hún því brátt eftir- sótt vinnukona, enda atkvæða- dugleg og hélt þeim orðstír allt fram til þess að hún missti heils- una fyrir um það bil tólf árum. Árið 1918 fluttist hún til Hellis- sands og stofnaði þar heimili með Valentínusi Ólasyni, refaskyttu frá Öndverðanesi, og tveim ár- um siðar byggðu þau sér hús utanvert við kauptúnið sem þau nefndu Hjarðarhól, og þar bjuggu þau til þess er Valentínus lézt síðla árs 1955, en þá flutti hún í skjól barna sinna þar sem hún naut ástríkis og umhyggju til dauðadags. En þótt Katrín væri nú fyrir tveim árum flutt frá Hellissandi bar hún órjúfandi tryggð til gamla þorpsins og íbúa þess. Þeg- ar ég fyrst man eftir Katrínu var hún kvenna hæst á velli, ítur- vaxin með þykkt, hrafnsvart hár sem náði henni niður fyrir hnés- bætur, og hafði fagran litarhátt. Hún var hæg og prúð í fram- göngu, hjartahlý og svo hjálpsöm, að hún vildi hvers manns greiða gera væri hún þess megnug. Var hún því að vonum vinsæl og hvers manns hugljúfi og þótti öll um mönnum gott að mega telja sig meðal vina hennar. Með það skal þó ekki farið með launung, að til voru þeir menn, sem töldu sig þess umkomna, að úrskurða Katrínu kaldlynda og óhlífna í skoðunum, en við sem þekktum hana bezt, vissum þó betur hve þunn skelin var utan á kald- lyndi hennar. Því undir bjuggu hlýindi, kærleikur og trúfesta. Það sýndi hún þráfaldlega með verkum sinum, enda voru kuldi og stífni fjarstætt eðli hennar, því í góðgirni sinni var hún öll. Eftir að hana þraut heilsu, naut hún beztu aðhlynningar sem völ var á, fyrst á eigin heimlii og hjá börnum sínum og nú síðast á Sjúkrahúsi Keflavíkur og þar andaðist hún eftir langa sjúk- dómslegu 14. apríl sl. Ég sem þessar línur skrifa vil að lokum þakka henni alla góðvild í minn garð og þeirra, er staðið hafa mér næst. Og mínar beztu árnaðar- óskir fylgja henni yfir landamær- in ókunnu, þar sem hún trúði, að ástvinir hennar biðu eftir henni og það er trú mín að þar muni hún taka grandvarra manna laun fyrir góðgirni sína og langan starfsdag. Katrín eignað- ist fjögur mannvænleg börn sem öll eru á lífi og eru mikils virt drengskaparfólk. Um leið og ég kveð mína kæru vinkonu, vil ég senda ástvinum hennar öllum hlýjustu samúðarkveðjur minar og beztu árnaðaróskir um bjarta framtíð og fullvissa börn hennar um að nú við hinztu för sína skilur hún eftir góðar og varan- legar endurminningar og um leið óska ég þeim endurfunda við hana á landinu ókunna. HINN 7. marz sl. hélt Húnvetn- ingafélagið í Reykjavík árshátið sína í Sjálfstæðishúsinu, en fe- lagið varð 20 ára hinn 17. febr. sl. Húsfyllir var og skemmtu samkomugestir sér konunglega við hinn ágæta íslenzka veizlu- mat, ræðuhöld, söng og dans. Páll S. Pálsson, hæstaréttarlög- maður, stjórnaði hófinu með sinni alkunnu röggsemi, en það sem fram fór var m. a.: Hannes Þor- steinsson, stórkaupm., hélt ræðu, Hjálmar Gíslason skemmti með gamanþáttum og léttu gríni, söng kórinn Húnar, sem í eru 25 manns, söng undir stjórn Helga Tryggvasonar, og Halldór Sigurðs son flutti frumort kvæði, sem hinn 83 ára öldungur, Jósef J. Húnfjörð, sendi hófinu. Heilla- skeyti bárust, og formaður Borg- firðingafélagsins, Guðmundur Illugason, færði félaginu veglega fánastöng að gjöf, frá félagi sínu, en hún mun vera fyrsti gripur- inn, sem félagið eignast. 1 hófinu afhenti formaður fé- lagsins, Éinnbogi Júlíusson, sem gjöf frá félaginu, til hinnar ný- byggðu kirkju á Hvammstanga, Guðbrandarbiblíu, en við henni Á morgun verða jarðneskar leifar Katrínar lagðar til hinztu hvíldar við hlið lífsförunautar hennar í grafreit Ingjaldshóls- kirju. Kæra Katrín min, farðu vel á Guðs þíns fund og njóttu þar dygðar þinnar og mannkosta. Að lokum kveð ég þig að göml- um íslenzkum sið, og segi vertu blessuðu — blessuð og sæl. Vinur. tók frú Jósefína Helgadóttir, for- maður Kvennabandsins í Vestur- Húnavatnssýslu. 20 ár er ekki langur tími. Þó hefur félaginu tekizt að marka þau spor, sem ekki munu verða gleymsku tímans að bráð. Árið 1941 gaf félagið út Brand- staðaannál ásamt Sögufélaginu Húnvetningur. Mun það rit nú lítt fáanlegt. Þá hefur félagið gef- ið út tvö bindi aí sagnaritinu „Svipir og sagnir“. Borgarvirki var hlaðið upp á árunum 1949—50, og síðan 1951, er Kristján Vigfússon, bóndi í Vatnsdalshólum, gaf félaginu landspildu úr landi sínu, hefur félagið farið þangað á hverju ári, og gróðursett þar trjáplöntur. Nefnist þetta land nú „Þórdísar- lundur“. Söfnun fornmenja hefur félagið látið til sín taka, og hefur nefnd starfað í því máli. Þetta er það helzta, sem félagið hefur gert, eða það sem að almenningi snýr. Hitt er ekki minna virði, en verð- ur aldrei skráð, það sem félagið hefur verið mörgum einstakling- um heima og heiman. Húnvetningalélagið í Reykjavík 20 úra e LESBÓK BARNAN.TA TESBÓK barnanna s þegar sólin skín á hana dregur blaðgrænan til sín kolefni úr kolsýru and- rúmsloftsins og bindur það þeim næringarefnum, sem koma frá jörðinni". „í blöðum og barri myndast því matur eða næring plöntunnar, og þaðan flytst hún aftur með vatni til þeirra hluta plöntunnar, sem eru að vaxa og stækka, eða þá að plantan geymir sér sumt af henni í mergi og merggeislum stofnsins“. Þetta sagði nú verk- stjórinn þeim Siggu og Óla um daginn, og síðan gengu þau um stöðina til að sjá litlu plönturnar, sem þau og fjöldi ann- ara barna og fullorðinna munu gróðursetja í Heið- mörk í vor. Og í næsta kafla fáið þið að vita meira um þetta starf, sem í vændum er. V. St. MYNDAGATA Hvaða borgarnafn í Evrópu getur þú lesið út úr þessari myndagátu? Björkin og stjarnan Niðurl. Dag nokkurn, þegar þau höfðu gengið allt frá sólarupprás án þess að hvíla sig, voru þau mjög þreytt. Um kvöldið komu þau að afskekktum bæ, þar sem barn stóð úti og hreinsaði rófur. „Viltu gefa okkur eina af rófunum þínum?“, spurði drengurinn. „Já, komið með mér inn“, svaraði barnið, „þá mun mamma gefa ykkur eitthvað að borða“. Þá féll drengurinn á kné, faðmaði barnið að sér og grét af gleði. „Af hverju ertu svona glaður?“, spurði systir hans. „Er ekki von að ég sé glaður!“, svaraði bróðir- inn. „Heyrðir þú ekki að barnið talaði mál for- eldra okkar? Nú getum við farið að leita að björk inni og stjörnunni". Þau gengu í bæinn og heim?“. fengu hjartanlegar mót- tökur. Fólkið á heimilinu spurði þau, hvaðan þau kæmu. Drengurinn svar- aði: „Við komum frá framandi landi og erum að leita að heimili okkar. En við höfum ekkert að styðjast við, nema björk, sem stendur við bæinn. Fuglarnir syngja í limi hennar á morgnana og stjarna blikar gegn um það á kvöldin". „Vesalings börn“, sagði fólkið. „Mörg þúsund bjarkir vaxa á jörðunni og mörg þúsund stjörn- ur skína á himni. Hvern- ig getið þið fundið þær einu réttu meðal svo margra?“. Drengurinn og stúlkan svöruðu: „Guð mun vísa okkur veginn. Hefir hann ekki þegar leitt okkur óra leið til landsins okkar? Erum við ekki nú þegar komin hálfa leiðina maí, þegar fyrstu lauf „Finnland er stórt“, sagði fólkið og margir hristu höfuðið. „Guð er ennþá stærri“, svaraði drengurinn. Svo þökkuðu þau fyrir sig og héldu áfram. Nú þurftu þau ekki lengur að borða og sofa í skógunum, en gátu farið milli bæja. Þótt alls stað- ar væri mikil fátækt, fengu þau þó mat og húsa skjól, þegar þau þurftp, þvi að allir vorkenndu þeim. En björkina og stjörnuna fundu þau ekki. Þau gengu frá bæ til bæj- ar og sáu margar bjarkir og margar stjörnur, en engar þeirra voru björkin og stjaman heima. Að síðustu komu þau að kvöldlagi til mjög af- skekkts bæjar. Það var á öðru árinu frá því að þau lögðu uþp í ferðina —, hvítasunnukvöld í lok vorsins tóku að breiða úr ser á greinum trjánna. Um leið og þau gengu inn um hliðið, sáu þau, að á hlaðinu stóð stór björk með volduga krónu og lít- il, nýsprungin, græn lauf- blöð. degn um limið blik- aði stærsta og fegursta stjarnan á himninum, kvöldstjarnan. „Þetta er björkin okk- ar“, hrópaði drengurinn strax. „Og þetta er okkar stjarna“, sagði stúlkan. Þau féllust í faðma og þökkuðu Guði, en augu þeirra döggvuðust af gleði tárum. „Hérna er hesthúsið, þar sem pabbi var van- ur að hýsa hestana", sagði drengurinn. „Og ég þekki brunninn, þar sem mamma var vön að brynna kúnum“, sagði stúlkan. „Undir björkinni standa tveir krossar, hvers vegna skyldi það vera“, sagði drengurinn. „Ég er svo hrædd, ég þori varla inn“, sagði stúlkan. „Ef pabbi og mamma eru ekki framar á lífi, eða ef þau skyldu ekki þekkja okkur. Far þú inn á undan“. „Við skulum hlusta við dyrnar“, sagði drengur- inn, og hjarta hans skalf af ótta og von. ♦ Inni í baðstofunni sátu gömul hjón. Eiginlega var nú hvorugt þeirra gamalt, en sorg og neyð hafði lát- ið þau eldast fyrir aldur fram. Maðurinn sagði við konu sína: „Það er þung- bært að vera einmana, þegar aldurinn færist yf- ir. öll börnin okkar fjög- ur eru horfin. Tvö sofa undir björkinni í varp- anum og hin koma víst aldrei til okkar aftur“. Konan sagði: „Guð er góður og almáttugur, hann mun leiða börnin til okkar, ef við erum þess verðug. Hve gömul væru þau tvö yngstu orð- in, ef þau eru á lífi? “ Maðurinn sagði: „Dreng urinn mundi vera sextán ára og stúlkan fimmtán“. Svo andvarpaði hann: „Við höfum víst ekki verðskuldað slíka ham- ingju að fá að sjá elsku- legu börnin okkar aftur“. í því að hann sagði þetta, opnuðust dyrnar og inn gengu drengur og stúlka. Þau sögðu, að þau væru langt að komin og báðu um brauðbita að borða. „Setjist niður börn og hvílið ykkur, sagði mað- urinn, svo verðið þið hjá okkur í nótt. — Æ, já, á þessum aldri myndu börn in okkar vera, ef við hefðum fengið að hafa þau hjá okkur“. „En hvað þau eru falleg, þessi tvö börn“, sagði konan. •— „Æ, já, svona falleg hefðu börn- in okkar líka verið, ef þau væru ennþá á lífi“. Og gömlu hjónin grétu af sorg. Þá gátu börnin ekki lengur leynt því, hver þau voru, og með tárin í augunum köstuðu þau sér i faðm foreldra sinna. „Þekkið þið okkur ekki aftur?“, spurðu þau. „Við erura börnin ykkar. Guð hefur leitt okkur frá ó- kunna landinu og nú er- um við komin heim“. Foreldrar þeirra föðm- uðu þau að sér af ást- ríki og blíðu og þökkuðu Guði, sem á sjálft hvíta- sunnukvöld, hafði veitt þeim öllum svo dásam- lega hamingju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.