Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 2
2 MORCT’VltT 4 ÐIÐ Miðvikudagur 7. maí 1958 Vísindusjóður ouglýsir styrbi HINN nýstofnaði Vísindasjóður er nú tekinn til starfa. Eins og kunnugt er, voru lögin um Vís- indasjóð samþykkt á Alþmgi 1957, en til hans er stofnað í þeim tilgangi að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og honum tryggðar a. m. k. 800.000,00 kr. á ári úr Menningarsjóði. Nýlega er lokið skipun rranna í stjornir sjóðsins, en þær eru prjárr sameiginleg yfirstjórn og ttjórnir beggja deilda hans, raun vísindadeildar og hugvisinda- deildar. Formaður yfirstjórnar er þrófessor Snorri Hallgrimsson dr. med., formaður stjórnar raun- vísindadeildar er dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, en formaður stjórnar hugvísinda- deildar dr. Jóhannes Nordal hag- fræðingur. Deildarstjórnir hafa nú lýst styrki lausa til umsókna í fyrsta sinni, hvor á sínu sviði. Raun- vísindadeild annast styrkveiting- ar s sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarn- orkuvísindi, efnafræði, stærð- fræði, læknisfræði, líffræði, jarð- fræði, dýrafræði, grasafræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvisindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði. bók- mennta, málvísinda, félagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki guðfræði, sálfræði og uppeldis- fræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir har.n: 1. Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekmna rann- sóknaverkefna. 2. Kandídata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að verða styrkhæfur. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði er í sambandi við starfseir.i, sjóðurinn styrkir. Umsóknum um styrki skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um þá vísindalegu starfsemi, sem styrks er óskað til, svo og uin námsferil og menntun þeirra ein- staklinga, er sækja um. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. júní nk. til þess að koma til greina við fyrstu úthlutun. Þær skulu sendar ritara Raun- vísindadeildar, Guðmundi Arn- laugssyni, pósthólf 609, eða stjórn Hugvísindadeildar, pósthólf 609. Matthías Jochumsson Matthíasarfélag stofnað á Akureyri s.l. mánudag Sýsluve?asjóðir SAMGÖNGUMÁLANEFND neðri deildar Alþingis flytur að beiðni ráðuneytis frumv. um bráða- birgðaviðauka við lög um sýslu- vegasjóði. Efni þess er, að á þessu ári skuli gjaldið í sjóðina, en það er miðað við fasteignamat jarða og húsa í viðkomandi sýslum, reiknað eftir gamla fasteignamat- inu. Jafnframt skal eins og að undanförnu vera heimilt að leggja á það allt að 70% álag. Páll Þorsteinsson skýrði frum- varpið á deildarfundi í gær. Hann sagði, að fjárveitingin, sem veitt var á síðustu fjárlögum til mót- framlaga frá ríkinu í sýsluvega- sjóðina, myndi ekki hrökkva til, ef miðað væri við fasteignamatið, er gekk í gildi 1. maí 1957. Páll benti einnig á, að fyrr á þessu þingi voru sett lög um, að sveit- arstjórnir skyldu fyrir áramót endurskoða reglur um gjöld til sveitarsjóða, sem miðast við fast- eignamat. Þar til það hefur verið gert, skal hins vegar innheimta gjöldin eins og fyrir gildistöku nýja matsins (lög 95/1957). Kristín Jóhanns- dóttirníræð KRISTÍN Jóhannsdóttir, fyrrum húsfreyja í Fagradal á Hólsfjöll- um, er níræð í dag. Kristín er ættuð úr Rangárvallasýslu, alin upp í Landsveit, en fluttist norð- ur aldamótaárið. Giftist hún þar Jóhannesi Eyjólfssyni, og bjuggu þau í Fagradal. Árið 1939 fluttist Kristín á' heimili sonar síns, séra Gunnars Jóhannessonar, prófasts á Skarði í Árnessýslu, og hefur hún dval- izt þar siðan. Guðrún var dugandi kona, er vandist mikilli vinnu í uppvexti sínum eins og þá var siður, en er nú farin að heilsu. AKUREYRI, 6. maí. — í gær- kvöldi var stofnað hér á Akur- eyri félag til minningar um Matthías Jochumsson skáld. Til- gangur þess er að heiðra minn- ingu þjóðskáldsins með því að koma hér upp minjasafni er hafi að geyma ýmsa muni frá tíð séra Matthíasar og annað þvílíkt er slíkt safn má prýða. Sjálfstæðiskvenna fél. á Akureyri AKUREYRI, 6. maí. — Sjálfstæð- iskvennafélagið Vörn hér í bæ, hélt aðalfund sinn í gær. For- maður félagsins, frú Ingibjörg Jónsdóttir, setti fundinn og stýrði honum. Síðan var gengið til að- alfundarstarfa. Frú Ingibjörg mæltist undan endurkosningu í stjórn, sem nú er þannig skipuð: Frú Ásta Sigurjónsdóttir, form., frú Ingibjörg Halldórsdóttir, rit- ari og frú Kristín Pétursdóttir, gjaldkeri. Til vara: Frú Margrét A. Jónsdóttir, frú Aðalheiður Rafnar og frú Fríða Sæmunds- dóttir. Fulltrúaráð skipa: Frú Jónína Schram, frú Þórunn Jóns dóttir og frú Freyja Jónsdóttir. Á fundinum gengu allmargar konur í félagið og kom fram mik- ill áhugi fyrir eflingu starfsemi Sjálfstæðisflokksins í bænum. Siglingabanni aflétt LONDON, 6. maí. — Bretar hafa numið úr gildi siglingabannið a því svæði Kyrrahafsins þar sern þeir hafa verið að gera tilraun ir með vetnissprengjur, en for- mælandi stjórnarinnar lét svo um mælt, að yfirstandandi tilraunum væri samt ekki lokið. Siglingabannið á stóru svæði kringum Jóla-eyjar var sett 26. apríl sl„ en fyrsta sprengingin átti sér stað fyrir átta dögum. Formælandi landvarnaráðuneyt- isins sagði, að banninu hefði ver ið aflétt „um sinn“ frá siðasta laugardegi að telja. En hann bætti við: „Það hefur þó ekki ,í för með sér, að við séum hættir við að gera frekari tilraunir á svæðinu“. Tékkar mótmæla PRAG, 6. maí. — Tékkneski ut- anríkisráðherrann, Vaclav Da^id, afhenti í dag sendiherra Norð- manna í Prag formleg mótmæli tékknesku stjórnarinnar við norsku stjórnina vegna ummæla Ralvards Langes utanríkisrið- herra um að Rússar hefði byggt eldflaugar á tékkneskri grund. David utanríkisráðherra lagði áherzlu á, að tékkneska stjórnin skildi ummæli Langes svo. að hann væri að reyna að koma í veg fyrir, að komið yrði á sér- stöku svæði án kjarna- og vetnis- vopna í Mið-Evrópu, enda þótt margir Norðmenn væru hlynntir þeirri hugmynd. Fjörtíu stofnendur voru að þessu félagi, en talsverður und- irbúningur hefur verið að því m.a. hefur starfað nefnd við söfnun muna og bæjarstjórnin á Akureyri hefur tvívegis veitt 25 þúsund krónur í þessu skyni. Aðahvatamaður að stofnun fé- lagsins hefur verið Marteinn Sigurðsson framfærslufulltrúi og var hann kjörinn formaður. Aðr- ir í stjórn eru: Steindór Stein- dórsson ritari, og Kristján Rögn- valdsson gjaldkeri. Meðstjórn- endur: Eyþór Tómasson og Hann es J. Magnússon. Til vara: Jónas G. Rafnar, Guðmundur Guðlaugs son og séra Kristján Róbertsson. Lög voru samin og samþykkt fyrir félagið. Nokkrar umræður urðu á fundinum og m.a. rakti formaður sögu málsins og undir- búning. Sem fyrr segir voru stofnendur 40, en allir geta gerzt stofnfélagar, sem innritast fyrir 1. júlí n.k. Aðalfélagssvæði er Akureyri og nágrenni, en hins vegar er öllum landsmönnum heimil innganga í félagið. Fé- lagsgjald er 100 kr. —vig. Salta ríkisjarða FRUMV. um sölu 7 jarða í opin- berri eigu o .fl. var til 2. umr. í efri deild Alþingis í gær. Sigurður Ó. Ólafsson lýsti áliti landbúnaðarnefndar deildarinn- ar, sem lagði til, að frumvarpið yrði samþykkt. Hann kvað frum- varpið upphaflega hafa verið flutt í neðri deild og þá hafa fjall að um sölu þriggja jarða til Eyr- arbakkahrepps og um eignarnáms heimild á erfðafesturéttindum. Síðan hefðu ýmsar tillögur um aðrar jarðir verði sameinaðar þessu frumv., þ. á. m. um sölu lands jarðarinnar Raufarhafnar til Raufarhafnarhrepps. Ég er þeirrar skoðunar, sagði Sigurður, að bæjum og þorpum sé nauðsynlegt að eiga land það, er þau standa á. Ella verða örðug- leikar á framkvæmdum varðandi skipulag, gatnagerð og önnur mannvirki, sem þéttbýli tilheyra. Olíuíélagið tapaði 3,6 millj. kr AÐALFUNDUR Olíufélagsins h.f. var haldinn á laugardaginn var. „Tíminn“ birti í gær ítarlega frásögn af fundi þessum, þ.e.a.s. skýrslu félagstjórnarformanns, Helga Þorsteinssonar. í skýrslu formannsins gat hann þess að á síðasta ári hafi orðið verulegur halli á rekstri Olíufélagsins og hafi hann numið alls kr. 3,650,593,67. Við stjórnarkjör var öll stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa. Stjórnarformaður Helgi Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, R- vík. Meðstjórnendur Ástþór Matt híasson framkvæmdastjóri, Vest- mannaeyjum, Jakob Frímanns- son, kaupfélagsstjóri Akureyri, Karvel Ögmundsson, útgerðar- maður, Njarðvik, og Skúli Thor- arensen, framkvæmdastjóri Reykjavík. Fyrir liggja umsagnir ýmissa aðila um þær tillögur, sem í frum varpinu eru. f því sambandi má geta þess, að jarðeignadeild rík- isins hefur lagt til, að við sölu til Eyrarbakkahrepps verði sett það skilyrði, að undanþegin söl- unni verði taka sands, malar og vikurs. Efni þetta er notað tii bygginga og m.a. flutt til Reykja- víkur í því skyni. Landbúnaðar- nefnd neðri deildar kynnti sér staðhætti eystra og varð eklci sam mála um þetta atriði. Meirihlut- inn vildi ekki fara að tillögu jarðeignadeildarinnar, og varð sú niðurstaðan í deildinni. Er lagt til, að efri deild taki sömu af- stöðu. Þá hefur skólastjóri Hvanneyr- arskólans lagt gegn því, að eyði- jörðin Skógarkot í Andakíls- hreppi verði seld bóndanum á Grjóteyri. Einn af landbúnaðar- nefndarmönnum þessarar deildar gerir fyrirvara um afstöðu sína til þessa atriðis. Friðjón Þórðarson kvaðst hafa haft fyrrgreindan fyrirvara, enda gæti hann ekki fallizt á, að Skóg- arkot yrði selt, fyrst skólastjór- inn á Hvanneyri teldi, að það gæti skipt máli fyrir skóla sinn að hafa landið, einkum ef land- búnaðarháskóli yrði settur á fót á Hvanneyri. Páll Zóphóníasson lagði til, að Skógarkotsland yrði selt. Við at- kvæðagreiðsluna var samþykkt, að svo skyldi gert og frumv. að öðru leyti samþykkt og afgreitt til 3. umr. Sumarstarf KFUM i Uatnaskógi að heffast hópar dveljasf þar NATO 10 SUMARÁÆTLUN Skógarmanna K.F.U.M. um sumarstarfið í Vatnaskógi er komin út. Óhætt er að fullyrða, að margir drengir og unglingar hafa beðið hennar með óþreyju. Dvölin í Lindar- rjóðri er hámark sumarsins fyrir drengi, sem hafa tækifæri til þess að dveljast þar í sumarleyf- inu. Nú eru 35 ár liðin frá því að fyrsti flokkur pilta úr K.F.U.M. fór í Vatnaskóg. Var landnám þeirra í Lindarrjóðri upphaf mikils og síaukins sumarstarfs fyrir drengi, og unga menn. Hafa 400—500 þátttakendur dvalizt í sumarbúðum félagsins undan- farin ár, eina eða fleiri vikur hver. í sumar munu verða í Vatna- skógi 10 dvalarflokkar, flestir eina viku, og einn 10 daga. Er sá flokkur fyrir unglinga eldri en 14 ára. Er sérstök ástæða til að vekja athygli unglinga og ungra manna á þessum flokki. Ungling- ar á þeim aldri eiga að jafnaði ekki samleið með þeim yngstu í hinum dvalarflokkunum. Drengir frá 9 ára aldri eiga kost á að dveljast í sumarbúðun- um í sex vikur á tímabilinu 13. júní til 4. júlí og 1. ágúst til 21. ágúst. Tveir flokkar eru ætlaðir unglingum frá 12 ára aldri, 18. júlí til 1. ágúst. Síðasti flokkur- inn verður fyrir fullorðna, 22. ágúst til 29. ágúst. Umsóknir eru þegar farnar að berast. Bendir það til mikillar þátttöku, eins og endranær. Á hverju sumri er ýmislegt gert til endurbóta á húsakynnum sumar og til þess að bæta starfsskilyrð- in. Fara fjölmennir hópar Skóg- armanna í Vatnaskóg á vori hverju til undirbúnings starfinu. Má heita að slíkir vinnuflokkar fari um hverja helgi frá maí- byrjun þar til starfið hefst. í fyrra sumar var m.a. reist báta- skýli og smíðahús, og fullkomið íþróttasvæði hefur verið í bygg- ingu nokkur undanfarin ár og verður það væntanlega tekið í notkun áður en mjög langt um líður. Þá eru skógræktarmálin ofarlega á baugi hjá Skógarmönn um. Vinna þeir á vori hverju að plöntun nýgræðings af fremsta megni, enda var skógurinn frið- aður fyrir nokkrum árum, með það fyrir augum að þar mætti vaxa upp nytjaskógur með tím- anum. Sérstakur skógræktar- flokkur fer væntanlega upp eftir um n.k. mánaðarmót. Kristján Davíðs- son heíur selt 11 myndir EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, opnaði Kristján Davíðs- son málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins á laugardag- inn. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hafa 11 myndir þeg- ar selzt. Á sýningunni eru 39 mál verk. Sýning Kristjáns verður opin til mánudagskvölds, frá kl. 1—10 sd. Framh. af bls. 1. tóku til máls eftir hádegi i dag og kváðu Norðurlandaríkin fylgj ast með undirbúningsviðræðun- um í Moskvu af miklum áhuga. Hansen vék einnig að afvopnun- arvandamálinu og lagði áherzlu á, að danska stjórnin liti svo á, að það væri fyrst og fremst hlut- verk Sameinuðu þjóðanna að hafa forgöngu um afvopnunarvið ræður, enda þótt Rúsar væru því mótfallnir. Sidney Smith utanríkisráð- herra Kanada lagði áherzlu á, að væntanleg ráðstefna æðstu manna ætti að verða ein af mö’-g um, en ekki takmörkuð við eitt skipti. 5 ár aftnr á bak. Christian Pineau utanríkisráð- herra Frakka, sagði í dag, að hann hefði lesið alla síðustu orð- sendinguna frá Moskvu, sem er 12.000 orð, en ekki fundið þar neitt nýtt. „í rauninni sýnir hún ljóslega, að við erum nú staddir nákvæmlega þar sem við vorum fyrir fimm árum í samskiptum við Rússa“, sagði Pineau. Yfirburðir á sviði landvarna Spaak átti fund við fréttamenn í dag og sagði þá, að fulltrúar ráðherrafundarins væru á einu máli um, að Atlantshafsbandalag- ið megi ekki fórna hernaðarstyrk sínum, sem hafi sannað ágæti sitt í reynd, fyrir eitthvað sem það viti ekki hvað sé. Það sé sannleikur að hernaðarmáttur Atlantshafsbandalagsins sé meiri nú en í fyrra. Vesturveldin hafi yfirburði á sviði landvarna. Ekki megi fóma þessum styrk með því að ganga að neinu því sam. komulagi, sem geti t.d. orsakað það, að Bandaríkjamenn telji sig knúna til að fiytja her sinn frá meginlandi Evrópu, en afleiðing- in af samþykkt Rapacki-tillög- unnar gæti m.a. orðið sú. Veizla hjá konungi. Fulltrúarnir á fundinum átu miðdegisverð með Friðrik Dana- konungi í sumarhöll hans og gæddu sér á ósviknum dönskum réttum. Dulles var borðnautur drottningar. Hljómsveit lífvarð- arins lék meðan á veizlunni stóð og var mikill hátíðabragur á öllu þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.