Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 18
18 MORfíVNRr. 4 ÐIÐ Mifívikudagur 7. maí 1958 sitt bezta hand- knattleiksfélag heims leikur hér Agiist Bjartmars sigraði Warner Walbom Stykkishólmsbúar sigursælir á mótinu iSLANDSMOT í badminton var haldiS í Stykkishólmi dagana 2. og 3. þ. m. — Keppt var í öllum greinum badmintoníþróttarinnar. bæði í meistaraflokki og 1. flokki. Úrslitaleikir fóru sem hér segir- Meistaraflokkur Einliðaflokkur karla Wagner Walbom TBR gegn Ágúst Bjartmars UMF Snæfell. — Eftir þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu, pví undanfarin ár hefur baráttan verið afar hörð í einliðaleik. — 1956 vann Ágúst Wagner í íslands Snæfell. Gunnlaugur vann 5:15 — 15:6 — 15:12. Einliðaleikur kvenna: Hansa Jónsdóttir UMF Snæ- fell, Hjördís Hjörleifsdóttir TBR. Hansa vann 11:3 — 11:9. Tvíliðaleikur kvenna: Óskar oftast forustunni og var spenningurinn svo mikill í saln- um að í stað þess að klappa eins og áður, varð nú alger þögn í salnum. Liðin urðu jöfn í 13:13 og var þá hækkað í 18. Var nú barizt um hvern punkt og stóðu leikar þannig að Einar og Óskar höfðu 17:16. Lotunni lauk þó með sigri Wagners og Þóris 18:17. — Síðasta lotan var eins og iiinar geysispennandi allan tímann og lauk með sigri Wagners og Þóris 15:12. Tvenndarkeppni: Wagner og Ágúst mótinu hér í Reykjavík, nokkuð óvænt, í afar skemmtilegum leik. í Bæjarkeppninni 1957 vann Ágúst Wagner aftur, en í íslands mótinu 1957 vann Wagner Agúst. Nú fóru leikar svo að Wagner vann fyrstu lotu með 15:10 en Ágúst aðra lotu með 15:10. Eftir þessar tvær lotur gaf Wagner leikinn. Það má segja að það sé ólíkt Wagner með alla hans tækni að gefa leik. Þessar tvær lotur voru geysierfiðar, sem dæmi má nefna að báðir höfðu þeir sent knöttinn 8 sinnum í fyrstu lotu, þegar staðan var 0:0. Ágúst var því vel að sigrinum kominn. Einliðaleikur kvenna: Ragna Hansen UMF Snæfeil gegn Halldóru Thoroddsen TBR. Ragna vann leikinn 6:11 — 11:8 — 12:9. Það var ánægjulegt að Ragna Hansen skyldi vinna þenn an leik, því að hún var með í fyrsta íslandsmótinu og hefur keppt með síðan og nú tokst henni í fyrsta sinn að vinna meist aratitilinn. Tvíliðaleikur kvenna: Ragna Hansen og Hansa Jóns- dóttir frá UMF Snæfell, Halldora Thoroddsen og Sigríður Guð- mundsdóttir TBR. Ragna og Hansa unnu 15:6 — 15:4. Þess má til gamans geta að Hansa er dóttir Rögnu. Halldóra og Sig- ríður sem nýlega urðu Reyk.ia- víkurmeistarar, náðu ekki sinu venjulega spili í þetta sinn. Tvíliðaleikur karla: Wagner Walbom og Þórir Jóns- son TBR, Ágúst Bjartmars og Ólafur Guðmundsson UMF Snæ fell. Wagner og Þórir unnu 15:9 — 15:11. Tvenndarkeppm: Wagner Walbom og Halldora Thoroddsen TBR, Agúst Bjart- mars og Hansa Jónsdóttir UMF Snæfell. Wagner og Halldóra unnu 15:2 — 15:2. 1. FLOKKUR Einliðaleikur karla: Gunnlaugur Lárusson gegn Sig urði Helgasyni, báðir úr UMF Anna Bjartmars og Ólöf Ágústs dóttir UMF Snæfell, Hjördís Hjörleifsdóttir og Ingibjörg Sig- urðardóttir. — Anna og Olöf unnu 15:12 —• 15:9. TvHiðaleikur karla: Gunnlaugur Lárusson og Sig- urður Helgason UMF Snæfell, Pétur O. Nikulásson og Rafn Viggóson TBR. Gunnlaugur og Sigurður unnu 18:13 — 15:12. Tvenndarkeppni: Ólöf Ágústsdóttir og Sigurður Helgason UMF Snæfell, Hjördís Hjörleifsdóttir og Pétur O. Niku- lásson TBR. Ólöf og Sigurður unnu eftir spennandi keppni með 15:7 — 9:15 — 18:15. í undanúrslitaleikum voru tveir afar skemmtilegir leikir i meistaraflokki: Tvíliðaleikur karla: Wagner og Þórir gegn Einari •Jónssyni og Óskari Guðmunds- syni TBR. Fyrstu lotuna unnu Einar og Óskar 15:11 í mjóg skemmtilegum og hröðum leik. í annari lotu héldu Einar og Hansa Jónsdóttir og Agúst Bjartmars UMF Snæfell, Sigríður Guðmundsdóttir og Einar Jóns* son TBR. Þessi leikur var afar skemmtilegur og spennandi. Hon- um lauk með sigri Hönsu og Ágústar 15:13 — 8:15 — 15:13. Það má því segja að hinn góð- kunni badmintonleikari Einar Jónsson, sem keppt hefur á öli- um íslandsmótunum, hafi þarna átt tvo eftirminnilega leiki, þott ekki tækist honum að sigra í þetta sinn. Um alla framkvæmd mótsins sá UMF Snæfell undir forustu Ólafs Guðmundssonar með stakri prýði. Mótið var sett af varaíor- seta ÍSl Guðjóni Einarssym. — Dómari mótsins var Steinar Ragnarsson og dæmdi hann ser- staklega vel. Mótinu var slitið með kaffisamsæti, sem hrepps- nefnd Stykkishólms bauð til og voru þar verðlaun afhent af Guðjóni Einarssyni. UMF Snæfell fór sigursælt af þessu móti og sannast þar enn einu sinni að Stykkishólmur er bær badmintoníþróttarinnar. Þau settu svip á mótið Á SUNDMÓTINU sem nýlega er afstaðið sýndi ísl. sundfólkið að það er í fremstu röð sundfóÍKS Norðurlanda og fyllilega fært um að mæta á hvaða móti sem er í heiminum. Hingað komu Lars Larsson og Karin Larsson, sem náð hafa beztum tíma karla og kvenna á Norðurlöndum í ar. Guðmundur Gíslason og Petur sigruðu hvor sinn daginn í 100 m skriðsundi en Larsson varð 3. í bæði skiptin. Larsson sigraði Guðmund í 400 m. Ágústa vann Karin Larsson tvívegis í 100 m. sundi en Karin sigraði í 200 m. Keppnin var mjög skemmtileg milli þeirra. — Þau 5 sjást hér á stærri myndinni frá v.: Pétur Kristjánsson, Ágústa Þorsteins- dóttir, Guðmundur Gíslason, Karin Larsson og Lars Larsson. Á minni myndinni er Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, kornung bráðefnileg sundkona ÍR, sem setti met í 100 m bringusundi og var nálægt meti í 200 m bringu- sundi. — Myndirnar tók R. Vignir. — Mortenscn Cramer Theilmann NÆSTKOMANDI föstudagskvöld koma hingað til lands í boði KR karla- og kvennalið Helsingörs Idrætsforening (H.I. F. > en AR-ingar heimsóttu Iielsingör síðastliðið haust í boði þeirra eins og kunnugt er. Það vekur að vonum mikla athygli ,þegar svo ágætt í- þróttafólk kemur til keppni ‘við íslenzkt lið. Karlaliðið sigraði í keppninni um danska meistaratitilinn með slíkum yfirburðum, að fátítt er, hlaut 42 stig af 44 mögulegum (gerðu tvö jafntefli), .og 10 stigum meira en næsta félag. Er ekki ofmælt, þó að sagt sé, að hér sé á ferðinni eitt bezta handknattsleikslið heims. Til marks um getu þeirra má geta þess, að fyrir um það bil þrem vikum léku þeir við úrval Suð ur-Svíþjóðar, en í því liði voru sex af nýbökuðum heimsmeist urum Svía, og gerðu jafntefli 18:18 eftir að hafa verið ytir allan leikinn. Af 10 fastaleikmönnum liðs- ins, sem hingað koma, hafa 8 leikið með aanska landslið- inu og 6 þeirra voru í liði Dana, sem tók þátt í heims- meistarakeppninni í Austur- Þýzkalandi í vetur. Sumir þessara leikmanna hafa verið máttarstoðir danska landsliðs- ins undanfarin ár, svb sem Per Theilmann, sem leikið hefur 43 landsleiki og Steen Peter- sen fyrirliði danska landsliðs- ins með 28 Iandsleiki. Kvennaliðið er einnig mióg sterkt, álitið næstbezta kvenna- lið Danmerkur. í liðinu eru 2 landsliðskonur, Brigitta Flaga og Estee Hansen. Þó að bæði þessi lið séu afar sterk, er ekki nokkur vafi á því, að íslenzku liðin munu veita harða keppni. íslenzkir hand- knattleiksmenn hafa sýnt það rækilega að undanförnu, að þeir verða ekki auðveldlega sigraðii, sízt af öllu hér heima, eins og Kristianstad og Hassloch hafa fengið að reyna. Kæmi það ekki á óvart, þó að hinir dönsku lands- liðsmenn þyrftu að taka á öiiu sínu til að sigra íslenzku liðin á heimaleikvelli. Fyrsti leikur Dananna af þremur verður n. k. laugardags- kvöld við gestgjafa sína KR-inga og verður þá úr því skorið, hvort dönsku eða íslenzku meistararn- ir í karlaflokki eru sterkari. Þá má einnig búast við skemmtileg- um og tvísýnum leik í milli kvennaliðanna, þar eð KR-stú’k- urnar töpuðu aðeins með örlitl- um mun fyrir þeim dönsKU í Helsingör s.l. haust. Skíðamót Norður- lands á Akureyri AKUREYRI, 5. maí. — Sl. helgi fór skíðamót Norðurlands fram í Hlíðarfjalli við Akureyri. Á laugardaginn var keppt í stór- svigi, en á sunnudaginn í göngu, stökki og svigi. Mikil þátttaka var í þessu móti, endf. var bæði veður og færi hagstætt til skíða- keppni. Allmargir áhorfendur voru á mótinu, en greiðasala var í skíðaskála Ferðamálafélags Ak- ureyrar. , Úrslit urðu sem hér segir: Stór- svig, A-flokkur: 1. Magnús Guðmundss. Ak 1:10,9 2. Hjálmar Stefánss.,, Ak. 1:12,9 3. Einar V. Kristjánss, Ólf. 1:14,5 B-flokkur: 1. Hákon Ólafss, Sigluf. 1:05,7 2. Páll Stefánsson, Ak. 1:09,8 3. Ottó Tulinius, Ak. 1:10,1 C-flokkur: 1. Hallgr. Jónsson, Ak. 51,3 2. ívar Sigmundsson, Ak 52,3 3. Snorri Þórðarson, Sigluf. 54,0 Svig A-flokkur: 1. Hjálmar Stefánss. Ak. 2:26,5 2. Magnús Guðmundss. Ak 2:28,6 3 Bragi Hjartarson, Ak. 2:30,1 B flokkur: 1. Hákon Ólafsson, Sigluf. 1:25,7 2. Páll Stefánssor, Ak. 1:31,0 3. Ottó Tulinius, Ak. 1:31,5 C-flokkur: 1. ívar Sigmundsson, Ak. 78,6- 2. Hallgr. Jónsson, Ak 86,8 3. Eggert Eggertsson Ak. 89,0 Stökk 20 ára og eldri: St. 1. Kristinn Steinsson, Ak. 209,8 2. Einar V. Kristjánss. Ólaf. 209,5 3. Hjálmar Stefánss. Ak. 207,8 Stökk 15—16 ára: 1 Jón Halldórsson UMFE 208,2 2. Níels Kristins.. UMFE 187,2 3. Valur Johannsen, Sigluf. 179,4 4x5 km. boðganga: 1. Sveit Akureyrar 1:35,32 2. Sveit Þingeyinga 1:40,13 3. Sveit Siglfirðinga 1:41,47 í sveit Akureyrar voru: Guð- mundur Þorsteinsson,. Haukur Jakobsson, Stefán Jónsson og Kristinn Steinsson. Atok í málum knattspyrnudómara 18 nýir dómarar ganga senn undir p--ót ÞAÐ hefur á undanförnum árum verið mikið vandamál að fá dóm- ara á alla þá leiki í knattspyrnu er hér hafa farið fram. Þess hafa orðið nokkur dæmi að aflýsa hef- ur orðið leikum vegna þess að enginn fékkst dómarinn. Ráðamenn knattspyrnunnar hafa haft hug á að bæta úr pessu og nú er hafið stórt átak 1 þá átt. Knattspyrnudómarar hafa endurskipulagt samtök sín og starfshætti. Stjórn dómarafélags- ins hefur tekið málin föstum tök- um. Formaður félagsins er nú Einar Hjartarson. Hann hefur skýrt svo frá að nú væru 18 dómarar á námskeiði sem rétt fengju til að dæma 2., 3., 4. og 5. flokks leiki og vinna sig síðan upp til starfa við meiri háttar leiki. Eru nú próf dómar- anna skammt undan en prófneínd skipa Guðbjörn Jónsson, Hannes Sigurðsson og Magnús Pétursson. Formaður dómarafélagsins sagði að félagið hefði notið mjög mikils styrks frá Knattspyrnuráði Reykjavíkur til úrbóta í dómara málinu. Form. ráðsins, Óiafur Jónsson kvað ekki ofgert í þeim efnum og ráðið vildi gera allt sem í þess valdi stæði til þess að búa sem bezt að knattspyrnunni í Reykjavík ekki sízt hvað dóm- ara snertir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.