Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. maí 1958 Sigurður Jakobsson Minningarorð Vetrarnóttin er heið og stjörn- um stráð. Hún andar til mín inn um opinn glugga. Óravídd him- insins blasir við og veikur nætur- þytur raular lagið sitt við ups og súð. Fjölbreytni á hann oft nóga, þegar hann syngur. Og söngvar hans eru aðrir í eyrum barna en þeirra sem eldri eru. Ég veit hvers Vegna allir söngvar hans hafa í nótt sama stefið, ljóðlínu úr gömlum sálmi: „Kynslóðir koma, kynslóðir fara“. Það e. vegna þess að í gær fylgdum við fjölmargir Borgfirðingar og ýms- ir lengra að komnir Sigurði Jakobssyni á Varmalæk til graf- ar. Og á andvökunóttum er gott að minnast vina sinna og þakka þeim fyrir liðin ár og daga. Föður Sigurðar, Jakob Jónsson bónda á Varmalæk man ég að- eins sem barn, því að hann dó árið 1912. Um hann var sagt, að hann hefði aidrei neitað nokkr- um manni um bón. Og hann var einn mesti búhöldur þessa hér- aðs og landsins alls um sína daga. Konu Jakobs, Herdísi Sigurðar- dóttur frá Efstabse varð ég aftur á móti samferða langan veg. Því að hún dó háöldruð árið 1947. Er hún ein hin ágætasta kona se-n ég hefi þekkt. Barn að aldri kom ég á heimili hennar og sona henn ar og eignaðist vináttu þeirra svo, að þar hefur aldrei fallið skuggi á, ekki svo mikið sem eina stutta stund. Síðar var ég part úr þremur vetrum á Varma Austin 8 sendiferðabill í góðu lagi til sölu. Sími 15102. læk og kenndi sonarsonum Her- disar og fleiri börnum. Nú þegar vetrarnóttin syngur saknaðar- ljóð við gluggann minn um góða soninn hennar Herdisar, Sigurð, er ég ákaflega þakklátur fyrir þessa daga og stundir. Þá sat ég oft hjá þessari öldruðu konu. Undraðist víðsýni hennar, sálar- þrek og góðviid til alls sem var og er. Dómar hennar voru svo mildir sem blíðust móðurhönd og þó var hún skaprík kona og hugs- aði um flest milli himins og jarð- ar. Góðar konur bera með sér svo mikla göfgi og himneska fegurð, að um margar aldir hafa menn í mörgum þjóðlöndum falið konu sál sína um eilífð og svo mun enn verða. Sveitir Borgarfjarðar eru dá- samlega fallegar. Einhvern tím i losna mennirnir við dægurþras og brauðstrit líðandi stundar. Vissulega er fegurð og vinátta vel metin af mörgum nú í dag. En þetta tvennt mun þó miklu meira í heiðri haft, er ár og aldir líða. Þegar æðsta þrá mannanna allra verður að leita að hinu fagra og góða og hlú að því. Þá er gott ti’ þess að vita að önnux ems fegurð cg sú, er Borgar- fjörður á, skuii vera til. Og sú fegurð fer vaxandi. Menmr íir breyta auðn í fagrar lendur. Fén aður er vel með farinn og frjáls- legur. Eftir eina eða tvær aldir mun stórskógurinn þekja hlíðar dalanna og kuldanæðingur kaldra vordaga verða að þyt í toppi trjánna. Hér sem annars staðar eru það ræktunarmenn- irnir, sem lyfta grettistakinu. Á Varmalæk hefur síðan árið 1884 verið unnið að ræktun og hvers konar jarðabótum, en það ár hófu foreldrar Sigurðar, Jakob og Herdís búskap sinn. Fátæk voru þau í fyrstu og unnu hörð- um höndum. En framsýni og fá- gætur dugnaður til allra verka gerði þau fljótt vel efnuð. Hjálp- Iðnaðarhúsnæði óskast á leigu sem fyrst. Æskilegt að það væri á tveim hæðum, alls 50—80 ferm. að stærð. Má vera í fokheldu ástandi. JÓN BJABNASON Lækjargata 2 — Sími 11344. Mafráðskonu vantar okkur sem fyrst. Upplýsingar í síma 24093. ísbjörninn H.f. Stúlkur Starfsstúlkur óskast á veitingahús í nágrenni bæjatrins. Uppl. í síma 11066. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis föstud. 9. • þ.m. kl. 1—3 að Skúlatúni 4. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í tilboði. Sölunefnd Varnarliðseigna. Varmalœk uðu þar og til fimm ágæt börn, fjórir synir og ein dóttir. Áhugi á ræktun hefur um langan aldur fylgt ættum Sigurðar. Má á það minna í því sambandi, að fjöl- margir af beztu bændum Borgar- fjarðar eru frændur hans. Margir af þeim hafa verið fjárgæzlu- menn meiri en í meðallagi. Hitt tel ég þó miklu meira virði, að þar er mikill drengskapur ríkj- andi í ættum. Hefi ég veitt því at- hygli í mörg ár og er enginn stundardómur. Upp af sveitum Borgarfjarðar rísa tignarlegir jöklar og há fjöll Víðlendar grasi-vaxnar heiðar, en líka auðnir og eyðisandar. Þarna hafa frá ómunatíð verið furðuheimar fegurðar og fágæt beitilönd. Nú þykir ýmsum sem gróðurlendur þessar fari halloka og séu í hættu staddar vegna of- beitar. Og það var maður af ætt Sigurðar á Varmalæk, sem ég vissi fyrstan benda á, að sjálf- sagt væri að rækta heiðalöndin og gera þau kjarnmeiri en þau hefðu áður verið. . Segja má, að Varmalækur sé í miðju Borgarfjarðarhéraði. Er það landnámsjörð. Byggði þar fyrstur Óleifur hjalti. Gerði hann svo að ráði Skalla-Gríms. Varma- lækur kemur víða við sögur og þar hafa búið margir merkir menn. Til dæmis Glúmur og Hall gerður, eins og lesa má í Njáls sögu. LÖngu síðar Torfi í Ólafs- dal og kona hans. En þau mann- anna verk, cr þessa jörð prýða í dag, eru svo að segja öll ein- göngu unnin af sömu fjölskyld- unni, þeirri, sem þar er enn í dag. Nú eru þar tvö býli. Heitir nýbýlið Hellur. Reist við heitar lindir alllangt frá gamla bæn- um. Á Varmalæk hefur lengi ver- ið stórbýli. Nú byggist sá búskap- ur á ræktun að sið hins nýja tíma. Má fullyrða, að þar hefur aldrei verið stærra bú síðan land byggðist. Sigurður Jakobsson var fædd- ur á Varmalæk 7. maí 1888. Þeg- ar faðir hans dó, tók hann ásamt bróður sínum við bústjórn með móður sinni. Var til þess vitnað og þótti sérstök fyrirmynd, hve mjög þessi systkini voru sam- rýnd og ástúðlegt með þeim. Þegar Herdís hætti búskap, bjuggu þeir bræður Sigurður og Fullorðin kona •með 14 ára telpu, vantar litla íbúð. Ráðskonustaða eða hús- hjálp koma til greina. Upplýs ingar í síma 13842. Jón félagsbúi um allmörg ár. Nú búa á jörðinni tveir bróðursynir Sigurðar, Jakob og Pétur. Sigurð- ur kvæntist ekki. Oft verður það hlutskipti þeirra manna að verða einmana, þegar árin færast yfir. Svo var ekki með Sigurð. Enda var hann óvenju barngóður mað- ur. Ætla ég, að hann hafi ekki unnað bróðursonum sínum minna en þó að þeir væru hans j eigin börn. Og aldrei vissi ég eða sá annað en að Sigurður á Varma læk skildi barnssálina betur en aðrir menn. Man ég það vel, hve hann var mér góður, þegar ég var lítill drengur. Sigurður var hæglátur maður og prúður. Hverjum manni vin- fastari og einlægari. Vitur og ráð hollur og nutu þess margir. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum Borgarfjarðar og var oddviti Andakílshrepps svo lengi sem ég man. Enginn var hann mál- skrafsmaður á mannfundum, en fastur fyrir og trúr sannfæringu sinni. Hann var gott að eiga að vini. Vetrarnóttin er heið og stjörn- um stráð. Á andvökunóttu hefi ég hugsað um vini mína. Sumir segja, að sálir mannanna fari til annarra hnatta og dvelji þar að jarðlífi lóknu. Hvort svo er, eða ekki læt ég mig litlu skipta. Hitt skiptir miklu máli, hvort vinir dvelja í nánd hver við annan eft- ir dauðann. Þætti mér vænt um, að aldrei yrði lengra á milli mín og vina minna á Varmalæk en verið hefur í þessu lífi. 7. marz 1958. Björn J. Blöndal. HINN 6. marz sl. var jarð- sunginn frá Bæjarkirkju Sigurð- ur Jakobsson oddviti og fyrrum bóndi að Varmalæk í Borgarfirði, en hann andaðist á sjúkrahúsi Akraness þann 28. febrúar si. eftir stutta legu, tæplega sjötugur að aldri Með Sigurði Jakobssyni er genginn merkur og athafnasamur forvígismaður í málefnum sveit- ar sinnar, virtur og vinsæll heið- ursmaður, sem allir harma, ex hann þekktu. Ég hygg, að fyrir fleirum en mér hafi n ynd Sig- urðar staðið sem brimbrjótsins, er öldur hms daglega lifs brotna á, en fá ekkj bifað Slík var skapfesta nans og góðlyndi. Hann kvæntist aldrei og átti ekki börn, en öllum börnum og unglingum á heimilinu, skyldum og vanda- lausum var hann sem faðir og veit ég með vissu að stór er sá hópur vandalausra, er með hon- um dvöldu, sem elskuðu hann og virtu. Hart var á íslandi á árunum eftir 1880, er þau Jakob og Herdís hófu búskap á Varmalæk. Þá var næsta lítill hluti heyskapar tek- inn á túni, hitt varð að sækja 2 — 3 herbergi og eldhús óskast til leigu. Er kaupandi að lóð. Uppl. í síma 23695 milli 12—1 og 7—8. i > Aðstoðarráðskonu vantar í Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. — Upplýsingar á staðnum, hjá ráðs- konunni frú Sigurlaugu Jónsdóttur. Náttúrulækningafélag íslands. Karl og kona óskast til starfa í pylsugerð okkar. SÍLD & FISKUR Bergstaðastræti 37. á engjar, víða um langan og erfið an veg. Það sýnir m. a. stórhug og framtak Jakobs á Varmalæk að hann lagði veg á engjarnar um tveggja km leið yfir blauta mýri, til að auðvelda þaðan hey- flutninginn. Þegar farið var að leggja bílvegi um Bæjarsveit var þessi vegur notaður óbreyttur um nokkur ár, svo vel var hann úr garði gerður. Að öllu voru þau Herdís og Jakob annálað atorku- og dugnaðarfólk. Mun Sigurður því þegar í æsku hafa tamið sér þær vinnudyggðir, er hann á- stundaði ætíð síðan. Eftir lát Jakobs árið 1912 tók Sigurður við búsforráðum með móður sinni, og rak síðan ásamt Jóni tvíburabróður sínum og konu hans, Kristínu Jónatansdótt ur, stórbú að Varmalæk allt fram til síðustu ára. Hófu þeir bræður fljótlega upp merki föður síns, og skipuðu sér í fremstu fylkingu framfaramanna í íslenzkum land búnaði. I búnaðarháttum þeirra og framkvæmdum öllum fylgdust að atorka og ráðdeild ásamt snyrtimennsku, langt umfram það sem títt er. Heimilisbragur og sambúð húsráðenda á Varma- læk var einnig til fyrinnyndar í alla staði, og voru þeir bræður samhentir svo sem bezt verður kosið. í höndum þeirra varð Varmalækur eitt hið glæsilegasta höfuðból, og mun handaverka þeirra Sigurðar og Jóns lengi sjá þar stað í túnrækt og öðrum jarðabótum. Varmalækur stendur um þjóð- braut þvera Fyrr á tímum þegar menn ferðuðust á hestum, var Varmalækur griða- og gististaður langferðamanna. Nú um langt árabil héfur verið þar póst- og símstöð og miðstöð samgangna hér um næsta nágrenni. Öll þjón- usta í sambandi við þetta hefur verið innt af höndum af svo mik- illi lipurð og góðvilja að eins- dæmi mun vera og seint ful’- þakkað. Hefur allt heimilisfólkið á Varmalæk átt þar hlut að rnáli. Sigurður bar hag sveitar sirmar mjög fyrir brjósti, og vann mikið og óeigingjarnt starf í he.nnar þágu. Hann varð ur.gur oddviti Andakílshrepps og hafði gegnt því starfi á fimmta tug ára, er hann lézt. Fleiri trúnaðarstörf voru honum einnig falin fyrir sveit og hérað, þótt ekki verði þau hér rakin. Öll störf sín í almannaþágu rækti Sigurður af þeirri ósérplægni, réttsýni og góð vild, sem honum var eiginleg. Honum var ljúft að leggja fram krafta sína í annarra þágu. og góðar meðfæddar gáfur og styrk skaphöfn öfluðu honum óbland- I ins trausts og virðingar samferða , manna. Því fylgja Sigurði ein- lægar þakkir sveitunga hans og annarra vina fyrir mikil og óeig- ingjörn störf. Við þökkum honum samfylgdina, og biðjum honum Guðs blessunar og varðveizlu á eilífðarbraut. Jón Guðmundsson. Hvítárbakka. Aðalfundur Sam- bands veitinga- og gistihúsaeigenda AÐALFUNDUR Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda var ný- lega haldinn í Reykjavík. Lúðvíg Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri, var endurkjörinn formaður sambandsins. Meðstjórnendur voru kjörnir Þorvaldur Guðmundsson, Ragnar Guðlaugsson og Pétur Daníels- son, en varamenn Halldór Grön- dal og frú Helga Marteinsdóttir. Á aðalfundinum voru rædd fjölmörg hagsmunamál veitinga- og gistihúsaeigenda, m.a. skatt- ar og verðlagsmál, en veitinga- rekstur hefur að undanförnu átt mjög erfitt uppdráttar vegna geysihárra skatta og strangra verðlagsákvæða. — (Frá Samb. I veitinga- og gistihúsaeigenda).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.