Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 7. maí 1958 bj5kaþátj_ur± Sjávarföll JÓN DAN: Sjávarföll. Skáld. saga. 158 bls. Almenna bóka- félagið, Reykjavík 1958. Jón Dan gat sér gott orð fyrir smásögur sínar sem komu út fyrir hálfu öðru ári undir nafninu „Þytur um nótt“. Höfðu ein- hverjar þeirra verið verðlaunað- ar í tímaritum. Mér féllu nokkr- ar sögurnar mjög vel, einkum sög urnar sem fjölluðu um börn. Virt ist höfundurinn hafa sérstakt lag á að lýsa hugsunarhætti og við- brögðum barna, gera sálarlif þeirra ljóst og trúverðugt fyrir lesandanum. Þetta kemur enn fram í fyrstu skáldsögu Jóns Dan, „Sjávarföll- um“, sem var apríl-bók Almenna bókafélagsins. Að mínu viti tekur hún fram öllum smásögum hans. Þó er ekki svo að skilja að sagan fjalli fyrst og fremst um börn. Drengurinn Hvatur er ekki „sögu hetjan“ en samt fer furðumikið fyrir honum í bókinni, og sumir beztu kaflarnir eru tengdir hon- um, t. d. kaflinn um „sáninguna“. Hin eiginlega söguhetja er aft- ur á móti faðir Hvats, Þorri, ungur maður og óstýrilátur, dá- lítið skrýtilega „innréttaður11 og kannski minnisstæður fyrir þá sök. Sagan er skemmtilega byggð. Henni er skipt í þrjá meginkafla: Aðfall—Útfall—Aðfall. Hún hefst í dögun og henni lýkur um miðnættið sama dag.í þessnm þrönga ramma kemur höfundur fyrir miklu efni: myndin hefur dýpt og mikil litbrigði. Það er stígandi' í frásögninni allt fram Husgögn Borðstofuhúsgögn, hentug fyrir stórt heimili eða veitingahús til sölu, einnig sófasett. Til sýnis í skála við Ingólfsgarð í dag og á morgun kl. 1—3. Upplýsingar í síma 13511. ÍBÚÐ TIL SÖLU Ný rúmgóð 3ja herbergja risibúð til sölu. Upplýsingar í síma 3-35-47. Piltur eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa Verzl. Kjöt & Alegg Grensásveg 26 — sími 32947 Byggingafélag Alþýðu, Hafnarfirði Ein 3ja herb. íbúð í 3. fl. er til sölu. Uppl. hjá formanni og gjaldkera. Stjórnin. Ráðskona óskast i veiðihús við Þverá, nálægt Norðtungu í ca. 3 mán. frá 8. júní n.k. Nánari uppl. gefur: Óli Hialtested, læknir, í símum 14U«6 og 22400. á síðustu blaðsíðu. Hún er í raun- inni spennandi aflestrar þótt efn- ið sé ekki sérlega tilþrifamikið. Stíllinn er mjög hófsamur og vandaður, kannski heldur hátíð- legur á köflum og á stöku stað flúraður óþarflega fornfálegum orðum og orðatiltækjum. Sam- töiin eru yfirleitt eðlileg nema hvað Þorra hættir til hátíðlegs Jón Dan tungutaks, einkum þegar har.u talar við Gróu. Hann er þó ungur nútímamaður þrátt fyrir allt! Sagan er ákaflega fallega og nærfærnislega sögð. Höfundurinn gætir hvarvetna hófsemdar, segir ekki meira en hann getur staðið við. Það er einn af stærstu kost- um bókarinnar hve vægilega er farið með allar lýsingar: oftast er meira gefið í skyn en sagt er beinum orðum. Þetta gefur sögunni aukna vídd, opnar les- andanum ný sjónarsvið. Ég dreg mjög í efa að til séu í nýrri íslenzkum bókmenntum margir kaflar, sem um stíltöfra og næstum áþreifanlega náttúru- lýsingu taki fram upphafskaflan- um í þessari bók. Yfirleitt eru umhverfislýsingar höfundar sér- lega myndrænar og lifandi. Sag- an angar af gróðri og frjómagm jarðarinnar. Um persónusköpun er það að segja, að flestar sögupersónurnar standa lesandanum Ijóslifandi fyr ir hugarsjónum, þó þær séu ekki allar jafnskiljanlegar eða trú- verðugar. Bezt finnst mér gömlu hjónin, foreldrar Þorra, og Hvat- ur litli sonur hans. Drengurinn er bráðlifandi og lýsingin á sam- bandi hans við afa sinn er tærasti skáldskapur og sérstæður kafli í íslenzkum bókmenntum, ekki sízt þegar gamli maðurinn fer „að hnýsast í sál drengsins" (bls. I 84). Gömlu hjónin eru klassískarj íslenzkar sveitapersónur, en þaul hafa ótvíræð einstaklingsein-1 kenni og lifa sjálfstæðu lífi, hljóð látu en sterku. Þorri er ekki eins skýr persóna, m. a. vegna þess hve órólegur hann er og óöruggur í áformi sínu þangað til á úrslitastundinni. Þá er mér ekki grunlaust um, að hinar löngu orðræður hans og skýringar a sjálfum sér skyggi á hann sem einstakliog. Ennfremur finnst j mér átökin sem eiga sér stað hið : innra með honum ekki nægilega undirbyggð. Mér var aldrei full- ljóst hvers vegna Sæunn átti þessi sterku ítök í honum, eftir allt sem undan var gengið. Ást hans á koti foreldra sinna er naumast nægileg ástæða enda hrekkur sú stoð í sögulok. Þetta er líklega eina alvarlega glufan í sögunni. Sæunn kemur lítið við sögu, en er samt einkennilega lifandi per- sóna. Stafar það að veruiegu leyti af lýsingunni á heimsókn hennar til fávitans í fjósinu Það er lystilega gert hvernig lesand- inn er látinn sjá þessa torræðu og illvígu manneskju með aug- um fávitans. Fávitinn er líka furðuskýr, enda þótt hann sé ekki tiltakanlega frumleg per- sóna. Ólafur, faðir Sæunnar, og bræð ur hennar tveir eru hins vegar dálítið ósennilegt mannfólk. Ég áttaði mig alls ekki á hörku þeirra við Þorra, en þrælsótta þeirra við Sæunni. Hér er veila í orsakasamhenginu, og það dreg- ur úr þunga og spennu sögunnar hve Ólafur er laus í reipunum, þótt lýsingin á heimsókn hans í kotið sé mjög fagmannlega gerð. Kannski er meginorsökin á list- rænum göllum Ólafs sú, að höf- undurinn hefur enga samúð með honum. Jafnvel örgustu þorparar verða að eiga samúð skapara síns, ef þeir eiga að lifna við. Lýsingin á Gróu (,,Góu“) er Kjot- OCJ rkýlenduvoruverzlanir Maður vanur afgreiðslustörfum í kjötbúð og ný- lenduvöruverzlun óskar eftir að komast í samband við verzlun sem vantar mann til starfa. Margra ára reynsla. Tilb. merkt: Kjöt og nýlenduvara, sendist Mbl. fyrir 10. þ.m. Duglegur og reglusamur maður eða piltur óskast til verzlunarstarfa. Góð rithönd, reiknikunnátta og dálítil vöi upeKKing æskileg. Þarf að hafa bílpróf. KAUPFÉLAG KTAUARNESÞINGS (Sími um Bruanand) RÖSK stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni, Garðastræti 17. r XiDOAB'dt) Atvinna Stúlka með stúdentspróf úr Verzlunar- skólanum, óskar eftir góðri atvinnu strax. Br vön skrifstofustörfum. Góð ensku- kunnátta. Tilb. merkt: 21 — 8192, send- ist afgr. blaðsins fyrir 12. þ.m nærfærin og sannfærandi. Sam- band hennar við Þorra er ákaf- lega eðlilegt, þrátt fyrir fortíðma. Atriðið í sögunni þegar hún hverf ur til Þorra (bls. 129) og allur undanfari þess er sérstaklega áhrifaríkt. Eins eru samtal þeirra og hugrenningar á bls. 49 til 60 skemmtilega unnin, þótt tungu- takið mætti að skaðlausu vera eðlilegra. Aftur á móti kann ég ekki að meta nafna-sýmbólismann i sög unni, og þá einkanlega nöfnin Þórri og „Góa“. Það kemur ekki nægilega skýrt fram, hvaða sam- band er milli söguefnisins og þessara óvenjulegu nafna, sem eiga greinilega að hafa táknræna merkingu. Sagan er í heild samfelld og „hröð“. Höfundur kastar hvergi höndum til verksins né slakar tök sín á frásögninni. Atburðir eru allir ljóslr og sérkennilega mynd- rænir. Það á ekki sízt við um síðasta úrræði Þorra, þegar hann rær Ólafi út í Klettinn, þótt það sé með skringilegra móti. Sömu- leiðis stappar eltingaleikur og áflog bræðranna við Þorra nærri ólíkindum. En þessar aðfinnslur eru í þe:m skilningi út í hött, að þær eru miðaðar við okkar daglega líf. Um söguna er það hins vegar að segja, að hún lifir svo sterku og sjálfstæðu lífi, að hún réttlætir í rauninni alla viðburði sína. Spurningin er ekki hvort skáld- skapurinn sé ósennilegri en lífið, því það getur hann strangt tekið aldrei orðið, heldur hvort atburð ir og lýsingar skóldverksins pjóni þeim tilgangi að gera það sterkara og óhrifameira. Hvert skáldverk skapar sinn eigin heim, sem lytur sjálfstæðum lögmálum Sé verkið sveigt undir þessi lögmál og látið hlýða þeim skilyrðislaust, þá hef- ur það heppnazt vel.En sé skáld- ið stöðugt með annað augað á „lífinu“, er hætt við að því íatist flugið. Mér yirðist Jóni Dan hafa tek- izt að skapa skáldsögu smni hin liauðsynlegu og óháðu lögmái sltáldverksins, og það sem ég hef helzt gagnrýnt er það, að sumar persónurnar. og þá einkanlega Ólafur og synir hans, eru ekki nægilega „löghlýðnar". Hegðun þeirra á ekki nægilega sterkar stoðir í lögmálum verksins. En mér er óhætt að fullyrða, að „Sjávarföll" sé með betri skáldsögum, sem hafá komið frá hendi yngri höfunda hér. Frá- gangur bókarinnar er einstaklega vandaður og smekklegur. Sigurður A. Magnússon. F járöf 1 unardagur Hraunprýði HAFNARFIRÐI. — Á föstudag- inn kemur, 9. maí, efnir slysa- varnadeildin Hraunprýði til sinn ar árlegu kaffi- og merkjasölu í sambandi við lokadaginn, sem að vísu er ekki fyrr en 11. maí, eins og kunnugt er, en þar eð hann ber upp á sunnudag, þótti deildinni hentugra að hafa söluna á virkum degi. Hafa fjölmennir vinnuhópar frá ýmsum fyrirtækj um í bænum jafnan fjölmennt i Alþýðu- og Sjálfstæðishúsið, þar sem kaffið er selt, og styrkt þannig hið góða málefni. Er þess að vænta að svo verði einnig nú. Annars hafa bæjarbúar ávallt sýnt slysavarnadeildinni mikinn skilning og styrkt hana af mikl- um myndarskap þennan fjáröfl- únardag með því að kaupa kaffi í húsunum og bera merki dags- ins.Verða merkin afhent börnum til sölu frá kl. 8,30 á föstudags- morgun, og eru foreldrar hvattir til að fá börn sín til að selja þau. Þá eru konur, sem ætla að styrkja deildina með kökugjöf- um, beðnar að koma þeim í Al- I þýðuhúsið eftir kl. 8 á fimmtu- dagskvöld. — I báðum kvik- myndahúsunum verða sýningar á vegum Hraunprýði kl. 9 á fjár- öflunardaginn. —G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.