Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 7. maí 1958 MORCl’lSBLAÐIÐ 9 Stjórn íslenzkra ungtemplara. — Xalið' frá v. til h. Einar Hana- esson, ritari, Árelíus Níelsson, formaður, Sigurður Jörgensson, varaformaður. — Aftari röð: Guðmundur Þórarinsson, fræðslu- stjóri og Lárus Guðmundsson, féhirðir. Samband ungtemplara stofnað fyrsta sumardag Aðolheiðui Sigurðordóttii Hvummi, Vestmunnueyjum Á SUMARDAGINN fyrsta, 24 apríl sl. var stofnað í Reykjavik sambandið íslenzkir ungtemplar- ar, sem er sérstök deild á vegum Góðtemplarareglunnar á íslandi (I. O. G. T.), og vinnur gegn nautn áfengis og tóbaks meðal ungmenna, Starfsemin er fyrst og fremst miðuð við fólk á aldr- inum 14 til 20 ára. Að sambandsstofnun þessari stóðu ungmennastúkur I. O. G. T., þar af 5 í Reykjavík, 1 í Hafnar- firði, 1 á ísafirði og 1 í Neskaup- stað. Félagafjöldi er 570. í sain- bandi við sambandsstofnunina efndu ungtemplarar til ýmiss kon ar hátíðahalda. Dagskráin hófst með því, að safnast var saman við Góðtemplarahúsið kl. 2 og þar flutti séra Árelíus Niels- son ávarp. Að því búriu var hald- ið af stað í skrúðgöngu til Dóm- kirkjunnar. í skrúðgöngunni tóku þátt, auk ungtemplara, m. a. yfirstjórn hinna ýmsu deilda og stúkna Góðtemplara í Reykjavík og Hafnarfirði auk f jölda annarra templara. Guðsþjónusta hófst í Dómkirkj unni kl. 2.30. Séra Árelíus Niels- son prédikaði. Margmenni var i kirkjunni og meðal kirkjugesta var biskupinn yfir íslandi, herra Ásmundur Guðmundsson. Að lokinni guðsþjónustu hófst kaffisamsæti í Góðtemplarahús- inu. Þar voru mættir fulltrúar á stofnþingið og margir gestir þar á meðal forystumenn Góð- templarareglunnar, fulltrúi Nor- ræna ungtemplarasambandsins, sem kominn var frá Svíðþjóð til að sitja þing sambandsms, og fleiri Stofnþing sambandsins hófst kl. 4.30 í Góðtemplarahúsinu. Fundi stjórnaði Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar. Mættir voru fulltrúar frá öllum ung- mennastúkunum, samtals 33 full- trúar auk undirbúningsnefndar sambandsstofnunar. Margir gest- ir voru viðstaddir stofnunina. Flutt var skýrsla undirbúnings- nefndar og þar með lagauppkast fyrir sambandið íslenzkir ung- templarar. Lögin voru samþykkt og því næst var kosið í stjórn sambandsins. Þessir hlutu kosn- ingu: Formaður: séra Árelíus Níelsson, varaformaður; Sigurð- ur Jörgensson, ritari; Einar Hann esson, féhirðir; Lárus Guðmunds son, fræðslustjóri; Guðmundur Þórarinsson. Varamenn voru kosnir Hreiðar Guðnason og Björn Karlsson. Að stjórnarkosningu lokinni tók hinn nýkosni formaður við fundarstjórn. Ávörp fluttu yftr- maður Góðtemplarareglunnar, Benedikt S. Bjarklind, stór- templar, Sune Persson fulltrúi Norræna ungtemplarasambands- ins, sem færði sambandinu góðar gjafir frá Norræna sambandinu Qg hinu sænska. Þorsteinn J Sigurðsson, umdæmistemplar, Indriði Indriðason, þingtemplar Reykjavíkur og Ólafur Þ. Kr?st- jánsson, þingtemplar Hafnar- fjarðar. Kveðjur bárust eimiig frá ýmsum erlendum forystu- mönnum og samböndum ung- templara. ALÞÝÐUSKÓLANUM á Eiðum var slitið 27. apríl s. 1. Skólinn er 75 ára á þessu ári. Bændaskóli var stofnaður á Eiðum árið 1883. Árið 1919 var honum breytt í alþýðuskóla. Síðan starfaði hann sem tveggja vetra alþýðuskóli þangað til 1946 að bætt var við framhaldsdeild, sem nú skiptist í landsprófs-, bóknáms- og verk- námsdeild. í vetur voru alls 100 nemend- ur í skólanum og skiptust þannig milli deilda, að 19 voru í yngri deild, 38 í eldri deild og 43 alls í framhaldsdeild, þar af 18 í landsprófsdeild. Framhaldsdeild- in er enn við nám, en samkvæmt venju er skólanum slitið form- lega fyrsta sunnudag í sumri, þegar yngri og eldri deild lýkur. Burtfararpróf stóðust allir nem endur eldri deildar. Hæstu eink- unnir fengu: í bóklegum grein- um Gunnar Magnússon frá Bakka firði, 9,09, í verklegum greinum Þorvaldur Þorsteinsson frá Þernu nesi við Reyðarfjörð, 8,32, og úr öllum greinum samanlögðum Jón Snæbjörnsson frá Geitdal í Skriðdal, 8,60. f yngri deild hlaut Geirlaug Sveinsdóttir frá Hvannstóði 1 Borgarfirði hæstu einkunn í bók- legum greinum, 9,01, og Berg- þóra Gísladóttir frá Hlíðarenda í Breiðdal í verklegum greinum, 8,06, og öllum greinum saman- lögðum, 8,51. Fæðiskostnaður var að jafn- aði kr. 22,55 á dag. Flestir nem- endur voru í mötuneyti skólans, sem frú Sigurlaug Jónsdóttir veitti forstöðu. Heilsufar var ágætt í vetur og líkamlegur við- gangur mikill. Verðlaun og viðurkenningar úr sjóðum skólans, þeim er til þeirra hluta eru ætlaðir, hlutu þessir nemendur: Úr styrktarsjóði Jónasar Eiríks sonar og Guðlaugar M. Jónsdótt- ur: Rafn Kjartansson frá Djúpa- vogi. Sami piltur hlaut einnig prúðmennskuverðlaun þau, sem árlega eru veitt, en skólastúlkur velja þann, sem hlýtur, með leynilegri atkvæðagreiðslu. Úr Hansenssjóði hlaut viður- kenningu Þórhallur Eyjólfsson frá Áreyjum í Reyðarfirði og Díana Sjöfn Helgadóttir frá Freyvangi í Eyjafirði úr minn- ingarsjóði Sigurðar Hafsteins Emilssonar. Úr styrktarsjóði Helga Ólafs- sonar frá Hrærekslæk, sem sér- Stofnþingið gerði nokkrar sam þykktir m. a. um að framhald verði á rekstri Tómstundaheim- ilis ungtemplara í Reykjavík og að reynt verði að koma á fót slíkum stofnunum á vegum ung- templara víðar á landinu Enn- fremur taldi stofnþingið nauð- syn á, að reynt verði að tengja saman vetrarstarf ungmenna- stúknanna með fjölbreyttu sum- arstarfi og var stjórn sambands- ins falið að vinna í því máli. Auk þessa var stjórn sambandsins fal- ið að sækja um inngöngu ís- lenzkra ungtemplara í Norræna ungtemplarasambándið. Lokaþáttur hátíðahalda ung- templara í sambandi við stofnun- ina, var almenn skemmtun ung- templara í Góðtemplarahúsinu. Skemmtunin hófst í fullsetnu húsi kl. 9. Þar flutti Þorvarður Ornólfsson stutta ræðu, sýnd var skrautsýning, sex stúlkur sungu með gítarundirleik, sýndur var gamanleikur, Helena Eyjólfsdótt- ir og fleiri kynntu ljóðið Sumar- mál (söngur ungtemplara), lag og ljóð eftir Tólfta september og samið í tilefni dagsins. Var þessu atriði mjög vel fagnað og höfundur klappaður fram og hylltur. — Kvöldskemmtuninni lauk með dansi og skemmtu þar þær Þóra Ward og Hanna Bjarna dóttir með söng. Þá var og kynnt annað lag og ljóð eftir Tólfta september og var því vel fagnað. ’. staklega er ætlaður nemendum úr Hróarstungu, hlaut verðlaun Hermann Eiríksson frá Bót. Þau Soffía Jónsdóttir frá Gunn- hildargerði í Hróarstungu og Þröstur Þorgrímsson frá Selnesi í Breiðdal hlutu sérstaka viður- kenningu fyrir að hafa verið í öllum þeim kennslustundum, sem þeim bar að sækja, án þess að koma nokkurn tíma of seint, i þrjá vetur. Verðlaun þessi og viðurkenningar eru veitt fyrir árangursríkt nám, dugnað, trú- mennsku og prúðmennsku. Skólaslitin hófust með guðs- þjónustu. Sóknarpresturinn séra Einar Þór Þorsteinsson, prédik- aði og nemendur sungu. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri var viðstaddur skólaslitin og flutti ræðu. Minntist hann afmælis skólans og árnaði heilla. Þórar- inn Þórarinsson, skólastjóri, flutti skólaslitaræðu að vanda. Bland- aður kór nemenda söng allmörg lög undir stjórn skólastjóra. Sýning var haldin á handa- vinnu nemenda. Þótti hún fjöl- breytt og vönduð. Átta piltar í verknámsdeild smíðuðu 5 sófa- sett (sófa, 2 djúpa stóla og borð), eitt skrifborð og stól, 6 matborð, mörg smáborð, rennda muni svo sem lampa og skálar o. fl. Tveir afkastamestu nemendurnir smíð- uðu húsgögn virt á 10—12 þús. kr. Tíu stúlkur í sömu deild lærðu vélsaum, útsaum, prjón og hekl. Þær sýndu hver um sig kjól, náttkjól, blússu, slopp- svuntu, barnafatnað, púða, dúka o. fl. Veður var gott, en vegna af- leitrar færðar á vegum sökum holklaka og forar, var fátt gesta. Verknámshús er í smíðum á Eiðum og var tekin í notkun í haust 130 ferm. smíðastofa, mjög vistleg og björt. Vonir standa til, að mögulegt verði að Ijúka þess- ari byggingu bráðlega. í þeim hluta hússins, sem eftir er að reisa, verður saumastofa, hús- rými fyrir kennslu í vélgæzlu og geymslur fyrir efni og unna muni. Eins og getið hefur verið, verð- ur Eiðaskóli 75 ára á þessu ári. Af því tilefni er fyrirhugað að halda mót í sumar, fyrst og fremst nemenda og kennará, svo og annarra velunnara skólans. Þá er væntanlegt í sumar minn- ingarrit um skólann eftir Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi. ÞANN 6. febrúar síðastliðinn var jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, frú Aðalheið- ur Sigurðardóttir, Hvammi þar í bæ. Alla, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd að Fögruvöllum í Vestmannaeyjum þann 15. febr- úar 1896 og var þvi nokkrum dögum miður en 62 ára, þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Sigurðardóttir og Sigurður Sveinbjörnsson, sem bæði voru komin af traustum bændastéttum í Rangárþingj. Þau hófu búskap í Vestmanna- eyjum árið 1890, fyrst að Fögru- völlum, en fluttu síðan að Brekku húsi, sem er býli fyrir ofan Hraun og þar bjuggu þau allan sinn búskap. Sigurður er dáinn fyrir mörgum árum, en Sigurbjörg lézt í hárri elli fyrir fáum árum heima í Hvammi hjá Aðalheiði dóttur sinni. Eitt barn áttu þau auk Aðalheiðar, Sigurjón fiski- matsmann og fyrrverandi skip- stjóra í Vestmannaeyjum. Hins vegar ólu þau upp allmörg fóstur börn, sum allt til fullorðinsára, önnur skemur. Allir, sem hafa dvalið í Vest- mannaeyum róma fegurð Eyj- anna. Ég er einn þeirra. En hvergi finnst mér þó fegurð þeirra eins tilkomumikil og stór- brotin, eins og fyrir ofan Hraun. í þessu umhverfi ólst Alla upp, enda festi hún mikla ást á heima- byggð sinni og gerði ekki víð- reist þaðan um dagana um fram það, sem nauðsyn krafði. — Skammt frá Brekkuhúsi stendur bærinn Norðurgarður og liggja tún bæjanna saman. Þar bjó um þessar mundir Finnbogi Björns- son skipstjóri, kunnur sjósókn- ari á áraskipaöldinni. Einn sona hans, Árni, var á svipuðum aldri og heimasætan í Brekkuhúsi, eða lítið eitt eldri. Þau felldu hugi saman og giftust 11. des. 1916 og hafa þeir, sem þá tíma muna, sagt undirrituðum, að þar hafi óvenjuglæsileg brúðhjón verið vígð. Þau byrjuðu búskap í Brekkuhúsi, en eftir tvö ár kaupa þau hálft húsið Bræðra- borg í Vestmannaeyjum á móti Finnboga bi’óður Árna. í þennan mund er Árni að byrja langan og farsælan for- mennskuferil sinn á vélbátum frá Vestmannaeyjum, fyrst fyrir aðra, síðan á eigin farkosti. í Bræðraborg er hvorki hátt til lofts eða vítt til veggja, mörg börn á báðum heimilum og skorti flest þau lífsþægindi, sem nú þykja nauðsynleg á hverju heim- ili. Báðir bræðurnir, heimilis- feðurnir í Bræðraborg, voru for- menn og sóttu sjóinn af kappi og kom því verulega í hlut eigin- kvenna þeirra, að sjá um börnin og heimilin. Á þessum árum var ekki alltaf úr miklu að moða fyrir barnmargar sjómannafjöl- skyldur í Vestmannaeyjum og er ég ekki ugglaus um, að ekki hafi alltaf verið vitað að kvöldi, hvað hafa skyldi í matinn næsta dag. Reyndi því snemma á þrek og kjark ungu stúlkunnar frá Brekkuhúsi og hún reyndist vand anum vaxin. Þótt börnunum fjölgaði ört, en alls áttu þau Alla og Árni níu börn, þar af lifa átta. þá miklaði hún Alla það ekki fyr ir sér, eftir að hafa komið börn- unum í ró á kvöldin, að skreppa niður í kró til bónda s’ns og taka virkan þátt í verkun aflans. Snemma tamdi hún sér mikla lífsgleði.sem hún ætti til æviloka. Hygg ég að hún hafi stundum reynt-að hugga þá, sem bágt attu og þá gjarnan verið gleymin á sína eigin erfiðleika. Eftir því sem tímar liðu fram, batnaði efna hagur þeirra hjóna, og árið 1941 kaupa þau húsið Hvamm við Kirkjuveg, glæsilegt hús í göml- um stíl. Á blettinum kringum hið nýja heimkynni ræktaði Alla falleg tré og blóm. sem vöktu athygli þeirra, sem fram hjá gengu. Á síðari árum ævinnar átti Alla við mikil veikmdi að etja og gekk undir erfiðar hand- læknisaðgerðir. En sálarþrek hennar var ólamað. Þegar heilsa hennar leyfði, átti hún ótaldar ánægjustundir á meðal blómanna í garðinum sínum og naut þar aðstoðar manns síns, sem öllum er til þekkja, er kunnur að smekk vísi og snyrtimennsku. Undirritaður átti stundum heima hjá Aðalheiði í Hvammi um lengri og skemmri tíma. Þeg- ar hún nú sr horfin þangað, sem leið okkar allra liggur að lokum, gerist áleitin við mig lítil staka eftir þjóðskáldið Einar Bene- diktsson: Gengi er valt, þar fé er falt fagna skalt í hljóði. Hitt varð alltaf hundraðfalt sem hjartað galt úr sjóði. Hér er raunar allt sagt, sem segja þarf. Hún Alla var aldrei iík að veraldlegum auði. En einn þáttur í skaphöfn hennar, var tilhneigingin til þess að gefa og gleðja aðra. Jafnvel þegar hún var sárþjáð og rúmliggjandi. reyndi hún að vinna í höndunum einhverjar gjafir til þess að senda börnum, barnabörnum og öðrum ástvin- um. Það kom ósjaldan fyrir á heimili dótturbarna hennar, að vöngum var velt yfir því fyrir jól, hvað hún ammu í Vestmanna eyjum mundi senda i pakka núna. Það var aldrei efazt um það, að pakkinn kæmi, það var nokkuð, sem ekki gat brugðizt, og brást heldur aldrei. Það væri ekki að skapi hennar Aðalheiðar í Hvammi, að borið væri á hana eitthvert of'of. Það mundi heldur ekki vera að benn- ar skapi, að ástvinir hennar legð- ust í sorg við fráfall hennar og reyndu að gráta hana úr Relju. Hún leit miklu raunsærri augum á lífið og tilveruna en svo. Hún bar aldrei tilfinningar sinar á torg út en trauðla mun hún gleymast þeim, sem nutu vináttu hennar og umhyggju. — Eigin- maður hennar hefur í bili misst þá stoð, sem honum var styrkust í lífinu. Hann bíður þess, að fund um þeirra beri aftur saman Á meðan finnur hann huggun og traust í því, að leiða hugann að minningum liðinnar ævi. Hann minnist fagurra vorkvölda í Vest mannaeyjum, minnist ungu og glæsilegu heimasætunnar í Brekkuhúsi, minnist þess, þegar þau ákváðu, að leggja saman út í lífsbaráttuna. Og hann miniist hennar sem lífsreyndrar xigin- konu, sem veitti honum traust og trú í öllurn erfiðleikuir. kon- unnar, sem nvatti hann til starfa og dáða. Sjálfum er mér ljúft að 'era þá játningu, að ég er ekki meira karlmenni en það að pegar ég hef leitt hugann að mínuir eigin ævilokum, hafa þær húgsanir verið kannske örlítið kvíða- blandnar. En sá kvíði er nú með öllu horfinn. Þegar ég legg upp í hina löngu ferð, veit ég að á ströndinni ókunnu standa tvær konur, móðir mín og Aðalheiður í Hvammi og brýna báti mínum í naust. E. M. Eiðaskóli 75 ára í ár 100 nemendur voru í skólanum s.l. vetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.