Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 7. maí 1958 TJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjorn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askríftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. RÁÐLEYSIÐ í EFNAHAGSMÁLUNUM AÐ var í þingbyrjun, sem Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra, lagði fram fjárlagafrumvarpið fyrir yfir- standandi ár. Eins og hann gekk frá þessu frumvarpi, var það ekki hæft til samþykktar á Alþmgi vegna þess að í það vantaði til- lögur um það, hvernig afgreiða skyldi þann hluta laganna, sem sérstaklega varðar efnahagsmál- in. Eysteinn Jónsson lýsti því þó yfir, að sjálfur gæti hann enga leið fundið, en það væri þingsins og þá vitaskuld sérstaklega stjórnarflokkanna, sem þar hafa meirihluta, að finna leið til þess að afgreiða frumvarpið án halla og gera dýrtíðarmálunum skil. Allt síðan þetta gerðist, hefur landsfólkið beðið eftir því að til- lögur um lausn efnahagsmaianna kæmu fram. En tíminn er nú orðinn nokkuð Jangur, sern lið- inn er, síðan petta gerðist og alltaf hefur verið látið í veðri vaka að venð væri að undirbúa nýjar tillögur eða jafnvei að þær væru þá og þegar að koma en ekKert hefur orðið úr því eins og aikunnugt er. Þetta hefur vita skuid skapað mikla óvissu meðal alls almennings og sérstakiega mjög mikla óvissu í öliu við- skiptalífi. Það nær ekki eingöngu til einstaklinga heldur einnig tii hins opinbera og er yétt að benda á í þessu sambandi, að Reykja- víkurbær hefur ekkí enn getað gengið frá fjárhagsáætlun sinni fyrir yfirstandandi ár vegna þess, hve óvissan út af hinum væntan- legu tillögum í efnahagsmólum er mikil. ★ Þegar ríkisstjórnin var sett á laggirnar, var þá hátíðlega lýst yfir, að hér eftir skyldu Sjálf- stæðismenn útilokaðir frá öllum áhrifum á stjórnmálin yfirieitt og efnahagsmálin alveg sérstak- lega. Þegar því Eysteinn Jónsson beindi því til þingsins að semja það frv., sem' hann gat ekki s.jálf ur gengið frá, þá var hann vita- skuld fyrst og fremst að skj 'ta málinu til stuðningsflokka stjórn arinnar. En þeir reyndust ekki verkinu vaxnir fremur en fjár- málaráðherrann sjólfur og þegar kom fram um nýjár, var augljóst að stjórnarflokkarnir á Alþingi mundu ekki koma fram með nein ar tillögur á þeim tíma. Óvissan varð nú enn meiri en áður og í rauninni fékk almenningur þá hugmynd, sem líka er alveg rétt, að ráðherrar stjórnarflokkanna og þingmenn þeirra gætu alls ekki við þessi mál ráðið Næsta skrefið var líka það. að kveðja til sérfræðinga, hagfræðilega menntaða menn, til þess að gera útreikninga og tillögur varðandi málið. Þeir komu að þessu leyti í stað fjármólaráðherrans sjálfs og þingmeirihlutans, sem stendur á bak við stjórnina. Síðan er liðinn langur tími og ekkert. bólar enn á tillögunum. Á síðustu vik- um hefur því við og við skotið upp í blöðum stjórnarflokkana, að von væri á þessum tiUögum innan skamms tíma, en allt fram til þessa hafa þær ekki séð dags- ins ljós. ★ Það var eitt af loforðum stjórn- arflokkana, að ekkert skyldi að- hafzt í efnahagsmálunum og öðr um meiri háttar málum, nema haft væri samráð við samtök verkamanna og bænda, eins og það var orðað. í sambandi við þetta hafa svo verið kallaðar sam an hinar svokölluðu 19 manna og 6 manna nefndir til skrafs og ráða gerða á seinustu dögum. Þá voru hagfræðingar ríkisstjórnarinnar búnir að móta þær till., sem ríkis stjórnin gat fellt sig við að bera fram. Eins og allir vita er það samráð við verkalýðsfélögin og samtök bænda. sem flaggað er með, ekki annað en yfirskin, því aðferðin hefur jafnan verið sú, að kalla þessa aðila saman til málamynda til að samþykkja það, sem þegar er búið að ákveða. Eins átti nú að fara að, en að því er síðast fréttist hafa þessar nefndir ekki viljað samþykkja með eins ljúfu geði eins og ríkis- stjórnin hefur sennilega búizt við, þær tillögur, sem fyrir þær hafa verið lagðar. Fundarhöldum er sífelldlega haldið áfram og hvað úr þessu verður mun bráðlega koma í ljós. í blöðum stjórnarflokkanna verður vart vaxandi tortryggni innbyrðis á milli þeirra. Tíminn segir í forystugrein sl. sunnudag, að það sé stefna Framsóknar að hverfa frá vísitölu- og uppbóta- kerfinu, en ekki víkur blaðið að því einu orði, hvað ætti þá að koma í staðinn fyrir það. Botninn á því máli er sýnilega ’suður í Borgarfirði' eða ennþá lengra frá. Þegar svo Þjóðviljinn, blað stærsta stuðningsflokks stjóroar- innar, fer að sínu leyti að skýra frá hvað fyrir Framsóknarmönn- um vaki, þá er það í stuttu máli, að blaðsins sögn, að hlynna að sínum nánustu hagsmunum og þá sérstaklega Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga, en við þess óskir vilji Framsóknarmenn fyrst og fremst miða það, sem gera skuli í efnahagsmálunum. ★ Þegar Eysteinn Jónsson lagði fram fjárlagafrumvarpið í byrj- un Alþingis í þeirri mynd að það var ekki afgreiðsluhæft, var á- stæðan sú, eins og hann raunar sálfur lýsti yfir, að hann hefði ekki nokkra úrlausn á takteinum og vísaði málinu til þingsins. En stjórnarflokkarnir á Alþingi voru líka ráðlausir og nú þegar málinu er að nafninu til skotið til aðila utan þings, sýnist ríkja fullkom- inn glundroði um hvað gera skuli. Óvissan mun halda áfram um sinn. Landsfólkið bíður eftir því hvað verða. muni en svo virðist sem allur almenningur hafi nú fyrir fullt og allt tapað trú á því, að ríkisstjórnin og fiokkar hennar hafi nokkur tök á því að finna raunverulega lausn á efna- hagsmálunum eftir allt, sem á undan er gengið. UTAN UR HEÍMI Undir mörgum þýzkum nýbyggingum leynast sprengjur sem geta sprungið hvenœr sem er ÞJÓÐVERJAR hafa gert heldur en ekki óhugnanlega uppgötvun, sem valdið hefur mörgum and- vökunótt í V-Þýzkalandi. Það hefur sem sé komið í ljós, að mikill fjöldi þeirra húsa, sem byggð hafa verið á síðustu árum — á rústum frá styrjaldarárun- um, geta sprungið í loft upp hvenær sem er. Ástæðan er sú, að víða í jörðu leynast gamlar sprengjur frá styrjaldarárunum og á undanförnum árum hefur ekki verið lögð nægilega mikil áherzla á að grafa ósprungnar sprengjur upp úr húsarústum áður en nýjar byggingar voru reistar. o—o—o Allar sprengjur, sem liggja ósprungnar undir gömlum húsa- rústum, eru ekki hættulegar. Sumar þurfa mikið högg til þess að springa — og lítil hætta er talin á að þess konar sprengjur springi nema um snarpan jarð- skjálftakipp væri að ræða. Hins vegar er önnur gerð sprengja, sem mikið er af í Þýzkalandi — og geta sprungið hvenær sem er. Þetta eru eins konar tímasprengj- ur, sem bandamenn vörpuðu nið- ur yfir iðnaðar- og hafnarborg- ir Þýzkalands þegar loftárásirn- ar voru hvað mestar á síðari ár- um heimsstyrjaldarinnar. Voru Nokkrar sprengjur hafa sprung ið undir nýbyggðum húsum víða í V-Þýzkalandi á undanförnum árum — og það var ekki fyrr en fyrir skemmstu, að gengið var úr skugga um hve mikil hætta er hér í rauninni á ferðinni. Áætlað er, að sprengjur leyn- ist djúpt í jörðu undir 6 húsum af hverjum hundrað að meðaltali í V-Þýzkalandi — og hafa nú verið settar mjög strangar regl- ur hvað viðvíkur húsabygging- um í héruðum og borgum, sem urðu fyrir hvað mestum loftárás- um bandamanna á styrjaldarár- unum. Hið opinbera greiðir allan kostnað af gaumgæfilegri leit — og ýmsum varúðarráðstöfunum, sem eru æði dýrar. Nú er grafið miklu dýpra fyrir nýbyggingum, sem reistar eru á gömlum rúst- um — og hafa margar sprengjur fundizt — aðallega í Hamborg og Berlín. Áður var sjaldan grafið lengra en 1,5 m fyrir undirstöð- um, en nú er lágmark 2 m. í lok styrjaldarinnar voru flestar borgir Þýzkalands illa út- leiknar og sums staðar stóð vart steinn yfir steini, nema hvað einstaka hálffallið hús skagaði upp úr rústunum, eins og hér á myndinni Þjóðvcrjar hafa unnið vel á undanförnum árum — og í V-Þýzkalandi hafa risið nýjar borgir, ef svo mætti segja. En ekki er öll hætta úti enn.... Þannig mætti Margrét Bretaprinsessa í boði hjá Iandstjóranum í Trinidad, Lord Hailes, en til hans var hún boðin er hún var á ferðalagi um V-Indíur. Kjóllinn er blár, skreyttur silfri, gim- sprengjurnar þannig útbúnar, að yfir hvellhettunni var 2 mm þykk celluloid-húð, sem sérstakar sýr- ur eyddu, eftir að sprengjunni- var varpað úr flugvélinni. Þegar húðin var horfin sprakk sprengj- an. o—o- -o Fullsannað er nú, að 15—20% af öllum þeim sprengjum, sem varpað var yfir Hamborg, voru þessarar gerðar. Og víst er, að mikill fjöldi þessara sprengja sprakk ekki á tilsettum tíma —■ áðallega vegna þess, að útbúnað- ur sá, er fleytti sýrunni yfir celluloid-húðina bilaði oft, þegar sprengjurnar féllu til jarðar. Talið er, að í Hamborg hafi um 10% þessara sprengja ekki sprungið — og fjöldi þeirra mun liggja í jörðu þar — og víðar um Þýzkaland. Rannsókn hefur leitt í ljós, að þessi celluloid-húð eyð- ist með tímanum. Og enginn vafi leikur á því, að húðin eyðist fyrr en sprengjurnar verða óvirkar af völdum raka eða einhverra annarra utanaðkomandi áhrifa. Sprengjurnar munu því springa fyrr eða síðar. o—o—o Allmargar slíkar sprengjur hafa sþrungið á síðustu árum. Manntjón hefur nokkuð orðið — og er þess sérstaklega minnzt, að ein slík sprenging varð undir baðhúsi í nánd við Frankfurt árið 1955. Sem betur fer var baðhús- ið lokað, þegar sprengingin varð — annars hefði þarna orðið hræðilegt slys. En nú er leitað mjög vandlega í öllum rústum áður en nýbyggingar eru reistar — og fjöldi sprengja hefur þegar 'tíinum og safíru’" fundizt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.