Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1958, Blaðsíða 20
 1 sólskinsskapi á sólbakaðri gangstétt Austurstrætis í fyrradag. Stórri sprengju varpuð d „Steininn“ Hún hefði getaó orðið mönnum \ f • •• § • * • oo r/orr/on/ Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ laust | ar fyrir klukkan 11 kvað við mikil sprenging hjá fangahúsinu við Skólavörðustíg. — Heyrðist sprengingin langar leiðir, enda var hún mjög kröftug. „Steinsins", en Allt lék á reiðiskjálfi í fanga- húsinu. Fangaverðir þustu út til þess að athuga hvað gerzt hafði. í ljós kom að sprengju hafði ver- ið varpað .upp á þak útbygging- V iðskiptasamning- ur \ið Frakkland HINN 30. apríl s.l. var undirritað ur í Reykjavík samningur um við skipti milli íslands og Frakk- lands fyrir tímabilið frá 1. apríl 1958 til 31. marz 1959. í samningnum er gert ráð fyrir útflutningi til Frakklands aðal- lega á fiski og fiskafurðum og innflutningi á frönskum iðnaðar- vörum til íslands á svipuðum grundvelli og verið hefur. Samninginn undirritaði fyrir íslands hönd Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráð- herra, og fyrir hönd Frakklands ambassador H. Voillery. (Frá utanríkisráðuneytinu). NÁMSSKEIÐ um atvinnu- og verkalýðsmál heldur áfram í kvöld kl. 8,30 i Valhöll. — Nauðsynlegt er að þátttakend- ur mæti stundvíslega. hún er við austurenda hússins og eru þar fangageymslur. Sprengjan kom niður á timburþaki hússins og sprengdi gat á það, en viðurinn er IV2 þuml. þykkur. Undir var trébiti, sem einnig sundraðist við sprenginguna. Slys varð ekki á mönnum, en rannsóknarlögregl- an telur að hefði sprengja þessi sprungið í námunda við fólk, hefði stórslys hlotizt af. Ef einhver vegfarandi er leið átti um Skólavörðustíginn er þetta gerðist, hefir séð sprengju- kastarann, þá eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar að við- komandi gefi sig fram. Hafnarverkamenn um borð í Goðafossi, klæddir eins og á þorra í hríðarhraglandanum í gær. Nístandi kuldi um land allt í gær Háþrýstisvæðið yfir Grænlandi sendir pólkulda hingað ÞEGAR bæjarbúar risu úr rekkju gærmorgun og litu til veð ars brá þeim í brún. Esjan var að mestu hulin snjókófi. Úti var stinningskaldi og hitastigið var við frostmark. Síðar um morgun- inn, er Veðurstofan las veður- lýsinguna fyrir landið, kom í ljós að klukkan 9 hafði mælzt 1 stigs frost í bænum, en kaldast um nóttina hafði verið tveggja stiga frost. — Samkvæmt veður- lýsingunni var 1—3 stiga frost víðast hvar, en norður á Hóls- fjöllum vetrarríki með 9 stiga frosti. Það var meira að segja frost í Vestmannaeyjum — 3 st. og veðurhæðin 10 vindst. í gærdag skiptust hér á sterkt sólskin og hríðarhraglandi. — Norðaustanáttin var nístandi köld. Það var annar svipur yíir götulífinu í gær en í fyrradag. Þá gátu ungu stúlkurnar spókað sig léttklæddar í sólskininu, ónægðar með tilveruna. í gær í nepjunni skáskutu þær höfðinu móti veðrinu, klæddar úlpum og öðrum „þorrafatnaði". Niðri við höfnina, þar sem verið var að lesta Goðafoss, skutu „spilmenn" upp tjaldi yfir sig, eins og þeir gera í illviðrum á vetrum, enda er það kuldaverk að vera við spilið. Alhvít jörð á Akureyri AKUREYRI, 6. maí: — f morg- un var alhvít jörð hér á Akureyri og um allan Eyjafjörð. Snjóél var hér fram eftir degi í dag og frost allt þar til kl. 3, en þá var komið upp í frostmark. Mest var frostið kl. 6 í morgun, 5 stig. Snjóinn hefur ekki tekið upp í dag og er hálka mikil á götum hér í bænum. Ofurlítil sólbráð hefur verið þegar sólar hefur notið milli élja. Ekki tepptust fjallvegir, hvorki vestur né austur yfir heiðar, Vertíð að Ijúka í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 6. maí. — Vertíð í Vestmannaeyjum er nú senn að ljúka og nær helmingur báta er búinn að taka upp net sín. Hinir eru enn að veiðum aðallega austur í Meðallandsbugt, en þangað fluttu þeir sig er fór að tregast á heimamiðum og Selvogs banka. Gert er ráð fyrir að þeir bótar, sem enn eru að veiðum þar austur frá taki upp net sín riú um helgina. Þessari vertíð er nú að ljúka. Hún hefur yfirleitt gengið vel hvað aflabrögð snertir, þó afli sé að sjálfsögðu misjafn, sem ekki er að furða þegar tekið er tillit til þess að nokkuð á annað hundr- að báta stundar róðra úr verstöð- inni. Þess má þó geta að afli hand- færabáta hefur verið með ein- dæmum lélegur og má segja að um algeran aflabrest hafi verið að ræða hjá þeim. Síðar verður svo að sjálfsögðu getið nánar um vertíðina í Eyjum, þegar öll kurl eru til grafar komin í sambandi við aflabrögð einstakra bóta, fjölda bóta og heildarfiski. —Bj. Guðm. Verða íslendingar 373 þúsundir árið 200«? í BLAÐINU Sveitarstjórnarmál, sem gefið er út af Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga, birtist í gær fróðleg grein um væntan- lega mannfjölgun hér á landi næstu áratugina. Kemst greinar- höfundur að þeirri niðurstöðu að íslendingar verði orðnir 209 þús- und árið 1970 og rúmlega 373 þúsundir árið 2000. í þessum út- reikningum er gert ráð fyrir svipaðri viðkomu og verið hefur, en gengið út frá hinum hækk- andi dánaraldri síðari ára. Út- flutningur og innflutningur fólks er ekki tekinn með. þótt talsverðan snjó setti þar nið ur. Áætlunarferðir eru nú Dyrj- aðar milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Verða farnar tvær ferðir í þessari viku en þrjár í hinni næstu. Daglegar ferðir munu vart hefjast fyrr en um eða undir næstu mánaðamót. -—vig. Fullskipuð stjórn L.I.V. kemur til f undar SUNNUDAGINN 11. maí n.k. boðar Landssamband íslenzkra verzlunarmanna til fundar full- skipaðrar stjórnar sambandsins. Stjórn L.Í.V. skipa 17 menn, 9 úr Reykjavík og nágrenni og 2 úr hverjum landsfjórðungi. Auk þess munu öll starfandi félög verzlunarmanna í landinu eiga fulltrúa á fundinum, en þau eru nú 12 talsins. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla formanns. 2. Skipulagsmál L.Í.V. 3. Lífeyrissjóðs- og kjaramál. 4. Fræðslustarfsemi. 5. Önnur mál. Fundurinn verður haldir.n i fundarsal V. R. Vonarstræti 4, og hefst kl. 10 f.h. Frá Alþingi FUNDUR er í sameinuðu Alþingi kl. 1,30 í dag. Á dagskrá er fyrir- spurn um innflutning landbún- aðarvéla svo og þessar þingsálykt unartillögur: Eftirgjöf óþurrka- lána. Brotajárn. Heymjölsverk- smiðja. Glímukennsla. Biskups- stóll í Skálholti. Afnám áfengis- veitinga. Það sem veldur þessari norð- austanátt er háþrýstisvæði yfir Grænlandi, en það er segin saga að myndist háþrýstisvæði yfir því kalda landi, þá skellur kulda- bylgja hér yfir, nístandi kuldi, og vill hann þá stundum verða æði þrálátur. í gær var ekki að sjá nein merki þess að í vændum væri batnandi veður. Veðurglöggur náungi, sem var niðri á hafnarbakka, sagði, að sér sýndist hann vera orðinn „svo eindreginn“ að líklega myndi veðrinu ekki slota fyrr en eflir nokkra daga. Ekki vildi Veður- stofan taka undir þessi orð spek- ingsins, en sagði að norðaustan áttin væri mjög eindregin, en um langa eða skamma lífdaga hennar væri ekki auðvelt að spá. — Æskilegast væri að hún gengi sem fyrst niður. — Já, það er orð að sönnu! „Bjargróðin" að koma, segir Ifl» • Timinn BLAÐ forsætisráðherrans svarar í gær þeirri spurningu, sem nú er á hvers manns vörum: Hvenær koma „bjargráð“ ríkisstjórnar- innar? „Tíminn“ segir, að 19 manna nefndin hafi undanfarið setið á fundum og haft efnahagstillög- ur ríkisstjórnarinnar til athug- unar. — Síðan segir stjórnarblað- ið orðrétt: „Álit nefndarinnar mun væntanlegt í síðasta lagi um miðja þessa viku, að líkindum í kvöld eða á morgun“. Að því er Mbl. frétti voru engir fundir haldnir í gær, hvorki í undirnefnd „19 manna nefnd- arinnar" svonefndri „sex manna nefnd“, né í aðalnefndinni. „Afbrýðisöm eig- inkonau AKUREYRI, 6. maí — Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld gam anleikinn Afbrýðisöm eiginkona í þýðingu Sverris Haraldssonar. Leikstjórí er Jóhann Ögmunds- son, formaður Leikfélags Akur- eyrar, en leikendur eru alls níu. Leikur þessi hefur verið sýndur í Hafnarfirði og víðar við góðar undirtektir. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.